Morgunblaðið - 04.11.2006, Page 55

Morgunblaðið - 04.11.2006, Page 55
duglegt og ósérhlífið. „Ég var rifin upp klukkan 5 á morgnana í hvernig veðri sem var til að sækja hrossin,“ sagði hún okkur. Fannst það greini- lega ekki leiðinlegt í minningunni, því hún elskaði alla tíð hesta. Hún gekk í skóla á Hofi en var látin fermast ári fyrr en jafnaldrar henn- ar, sjálfsagt til að vinnukrafturinn nýtist nú betur, því skólagöngunni átti að ljúka við fermingu og þannig var stolið af henni einu ári í skóla- göngu og af öllu í lífinu sá hún mest eftir að fá ekki að læra meira, enda skarpgreind og hefur því eflaust fengist undanþága til að stytta hjá henni skyldunámið vegna góðra námshæfileika. Að hún erfði þetta við húsbændur sína var öðru nær, því hún talaði aldrei um þau öðru vísi en með hlýju, sem var mér óskiljanlegt, barninu af mölinni sem alið var upp af móður sem trúði á réttlæti sósíalismans. Ferð hennar út í hinn stóra heim var í vinnu- mennsku vestur til Víkur í Mýrdal og þar lærði hún margt í hannyrð- um og húsmóðurstörfum sem komu henni að góðum notum í lífinu. Árið 1923 giftist hún Gunnar Jónssyni, og flyst til hans í Breiðutorfuna í Svínafelli, gamlan og lítinn torfbæ. Þar eignuðust þau börnin sín sjö, þau Guðlaug „Lulla“, Þuríði, Pálínu, Jón Óla, Höllu, Jóhönnu og Kjartan. Seinna kaupa þau svo Vesturbæinn, reisulegt hús sem byggt var ein- hvern tíma í lok fyrri heimstyrjald- arinnar og þar bjó Veiga uns flutt var inn í nýbýlið Víðihlíð árið 1978. Gunnar var löngum heilsulaus, þjáðist illa af heymæði og það kom því oft í hlut Veigu að sinna útivinnu jafnt sem hefðbundnum húsmóður- störfum. Ekki erfði hún það þótt sumir fussuðu yfir því að hún kven- maðurinn, sæti klofvega á hesti eða sæi um að járna þá, sem greinilega var algjört tabú á fyrrihluta síðustu aldar. Lífsbaráttan var hörð en samhygð Öræfinga með náunganum með eindæmum, þannig minnist ég þess sem barn að ef einhverjar framkvæmdir voru, birtust menn bara og gengu í verkin án þess að nokkur hefði beðið þá um aðstoðina, en eins og um marga af minni kyn- slóð var ég send í sveit. Ég var 10 ára og leist ekkert á mig í byrjun, enda Öræfin á hjara veraldar, hefði allt eins getað verið lent í Tim- búktú. Ég kannaði því allar flótta- leiðir en komst að því að þaðan færi enginn nema fuglinn fljúgandi og stöku flugvél. Svo fór að ég ílengd- ist og fór ekki heim fyrr en að hausti næsta árs, sátt við mitt hlut- skipti enda ekki hægt að hugsa sér betra fólk en Veigu, Gunnar, Lulla og Eddu konu hans. Ég var þar í mörg sumur og aftur í heilt ár þeg- ar ég var um tvítugt þar sem Edda kona Lulla dvaldi lengi á spítala. Böndin hafa aldrei brostið og ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að teljast til stórfjölskyldunnar hennar Veigu, enda talaði móðir mín aldrei um börn hennar öðruvísi en sem systkini mín úr Öræfunum. Gunnar lést í desember 1967 þá farinn að heilsu. Undanfarin ár heimsótti ég Veigu oftast á afmælisdaginn henn- ar 20. ágúst. Þegar Veiga varð 99 ára heimsóttum við Bjössi hana sem oftar á Höfn. Við spjölluðum um heima og geyma og allt í einu segir gamla konan og kímir, „Það hefur nú margt breyst í veröldinni síðan við vorum upp