Morgunblaðið - 04.11.2006, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 04.11.2006, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2006 51 MINNINGAR ✝ Jóhanna Guð-ríður Guð- mundsdóttir bóndi frá Höfða í Dýra- firði fæddist í Fremstuhúsum í Dýrafirði 16. ágúst 1911. Hún lést á Dvalar og Hjúkrunarheim- ilinu Tjörn á Þing- eyri 27. september síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Vil- borg Eirný Davíðsdóttir, f. 15.7. 1887, frá Val- þjófsdal í Önundarfirði, d. 5.8. 1913, og Guðmundur Hermanns- son, f. 25.3. 1881 í Fremstuhúsum í Dýrafirði, d. 19.11. 1974, bónda og barnakennara. Jóhanna ólst upp hjá móðurafa sínum og ömmu í Neðri Hjarðardal í Dýrafirði þeim Davíð Davíðssyni og Jóhönnu Kristínu Jóhannsdóttur að undan- teknum fyrstu tveim æviárum sín- um er móðir hennar lifði. Systir hennar sammæðra er Guðbjörg Bjuggu þau félagsbúi við Jóhann bróður Guðmundar uns hann lést 1985. Börn Jóhönnu og Guð- mundar eru: 1) Fríður, f. 1941, maki Trausti Þorleifsson. 2) Gísli Rúnar, f. 1945, maki Hrafnhildur Hilmarsdóttir. 3) Jóna, f. 1948, maki Sigurður Guðmundsson, áður gift Gunnari Benediktssyni. 4) Vilborg, f. 1950, maki Gísli Óskarsson. 5) Sighvatur Dýri, f. 1953, fyrrverandi maki Hanna Laufey Elísdóttir. Jóhanna gekk í barnaskólann að Lambahlaði og síðar í Alþýðu- skólann á Núpi 1927–1929. Hún tók virkan þátt í félagsstörfum í Kvenfélagi Mýrarhrepps þar sem hún var gjaldkeri í 13 ár. Einnig sá hún um bókasafn hreppsins sem var til húsa á Höfða síðustu 20 ár- in sem þau Guðmundur bjuggu búi. Guðmundur var jarðsunginn frá Mýrarkirkju í Dýrafirði 29. september. Jóhanna verður jarðsungin frá Mýrakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 12. Elínborg Guðmunsdsdóttir, f. 1912. Systkini samfeðra eru: Gísli, f. 1919; Vilborg, f. 1920, d. 2000; Hermann, f. 1922, d. 2002; Rósa, f. 1923, d. 1998; Þorsteinn, f. 1926, d. 1996; og Sigurður, f. 1926, d. 1996. Hinn 25. febrúar 1940 giftist Jó- hanna Guðmundi Kristjáni Gísla- syni frá Höfða, f. 25.2. 1910,d. 23.9. 2006. Bjó hún upp frá því á Höfða allt til ársins 1999 að þau Guðmundur vistuðust á Dvalar- heimilinu Tjörn á Þingeyri. Elsku amma og afi, nú er stríð ykkar beggja á enda og langar mig að minnast ykkar í nokkrum orðum. Þegar hugurinn leitar aftur í tím- ann að Höfða þá stendur sá tími upp- úr í minningunni. Hvert sumar lá leiðin vestur að Höfða til að taka þátt í slætti og öðrum verkum sem fylgdu búskap ykkar. Þó ég hafi ekki verið há í loftinu á þessum árum þá man ég þessi sumur eins og þau hafi gerst í gær. Man að ég var vakin löngu áður en nóttin var öll (að mér fannst) og tilkynnt að nú væri mjaltatími. Að honum loknum var tími til að leika sér og farið að huga að hænunum, því næst í heyskap og síðan tóku við seinni mjaltir. Hey- skapurinn fannst mér skemmtileg- astur því þá fengum við krakkarnir að troða í vagninn og svo var sett net yfir vagninn og keyrt heim. Að slá Oddann fannst mér frábært því þá var lengst farið að heiman og svo gat maður líka