Morgunblaðið - 04.11.2006, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 04.11.2006, Qupperneq 30
Hótel Barbró Um er að ræða gistihús (870,8 m²) + tæki og innréttingar sem eru í húsnæðinu. Í húsnæð- inu var rekin veitingasala + hótelrekstur. Á jarðhæð eru 3 salir, húsvarðaherbergi, þvotta- hús, eldhús og geymslur, síðan eru herbergi á 2. hæð og í risi (12 herbergi). Eignin er stað- sett í miðbæ Akraness og er staðsetning mjög hentug fyrir þennan rekstur. Eina gistihúsið á Akranesi. Ekki í rekstri í dag. Laus til afhendingar strax. Höfðasel - LAUST STRAX - VERÐTILBOÐ ! 1-2 stálgrindarhús (212,5 m² + 205 m²). Fyrra húsið er byggt 1997 (212,5 m²). Einangrað loft en óklætt. 2 innkeyrsludyr. Steypt plan fyrir framan.Nýrra húsið er byggt 2001 (205 m²). Óeinangrað, stórar innkeyrsludyr, tæki vegna sandblásturs. Í húsnæðunum hefur verið rekstur með sandblástur, stór lóð 5.060 fm. Staðsett rétt fyrir utan Akraness í iðnaðar- hverfi. Á lóðinni eru gámar sem nýtast fyrir skrifstofu, kaffistofu og salerni. Höfðasel 3 Um er að ræða vélaverkst. byggt 1997 (540 m²) og byggt við 2004 (622,1 m²), alls 1.162,1 m² sem skiptast í vélsmiðju, vélasal, pressu- hús og sementssíló á jarðhæð og skrifstofu, geymslur og kaffistofu á millilofti (90 fm). Ný- bygging ekki að fullu kláruð, miklir möguleika með að skipta húsnæðinu niður í minni bil. Var rekstur á einingum til húsbygginga í eldra húsnæðinu (tæki enn til staðar). Góður hlaupaköttur. Góðar innkeyrsludyr. Mjög góður frág. á öllu. Húsnæði sem hentar fyrir ýmsan atvinnurekstur. Stór leigulóð (5.000 m²). Forsteyptar einingar. Geislahiti. MÖGULEIKI AÐ SELJA HÚSIÐ Í SMÆRRI EININGUM, T.D. Í RÚMLEGA 100 m² BILUM. Jörðin ÁS í Leirár- og Melahreppi milli Akraness og Borganess. Ás er staðsett stutt frá sjó í Melasveit. Jörðin er rúmir 110 ha og þar af ca 40 hektarar í ræktun (26,2 sam- kvæmt fasteignamati). Einbýlishús er á tveimur hæðum (139,6 m²), byggt 1938. Önnur hús: Fjárhús, hesthús, hlaða og geymslur. Selst án bústofns, framleiðslukvóta og véla. Ca 50 mín. frá Reykjavík. Tilvalið fyrir hestafólk eða útivistaraðila. VERÐ: 150.000.00.0 Víðigerði 1, Akranesi - Opið hús frá kl. 14-17 Einbýlishús, kjallari, hæð og ris (190 m²). Um er að ræða sérlega fallega eign í rólegri hliðargötu á Akranesi. Byggt var við húsið 1994. Mikið endurnýjað. Fallegur og gróinn garður. Byggingarleyfi fyrir bílskúr. Vesturgata 152, Akranesi - Opið hús frá kl. 14-17 Einbýlishús á 3 pöllum (samtals 166 m²). Þetta er eign sem hefur þá sérstöðu að vera sem nýtt hús eftir viðamiklar breytingar, í grónu og skemmtilegu hverfi þar sem stutt er í bæði grunnskóla og fjölbrautaskóla. Þessi eign er sérlega skemmtileg og vel þess virði að skoða hana – OPIÐ FRÁ 14-17. www.hakot.is OPIÐ HÚS Á AKRANESI • SUNNUDAG 5. NÓV. hönnun 30 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Eldheit bollastell og Hvernig væri að eiga matar- eða bollastell sem er síbreytilegt og lifandi, engir tveir hlutir alveg eins? Þegar um handgerða keramikhluti er að ræða, þá má segja að efn- ið sé lifandi og aldrei alveg hægt að sjá fyrir hvernig hlutirnir koma út úr brennsl- unni í hvert skipti. Hver hlutur verður sérstakur, hver brennsla með sitt sérein- ÍHafnarfirðinum er Jónína Guðnadóttir með vinnu-stofu sína þar sem hún vinnur að leirlist sinni. „Ég vinn aðallega listmuni og það er mitt aðalstarf. Hins vegar finnst mér afskaplega gaman að vinna nytjavörur en sú tækni var kennd samhliða leirlistnám- inu sem ég var í,“ segir Jónína. Hún nam leirlist í Stokkhólmi, eftir listnám í Myndlistar- og handíðaskól- anum, sem þá hét, og Myndlistarskóla Reykjavíkur. „Það var ekki mikil fjölbreytni í listnámi hér á landi á þeim tíma sem ég hélt utan til náms, en ég hafði þó náð að kynnast keramiklistinni með vinnu minni hjá „gamla Gliti“ sem svo nefndist og var til húsa á Óðinsgötunni.