á okkar besta Gunna mín“. Ég skellti upp úr enda meira en hálf öld á milli mín og hennar og ég hreint ekki tilbúin að viðurkenna að ég væri ekki upp mitt besta. En áttaði mig svo á því að bak við grín- ið var alvara, því þarna var öldung- urinn að viðurkenna mig sem jafn- ingja sinn og hefur mér síðan fundist þetta eitt mesta lof sem mér hefur hlotnast. Síðasta heimsóknin var núna á 109 ára afmælinu, minn- ið var farið að gefa sig en þegar ég kvaddi hana þekkti hún mig þó aft- ur og faðmaði eins og alltaf áður. Um leið og ég , Bjössi og Margrét Helga vottum öllum ættingjum og vinum Veigu samúð vegna fráfalls hennar, kveð ég hana með sömu orðum og hún kvaddi mig ævinlega með; Þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og fjölskyldu mína, Veiga mín. Hvíl í friði. Guðrún Kr. Óladóttir. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2006 55 ✝ Áslaug Þor-geirsdóttir fæddist á Húsavík 29. nóvember 1940. Hún lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 29. októ- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þorgeir Krist- jánsson, f. 27. mars 1909, d. 12. apríl 1986, og Rebekka Pálsdóttir, f. 17. janúar 1912, d. 29. júní 1986. Systir Ás- laugar er Guðný Þorgeirsdóttir, tryggingafulltrúi, f. 19. febrúar 1951. Áslaug ólst upp á Húsavík þar sem hún lauk landsprófi árið 1956. Árið 1960 dvaldi hún eitt ár í Danmörku þar sem hún stund- aði nám við Höng Husholdnings- skole. Síðar vann hún ýmis versl- unar- og þjónustustörf, m.a. hjá Landsímanum, í Landsbankanum á Húsavík og hjá Kaupfélagi Þing- eyinga. Hinn 10. maí 1964 giftist Áslaug Tryggva Finnssyni framkvæmdastjóra, f. 1. janúar 1942. Börn þeirra eru Þorgeir, textasmið- ur, f. 18. október 1968, sambýliskona hans er Hulda B. Hákonardóttir, f. 3. júní 1951, Hjördís, sálfræðingur, f. 2. apríl 1970, eiginmaður henn- ar er Kári Gíslason, f. 10. nóvem- ber 1969, og Halla Rún, kennari, f. 21. nóvember 1974. Barn Hjör- dísar og Kára er Halla, f. 21. sept- ember 1993. Útför Áslaugar verður gerð frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Það var rétt fyrir jólin 1990 að ég sótti pakka á pósthúsið og þegar ég opnaði hann seinna þá um kvöldið komu í ljós fallegur teketill og sneisafullur buðkur af ilmandi fal- legum heimabökuðum smákökum. Neðst í kassanum lá kort hvar á var letrað með fallegri rithönd: Kveðja frá Áslaugu á Húsavík. Þetta voru mín fyrstu kynni af tengdamóður minni sem þá vænt- anlega hafði heyrt af því að son- urinn væri að stíga í vænginn við konu fyrir sunnan og vildi með þessari fallegu sendingu bjóða mig velkomna. Síðan hafa margar ferðir verið farnar til Áslaugar og Tryggva á Húsavík og alltaf hafa móttökurnar verið hlýjar og rausn- arlegar. Áslaug var einstaklega vönduð kona sem vildi gera allt fallega. Henni fannst sjálfsagt að framreiða mat á þann hátt sem hvert veitinga- hús með sjálfsvirðinguna í lagi hefði verið fullsæmt af og í desert var guðdómlegt bakkelsið, heimagert að sjálfsögðu. Henni fannst líka sjálf- sagt að vefa undurfagra dúka og út- búa annað handverk sem Kaðlínar- kona á Húsavík um árabil. Allt svo fallegt og vandað. Og henni fannst sjálfsagt að vera svo vel lesin, sér- staklega í fornsögunum, að