Morgunblaðið - 04.11.2006, Side 47

Morgunblaðið - 04.11.2006, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2006 47 Í PRÝÐILEGRI grein Kjartans Ólafs- sonar sem birt var í Morgunblaðinu föstu- daginn 3. nóvember sl. kemur fram sá mis- skilningur að Halldór Guðmundsson hafi haft forgöngu um rannsóknir mínar á tengslum íslenskra kommúnista og sósíal- ista austur til Moskvu fyrr á árum. Sá ágæti maður hafði að sjálf- sögðu ekkert með rannsóknir mínar að gera en að þeim vann ég á meðan á doktorsnámi mínu í Bandaríkj- unum stóð, ýmist í sumarleyfum eða að svo miklu leyti sem mér tókst að afla til þeirra styrkja, frá Vís- indasjóði og rannsóknasjóði Harrim- an stofnunarinnar í rússneskum fræðum við Columbia háskóla. Ég hafði forgöngu um þær sjálfur. Hall- dór Guðmundsson var hinsvegar út- gáfustjóri Máls og menningar og sem slíkur féllst hann á að gefa út bók mína Kæru fé- lagar, en hún kom út árið 1999. Kjartan mælist einn- ig til þess að hið op- inbera hlutist til um og fjármagni frekari rann- sóknir „vandaðra sagn- fræðinga“ á tengslum Íslendinga við stór- veldin á kalda- stríðsárunum. Ég get ekki annað en andmælt þessari hugmynd Kjartans. Það kann aldrei góðri lukku að stýra að stjórnvöld veiti fé til ákveð- inna fyrirskipaðra rannsókna, síst af öllu þegar um er að ræða jafn ramm- pólitískt efni og tengsl við stórveldi kalda stríðsins virðast vera enn þann dag í dag. Stjórnvöld eiga að stuðla að rannsóknum með því að veita fé til samkeppnissjóða. Þangað eiga fræðimenn að sækja um fé til rannsókna sinna, en ekki til stjórn- málamanna. Þegar orrahríðin geysar og öllu er ruglað saman, peningum, pólitík, njósnum, hryðjuverkum, landráðum og leynilögreglu er þeim sem er annt um sannleikann best að hafa hægt um sig. Ég ætla bara að vona að ekki verði send sveit „vandaðra sagn- fræðinga“ með stjórnartilskipun til Moskvu og Washington að finna sönnunargögn um eitt eða annað. Þá er hætt við að vitleysan fari nú fyrst úr böndunum. Jón Ólafsson svarar grein Kjartans Ólafssonar Jón Ólafsson » Það kann aldreigóðri lukku að stýra að stjórnvöld veiti fé til ákveðinna fyrirskipaðra rannsókna, síst af öllu þegar um er að ræða jafn rammpólitískt efni og tengsl við stórveldi kalda stríðsins... Höfundur er prófessor við Háskólann á Bifröst. Leiðrétting og mótmæli Í DAG fer fram próf- kjör Samfylkingarinnar í Suðurvesturkjör- dæmi. Prófkjörið er sérlega spennandi þar sem sjálft forystusætið á listanum okkar er laust. Eins og þegar hefur komið fram læt ég af þingmennsku eftir 17 ára starf og hef verið leiðtogi í kjördæminu okkar í meira en ára- tug. Það er alveg sér- stakt ánægjuefni hve margir hæfileikaríkir einstaklingar gefa kost á sér í þessu prófkjöri þó það sé visst áhyggjuefni hve miklu færri konur gefa kost á sér en karlar. Það hefur verið aðal Samfylking- arinnar að þingflokkur okkar hefur haft þá sérstöðu á Alþingi að helm- ingur þingflokks er konur og helmingur karlar. Ég vona að Samfylkingin haldi áfram að vera þannig merkisberi jafnréttis á Alþingi. Það er óvana- legt að forystufólk á framboðslista hverfi af vettvangi með stuttu millibili eins og nú ger- ist í okkar kjördæmi. Þá skiptir miklu að við taki einstaklingur sem nýtur mikils trausts vegna viðhorfa sinna og starfa. Manneskja sem hefur sýnt það í störfum sínum á Alþingi að hún hefur víðtæka þekkingu á hvort heldur er innan- eða utanríkismálum, er vönduð í vinnubrögðum og hefur jafnan réttlæti, jafnrétti og sanngirni að leiðarljósi. Þannig þingmaður er Þórunn Sveinbjarnardóttir. Ég hvet stuðningsfólk Samfylking- arinnar til að fjölmenna í prófkjörið í dag og stilla upp sigurstranglegum lista fyrir alþingiskosningarnar í vor. Fleiri konur á