Morgunblaðið - 04.11.2006, Side 28

Morgunblaðið - 04.11.2006, Side 28
Það eru ekki bara börn sem klæða sig upp í búning á hrekkjavöku, sem haldin var hátíðleg víða um heim í kringum síðustu helgi. Haldin var sér- stök búningakeppni fyrir hunda í Kaliforníu en þar er hefð fyrir því að klæða dýrin á slíkan hátt. Það hentar þó ekki öllum hundum og beðið var um að þátttakendur hefðu gaman af börnum og öðrum hundum svo og því að klæðast í búning. Hafi íslenskir hundaeigendur áhuga á að kaupa búning handa sínum hundi er hægt að nálgast þá á slóðinni www.buycostumes.com. Ofurtík í skrúðgöngu Öðruvísi Boxer-tíkin Penny var klædd eins og Ofurkonan.Saman Þessi uppáklædda tík dregur hvolpinn sinn í vagni á eftir sér. Hjónarúm Barnarúm RÚM Í ÚRVALI OPIÐ: Mánud. Þriðjud. Miðvikud. Fimmtud. Föstud. Laugard. Sunnud. 12-18 12-18 12-18 12-21 10-18 10-18 12-18 Unglingarúm Komið og gerið góð kaup Varnarliðssala Geymslusvæðisins - Sigtúni 40 Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Ég hef einungis notið góðs afþví að vera alnafni hinsfræga lögreglumanns semArnaldur Indriðason hef- ur skapað í Mýrinni og öðrum bókum sínum,“ segir Erlendur Sveinsson, sem ekki er aðeins alnafni sögu- persónunnar heldur starfaði hann líka sem lögreglumaður í þrjátíu og sex ár og um tíma sem aðalvarðstjóri. „Þegar ég kom heim frá Ekvador fyr- ir rúmu ári var ég með sjúkdóm sem lamaði mig og ég þurfti að leggjast inn á Borgarspítalann. Þar naut ég al- veg sérstakrar viðurkenningar og virðingar fyrir að vera alnafni þess- arar glæpasagnapersónu. Ég hef oft verið spurður að því hvort við Arn- aldur þekkjumst, en við höfum aldrei hist, þó svo að við búum báðir á Sel- tjarnarnesinu, og ég veit ekki til þess að ég sé fyrirmynd hans í persónu- sköpun Erlends í bókunum. Aftur á móti eigum við nafnarnir það sameig- inlegt að vera báðir svolítið furðu- legir, en hvor á sinn hátt þó. Ég kann vel við Erlend og finnst hann skemmtilegur persónuleiki. Hann á gott með að ná til fólks sem hann þarf að eiga samskipti við og þannig var það líka hjá mér þegar ég starfaði í lögreglunni. Ég hef lesið allar bæk- urnar hans Arnaldar og finnst þær frábærar. Hann er ótrúlega næmur rithöfundur og nær góðum tökum á því að setja sig inn í ólíkustu að- stæður og fyrir vikið verða atburðir sagnanna sannfærandi. Allt sem ger- ist hjá lögreglunni í bókunum er eins og ég þekki það sjálfur úr mínu starfi og það er nánast eins og Arnaldur hafi sjálfur verið í lögreglunni. Hann er mjög næmur á bæði gamla og nýja tímann í lögreglunni. Þau sérkenni sem Arnaldur dregur fram í persónu Erlends þekki ég vel úr mínu starfi. Ég þekki líka suma atburði sem koma fyrir í bókunum af eigin raun. Ég kom til dæmis sjálfur að atburðum við Kleifarvatn og lýsingar Arnaldar á þeim eru mjög nálægt því sem ég þekki,“ segir Erlendur Sveinsson. Morgunblaðið/Ásdís Alnafni Erlendur Sveinsson, fyrrum aðalvarðstjóri, hefur notið góðs af því að vera alnafni lögreglumannsins í bókum Arnaldar Indriðasonar. Fremstur í flokki Erlendur leiðir hér félaga sína í lögreglunni á sínum yngri árum. Alnafni Erlends í Mýrinni Við erum báðir svolítið furðulegir daglegtlíf Vökvakennd efni í handfarangri flugfarþega mega vera að há- marki í 100 ml umbúðum frá og með næsta mánudegi. » 32 farangur Á matsölustaðnum Tunnuverk- stæðinu, í hjarta Qaqortoq á Grænlandi ræður ríkjum Íslend- ingurinn Edda Lyberth. » 30 daglegt líf Tvær listakonur voru heim- sóttar, en báðar vinna þær við keramiklist, þó hvor á sinn hátt. Þær gera nytjamuni. » 30 hönnun Anna Margrét Einarsdóttir og Þórhallur Dan hafa komið sér notalega fyrir í efri hluta Breið- holtsins. » 34 lifun Það er fjölbreytt úrvalið í versl- unum af kuldafatnaði fyrir börn, hvort sem um er að ræða úlpur, húfur, sokka eða vettlinga. » 36 tíska

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.