stolist í fjöruferð ef mað- ur var þreyttur á að raka. Þegar heim var svo komið með heyið tók ekki síður skemmtilegur tími við, það að troða í hlöðunni. Þetta var nú eitthvað sem mér þótti spennandi. Alltaf fengum við líka nýbakað hjá ömmu í kaffinu og kvöldkaffinu og standa kleinurnar þar upp úr í minn- ingunni, bestu kleinur í heimi. Minn- ingin um það þegar við fórum með mjólkina niður á veg er líka sterk. Þá fórum við afi, mamma eða Gummi frændi gjarnan með brúsana niður á veg og þótti mér frábært að fá að sitja á brettinu á traktornum og fara í smá ferðalag til móts við mjólkurbílinn. Afa og ömmu minnist ég sem kjarnorkufólks sem aldrei kvartaði yfir einu né neinu. Þau unnu alla daga frá morgni til kvölds, það var ekki bara að afi sæi um búskapinn heldur var hann líka sparisjóðsstjóri og sá um bókasafnið. Þetta þótti nú lítilli stelpu að sunnan ekki amalegt, að eiga afa sem var sparisjóðsstjóri. Beint úr mjöltum fór hann inn, skipti um föt, settist við skrifborðið og við tóku bankastörfin. Þessi minning um afa við störf er afar sterk í huga mér – hann var svo flottur karl hann afi. Amma var nú ekki síður frábær, það var hún sem stjórnaði okkur krökkunum, og það get ég sagt að maður neitaði ömmu ekki um neitt, ég bar mikla virðingu fyrir henni ömmu minni og fannst hún æðisleg. Hún barðist undanfarna mánuði eins og hetja og kveinkaði sér aldrei, þó svo að hún hafi sannarlega verið af- skaplega mikið veik. Hún var klett- urinn fram á síðustu stund og ég kem til með að minnast hennar sem kjarnakonu sem ég kem ætið til með að líta upp til. Ég vil þakka ykkur, amma mín og afi minn, kærlega fyrir allt sem þið gáfuð mér, ég kem til með að búa að öllu því sem þið gáfuð mér alla mína ævi. Nú þið eruð horfin mér og ykkar verður saknað. Ég hugga ég mér við það hér að ykkur er nú batnað. Kveðja. Brynja. Elsku langamma og langafi. Okk- ur bræðurna langar til að þakka fyr- ir þær stundir sem við áttum með ykkur, þær voru okkur dýrmætar og eigum við eftir að minnast ykkar með hlýhug. Kveðja. Leifur Örn og Ísak Örn Guðbjörnssynir. Elsku amma. Er ég hugsa til þín kemur upp í hugann mynd af iðinni konu. Hve löngum stundum þú sast við hannyrðir í setustofunni, undir lampanum með brunagatinu á skerminum. Ekki kann ég skil á hve mikið af afrakstrinum endaði í mínum fórum, en ég man hvað þú vékst mörgu góðu að okkur bræðrunum. Sérstak- leg þóttu mér góð vínarbrauðin, hef hvergi fengið betri, hvorki fyrr né síðar. Takk fyrir allar skemmtilegu heimsóknirnar til þín og afa í sveit- ina. Takk sérlega fyrir skógræktar sumarið, þegar ég sól brann eins og sviðin kartafla. Hvíl í friði, elsku amma mín, og takk fyrir minningarnar. Jóhann V. Gíslason. Hljóðnar strengur harpa lífsins titrar, hrímuð dögg á blómum jarðar glitrar. Nú er lífsins göngu lokið hér, ljósið eilíft skín um himins hvel. Guð lát áfram hörpustrenginn hljóma, hugarró og gleði enduróma. Vissuna um að vonir rætist þá er vinir aftur finnast himnum á. (Áslaug Sólbjört Jensdóttir) Með þessum ljóðlínum