toppinn í Samfylkingunni Rannveig Guðmundsdóttir skrifar um prófkjör Samfylk- ingarinnar »… þingflokkur okkarhefur haft þá sér- stöðu á Alþingi að helm- ingur þingflokks er kon- ur og helmingur karlar. Ég vona að Samfylk- ingin haldi áfram að vera þannig merkisberi jafnréttis … Rannveig Guðmundsdóttir Höfundur er oddviti Samfylking- arinnar í Suðvesturkjördæmi. FYRIR örfáum árum var sýnd hér á landi heimildarmynd Michaels Moore, Bowling for Columbine, en þar er fjallað um skotvopnaeign Bandaríkjamanna en eign slíkra vopna er algengari þar en víð- ast í vestrænum heimi. Helsta réttlætingin fyrir byssueign al- mennings í Banda- ríkjunum er sú að ein- staklingurinn hefur rétt til þess að verja sig og fjölskyldu sína fyrir hættum. Skot- vopn vinna eingöngu á hættum af holdi og blóði og þar sem fæst- ir búa í návígi við hættuleg villidýr má gera ráð fyrir að það séu sam- borgararnir sem menn hræðast og telja sig þurfa að vígbúast gegn. Í öllum samfélögum eru glæpamenn sem full ástæða er til að óttast. Og víst er að fórnarlömb slíkra glæpa- manna eru alltof mörg. Þó benda töl- fræðilegar upplýsingar til þess að al- varlegir glæpir af þessu tagi séu fátíðari en ætla mætti og að gjarnan komi gjörningsmenn úr eigin ranni en ekki utanfrá eins og flestir virð- ast óttast. Óttinn og tortryggnin gagnvart samborgurunum sem gert hefur byssueign eins almenna í Bandaríkjunum og raun ber vitni virðist því byggjast á ofmati á hættu og ógn og hefur verið sýnt fram á að óttinn og tortryggnin sé orðin við- líka hættuleg og glæp- irnir sjálfir því fórn- arlömbum slysa og annarra voveiflegra at- burða sem eiga rætur að rekja til aðgengis að skotvopnum hefur fjölg- að mikið. Er ástæða til að óttast? En af hverju stafar þessi ótti og tortryggni og því er hættan líklega ofmetin eins og áður er á minnst? Ein af skýr- ingunum er að umfjöllun um og fréttflutningur af glæpum hefur aukist auk þess að fréttaflutningur, sér í lagi í ljósvakamiðlum, eyðir fjarlægðum. Þetta veldur því að til- finning manna fyrir tíðni glæpa, al- varleika þeirra og nálægð eykst til muna. Glæpur framinn í mörg hundruð kílómetra fjarlægð með milljónum manna á milli getur skap- að bæði mikinn ótta í brjósti áhorf- anda, sem og vaxandi þörf til að tryggja sig og sína, gegn óhugnan- legum afleiðingum árása. Óttavæðing sem tekjulind Hræðslu- eða óttavæðing sam- félagsins sem orðið hefur í Banda- ríkjunum skv. mynd Michaels Moore er ekki meðvituð eða skipu- lögð og hefur orðið til samhliða ann- arri þjóðfélagsþróun. Ekki er þó hægt að horfa framhjá því að mögu- legt er að hagnast á slíkri óttavæð- ingu og það hafa byssuframleið- endur til dæmis gert. Fyrirtæki sem selja tryggingar eða öryggisgæslu, og sem að öðru leyti sinna afar já- kvæðu hlutverki í samfélaginu, geta einnig hagnast á slíkri óttavæðingu. Það er t.d. ábatasamt fyrir fyrirtæki sem selur öryggisgæslubúnað og vill auka söluna með því að opna nýja markaði fyrir vöru sína, að fara í auglýsingaherferð sem hamrar á möguleikum eða jafnvel líkunum á því að einstaklingar verði fórn- arlömb glæpa á eigin heimili. Hægt er að beina auglýsingum sem inni- halda sögur af glæpamönnum sem valsa um í barnaherbergjum að fólki með ung börn. Aðrir óttast eigna- missi og hægur leikur er að beina skilaboðum til þeirra einstaklinga að aðrir, sem ásælast eigur þeirra, fylg- ist með þeim og muni sæta lagi þeg- ar síst varir. Að forðast eftirsjá Tilhugsunin um að lifa með bít- andi sektarkennd og afleiðingar eig- in forsjárleysis er óþægileg. Sam- félagið áfellist einstaklinga sem ekki sýna forsjá og ábyrgð og má búast við félagslegri fordæmingu ef afleið- ingar slíks eru alvarlegar. Því er lík- legt að fyrirtækið, sem