“ En þess má geta að Jónína var fyrsti deildarkennari keramikdeildar Myndlista- og handíðaskóla Íslands. „Í matar- og kaffistellinu mínu er hver hlutur er handrenndur og því einstakur,“ segir Jónína sem gerir líka föt og skálar, krúsir og sósukönnur. Hún segir marga líka safna bollastellum sínum, sem eru af ýmsum tegundum og gerðum. Og á nýja hótelinu, Hótel Víking í Hafnarfirði, er kaffistellið og allir hlutir í morg- unverðarhlaðborðinu verk Jónínu, sem einnig hefur um árabil veitt sínum „innri víking“ útrás með gerð muna á borð við bjórkrúsir fyrir Fjörukrána. Handrenndir hlutir og einstakir Fjölbreytt Bollarnir eru af ýmsum stærðum og gerðum.Handrennt Hver hlutur er því einstakur. Morgunblaðið/Ómar Jónína Guðnadóttir Gerir aðallega listmuni. SÚ var tíðin að raftæki og slíkar græjur voru litnar hornauga af maraþonhlaupurum, sem fyrir ekki svo löngu litu á slíka tæknihluti sem truflun sem á vissan hátt „vanhelg- aði“ hlaupin. Í dag er hins vegar öldin önnur, segir New York Times, og maraþonhlauparar eins og Con- rad Kiffin taka tækninni opnum örmum. Þegar Kiffin etur kappi við klukkuna stelst hann þannig til að kíkja reglulega á GPS-staðsetning- artækið sem hann ber til að sjá hvort hann haldi í við fígúruna sem þar hleypur á hraðanum sem hann er að reyna að ná. „Ef ég sé hana hlaupa frá mér þá veit ég að ég verð að hlaupa hraðar,“ segir Kiffin. „Þetta er alveg eins og vídeóleikur. Maður keppir við einstakling sem er ekki einu sinni til.“ Því fer fjarri að Kiffin sé einn um að nýta sér tæknina við hlaupin, enda er erfitt fyrir maraþonhlaup- ara að viðhalda réttum hraða og að áætla hver hann sé með hugaraflinu einu saman. Fyrir flesta kemur GPS-tækið í góðar þarfir við að forða þeim frá að springa á limminu eftir að hafa farið of hratt af stað. Og í New York-maraþoninu, sem fer fram á morgun, má búast við að margir nýti sér tæknina. I-pod tón- hlaðan hefur þannig reynst mörgum hlauparanum góður vinur, en tæknina má m.a. nota til að hlaða niður takti taktmælis, til að tryggja rétta hlaupataktinn og búist er við að allt að einn af hverjum fimm hlaupurum taki tónhlöðu með sér í maraþonið, en aðrir taka með sér símann eða jafnvel myndavél. Sumir ganga þá jafnvel jafnlangt og Höfðaborgarkeppandinn Paul Kaye, sem hleypur með farsíma reifaðan við sig er leikur tónlist fyrir hann og tístir reglulega til að láta vita hvort Kaye haldi réttum hraða. Ekki eru þó allir sáttir við þessa þróun. „Þegar ég sé einhvern hlaupa New York-maraþonið með heyrnartól þá vorkenni ég þeim. Þeir vita ekki hvers þeir fara á mis. Köllin, hrópin, hljómsveitirnar og spennan. Hvenær annars getur mjósleginn hvítur gæi hlaupið í gegnum Harlem í pínulitlum stutt- buxum og verið hvattur áfram?“ segir Chris Sorarz, sem hleypur 42 km á 3.09. Og Alan Culpepper, sem er í hópi bestu bandarísku mara- þonhlauparanna, er á sama máli. „Vandinn við tæknina er að hún get- ur aukið fjarlægðina frá þinni eigin mælistiku,“ segir hann og kveðst sjálfur hefðu gefist upp í síðasta hlaupi hefði hann vitað hve hratt hann fór yfir. Stafrænt maraþon Morgunblaðið/Kristinn Maraþon Tæknin hjálpar mörgum hlauparanum. heilsa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.