kveð ég vinkonu mína, Jóhönnu á Höfða, sem í dag er kvödd á æskuslóðum okkar í Dýrafirði. Hugurinn leitar til samverustund- anna allt frá bjartviðri glaðra æsku- daga, til manndómsáranna í dagsins önn. Samstarf í félagskap Ungmenna- félags, Kvenfélags og á ýmsum öðr- um sviðum. Með reisn og einbeitni voru störf Jóhönnu unnin og hollráð fundin. Hún var ljóðaunnandi og fróð um sögu lands og þjóðar. Þá vil ég minnast Guðmundar á Höfða, eiginmanns Jóhönnu, sem lést tæpum mánuði fyrr en hún. Guðmundur og Valdimar eiginmað- ur minn áttu langt og farsælt sam- starf í forystu ungmennafélagsins og fleiri félags-og forystustörfum. Þar gætti sterkra þátta Guðmundar í vandvirkni og samviskusemi. Þá var Guðmundur sparisjóðsstjóri í Spari- sjóði Mýrahrepps um langt árabil. Löngum og farsælum æviferli er lokið. Með þakklátum huga er þeirra minnst á kveðjustund. Úr fjarlægðinni skynja ég fegurð haustsins í Dýrafirði við hvílubeð vina minna. Innilegar samúðarkveðjur til barna og annarra vandamanna. Áslaug Sólbjört Jensdóttir frá Núpi. Til minningar um hjónin Jóhönnu Guðmundsdóttur og Guðmund Kristján Gíslason frá Höfða í Dýra- firði minnug þess að liðnum vetri kemur vor. Ó sólskin, glaða sólskin! Þú vekur von og kæti og vanga mína kyssir með indæl fyrirheit. Nú strjúka hlýir vindar um vegg og þak og stræti, og vorið er að koma. – Mig langar upp í sveit. Þar breiðast tún og engjar með velli græna og víða, sem verða stórir heimar og ríkir fyrir börn. Og þúsund falleg blóm eru þar, sem töfra og prýða, og þar má hlaupa um grasið og busla á smárri tjörn. Og þangað hópast lóur, er þiðna fer og hlána, og þrestir fljúga í garðinn með söng og fjaðrablik. Í mýri vaggar stokkönd, en straumönd fer um ána og stingur sér í hylinn, svo prúð og fagurkvik. Er hugsa ég um lömbin, svo létt og kvik á fæti, mig langar til að smala og vera nálægt þeim. – Og seinna kemur heyið í flekk og föng og sæti. Ég fæ að breiða og rifja og aka kerru heim. Í berjamó að fara um bjarta sumardaga er betra en nokkuð annað,sem þekki ég og veit. Að fá að sækja hrossin og flytja þau í haga er fjarskalega gaman. – Mig langar upp í sveit. (Guðmundur Ingi Kristj.) Með samúðarkveðjum. Jónas, Stefanía og dætur. Gamlir nágrannar okkar úr sveit- inni eru látnir. Hanna frænka okkar og Mundi á Höfða hafa kvatt þetta líf bæði á tí- ræðisaldri . Tvö erindi úr ljóði Indr- iða G. Þorsteinssonar eiga vel við í dag og með þeim sendum við systk- inin frá Hjarðardal okkar innileg- ustu samúðarkveðjur til barna þeirra hjóna og annarra afkomanda þeirra. Fer að haust og folnar um í byggðum. Frændlið og vinir hjúpast dauðans nótt. Þeir sem að sveit og búi bundust tryggðum, blunda að verkalokum stillt og rótt. Harma skal ei þótt hetjur sjónurn hverfi, sem heilar gengu að starfi um tún og garð, og hljóðlátt að oss söknuðurinn sverfi. Sérhver má hlíta því sem koma varð. Kveðjur. Dagrún Sigurðardóttir og bræður. Í dag 4. nóvember verður borin til grafar í Mýrakirkjugarði Jóhanna Guðríður Guðmundsdóttir eftir