Morgunblaðið - 04.11.2006, Síða 39

Morgunblaðið - 04.11.2006, Síða 39
byggðist ekki á sjóðsöfnun heldur gegnumstreymi var lokað fyrir tæp- um áratug. Nú eru greidd mun hærri iðgjöld af nýjum starfsmönn- um hjá ríki og sveitarfélögum og við það miðað að iðgjaldið standi á hverj- um tíma undir þeim réttindum sem lofað er. Laun eftirmanns Hins vegar hafa þeir opinberu starfsmenn sem greitt höfðu sam- kvæmt eldra kerfi rétt til að halda áfram í því til starfsloka og til greiðslu lífeyrisréttinda í samræmi við það. Lífeyrisréttindi þeirra byggja á svonefndri eftirmanns- reglu, þ.e.a.s. þeir fá í eftirlaun hlut- fall dagvinnulauna eftirmanns í starfi í samræmi við starfstíma. Það fer því eftir launaþróun hjá hinu op- inbera hvað þeir fá í eftirlaun, öfugt við það sem nú tíðkast þar sem fólk ávinnur sér stig til eftirlauna sem eru verðtryggð miðað við vísitölu neysluverðs. Þar sem laun hafa hækkað langt umfram verðlag und- anfarinn áratug hér á landi hafa líf- eyrisskuldbindingar þessara lífeyr- issjóða opinberra starfsmanna vaxið hröðum skrefum ár frá ári. Þar til viðbótar kemur að undir lok síðasta áratugar var gerð kerfisbreyting á launum opinberra starfsmanna og hluti yfirvinnu færður inn í dag- vinnulaun, sem jók enn frekar á líf- eyrisskuldbindingar sjóðanna. Dag- vinnulaun opinberra starfsmanna hækkuðu um 7,2% á árinu 2005 og hækkuðu skuldbindingar LSR (b) og LH samsvarandi. Þegar horft er til síðustu níu ára eða til ársbyrjunar 1997 hafa dagvinnulaun opinberra starfsmanna hækkað að meðaltali um 9,5% á ári eða samanlagt um 126,2% fram til síðustu áramóta og lífeyrisskuldbindingarnar í hlutfalli við það. ríkið hafi greitt 10 milljarða króna þar inn á undanförnum sjö árum. Hallinn á Lífeyrissjóði starfsmanna Reykjavíkurborgar er enn meiri eða 73% um síðustu áramót, en það hefur einmitt komið fram að Reykjavíkur- borg hyggst nota meirihluta þess fjár sem fæst fyrir sölu Landsvirkj- unar til greiðslu þessara lífeyris- skuldbindinga og dugir þó ekki til. Eignir í sjóðnum voru um síðustu áramót 11,5 milljarðar króna, en samt sem áður vantar um 30 millj- arða króna í sjóðinn til þess að hann eigi fyrir skuldbindingum sínum. Svipað er komið fyrir Lífeyrissjóði starfsmanna Akureyrarbæjar, en bærinn hyggst einnig nota söluand- virði eignarhlutar í Landsvirkjun til greiðslu lífeyrisskuldbindinga. Þar er hallinn tæp 69%. Eignir voru 2,1 milljarður um síðustu áramót, en þrátt fyrir það vantar yfir 3 milljarða króna til þess að sjóðurinn eigi fyrir áföllnum lífeyrisskuldbindingum. Ástandið er engu betra hjá öðrum lífeyrissjóðum sveitarfélaga víða um land. Þannig er hallinn á Eftirlauna- sjóði starfsmanna Hafnarfjarðar- bæjar 69%, Akraneskaupstaðar 73%, Reykjanesbæjar 83%, Nes- kaupstaðar 85%, Húsavíkurbæjar 70% og Vestmannaeyja 97,5%. Stað- an er sýnu skást hjá Lífeyrissjóði starfsmanna Kópavogsbæjar þar sem hallinn er „aðeins“ 44%. Þarna er að sjálfsögðu um miklu lægri upp- hæðir að ræða en hjá ríkinu, en engu að síður um verulegar skuldbinding- ar að ræða sem koma munu til greiðslu jafnt og þétt á næstu ára- tugum. Sem betur fer er hins vegar vandi þessara sjóða tímabundinn og mun fyrirsjáanlega leysast að