Morgunblaðið - 04.11.2006, Síða 9

Morgunblaðið - 04.11.2006, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2006 9 FRÉTTIR LÖGREGLAN í Reykjavík lokaði vínbúð sem Ungir frjálshyggju- menn höfðu opnað á Lækjartorgi kl. 14 í gær, en með því að selja bjór vildu frjálshyggjumennirnir mót- mæla einokun ríkisins á sölu áfeng- is. Lögreglan lagði hald á tvo kassa af bjór, og samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var 18 ára karl- maður handtekinn fyrir að selja áfengi. Hann var færður á lög- reglustöð og yfirheyrður, enda braut hann með athæfi sínu áfeng- islög. Í tilkynningu sem Ungir frjáls- hyggjumenn sendu frá sér vegna bjórsölunnar í gær segir að áfengi sé lögleg vara á Íslandi, og neysla þess lögleg. „Því ætti sala áfengis að vera lögleg með sama hætti og öll önnur sala á vörum og þjónustu í landinu er lögleg. Frjáls sala áfeng- is þekkist í flestum löndum heims og ætti Ísland þar ekki að vera fast í viðjum fortíðar.“ Morgunblaðið/Júlíus Ólögleg bjórsala stöðvuð HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest gæsluvarhald yfir manni sem grun- aður er um stórfellt kókaínsmygl til landsins í sumar. Sætir hann því gæsluvarðhaldi til 20. desember en smyglið komst upp 9. ágúst. Voru þá tekin tæp 2 kg af kókaíni af konu í Leifsstöð við komu hennar til lands- ins. Búið er að ákæra manninn sem er viðriðinn málið og hefur hann við- urkennt að hafa hitt tvo aðra sak- borninga og skipulagt innflutning efnisins. Hafði hann fengið fyrr- nefnda konu til að fara til Spánar til að sækja kókaínið. Maðurinn fór einnig sjálfur til Spánar þangað sem hann sótti efnið til annars sakborn- ings og afhenti það konunni. Fór hann síðan á undan henni í gegnum tollskoðun í Leifsstöð í þeirri von að tollverðir beindu athygli sinni að honum til að konan kæmist í gegn með fíkniefnin. Áframhaldandi gæsla vegna 2 kg af kókaíni ♦♦♦ Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Ný sending Sparipeysur og sparibolir iðunn tískuverslun Laugavegi 40, s. 561 1690 Kringlunni, s. 588 1680 20% afsláttur af blússum fimmtudag til sunnudags Laugavegi 82, sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Póstsendum 15% afsláttur í dag Glæsilegur samkvæmisfatnaður Stærðir: 36-56 Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-16 Smáralind, sími 5288800, www.drangey.is Harðar - fisléttar - sterkar Léttustu ferðatöskurnar! ® 75x57x34 4kg kr. 17.900 62x47x28 3,2kg kr. 15.500 53x37x23 2,4kg kr. 8.500 5 ára ábyrgð! - Haustsýning helgina 3-5 nóv. Fjölbreytt úrval húsgagna á ótrúlegu verði. Antikhúsið, Skólavörðustíg 21 og 23, s: 552 2419 Kærar þakkir til þeirra sjálfstæðismanna sem veittu mér frábæran stuðning í prófkjöri flokksins Jóhann Páll Símonarson Skoðið sýnishorn á laxdal.is Laugavegi 63 • S. 551 4422 afsláttur af Gerry Weber dúnúlpum 15% Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.