Morgunblaðið - 04.11.2006, Page 35

Morgunblaðið - 04.11.2006, Page 35
Þeir sáu um að sníða svamp í réttri stærð og bólstruðu plötuna með hvítu leðri. Sama hátt höfðu þau á við gerð bekkjar í eldhúsinu þar sem plássið er af skornum skammti og nýtist betur með L-laga bekk í stað stóla sem oft taka þó nokkurt pláss. Aftur komu þau sjálfum sér á óvart og eru alsæl með afraksturinn sem er bæði smart og persónulegur. Litadýrð í skammdeginu Þau hafa orð á sér fyrir að vera snemma í jólaseríunum og hún seg- ist vera mikið jólabarn. Seríurnar skulu upp í byrjun nóvember og smávegis skraut. Hún segir ná- grannana bíða eftir að þau setji sín- ar upp og þá bætist hratt við í hverfinu. Upp úr miðjum nóvember eru svo komin ljós í flesta glugga á heimili þeirra hjóna. „Eitt sinn setti ég hvítar en var ekki ánægð með það. Ég vil hafa litadýrð á jólunum og nota ýmist rauðar eða marg- litar.“ Á útidyrahurðinni er ljósa- hringur sem minnir okkur hin, sem ekki erum komin í seríuhugleið- ingar, á að nú er einmitt góður tími fyrir svona gleðigjafa. Spegill Í stað flísa settu þau spegil til að stækka eldhúsið. Flottur Bekkurinn góði sem þau hjónin hönnuðu í sameiningu úr afgöng- um af girðingarefni. Hér var litlu til kostað og útkoman frábær. Rómantískt Hjónaherbergið er líka ljóst og létt eins og annað í húsinu. Ljóst og létt Stiginn er ljós og með gleri þannig að rýmið virki stærra. Hvítt Smám saman setja jólaskreyt- ingar sinn svip á heimilið. Jólastemning Anna Margrét er jólabarn og skreytir snemma. laugavegi 47 opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-16 www.kokka.is kokka@kokka.is brauðristargæðaeftirlit Framleiðendur bresku Rowlett brauðristanna hafa aldrei verið sammála því að brauðristar eigi að vera ódýrar, ónákvæmar og ónýtar alltof snemma. Rowlett ristar hratt, vel og nákvæm- lega og er fljót að borga sig upp því þú kaupir eina og átt hana svo alla ævi. Rowlett brauðristar fást í mörgum stærðum, með og án samlokugrindar. Þær hafa verið handsmíðaðar í 60 ár og hvert einasta tæki er prófað áður en það fer úr húsi. Það hlýtur að vera öfundsvert starf að sjá um gæðaeftirlitið með öllu þessu ristaða brauði. J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl.is • S ÍA MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2006 35

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.