fullu á næstu fjórum til fimm áratugum. Ástæðan er sú að því lífeyriskerfi sem hér hefur verið fjallað um og Þannig er arfsmanna fyrir inn- milljarða og hallinn rfræðinga tt fyrir að tar vegna LSR og LH        ' # *$ * # +2 2,H -2 2.H .2 .2/H +2 /2+H tæpa 6 til LSR ráð eiðslum R voru árslok ót námu na og . greidd- d LSR í endur- á a bak- MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2006 39 Það tekur oftast nokkurntíma fyrir frumvörp tillaga að fara í gegnumþingið. Það er eðlilegt og þannig á það að vera. Umræða og vangaveltur hvers konar eru nauðsynlegar áður en lög eru sett, en lögin eru einmitt þær leikreglur sem farið er eftir í þjóðfélaginu. Svo eru einnig sett lög svona hviss-bang. Kona hefði haldið að slík lög væru alltaf einhvers konar neyð- arlög og mjög brýnar ástæður lægju til slíkrar lagasetningar, en svoleiðis er það nú samt ekki. Lög um eftirlaun afgreidd með hraði Í desember fyrir þrem árum var frum- varpi til laga útbýtt í þinginu miðvikudaginn 10. desember og samþykkt mánu- daginn 15. desember. Þingheimur kom meira að segja saman á laugardegi svo áríðandi var að koma málinu í gegn. Umræður um frumvarpið stóðu í alls 4 klukkustundir og 55 mínútur. Í klukkustund og ellefu mínútur fimmtudaginn 11. desember. 3 klukkustundir og 29 mínútur laugardaginn 13. desember og var síðan var frumvarpið endanlega afgreitt á tólf mínútum þann 15. desember. Nú segir örugglega einhver að hér sé talað af mikilli vankunn- áttu, það eru orð sem notuð eru þegar gera á litið úr skoðunum eða málflutningi einhvers. Til að svara þeim söng strax þá er mér mætavel kunnugt um að umræða um þingmál fer að miklu leyti fram í nefndum þingsins. Stund- um er það á hinn bóginn svo að þingmönnum sem misbýður frum- vörp, efna til málþófs, sem kallað er, þegar þeir hafa ekki önnur ráð til að sýna vanþóknun sína á málefninu. Enginn sá ástæðu til að gera það í umræðum um þetta frumvarp. Frumvarpið var um eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþing- ismanna og hæstaréttardómara – og svo var lögum um þingfara- kaup breytt svona pínku-pons í leiðinni. Með samþykkt laganna sögðu þingmenn sig og þá sér- staklega ráðherra úr lögum við aðra landmenn um afkomu á efri árum Þingmenn höfðu svo sem áður notið betri kjara en annað fólk að þessu leyti en þarna keyrði um þverbak. Allir stjórnmálaflokkar stóðu að frumvarpinu Forsætisnefnd þingsins, en í henni sitja þingmenn úr öllum flokkum, lagði frumvarpið fram. Þó ég hafi aldrei setið á þingi þá veit ég nógu mikið um hvernig hlutir ganga fyrir sig á þeim bæ til þess að vera þess fullviss að frumvarpið var lagt fram með fullu samþykki formanna allra stjórnmálaflokkanna sem eiga fulltrúa á þingi. Ég er hins vegar ekki alveg jafn viss um hvernig þeim datt þetta í hug. Og þó – þeir þóttust vissir um að komast upp með myrkraverkið. Þau þóttust viss um að fólk mundi gleyma þessu yfir jólin eða að minnsta kosti mundi fólk gleyma þessu á þeim þrem og hálfu ári sem þá var til næstu kosninga. Svo fengu for- menn stjórnarandstöðuflokkanna líka einhverjar aukasposlur sem þeim hefur örugglega þótt sann- gjarnt. En það er ofar mínum skilningi að einhverjum hafi þótt meginefni