Morgunblaðið - 08.11.2006, Page 6

Morgunblaðið - 08.11.2006, Page 6
6 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is ÞENSLAN í efnahagskerfinu er of mikil sem leiðir til þess að það eru að verða til of mörg störf. Ekki er hægt að manna þessi störf með innlendu vinnuafli og þess vegna fjölgar hér erlendu launafólki. Þetta segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, sem gagnrýnir stjórnvöld fyrir lausatök í efnahagsmálum. Í júní gáfu SA og ASÍ út sameig- inlega yfirlýsingu varðandi málefni vinnumarkaðarins í tengslum við þá ákvörðun að framlengja ekki fyrir- vara Íslands við aðild átta nýrra að- ildarríkja ESB að sameiginlegum vinnumarkaði. Hvor tveggja samtök- in studdu að framlengja ekki fyrir- varann. Gylfi sagði að í samráðsnefnd aðila vinnumarkaðarins og stjórn- valda hefði verið rætt um aðild Búlg- aríu og Rúmeníu að sameiginlegum evrópskum vinnumarkaði. Ísland getur gert fyrirvara um aðild þessara landa, en Gylfi sagði afstöðu ASÍ ekki liggja fyrir varðandi þetta mál. „Við höfum lagt áherslu á að styrkja innviði vinnumarkaðarins óháð fjölgun aðildarríkja Evrópu- sambandsins. Það er ljóst að það eru veikleikar í okkar regluverki sem að mestu leyti snúast ekki um hvort við munum beita frestunarákvæðinu gagnvart þessum tveimur löndum eða ekki,“ sagði Gylfi og bætti við að áformað hefði verið að ljúka vinnu við gerð nýrra reglna í nóvember. Gylfi sagði að ASÍ hefði áhyggjur af því hversu lítil áhersla væri lögð á að aðstoða útlendinga, maka og börn, við að ná tökum á íslensku. Þetta skipti meira máli en hvað gerðist 1. janúar þegar Búlgaría og Rúmenía ganga í ESB. Gylfi sagðist ekki telja að það hefðu verið mistök hjá ASÍ að styðja það að ekki yrði gerður fyrirvari við aðild þessara átta nýju aðildarríkja. ASÍ hefði stutt frjálst flæði vinnuafls vegna þess að réttarstaða fólks væri betri við slíkar aðstæður en í því kerfi sem komið hafði verið á áður. Það kerfi hefði stuðlað að mikilli notkun á starfsmannaleigum með tilheyrandi vandamálum bæði fyrir vinnumark- aðinn hér heima og ekki síður fyrir það erlenda launafólk sem starfaði hjá starfsmannaleigunum. ASÍ hafnar því að það hafi verið mistök að setja ekki fyrirvara við stækkun ESB Fjölgun erlends vinnuafls afleiðing mikillar þenslu Morgunblaðið/Eggert Erlent vinnuafl Hópur af pólskum verkamönnum ræðir saman í kaffihléi. LEIKSKÓLARÁÐ samþykkti á fundi sínum sl. mánudag, að leggja til við borgarráð að niðurgreiðsla til dagforeldra hækki um u.þ.b. 40%, þannig að meðaltalsgreiðsla til dag- foreldra verði um 38 þúsund krónur á mánuði. Áætlaður kostnaðarauki vegna þessa eru 85,5 milljónir króna vegna dagforeldra og 11,9 mill.kr. vegna sjálfstætt rekinna leikskóla eða samtals 97,4 milljónir kr. Jafn- framt leggur leikskólaráð til við borgarráð að niðurgreiðsla til sjálf- stætt rekinna leikskóla hækki þann- ig að framlag til þeirra sé ekki minna en meðaltalskostnaður borgarrek- inna skóla. Gert er ráð fyrir að kostnaðarauki borgarsjóðs vegna þessa verði 55 milljónir króna. Sam- tals leggur meirihluti borgarinnar því til 152,4 millj- ón króna auka- fjárveitingu til leikskólaráðs fyr- ir árið 2007. Gert er ráð fyrir að til- lagan verði rædd á fundi borgar- ráðs á morgun þar sem fjárhags- áætlun borgar- innar verður til umræðu. Í framhaldinu verður málið síðan tekið fyrir í borgarstjórn. Að sögn Þorbjargar Helgu Vigfús- dóttur, formanns leikskólaráðs, þykja þessar ráðstafanir nauðsyn- legar til þess að bregðast við aukinni þörf fyrir dagvistun til handa yngstu borgarbúum, en 9% fleiri börn fædd- ust árið 2005 en árið áður og því ljóst að aukin þörf verði fyrir gæslu þeirra á næstunni. „Okkur þótti nauðsynlegt að jafna rekstrarfé til þessara tveggja aðila svo hægt verði að veita þessa þjónustu á öruggari hátt en áður,“ segir Þorbjörg Helga og vonast til þess að hækkun á greiðslum til dagforeldra verði til þess að fleiri dagmæður ákveði að halda áfram rekstri og að nýjar bæt- ist við. Segir hún breytinguna einnig miða að því að tryggja betur rekstr- arumhverfi einkarekinna leikskóla, sem séu mikilvægur valkostur þegar komi að dagvistun yngstu barnanna. Að sögn Þorbjargar Helgu þarf leikskólaráð í framhaldinu að skil- greina betur greiðslur til leikskóla fyrir börn yngri en 18 mánaða. Til að bregðast við 9% stærri árgangi Meirihlutinn leggur til rúmlega 150 milljón króna auka- fjárveitingu til leikskólaráðs borgarinnar fyrir árið 2007 Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir KEPPNIN um sterkasta mann heims verður haldin í Reykjavík 20.