Morgunblaðið - 04.11.2006, Page 20

Morgunblaðið - 04.11.2006, Page 20
20 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti ferðaðist um miðvesturríkin í gær og studdi þannig við bakið á frambjóðendum repúblikana á loka- spretti kosningabaráttunnar fyrir þingkosningarnar sem fram fara á þriðjudag. Kom forsetinn við í Iowa og Missouri þar sem þingsæti flokksbræðra hans eru í hættu meðal annars vegna óánægju kjósenda með gang mála í Írak. „Við munum vinna sætin til öld- ungadeildarinnar og fulltrúardeild- arinnar. Og við munum sigra í kosn- ingunum vegna þess að við skiljum gildismat [...] bandarísku þjóðarinn- ar,“ sagði Bush við stuðningsmenn sína í Montana á fimmtudag. Frambjóðendur keppast nú hver við annan um að koma skilaboðum sínum á framfæri í yfir 600 nýjum sjónvarpsauglýsingum um helgina. Mikil umræða um forskot demó- krata í könnunum á síðustu vikum vék fyrir helgi fyrir umfjöllun um mismæli demókratans og öldunga- deildarþingmannsins John Kerry á mánudag, þegar hann gaf í skyn að þeir sem ekki eru iðnir við námið gætu átt á hættu að „festast í Írak“. Repúblikanar tóku þessum mis- mælum sem himnasendingu eftir svartsýnistón í þeirra herbúðum en margt bendir til að þau hafi nú þegar fallið í skuggann af nýju hneykslis- máli í röðum kristinna íhaldsmanna, einhvers mikilvægasta kjósenda- hóps flokksbræðra Bush forseta. Sakaður um kaup á vændi Þannig sagði Ted Haggard, leið- togi bandarísku evangelistasamtak- anna (NAE), sem hafa yfir 30 milljón safnaðarmeðlimi vestanhafs, af sér formennsku á fimmtudag vegna ásakana um að hafa keypt sér blíðu karlmanns. Málið hefur valdið gríð- arlegu fjaðrafoki en Haggard hefur meðal annars unnið að stefnumótun með starfsfólki Hvíta hússins. Haggard, sem er giftur fimm barna faðir, er þannig sakaður um að hafa átt mök við karlmann gegn gjaldi mánaðarlega síðustu þrjú ár- in. Haggard hafnar ásökunum alfar- ið en hefur engu að síður hætt að prédika á meðan málið er í rannsókn. Spilaði upptöku af samtölum Haggard-hneykslið má rekja til þess að Mike Jones, 49 ára gamall samkynhneigður maður, ákvað að koma á framfæri upplýsingum um meint kaup trúarleiðtogans á kyn- lífsþjónustu sinni vegna afstöðu samtaka hans til samkynhneigðra. Sjónvarpsstöðin KUSA-TV, sem er tengd NBC-stöðinni, hefur spilað upptökur af meintum samtölum þeirra, þar sem Haggard er sagður spyrja Jones hvort þeir geti komið á ástarfundum gegn greiðslu. Bush reynir að hífa upp fylgi repúblikana Í HNOTSKURN »Haggard er einn valdamestileiðtogi evangelista. »Á þriðjudaginn verður kosið íátta ríkjum um hvort banna eigi hjónabönd samkynhneigðra. »Þetta er annað áfallið fyrirkristna íhaldsmenn eftir að þingmaðurinn Mark Foley sagði af sér þingmennsku vegna óeðli- legra samskipta við vikapilta. George W. Bush Ted Haggard Napólí. AFP. | Ríkisstjórn Romanos Prodis, forsætisráðherra Ítalíu, er nú undir vaxandi þrýstingi vegna glæpaöldu í Napólíborg sem hefur þegar kostað 12 manns lífið og alls 75 mannslíf á árinu. Stjórnarandstaðan, með Silvio Berlusconi í broddi fylk- ingar, hefur verið harðorð og sakað stjórnina um að bera ábyrgð á of- beldinu með því að veita þúsundum fanga lausn eftir að hún komst til valda. Prodi brást við ásökunum á fimmtudag með því heita þjóðarátaki til að binda endi á ofbeldið. Við sama tækifæri lýsti hann því hins vegar yf- ir að ekki yrði gripið til þess ráðs að senda herinn inn í borgina að sinni. „Enginn skilur hvað er að gerast, af hverju hlutirnir versna svona hratt,“ sagði Tonia Valvano, íbúi í borginni, í samtali við AFP-frétta- stofuna. „Ég hef búið í Napólí í 40 ár og aldrei upplifað slíka spennu.