Morgunblaðið - 04.11.2006, Page 57

Morgunblaðið - 04.11.2006, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2006 57 MINNINGAR ALLT frá Ólympíumótinu í Salon- iki 1988 hefur Judit Polgar verið hina óumdeilda skákdrottning. Þá var hún, aðeins 12 ára gömul, mann- eskjan á bak við ólympíugull ung- versku kvennasveitarinnar, hlaut 12 vinninga af 13 mögulegum. Hún hef- ur raunar aldrei borið sig eftir keppni við stöllur sínar, heldur nær eingöngu teflt á skákmótum karla en sú áhersla Polgar-fjölskyldunnar, að hunsa kynjaskiptingu skákarinnar, gerbreytti ásýnd skákarinnar á heimsvísu. Enn í dag ber Judit höfuð og herðar yfir aðrar skákkonur enda er munurinn á henni og þeirri sem kemur næst á stigalista FIDE í kringum 150 Elo-stig. Þeir sem gerðu sér vonir um að Judit myndi ná „karla-heimsmeistaratitlinum“ urðu fyrir nokkrum vonbrigðum haustið 2004 þegar Judit varð neðst í átta manna heimsmeistaramótinu í San Louis þegar Venselin Topalov sigraði með eftirminnilegum hætti. Eftir það mót var eins Judit drægi sig í hlé, eignaðist sitt annað barn á dögunum og var ekki fyrirferðar- mikil í fréttum. Eftir að mótinu í Hoogoven í Hol- landi lauk á dögunum geta aðdáend- ur hennar tekið gleði sína. Judit hef- ur engu gleymt, skákstíll hennar jafnsindrandi beittur og þessi full- komna fyrirlitning hennar á ætluð- um yfirburðum karla augljós. Stund- um þegar maður horfði upp á bægslaganginn í Kasparov þá af- skrifaði maður algerlega þann möguleika að kona gæti orðið heims- meistari, vonaði a.m.k. að konur yrðu aldrei eins og hann í háttum. En nú er Garrí hættur. Drengirnir sem reka sjoppuna: Kramnik, Topa- lov og Leko – eru þeir eitthvað betri en Judit Polgar? Við þeirri spurn- ingu fást væntanlega svör á næstu árum. Svo vikið sé að mótinu í Hollandi þá var öllum ljóst að Judit Polgar mætti vel undirbúin til leiks; eftir fjórar skákir var hún með 3½ vinn- ing. Hún tapaði óvænt með hvítu fyr- ir Mamedyarov í fimmtu umferð og mætti síðan Topalov í síðustu um- ferð. Topalov hefur átt erfitt upp- dráttar undanfarið. Einvígið Elista sat í honum en hann var þó búinn að vinna skákir sínar í fjórðu og fimmtu umferð eftir hörmulega byrjun. Með sigri gat hann hugsanlega náð efsta sæti ef Ivan Soklov tækist að sigra Mamedyaov. Þessi skák Juditar og Topalov í síðustu umferð var hápunktur móts- ins. Meðal þeirra sem fylgdust með af „hliðarlínunni“ var Garrí Kasp- arov en á spjallrás netþjónsins Play- chess.com lætur hann stundum gamminn geisa. Kasparov mætti þegar nokkuð var liðið á skákina eða í kringum 28. leik. Þá kvað hann upp úr með það að Judit ætti vinnings- stöðu léki hún 28. …Dc7. En eins og svo oft áður gera mistök skákir oft stórskemmtilegar og 28. ...De7 gaf Topalov kost á mögnuðum leik 29. Bxg7! Eftir það er baráttan á borð- inu hreint augnayndi. Kasparov stakk upp á: 38. Df4! sem hefði gert aðstöðu svarts afar erfiða. Einnig benti Kasparov á jafnteflisleið fyrir Topalov: 43. Hg7+ Kh8 44. De7! Dd1+ 45. Kg2 Df3+ 46. Kh2 Dxf2+ 47. Hg2 Df4+ 48. Kh1 og svartur verður að sætta sig við þráskák. En sennilega hefur Topalov verið að tefla til sigurs: Síðar hófst „gangan mikla“. Judit labbar með kónginn frá f8 til h7 og þaðan alla leiðina til a6 þar sem hann komst loks í skjól. Á þeim punkti er hvíti kóngurinn ofurseldur árásum svarts. Minnir á sigur Inga R. Jóhannssonar yfir Vlastimil Hort á Ólympíumótinu í Lugaono 1968. 6. umferð: Venselin Topalov – Judit Polgar Nimzoindversk vörn 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2 0-0 5. a3 Bxc3+ 6. Dxc3 b6 7. Rf3 Bb7 8. e3 c5 9. Be2 cxd4 10. exd4 d5 11. b3 Rbd7 12. 