frumvarpsins sann- gjarnt – það var beinlínis frekleg bíræfni. Launakerfi þingmanna var breytt Það er reyndar svolítið kostu- legt, finnst mér, að lítið hefur verið talað um þá breytingu sem varð á beinum launkjörum þing- manna með frumvarpinu. Eft- irlaunafrumvarpið svokallaða kom því á að þingmenn fá nú sér- staklega greitt fyrir að vera for- menn nefnda og varaforsetar og í sérstökum tilfellum geta varafor- menn þingnefnda líka fengið aukasposlur. Ætli það hafi verið svo að menn nenntu ekki að taka að sér þessi störf nema að fá greitt fyrir þau? Mér finnst þetta sérstaklega athygli- vert vegna þess að þjónustan sem þingnefndir og þá ekki síst formenn þeirra væntanlega fá í þinginu er allt- af að aukast. Svo ef eitthvað er ætti að vera minna álag núna að vera for- maður þingnefndar en var fyrir tíu ár- um. En það er nú svo margt sem ég ekki skil. Kannski var þessi breyting á launakerfinu bara enn ein aðferð meirihlutans til að sýna minni- hlutanum hvað hann skiptir litlu máli, þingmenn minnihlutans fá líka lægra kaup en hinir, því varla eru margir þingmenn úr stjórnarandstöðunni formenn eða varaformenn í nefndum? Ef þessi tilgáta mín er rétt þá er það í takt við annað hjá þeim sem hafa farið með völdin undanfarin ár, nánast fullkomin fyrirlitning á skoðunum minnihlutans – en þetta var útúrdúr – aftur að eft- irlaununum. Meginefni – eftirlaunin Í upphafi er rétt að benda á að við hin eigum almennt rétt á eft- irlaunum við 67 ára aldur og alla okkar hundsævi borgum við 10% launa okkar í lífeyrissjóði. Þing- menn og ráðherrar borga sama hlutfall og við í lífeyrissjóði. Fyrrverandi ráðherra á rétt á eftirlaunum: Ef hann er orðinn 65 ára Ef hann hættir sem ráðherra og er 60 ára Hann getur líka farið á eft- irlaun 55 ára ef hann hefur verið ráðherra í 10 ár. Fyrrverandi ráðherra fær 6% af árslaunum fyrir hvert ár í embætti og samsvarandi fyrir hluta úr ári. Eftirlaunin fylgja ráðherralaunum en geta ekki orð- ið meira en 70% af þeirri upphæð sem þau eru hverju sinni – nema þegar þú hefur verið forsætisráð- herra í tvö kjörtímabil, þá geta eftirlaunin orðið 80% af laun- unum. – Því ekki skyldi forsætis- ráðherrann vera minni manneskja í þessum efnum en forsetinn. Svo eru alls konar ákvæði til að hjálpa fólki að komast í þann úr- valsflokk, sem ég tel ekki ástæðu tíunda hér. Þingmenn eru töluverðir eft- irbátar ráðherranna þegar kemur að lífeyrisréttindunum en þó al- gjörir spíttbátar í samanburði við venjulegt vinnandi fólk. Eins og ráðherrar eiga fyrrverandi al- þingismenn rétt á eftirlaunum ef þeir hafa náð 65 ára aldri og ef þeir hætta þingmennsku og eru orðnir 60 ára. Þeir þurfa hins vegar að hafa verið þingmenn í 16 ár ef þeir vilja á eftirlaun 55 ára, þar munar sex árum á þeim og ráðherrum. Þingmaður fær 3% af árslaunum í eftirlaun fyrir hvert ár á þingi (munið að ráð- herrar fá 6%) og eftirlaunin geta orðið 70% af þingmannslaunum hverju sinni. Þingmenn ná hins vegar eingöngu þessum eft- irlaunafríðindum ef þeir eru meira en þrjú ár á þingi, við vilj- um auðvitað ekki að einhverjir sem detta ,,óvart“ inn á þing njóti þessara kjara, þau eru eingöngu fyrir fullgilda klúbbfélaga. Hvernig er þetta svo