stríða baráttu við illvígan sjúkdóm. Ekki er nema rúmur mánuður síðan maður hennar, Guðmundur Kristján Gíslason, var borinn til hinstu hvíld- ar á sama stað. Þau eiga það inni hjá sveitungum sínum í Mýrahreppi í Vestur-Ísafjarðarsýslu, að þeirra sé minnst með fáeinum orðum. Bæði eiga þau ættir að rekja til bænda- fólks á Vestfjörðum. Meðal forfeðra þeirra eru líka tveir Sandaklerkar. Jóhanna er níundi ættliður frá ljóða- smiðnum góða, séra Ólafi Jónssyni, og Guðmundur er sjötti maður frá séra Markúsi Eyjólfssyni. Guð- mundur rekur einnig ættir suður í Borgarfjörð, því afi hans í föðurætt er hinn merki og afkastamikli fræði- maður Sighvatur Grímsson Borg- firðingur á Höfða. Gísli faðir Guð- mundar var í skiprúmi á hvalveiði- bátum hjá Norðmönnum og á lúðuveiðiskipum hjá Ameríkönum, en Norðmenn ráku hvalveiðistöð á Höfðaodda 1890-1903 og Ameríku- menn stunduðu lúðuveiðar hér við land á árunum 1884-1897 og höfðu þá lengst af bækistöð á Þingeyri. Guðmundur og Jóhanna hófu bú- skap á ysta bænum á Höfða 1940, föðurleifð Guðmundar. Þau bjuggu bæði með kýr og sauðfé og voru auk þess með umtalsverða garðrækt. Jó- hann bróðir Guðmundar var aðili að búinu og vann við það alla tíð til ævi- loka 1985. Þetta auðveldaði Guð- mundi að sinna öðrum störfum. Aðstæður til garðræktar eru sér- staklega góðar á Höfðaodda. Þetta varð til þess að ungmennafélagar og konur í Kvenfélagi Mýrahrepps fengu heimild til að stunda garðrækt á Oddanum í fjáröflunarskyni. Und- irbúningur garðanna fyrir niður- setningu á vorin, markaðssetning uppskerunnar og ýmislegt stúss við- komandi þessu lenti að miklu leyti á bræðrunum og Jóhönnu. Varla þarf að nefna að engin þóknun var tekin fyrir þetta. Jóhanna og Guðmundur voru ötul- ir þátttakendur í öllu félags- og menningarstarfi í sveit sinni og verður aðeins fátt af slíku nefnt. Jó- hanna var stofnfélagi í Kvenfélagi Mýrahrepps, starfaði þar af krafti og áhuga meðan starfsþrekið entist og var kjörin heiðursfélagi þess. Bókasafn Mýrahrepps var áratug- um saman á heimili Jóhönnu og Guð- mundar, og kom í hlut Jóhönnu að annast starfrækslu þess allan þann tíma. Hún var víðlesin og minnug og gat jafnan frætt þá er leituðu til safnsins um innihald bóka sem þar voru. Jóhanna og Guðmundur létu sér annt um kirkju sína á Mýrum. Þau sungu í kór kirkjunnar, unnu við fjáröflunarsamkomur á vegum safn- aðarins og gáfu kirkjunni góðar gjaf- ir. Nú er í vinnslu söguskilti sem þau og afkomendur þeirra hafa gefið. Á því verður saga Mýrakirkju rakin í stórum dráttum. Skiltið er gefið til minningar um Jóhann Guðbjart bróður Guðmundar, en Jóhann starfaði af þrotlausri elju að hvers konar félagsmálum í Mýrahreppi um sína daga. Guðmundur lærði bókhald á sín- um yngri árum. Það auðveldaði hon- um að taka að sér ýmis störf sem reyndu á þá kunnáttu. Hann var kjörinn endurskoðandi reikninga Kaupfélags Dýrfirðinga árin 1963- 1971. Einnig var hann kjörinn í hreppsnefnd Mýrahrepps 1958 og sat þar eitt kjörtímabil. Árið 1970 var hann enn kjörinn í