Morgunblaðið - 04.11.2006, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 04.11.2006, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2006 21 Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is TVÆR palestínskar konur týndu lífi þegar ísraelskir hermenn hófu að skjóta á hóp kvenna sem safnast hafði saman við mosku í Beit Hanoun á Gaza-svæðinu í því skyni að aðstoða vopnaða vígamenn við að komast undan, en Ísraelsher hafði setið um moskuna í tæpan sólarhring. Tals- menn Ísraelshers sögðu hermenn hafa orðið að skjóta af byssum sínum þegar vígamenn, sem földu sig meðal kvennanna, skutu á þá. Ísraelsher hefur síðustu þrjá dag- ana staðið fyrir aðgerðum í Beit Hanoun með það að markmiði að stöðva eldflaugaárásir palestínskra vígamanna á gyðingaþorp í nágrenn- inu, Sderot og Ashkelon. Meira en 20 Palestínumenn höfðu fallið í bardögum síðan á miðvikudag, auk eins ísraelsks hermanns. Veittu vígamönnum vernd Vopnaðir Palestínumenn leituðu skjóls í moskunni í Beit Hanoun á fimmtudag, en flestir munu hafa til- heyrt vopnuðum armi Hamas-sam- takanna, sem fer fyrir palestínsku heimastjórninni. Umkringdu ísr- aelskir brynvagnar moskuna undir- eins og skiptust menn svo á skotum í alla fyrrinótt. Í gærmorgun beittu Ísraelar svo jarðýtum gegn mosk- unni, í því augnamiði að þvinga víga- mennina til að gefast upp. Um það leyti flykktust hins vegar um 100 pal- estínskar konur á staðinn eftir að út- varpsstöð hafði hvatt þær til að koma mönnunum til aðstoðar. Hugðust þær mótmæla aðgerðum Ísraela og aðstoða Palestínumennina í mosk- unni við að komast undan á flótta. „Við hættum lífi okkar til að frelsa syni okkar,“ hafði AFP-fréttastofan eftir Um Mohammed, palestínskri konu á fimmtugsaldri. „Við fórum inn í moskuna og umkringdum and- spyrnumennina í því skyni að vernda þá, “ sagði önnur kona, Nidaa al- Radih. Hlupu konurnar með mennina sín í millum út úr bænum og voru ísr- aelsku hermennirnir ekki nógu margir á vettvangi til að fá rönd við reist. Tvær konur týndu þó lífi þegar Ísraelarnir skutu á hópinn, eins og áður sagði. Ismail Haniya, forsætis- ráðherra heimastjórnarinnar, vottaði konunum virðingu sína. Hvatti hann Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, til að koma á vettvang og verða sjálfur vitni að „drápum á palestínskum borgurum“. Umsátri lýkur með skothríð AP Vildu mótmæla Palestínskar konur á leið til moskunnar í Beit Hanoun í gærmorgun. Ísraelskir hermenn hófu seinna skothríð á kvennahópinn. Í HNOTSKURN »Ísraelsher réðist inn áGaza-svæðið á miðvikudag í því augnamiði að stöðva eld- flaugaárásir á ísraelska bæi. Bæði Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, og Ismail Haniya forsætisráðherra hafa lýst aðgerðunum í Beit Han- oun sem fjöldamorði. » Ísraelskir hermenn hand-tóku húsnæðismálaráð- herra palestínsku stjórnar- innar í Ramallah. Washington. AFP. | Bandarísk stjórn- völd eru sögð hafa sett á netið írösk gögn sem útskýra hvernig eigi að búa til kjarnorkusprengju. The New York Times sagði frá þessu í gær. Embættismenn Alþjóðakjarn- orkumálastofnunarinnar munu hafa kvartað við Bandaríkjamenn yfir því að nokkurt magn skjala er tengjast tilraunum Íraka á níunda áratugnum til að koma sér upp kjarnorku- sprengju