vill að auka veltuna með því að selja húseig- endum öryggistæki, nýti auglýsing- arnar til að vekja upp slíkan und- irliggjandi ótta. Það er t.d. hægt að gera með því að láta sakbitið fórn- arlamb áfellast sjálft sig af harm- þrunginni alvöru í auglýsingatímum útvarpsstöðva. Er óttinn raunhæfur? Það er nauðsynlegt að gæta að ör- yggi sínu og fjölskyldu sinnar og flestir vilja vernda eigur sínar. Þetta gera menn með því að læsa dyrum sínum og viðhafa öryggisráðstafanir sem flestar kosta lítið en duga vel. A.m.k. gefa tölur sem birtust í Fjarðarpóstinum snemma á þessu ári það til kynna. Þar kom fram að hegningarlagabrotum í umdæminu fækkaði um 55% á síðustu 3 árum (innbrotum fækkaði um 31% á milli áranna 2004–2005) og að sam- stilltum aðgerðum lögreglu, félags- málaþjónustu, skóla og foreldra- félaga sé fyrir að þakka. Fækkun á brotum kemur einnig fram í öðrum umdæmum og á landsvísu sam- kvæmt Fjarðarpóstinum. Að selja ótta í nafni öryggis Það er og verður brotist inn í hús og fyrirtæki. Fjármunum og öðrum verðmætum verður áfram stolið frá einstaklingum, fjölskyldum og stofn- unum. En við fögnum því að fækkun slíkra glæpa á sér stað. Ekki ætla ég að mæla gegn því að fólk fái sér hin og þessi tæki til að auka persónulegt öryggi, en ég vara við óttavæðing- unni. Að óttast, þegar ekki er raunhæf ástæða til, hamlar einstaklingnum í að njóta lífs síns til fullnustu. Sál- rænn hræðsluáróður getur hrakið fólk til að virkisvæða heimili sín og fengið það til að afsala sér þeim lífs- gæðum sem felast í trausti, frelsi frá ótta og opnum samskiptum við sam- borgarana. En áður en við gerum slíkt er vert að kanna hver ógnin raunverulega er og velta því fyrir sér hvort stærri þjófnaðurinn sé ekki sá að ræna frá fólki öryggis- kenndinni. Óttavæðing Kristín Atladóttir fjallar um ótta og tortryggni »Ekki ætla ég aðmæla gegn því að fólk fái sér hin og þessi tæki til að auka per- sónulegt öryggi, en ég vara við óttavæðing- unni. Kristín Atladóttir Höfundur er kvikmyndaframleiðandi og nemi. FYRIR borg- arstjórnarkosning- arnar í vor lofuðu frambjóðendur öldr- uðum öllu fögru – bættum kjörum, betri þjónustu og svo fram- vegis. Nú koma efnd- irnar, 9% hækkun á þjónustugjöldum. Hækkun sem nær til heimaþjónustu, fé- lagsstarfs og þjónustu í þjónustuíbúðum aldraðra. Sú litla kjarabót sem lífeyr- isþegar fengu í kjölfar hækkana á vinnu- markaði er þarna tek- in aftur með einu pennastriki borg- arstjórans í Reykjavík. Þetta fólk er flest með lægstu tekjurnar. Eins og Ólafur Ólafsson hefur bent á er þessi hópur í 70% tilfella lág- tekjufólk. Nú lofa frambjóðendur Sjálfstæð- isflokksins enn öldruðum öllu fögru. Í grein í Morgunblaðinu í gær vill Ármann Kr. Ólafsson, frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins, að aldraðir geti aukið tekjur sínar án þess að þær skerði bætur almannatrygg- inga. Það þýðir lítið að halda slíku fram – flokkur hans er ekki tilbúinn í slíkt en legg- ur til smánarlega að- gerð eftir tvö ár og þá aðeins 17.000 krónur á mánuði sem skerði ekki bæturnar. Við í Samfylkingunni leggj- um til að menn geti haft 75 þúsund króna tekjur á mánuði án þess að bætur skerðist frá næstu áramótum. Ég segi við alla eldri borg- ara: Látið ekki plata ykkur. Ríkisstjórn- arflokkarnir hafa engan vilja til að breyta þessu skamm- arlega ástandi. Látið ekki plata ykkur Höfundur er þingmaður Reykjavíkur fyrir Samfylkinguna. »Nú komaefndirnar, 9% hækkun á þjónustu- gjöldum. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir Ásta R. Jóhann- esdóttir skrifar um málefni eldri borgara vaxtaauki! 10%Fáðu sms-fréttir í símann þinn af mbl.is mbl.is smáauglýsingar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.