“ Eins og fyrr segir liggur Prodi undir ámæli hægrimanna eftir að stjórn hans sleppti 24.000 dæmdum sakamönnum úr fangelsi í sumar til að draga úr miklum þrengslum í ítölskum fangelsum. Er talið að rekja megi hrinu ofbeldisverka í Napólí til þessarar ákvörðunar, en um 2.700 þessara fanga eru ýmist búsettir í borginni eða nágrenni. Á hinn bóginn hefur stjórn Prodis ákveðið að senda á annað þúsund lögreglumenn til suðurhluta borgar- innar í næstu viku til viðbótar við þá þrettán þúsund sem fyrir eru til að koma í veg fyrir frekari ofbeldisverk. Þrátt fyrir að í það minnsta níu þeirra sem hafa týnt lífi í Napólí að undanförnu hafi verið á meðal þeirra fanga sem fengu lausn hefur Prodi lýst því yfir að „engin sönnun liggi fyrir um tengsl“ þar á milli. Gríðarlegt atvinnuleysi Atvinnuleysi í Napólí var 17 pró- sent í fyrra samanborið við 7,7 pró- senta atvinnuleysi á landsvísu. Þar af voru 40 prósent ungmenna á aldr- inum 15 til 24 ára án vinnu í borginni miðað við 24 prósent í öllu landinu. Mafían er sögð hafa mikil ítök í Nap- ólí og innheimta allt að 86.000 kr. „verndarþóknun“ frá verslunum, gjald sem er þrefalt hærra þegar um stórmarkaði og smáfyrirtæki er að ræða. Nemur veltan milljörðum. Blóðugt mafíustríð úti á götum Napólí Prodi neitar að senda herinn í borgina að sinni AP Sorg Ættingjar manns sem var myrtur í Napólí í vikunni bera kistu hans. Bagdad. AFP. | Lögregluyfirvöld í Bagdad tilkynntu í gær að þau hefðu fundið lík 56 manna á víð og dreif um borgina en hinir látnu voru allir karlar á aldrinum 20 til 45 ára. Á sama tíma tilkynnti Bandaríkjaher að hann hefði fellt 13 hryðjuverkamenn í átökum í bænum Mahmudiyad suður af höf- uðborginni við byggingar þar sem fannst nokkuð magn sprengiefna. Fimm bandarískir hermenn til viðbótar féllu á fimmtudag og hafa nú alls 2.822 úr þeirra röðum týnt lífi frá upphafi innrásarinnar í Írak í marsmánuði 2003. Herinn í viðbragðsstöðu John Negroponte, yfirmaður leyniþjónustustofnana Bandaríkj- anna, kom í óvænta heimsókn til Íraks í gær, þar sem hann hitti að máli Nuri al-Maliki, forsætisráð- herra landsins. Ræddu þeir m.a. um leiðir til að efla íraska herinn en al- Maliki hefur lofað Bandaríkjastjórn að Írakar verði í stakk búnir til að taka við stjórn öryggismála í land- inu innan sex mánaða. Íraski her- inn er nú í viðbragðsstöðu vegna þess að á morgun mun falla dómur í réttarhöldunum yfir Saddam Huss- ein, fyrrverandi forseta landsins. „Allir starfsmenn hersins eru í við- bragðsstöðu. Leyfi þeirra hafa ver- ið afturkölluð og við erum viðbúnir hugsanlegu neyðarástandi,“ sagði Ibrahim Shaker, talsmaður íraska varnarmálaráðuneytisins, í gær. Er búist við að kveðinn verði upp dauðadómur yfir Saddam fyrir fjöldamorð á sjítum. Tugir líka fundust í Bagdad MÓTMÆLANDI býr sig undir að kasta Molotov-kokkteil þar sem bif- reið öryggisfyrirtækis stendur í ljósum logum fyrir utan tæknihá- skóla í Aþenu í gær. Óeirðalögregla beitti táragasi á óeirðaseggi, á sama tíma og fram fór friðsöm mót- mælaganga 9.000 háskólanema, barna á skólaaldri og kennara. Námsmenn styðja kröfur kenn- ara um launahækkun en mótmælin hafa staðið yfir í tvo mánuði. AP Stúdentaóeirðir í Aþenu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.