hún var eins og lifandi uppflettirit um hvað- eina úr þeim bókmenntum. Skipti þá engu hvort leita þurfti upplýs- inga um atburði, ártöl eða skyld- leika fornkappanna, Áslaug hafði þetta allt á hreinu rétt eins og hún væri að tala um eigin fjölskyldu. Það var skemmtilegt að spjalla við þessa vel gefnu konu sem var í senn fáguð og alþýðleg og fannst það sennilega svo sjálfsagt að hún tók ekki eftir því. Ég kveð Áslaugu með þakklæti. Blessuð veri minning hennar. Hulda B. Hákonardóttir. Kæra Áslaug, ég kveð þig með söknuði, því nú ertu farin í þína hinstu för. Yfirleitt varstu ekki að flýta þér, en þér virtist liggja á í þetta sinn. Ég kveð þig með söknuði, því þú varst draumur sérhvers tengdason- ar, veislumatur og tertur öll kvöld og afgangarnir, því þú áætlaðir ríf- lega, voru svo í morgunmat. Þú varst gourmet-kokkur og herforingi í eldhúsinu. Einu skiptin sem ég sá þig skipta skapi var þegar hinn for- inginn á heimilinu, Tryggvi, skipti sér af eldamennskunni. Ég kveð þig með söknuði, því þú sást til þess að við ættum nógar lopapeysur, sokka og vettlinga. Þú áttir alltaf lager af sokkum og vett- lingum sem við gátum gengið í, þeg- ar við komum illa búin að sunnan. Ég kveð þig með söknuði, því þú færðir okkur sultur og hlaup á haustin og dall með smákökum fyrir jólin, oftast voru þeir reyndar tveir. Ég kveð þig með söknuði, því það var gott að sitja í eldhúsinu hjá þér, drekka kaffi og spjalla. Og drolla, þar náðum við sérstaklega vel sam- an. Ég kveð þig með söknuði, af ein- tómri eigingirni, nokkuð sem þú átt- ir ekki til, nema þegar kom að kapl- inum, honum var ekki hægt að deila. Ég kveð þig með söknuði, því þú varst góð kona, þú settir þig aldrei í dómarasæti og varst fordómalaus. Þú varst góð tengdamamma og amma. Þú settir þig aldrei í fyrsta sæti og vildir ekki láta á þér bera, þótt þú hefðir svo margt til brunns að bera, varst víðlesin og skemmti- leg. Kæra Áslaug, ég vona að þér líði vel á nýjum stað, hittir þar fyrir bæði Snorra og Agöthu með nýjar sögur í farteskinu. Ég kveð þig með söknuði. Kári. Mæður gleðjast þegar synir þeirra eignast góða konu. Þar með bætist tengdadóttir í fjölskylduna. Þegar tengdadóttirin reynist gull og gersemi breytist gleðin í hamingju. Að eignast í kaupbæti góða vinkonu í móður tengdadótturinnar er ekki sjálfgefið í flókinni tilveru nútímans. Þannig kynntist ég Áslaugu Þor- geirsdóttur fyrir næstum fjórtán ár- um. Síðan höfum við átt margar skemmtilegar og gefandi samveru- stundir ýmist norðan heiða eða sunnan. Okkur fannst gaman að monta okkur af því að við ættum saman barn, bólgnar af stolti yfir fyrsta barnabarninu okkar, henni Höllu. Ég var svo ljónheppin að komast í kost og lógí hjá Áslaugu og Tryggva í tvígang vegna leikstjórnarverk- efna á Húsavík. Þar var ekki í kot vísað. Áslaug var listakokkur og það var veisla hvert kvöld. Við bættist fróðleikur, sögur og samtöl sem voru skemmtileg og menntandi í senn. Við stofnuðum lítið félag, Drollarafélagið, og Áslaug var for- maður í því. Ég kom seint heim úr vinnunni á kvöldin og þá var strax skellt á fundi í félaginu. Við morg- unverðarborðið var svo framhalds- fundur. Það voru mörg málefni sem þurfti að