0-0 dxc4 13. bxc4 Dc7 14. a4 Hac8 15. He1 Hfe8 16. Bb2 Rg4 17. g3 Rdf6 18. Rd2 h5 19. h3 Rh6 20. Bf3 Hed8 21. He5 Rf5 22. Bxb7 Dxb7 23. d5 h4 24. g4 Re7 25. Re4 Re8 26. He1 Rxd5 27. Df3 Hxc4 28. Hg5 De7 29. Bxg7 Rxg7 30. Hxd5 Hxd5 31. Rf6+ Kf8 32. Rxd5 Dd6 33. Rf6 Re8 34. Da8 De7 35. g5 Hd4 36. Hc1 Hd8 37. Df3 Hd5 38. Kf1 Rxf6 39.gxf6 Dd8 40. Hc4 Hf5 41. Da3+Kg8 42. Hg4+ Kh7 43. Hxh4+ Kg6 44. Hg4+ Kxf6 45. Dc3+ Ke7 46. Hd4 Hd5 47. Hc4 Kd7 48. h4 Db8 49. Df6 Hf5 50. Hd4+ Kc6 51. Hc4+ Kb7 52. De7+ Ka6 53. Hc7 Da8 54. Kg1 Hf4 55. f3 Hxf3 56. Dg5 f5 og Topalov gafst upp. Lokaniðurstaða mótsins var sú að Judit deildi efsta sæti með Azeran- um Mammedyraov, hlaut 4½ vinning af sex mögulegum. Topalov varð í 3. sæti með 2½ vinning og Ivan Sokolov neðstur með ½ vinning. Íslandsmót kvenna hefst í dag Lenku Ptacnikovu er spáð sigri á Íslandsmóti kvenna sem hefst í dag. Mótið fer fram í húsakynnum Tafl- félags Reykjavíkur að Faxafeni 12 og hefst kl. 14. Lenka varð að lúta í lægra haldi fyrir Guðlaugu Þor- steinsdóttur á Íslandsmótinu í fyrra en Guðlaug getur ekki varið titilinn í ár. Eftirfarandi skákkonur eru skráðar til leiks í A- flokki Íslands- mótsins: Lenka Ptacnikova, Guðfríð- ur Lilja Grétarsdóttir, Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir, Elsa María Þorfinnsdóttir, Sigurlaug Friðþjófs- dóttir, Jóhanna Björg Jóhannsdótt- ir, Tinna Kristín Finnbogadóttir og Sigríður Björg Helgadóttir. B-flokkurinn er öllum opinn en keppni þar hefst í dag og lýkur á morgun. Verður Judit Polgar næsti heimsmeistari ? SKÁK Essent-mótið 20.–28. október. Helgi Ólafsson helol@simnet.is Skákdrottning Judit Polgar með frumburð sinn Oliver. Nú er hún nafna mín og barnabarn Unnur Bettý látin. Hún lést með sviplegum hætti 28. ágúst á unga aldri. Það hefur tekið mig tíma að jafna mig eftir þau válegu tíðindi sem mér bár- ust um andlát hennar. Þar sem ég hef dvalið á erlendri grund þá varð sam- bandið okkar á milli of lítið seinni árin en í minningunni er mér enn í huga er hún kom í heimsóknir til mín að Engjahalla í Kópavogi, sem lítil lífs- glöð stúlka en þar áttum við góðar stundir saman. M.a. var hún áhuga- söm um ljóð og þá er mér efst í huga hve fljót hún var að læra kvæði. Í heimsókn á Sauðárkrók, en þar bjó hún í foreldrahúsum, er mér í minni hve notalegt var að vera í návist henn- ar, ekki kom mér í hug þá, að jarðvist hennar yrði svo stutt sem raun varð á. Elsku nafna mín, ég kveð þig að Unnur Bettý Guðmundsdóttir ✝ Unnur BettýGuðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 5. september 1987. Hún lést af slysför- um 28. ágúst síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Hofsósskirkju 9. september. sinni en þú verður að eilífu í huga mér. Snert hörpu mína, himinborna dís, svo hlusti englar guðs í paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. Úr furutré sem fann ég út við sjó ég fugla skar og líka úr smiðjumó. Í huganum til himins oft ég svíf og hlýt að geta sungið í þá líf. Þeir geta sumir synt á læk og tjörn, og sumir verða alltaf lítil börn en sólin gyllir sund og bláan fjörð og sameinar með töfrum loft og jörð. Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt. Um varpann leikur draumsins perluglit. Snert hörpu mína, himinborna dís, og hlustið, englar guðs í paradís (Davíð Stef.) Elsku dóttir mín, tengdasonur og barnabörn, Björn og Brynjar. Við Ragnar vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Unnur amma á Spáni. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudag- ana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgun- blaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgun- blaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki inn- an hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nán- ustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minn- ingargreinunum. Undirskrift | | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Ef mynd hefur birst í tilkynningu er hún sjálf- krafa notuð með minningargrein nema beðið sé um ann- að. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar Lífsklukka okkar tif- ar, og tifar, hún nær sínum hápunkti og síð- an fer hún að hægja á sér og að lokum stoppar hún. Lífs- klukka Tona hefur stoppað og nú kveðjum við þennan góða mann. Fyrstu minningar mínar um Tona eru frá því að ég var lítil og markast þær af gleði og glensi. Toni hafði létta lund og mikla ánægju af því að slá á létta strengi og stríða fólki, allt fram á síð- ustu stundu. Ég varð þeirrar gæfu að- njótandi að fá að búa hjá Tona og Rögnu frænku minni um tíma. Kynntist ég þá annarri hlið á Tona, hann var afar iðinn og féll honum aldrei verk úr hendi hvort sem það var í vinnunni, í skúrnum sínum þar sem hann smíðaði marga fallega gripi Anton Kristinn Jósson ✝ Anton KristinnJósson fæddist í Bolungarvík 8. sept- ember 1924. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri hinn 23. október síðastliðinn og var útför hans gerð frá Akureyr- arkirkju 30. október. eða innanhúss, við til- fallandi störf þar. Þegar hugsað er til baka rifjast upp mörg skemmtileg atvik og góðar stundir sem við höfum átt saman. Öll kvöldin sem ég sá þig út um gluggann þegar þú komst arkandi nið- ur Sniðgötuna á kvöld- göngunni og fékkst þér kaffi, við tókum í spil eða þú passaðir Arnar. Oft kíktum við niðri í Bót þar sem þú eyddir löngum stundum við bátinn þinn. Sveitaferðirnar okkar hafa verið margar gegnum árin og veitt þér mikla gleði. Svona er lengi hægt að telja en síðustu ár hafa oft verið erfið, parkinson-veikin ágerðist og heils- unni hrakaði en samt var alltaf stutt í kímnina. Nú hefurðu fengið hvíldina, vonandi kærkomna. Minning þín mun fylgja okkur og þín verður saknað. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Jóna, Arnar og Rúnar. Með fáeinum orðum langar mig að minnast vinar míns. Kristni kynntist ég fyrir mörgum árum þegar ég varð vélstjóri á bát frá Patreksfirði og Kiddi skipstjóri á öðrum frá sömu útgerð. Ekki fór á milli mála að hann var sérstaklega góður, traustur og fengsæll skip- stjóri. Vinsæll var hann hjá skipverj- Kristinn Jóhannes Guðjónsson ✝ Kristinn Jó-hannes Guð- jónsson fæddist á Hjallatúni í Tálkna- firði 1. janúar 1946. Hann lést á gjör- gæsludeild Land- spítalans við Hring- braut hinn 7. október síðastliðinn og var útför hans gerð föstudaginn 13. október. um. Ég minnist Krist- ins sem félaga og vinar sem gott var að ræða við. Eitt sinn fór ég með honum í siglingu til Bretlands. Fengum við fárviðri í Norð- ursjó. Tveir togarar voru sitt hvorum meg- in við okkar. Þegar við sigldum inn Pentilinn slógu lóranarnir út. Kveikti Kristinn þá á ljóskastaranum og sagði: „Það hljóta að vera sjö til átta mílur til lands, sjór- inn er ekki orðinn nógu dökkur.“ Það stóðst alveg nákvæmlega. Sá ég þá hve mikla hæfileika Kiddi hafði sem skipstjóri. Fjölskyldunni sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Jónatan J. Stefánsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.