allt sam- an í samanburði við kjör venju- legs fólks, upplýsingar um það sæki ég í grein Hannesar Sig- urðssonar, aðstoðarfram- kvæmdastjóra Samtaka atvinnu- lífisins, frá 4. maí sl. sem finna má á vef SA. Tveir menn hefja störf 53 ára, þeir fá sama kaup, ráðherrakaup. Þeir vinna í tólf ár, sem nemur þrem kjörtímabilum, þá eru þeir orðnir 65 ára. Annar mannanna er ráðherra hinn forstjóri og borgar í Lífeyrissjóð versl- unarmanna. Ráherrann hefur á þessu tímabili áunnið sér 592, þús. kr. á mánuði ævilangt, for- stjórinn 56 þús. kr. á mánuði. Lífeyriskjör ráherrans eru 10 – tíu – sinnum hærri. – Svo voru ráðherrar að jesússa sig yfir svo- kölluðum starfslokasamningum forstjóra, sumir þeirra samninga eru líklega næstum smáaurar miðað við lífeyrisréttindi ráð- herranna og eru starfslokasamn- ingarnir þó ekki í neinum takti við það sem gengur og gerist í þjóðfélaginu. Það er nákvæmlega sama hvaða samanburður er tekinn, alls staðar blasir við að eft- irlaunalögin eru ekkert annað en hneyksli. Einn uppáhalds- samanburður minn er sá að ef ráðherrar og þingmenn ættu að lúta sömu lífeyriskjörum og við hin, án þess að taka af þeim það sem þau tóku sér í desember 2003 þá þyrftu laun ráðherra að hækka um 70% – sjötíu prósent – og laun þingmanna um 30% – þrjátíu prósent. Hin mikla smjörklípa Þegar búið var að hækka eft- irlaunin sem raun bar vitni rak fólk allt í einu augun í það þeir sem höfðu unnið sér rétt til eft- irlauna mega taka þau, þó svo þeir eða þær séu enn í starfi. Eins og Pétur Blöndal, alþing- ismaður segir, það hefur alltaf verið svoleiðis. Það hafði hins vegar aldrei vakið athygli fyrr en núna. Ég velti því fyrir mér hvers vegna það vekur athygli núna, ég held að ein ástæðan sé sú að það þóknist ráðamönnum. Ég held að það sé gamla góða smjörklípuað- ferðin, stjórnunarstíllinn sem kannski mætti kenna við Arn- arhólinn, höfundurinn er alltaf einhvers staðar nálægt honum. Svo virðist sem tvær ágætar flokksystur mínar hafi fallið fyrir þessari mikilvirku stjórnunar- aðferð. Allavega las ég um það í blöðunum um daginn að þær hyggist leggja fram frumvarp til breytinga á eftirlaunafumvarpinu. Breytingarnar snúa að því eftir því sem ég fæ best skilið að menn megi ekki taka eftirlaun sem þeir öðlast samkvæmt frumvarpinu ef þeir eru í störfum hjá ríkinu. En hneykslið snýst ekkert um það. Hneykslið er að eftirlaun ráða- manna, ráðherra og þingmanna (og hæstaréttardómara sem bætt var í hópinn – líklega sem smá- skammtasmjörklíputrikki) eru í öðru sólkerfi en við hin. Það er þessu sem þarf að breyta en ekki hvenær hinir útvöldu byrja að notfæra sér þessi réttindi sem þeir hafa skammtað sér með ólög- um. Það er ósvífni af þessu tagi sem fær konu til að fara prófkjör og vonast til að fólk styðji hana í því. Og þá mun hún leggja til að ósóminn verði afnuminn með lög- um – undanbragðalaust. Um eftirlaunaósómann Eftir Valgerði Bjarnadóttur » Það er nákvæmlegasama hvaða samanburður er tekinn, alls staðar blasir við að eftirlaunalögin eru ekkert annað en hneyksli. Valgerður Bjarnadóttir Höfundur gefur kost á sér í 3.–5. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. legra að leikreglurnar séu ramminn sem stjórnvöld setja og þau hafi svo það hlutverk að gæta þess að þær reglur séu virtar? Vinir sem til vamms segja Og að lokum þetta: Mér er óskiljanlegt þegar reynt er í ritstjórnargrein Morgunblaðs- ins að setja mig í hóp einhverra ónefndra manna sem „byggðu stjórnmálaferil sinn að verulegu leyti á því að hnýta í Morgunblaðið fyrir skoðanir þess“ og getum að því leitt að mér sé „uppsigað við Morg- unblaðið“. Hvers vegna verðskulda ég þennan sess? Morgunblaðið skrifar best og mest allra fjölmiðla um sjávarútvegsmál og hefur notið og nýtur álits fyrir. Sjálfur tala ég um Morgunblaðið í grein minni sem blaðið „sem mér hefur lengi verið afar kært“ og „sem ég hef lesið flesta útgáfudaga þess frá barns- aldri“. Vonandi dregur leiðarahöf- undur sannleiksgildi þeirra orða ekki í efa? En það breytir því ekki að þegar ég er ósammála blaðinu í máli sem ég tel að miklu varði og mér finnst skrif þess vera ósanngjörn, þá læt ég í mér heyra. Sjálfur hef ég ekki elt ólar við allt það sem sagt hefur verið og skrifað um þessi mál upp á síðkastið á opinberum vettvangi. Og vissulega má gagnrýna mig fyrir slíkt fálæti. En vegna áratuga virð- ingar minnar fyrir Morgunblaðinu snerist ég til varnar – harkalegrar varnar kannski – þegar mér fannst skrifin ganga úr hófi. Það var ekki vegna þess að ég bæri kala til blaðs- ins heldur vegna hins gagnstæða. Það gildir nefnilega ennþá, sem sagt var um vininn sem til vamms segir. ekki síst hjá okkur dyggum lesendum þess. Sjálfur ætla ég ekki að ráfa niður á það plan að ætla að skoðanir Morg- unblaðsins stafi af þjónkun við einhvern dulinn málstað. Ég tek skoðanir blaðsins eins og þær birtast og vil fjalla um þær á þeim efnislegu for- sendum. Verðugar og óverðugar atvinnugreinar Það er örugglega rétt sem Morg- unblaðið segir. Við gætum vel lifað góðu lífi án hvalveiða. Þökk sé þeirri miklu efnahagslegu uppbyggingu sem hefur orðið í landinu und- anfarin ár. En snýst þetta um þá spurningu? Er ekki eðlilegra að við setjum tilteknar leikreglur þar sem atvinnulífið á að starfa. Eigum við ekki að gera þær kröfur til auð- lindanýtingarinnar að hún sé sjálf- bær, lúti lögum og reglum sem við setjum og sé í samræmi við alþjóða- reglur? Allt þetta uppfylla hval- veiðar. Hinn efnahagslegi árangur af veiðum og vinnslu er síðan á ábyrgð þeirra sem í atvinnulífinu starfa. Það getur ekki verið hlut- verk stjórnmálamanna eða fjölmiðla að velja hvort einstök atvinnufyr- irtæki eða atvinnugreinar séu verð- ugar eða óverðugar. Hvorki ég né Morgunblaðið eigum að gegna því hlutverki. Það er enginn vafi á því að margir gætu búið til lista yfir at- vinnugreinar sem gera mætti út- lægar úr íslensku atvinnulífi án þess að það yrði þjóðarbúinu ofviða. En er það þannig sem við eigum að hugsa og framkvæma? Er ekki eðli- n ber hönsk- úast að ég silki- taflega að ngi fá- afi það að minum“ r. Hvers eim rt, að hinn 17. erið af n? Getur dað sér að ar ástæð- g rakti þó Morg- sjá. Að ar smekk- ig í leið- ð ætla íslensku gsmunum lflutning tstjórn- er ótrú- rtar blað- st að orði a alvar- ðið er tek- fa vægi; vinnulífinu Einar K. Guðfinnsson Höfundur er sjávarútvegsráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.