hreppsnefnd og þá sem oddviti. Guðmundur lét af oddvitastörfum 1974, enda var hann þá fyrir nokkru búinn að taka að sér starf sparisjóðsstjóra við Sparisjóð Mýrhreppinga. Sjóðurinn og allt sem honum fylgdi var fluttur inn á heimili Guðmundar og Jóhönnu 1. júní 1967 og Guðmundur var ráðinn sparisjóðsstjóri 1968. Því starfi gegndi hann af mikilli lipurð og sam- viskusemi til ársins 1985. Líka má segja að Guðmundur hafi gegnt starfinu af fórnfýsi, því launin voru ekki há miðað við opnunartíma sjóðsins. Það er varla ofmælt að hann hafi verið opinn alla daga vik- unnar og mestan hluta sólarhrings- ins ef frá eru taldir mjaltatímar kvölds og morgna. Þau hjónin voru gestrisin með af- brigðum og buðu gjarnan í kaffi gestum sem komu í sparisjóðinn eða bókasafnið. Voru þá jafnan líflegar umræður undir borðum um landsins gagn og nauðsynjar eða um efni nýj- ustu bóka í safninu. Guðmundur og Jóhanna lifðu langa og farsæla ævi, komu upp fimm mannvænlegum börnum og nutu álits og velvilja sveitunga sinna. Undirritaður geymir í huga minningu um góð kynni, vináttu og gestrisni og vottar aðstandendum samúð. Valdimar H. Gíslason, Mýrum. Jóhanna Guðríður Guðmundsdóttir og Guðmundur Kristján Gíslason Það er erfitt að trúa því að Raggi sé búinn að kveðja. Hugurinn reikar til allra þeirra góðu stunda sem við höfum átt með honum. Ragnari kynntumst við fyrir um 20 árum þegar við bjuggum í sama húsi og dóttir hans og tengdasonur. Fljótlega kom í ljós hvaða ljúflingur þar var á ferð, alltaf boðinn og búinn að rétta fram hjálparhönd, alltaf með bros á vör. Góð vinátta tókst með okkur og voru Raggi og Hanna sjálfsögð og velkomin viðbót í vinahópinn. Raggi hafði gaman af ferðalögum um hálendi Íslands og nutum við þess með þeim hjónum og margar eftirminnilegar ferðir voru farnar, svo sem í Þórsmörk, Landmanna- Ragnar Valdimar Jóhannesson ✝ Ragnar Valdi-mar Jóhannes- son fæddist í Þver- dal í Saurbæjar- hreppi í Dalasýslu 23. desember 1936. Hann andaðist á líknardeild LSH Kópavogi 8. október síðastliðinn og var jarðsunginn frá Lágafellskirkju 13. október. laugar, Loðmundar- fjörð og ótal margt annað; það koma svo margir staðir upp í hugann. Heimboðin í Bratt- holtið á þrettándanum og brennan í Mosó. Alltaf hlýlegustu mót- tökur. Stundirnar „uppi í sumó“ þar sem hann undi sér svo vel, alltaf að dunda eitthvað, en þar nutum við oft gest- risni hans og Hönnu. Við brennuna á Jónsmessunni eða um verslunarmannahelgar. Söngur og gleði. Dansað í útilegum, í sumó og heima hjá einhverju okkar. Á Kanarí þar sem hann og Hanna voru nánast eins og innfædd, svo oft eru þau búin að ferðast þangað. Aldrei bar skugga á vináttuna. En nú verða samverustundirnar ekki fleiri að sinni. Við kveðjum kær- an vin með söknuði og þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast honum. Hans vegna erum við ríkari af góð- um og kærum minningum. Hönnu og fjölskyldunni allri vottum við okkar innilegustu samúð. Birgir og Ásta, Einar og Emma.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.