hefði verið sett á netið. Þar væri að finna kort, stærðfræðijöfnur og ýmislegt annað sem þarf til að búa til sprengju. Vefsíðunni lokað á fimmtudag Bandarísk stjórnvöld settu mikið magn íraskra skjala á netið í mars í þeirri von að áhugasamir gætu farið í gegnum þau og þannig aðstoðað við að greina þau, en ljóst var að túlkar bandarískra stjórnvalda myndu aldrei komast yfir verkefnið einir og sér. Vefsíðunni var lokað á fimmtu- dag, eftir að New York Times spurð- ist fyrir um umrædd gögn. Settu gögn um kjarna- vopn á netið Taipei. AFP, AP. | Saksóknarar á Taív- an hafa lagt fram ákæru á hendur eiginkonu Chen Shui-bian, forseta Taívans, en hún er sökuð um spill- ingu ásamt þremur aðstoðarmönn- um forsetans. Saksóknarar segjast jafnframt hafa næg sönnunargögn í höndunum til að ákæra einnig Chen sjálfan, en hann nýtur hins vegar friðhelgi sem forseti Taívans og verður því ekki ákærður fyrr en hugsanlega eftir að hann víkur úr forsetastóli. Wu Shu-chen, eiginkona Chens, er sökuð um að hafa lagt fram falsaðar nótur í því skyni að fá greidda reikn- inga úr ríkissjóði vegna útgjalda sinna. Er það niðurstaða saksóknar- anna að Wu og þrír aðstoðarmenn forsetans hafi með gjörðum sínum svikið ríflega 30 milljónir íslenskra króna út úr ríkissjóði á tímabilinu júlí 2002 til mars 2006. Mun Wu hafa svikið út peninga vegna kostnaðar við kaup á dem- antshringum og ýmsum öðrum varn- ingi sem ætlaðir voru syni hennar, dóttur, tengdasyni og barnabörnum. Saksóknarar yfirheyrðu Chen forseta tvívegis og eiginkonu hans einu sinni á meðan á fjögurra mánaða langri rannsókninni stóð. Hjónin neita því að hafa gerst brotleg við lög en þrýstingur hefur hins vegar aukist jafnt og þétt á Chen að hann segi af sér embætti. Chen hefur hins vegar sagt, að hann hyggist sitja út seinna kjörtímabil sitt á forsetastóli, en því lýkur í maí 2008. Leiðtogi taívönsku stjórnarand- stöðunnar, Ma Ying jeou, fór fram á tafarlausa afsögn Chens í gær eftir að greint var frá því að Wu hefði ver- ið ákærð. „Chen hefur glatað trausti fólksins og virðingu,“ sagði Ma, sem einnig er borgarstjóri í Taipei. „Chen getur ekki veitt þessu landi forystu eða komið fram fyrir hönd Taívans á erlendri grundu [við þess- ar aðstæður],“ sagði hann einnig. Afsagnar forseta Taívans krafist Ákæra um spillingu hefur verið gefin út á hendur eiginkonu Chens Shui-bian Chen Shui-bian Indlandi. AP. | Lögreglumaður í Bihar í norðausturhluta Indlands var vægast sagt undrandi þegar hann fann út að þriggja mánaða drengur var ákærður vegna ráns í stræt- isvagni. Að sögn lögreglu var strætis- vagnabílstjóri rændur í þorpinu Muzaffarpur fyrir skömmu og kærði hann atvikið. Rannsókn málsins dróst en þegar hún hófst á dögunum kom í ljós að feðgar voru ákærðir um verknaðinn. Þriggja mánaða son- urinn var ákærður fyrir rán, fjár- kúgun og stigamennsku. Lögreglan brást skjótt við og sak- aði strætisvagnabílstjórann um að hafa blandað barninu í málið vegna persónulegrar óvildar milli hans og föðurins. Í kjölfarið var ákæran gegn stráknum látin niður falla. Þriggja mánaða barn ákært fyrir rán í strætó Reuters Gleði Smábörn eru almennt þekkt fyrir annað en gripdeildir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.