–25. nóvember nk. til heiðurs minningunni um Jón Pál Sigmars- son, en hann hlaut titilinn Sterkasti maður heims fjórum sinnum. Stytta af Jóni Páli er verðlaunagripur keppninnar. Á blaðamannafundi í gær sýndi borgarstjóri að fleiri geta hnyklað vöðvana. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sá sterkasti í heimi VALGERÐUR Sverrisdóttir utan- ríkisráðherra átti í gær fund með Viktor Janúkóvitsj forsætisráð- herra Úkraínu. Ræddu ráðherrarn- ir m.a. um tví- hliða samskipti Íslands og Úkra- ínu, áform Úkra- ínu um aðild landsins að Al- þjóðavið- skiptastofn- uninni (WTO) og möguleika á frí- verslunarsamn- ingi milli EFTA- ríkjanna og Úkraínu. Þá voru söguleg tengsl Úkraínu og Íslands í gegnum tíðina rædd. Einnig átti utanríkisráðherra fund með Valery Pyatnisky, aðstoð- arefnahagsráðherra Úkraínu. Á fundinum ræddu ráðherrarnir auk- in viðskipti landanna og fjárfest- ingar Íslendinga í Úkraínu. Þá ítrekaði aðstoðarefnahagsráðherr- ann áhuga Úkraínu á fríversl- unarsamningi við EFTA-ríkin. Ennfremur heimsótti utanrík- isráðherra starfsstöð Actavis í Kænugarði og kynnti sér jafnframt starfsemi Creditinfo Group sem hóf nýlega samstarf við samtök banka í Úkraínu. Möguleikar á frí- verslunarsamn- ingum ræddir Valgerður Sverrisdóttir Eva Kristinsdóttir sjúkraliði lést á líknar- deildinni á Landakoti sl. mánudag, 75 ára að aldri. Eva fæddist í Reykjavík 19. maí árið 1931, dóttir hjónanna Kristins Magnússonar, stýrimanns og verk- stjóra, og Ágústu Kristófersdóttur, sem starfaði við heimilis- hjálp. Eva útskrifaðist úr Kvennaskólanum í Reykjavík árið 1949. Hún nam við öldunga- deild MH á árunum 1980–82 og út- skrifaðist sem sjúkraliði úr Sjúkra- liðaskóla Íslands 1983. Þá lauk hún framhaldsnámi í umönnun aldraðra. Eva starfaði um árabil í prent- smiðju Morgunblaðsins en hóf síðar störf sem sjúkraliði á lýtalækninga- deild Landspítalans. Lengst af starf- aði hún við heimahjúkrun á höfuð- borgarsvæðinu, og fram á þetta ár á elliheimilinu Grund. Hinn 10. mars árið 1951 gengu Eva og Ólafur K. Magnússon, ljósmyndari Morgun- blaðsins, í hjónaband. Ólafur fæddist árið 1926. Hann nam ljós- myndun í Bandaríkjun- um og var fyrstur Ís- lendinga til að helga ævistarf sitt fréttaljós- myndun. Ólafur starf- aði á Morgunblaðinu í 49 ár en hann lést árið 1997, 71 árs að aldri. Eftir andlát Ólafs af- henti Eva Morgunblaðinu umfangs- mikið myndasafn hans og aðstoðaði við að gera það aðgengilegt fyrir al- mennning. Börn Evu og Ólafs K. eru fimm; Kristinn, Berglind, Anna Lóa, Mar- grét Lind og Magnús Sverrir. Morgunblaðið þakkar Evu langa samferð og samstarf og vottar ætt- ingjum hennar samúð. Eva Kristinsdóttir Andlát BORGARSTJÓRN samþykkti sam- hljóða á fundi sínum í gær að vísa tillögu borgarfulltrúa Vinstri grænna um aðgerðir til að jafna hlut kynjanna við íþróttaiðkun til borgarráðs. Sóley Tómasdóttir, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, flutti tillöguna en fram kom í máli hennar að fjölmiðlaumfjöllun und- anfarinna vikna bæri með sér að kynin sætu ekki við sama borð hvað afreksíþróttir varðar. „Engin ástæða er til að ætla að annað eigi við um almenna íþróttaiðkun drengja og stúlkna á yngri árum. Heilmikil vakning hefur þó átt sér stað hjá íþróttahreyfingunni en bet- ur má ef duga skal,“ sagði Sóley. Borgarfulltrúar annarra flokka tóku undir orð hennar og sammælt- ust um að breytt hugarfar þyrfti í þessum efnum. Aðgerðir til að jafna hlut kynjanna við íþróttaiðkun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.