afgreiða. Það var sama hvar borið var niður. Áslaug var hafsjór af fróðleik og ég var upp- frædd um menningu og sögu Þing- eyinga bæði lifandi og látinna og kynntist framættum fjölskyldunnar. Myndir og munir voru dregin fram og settu allt í ljóslifandi samhengi. Íslendingasögurnar voru ætíð í seil- ingarfjarlægð innan um bækur á ensku, þýsku og dönsku sem hún las jöfnum höndum. Hún þekkti Ísland mjög vel, bæði af ferðalögum og lestri. Við ferð- uðumst saman í huganum um allt landið á meðan hún las Landið þitt Ísland, frá ö til a. Hún hafði þurft að fletta upp á örnefni sem byrjaði á ö, en gat ekki lagt frá sér bækurnar fyrr en hún hafði lokið við þær allar fimm – í öfugri stafrófsröð. Öll fjölskyldan naut góðs af henn- ar frábæru matargerðarlist. Falleg- ar krukkur fylltar óborganlegu gómsæti rötuðu inn í ísskápinn eftir uppskeruna á haustin og hvern morgun glöddust bragðlaukarnir yf- ir dýrindis rósablaðasultu, hrúta- berjageli eða krækiberjamarmelaði með rommi. Handavinnan var henni líka útbær og ýmislegt fallega ofið og prjónað gleður augun og heldur á okkur hita. Minningin um einstaka mann- kosti og góða vinkonu er okkar huggun við skyndilegt fráfall Ás- laugar eftir stutta sjúkralegu. Hug- urinn er hjá Tryggva og allri fjöl- skyldunni. Sigrún Valbergsdóttir. Áslaug Þorgeirsdóttir Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN GUÐMUNDSSON frá Raufarhöfn, lést á öldrunarhjúkrunardeild FSA, Seli, að morgni mánudagsins 30. október. Hann verður jarðsunginn frá Raufarhafnarkirkju þriðjudaginn 7. nóvember og hefst athöfnin kl. 14.00. Hrefna Friðriksdóttir, Sigurbjörg Jónsdóttir, Þórarinn Stefánsson, Friðrik Jónsson, Steinunn Leósdóttir, Gissur Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi, langafi og langalangafi, ANDRÉS MAGNÚSSON, Kleppsvegi 10, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi fimmtudaginn 2. nóvember. Útför auglýst síðar. Svava Jónsdóttir, Jóna Andrésdóttir, Sigurður Ingi Ingólfsson, Edda Andrésdóttir, Stefán Ólafsson, Gunnar Andrésson, Margrét Jónsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN STEFÁNSSON, áður til heimilis á Bústaðavegi 89, Reykjavík, lést á Hrafnistu í Reykjavík miðvikudaginn 1. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Stefán Jónsson, Sigríður Sveinsdóttir, Karen Jónsdóttir, Þröstur Eyjólfsson, Bryndís Jónsdóttir, Ágúst Ingi Andrésson, Steinunn Jónsdóttir, Hallur Ólafsson, barnabörn og barnabarnaörn. Kærar þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur stuðning og vinarhug við andlát HREFNU GUÐJÓNSDÓTTUR. Sérstakar þakkir fyrir allar blómakveðjurnar og gjafir til líknarfélaga. Smári Steingrímsson, Steingrímur Smárason, Hanna Smáradóttir, Auður Smáradóttir, tengdabörn og barnabörn. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem hafa sýnt okkur samúð og vináttu við andlát og útför JARÞRÚÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Fannborg 3, Kópavogi. Við færum starfsfólki hjúkrunarheimilisins á Vífils- stöðum sérstakar þakkir fyrir einstaka umönnun og hlýhug. Einar Árnason, Helga Einarsdóttir, Karl Magnús Kristjánsson, Arna Einarsdóttir, Konráð Konráðsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.