Morgunblaðið - 08.11.2006, Síða 10

Morgunblaðið - 08.11.2006, Síða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ALÞINGI „OFT er sagt að gott sé að stimpla sig strax inn og ég þekki ekki marga öflugri ræðumenn á þinginu en Steingrím J. Sigfússon, þess vegna þótti mér gaman að fara gegn honum í umræðunni,“ sagði Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs og varaþingmaður Jón- ínu Bjartmarz umhverfisráðherra, en hann tók sæti ráðherra á mánu- dag. Björn Ingi er síðasti 1. vara- þingmaður á Alþingi til að taka sæti á yfirstandandi kjörtímabili. Jónína er á leið á loftslags- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kenía og mun Björn Ingi taka sæti hennar í tvær vikur. Hann lét snemma til sín taka á mánudag og tók til máls í umræðum um frum- varp um breytingar á tekjuskatti. „Ég hef ágætis reynslu í að takast á við þessa kappa í sjónvarpsþátt- um en það er svolítið öðruvísi að segja alltaf virðulegi forseti eða háttvirti þingmaður. Ég held að ég hafi gert þetta nokkuð skammlaust og hafði gaman af.“ Með annan fótinn í húsinu Björn Ingi er öllum hnútum kunnugur í Alþingishúsinu enda hefur hann sinnt ýmsum störfum í kringum þingið. „Ég hóf fyrst svona dagleg störf í húsinu sem þing- fréttamaður Morgunblaðsins, fannst það mjög skemmtilegt og- kynntist þing- mönnum úr öllum flokkum,“ segir Björn Ingi sem síðar varð fram- kvæmdastjóri þingflokks Fram- sóknarflokksins og aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar er hann gegndi stöðu utanríkisráðherra og forsætisráðherra. Situr ekki auðum höndum Björn Ingi tók þrisvar þátt í tvö- földum andsvörum á mánudag en hélt sig til hlés í gær. Hann segist þó ekki hafa sagt sitt síðasta á þinginu. „Ég er búinn að senda frá mér nokkrar fyrirspurnir sem tengjast áhugamálum mínum og samskiptum ríkis og sveitarfélaga. Þar að auki er ég með frumvarp í smíðum.“ Held ég hafi gert þetta nokkuð skammlaust Björn Ingi Hrafnsson er síðasti 1. vara- þingmaður á Alþingi til að taka sæti Björn Ingi Hrafnsson JÓN Sigurðsson viðskipta- og iðn- aðarráðherra sagði á Alþingi í gær að ríkisstjórnin hefði að undanförnu rætt hugmyndir um að breyta neðra stigi virðisaukaskatts í núgildandi kerfi. Sagði ráðherra þetta í kjölfarið á fyrirspurn Össurar Skarphéðins- sonar, þingmanns Samfylkingarinn- ar, um hvort lækka ætti virðisauka- skatt af íslenskri tónlist líkt og bókum. Ráðherrann sagði auk þess að skatturinn á tónlist væri í athug- un hjá ríkisstjórninni en engar ákvarðanir hefðu verið teknar í þeim málum enn sem komið væri. Össur var þó ekki sáttur við svar ráðherrans og sagði þingmenn vilja jafna samkeppnisstöðu milli bóka- og tónlistarútgáfu. Íslensk tónlist væri í efra þrepi virðisaukaskattsins, 24,5% flokknum, þannig að með lækkun lægra þrepsins myndi stað- an skekkjast allverulega, ekki væri nóg að málið væri í athugun. Málið í at- hugun rík- isstjórnar Neðra stigi virð- isaukaskatts breytt? JÓN Sigurðsson, viðskipta- og iðn- aðarráðherra, mælti á Alþingi í gær fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um tímabundnar endur- greiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi. Lögin falla úr gildi um næstu áramót en með frumvarpinu er lagt til að þau verði framlengd um fimm ár. Nokkrar breytingar verða gerðar á lögunum nái þau fram að ganga, s.s. að framleiðendur þurfi að óska eftir útborgun endurgreiðsl- unnar innan sex mánaða frá því að framleiðslu lýkur. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmað- ur Vinstri grænna, var afar ánægð með frumvarpið og fullyrti m.a. að þetta fyrirkomulag hefði verið lyfti- stöng fyrir geirann og fyrir flóruna á akrinum meðal innlendra lista- manna. Áfram endurgreitt Eftir Andra Karl andri@mbl.is „AÐ HÖFÐU samráði við forsætis- ráðherra lýsi ég því hér með yfir að íslensk stjórnvöld munu gera hið sama gagnvart Búlgaríu og Rúmeníu og gert var vorið 2004 gagnvart þeim ríkjum sem þá gerðust aðilar að EES-samningnum. Við höfum þann- ig ákveðið að nýta okkur fyrstu tvö árin til að sjá hver þörf verður fyrir vinnuafl hér á landi og hver ásóknin verður og taka yfirvegaða ákvörðun í framhaldi af því, fyrir 1. janúar 2009,“ sagði Magnús Stefánsson fé- lagsmálaráðherra, í utandagskrár- umræðum á Alþingi í gær. Tilefnið var fyrirspurn Magnúsar Þórs Haf- steinssonar, þingmanns Frjálslynda flokksins, um fjölgun útlendinga á Íslandi. Umræðan var á köflum fjörug en flestir þingmenn sem stigu í pontu sögðu afar mikilvægt að gæta hóf- semi og vanda málflutninginn. Magnús Þór, sem hefur verið mik- ið í fjölmiðlum að undanförnu vegna málsins, hóf ræðu sína á þeim orðum að flestum Íslendingum væri ljós sú þróun sem hér hefði orðið á undan- förnum misserum, þ.e. að fólki af er- lendu bergi brotnu hefur fjölgað mjög hratt. Magnús sagði m.a. að þingmönnum hefði verið stillt upp við vegg þegar frumvarpið um frjálsa för vinnuafls var afgreitt á Al- þingi og sagði það hneykslanlegar aðgerðir og þinginu til skammar. „Við fengum val um að samþykkja þetta ellegar myndum við lenda í vandræðum, sem var tóm blekking. Við hefðum getað farið fram á þessa fresti,“ sagði Magnús og vísaði til þess að hægt hefði verið að fá aðlög- unarfrest til 2009 og jafnvel til 2011. „Fyrsti maí árið 2006 var svartur dagur í sögu þjóðarinnar og þá voru sendar sennilega köldustu kveðjur sem verkalýðshreyfingin og laun- þegar í þessu landi hafa nokkru sinni fengið því það sem hefur gerst eftir þetta er að erlent vinnuafl hefur flætt inn í landið sem aldrei fyrr. Sennilega eru komin hingað eitthvað um 10 þúsund manns frá áramótum.“ Magnús sagði stefna í óefni og nú þegar væru merki um að Íslendingar væru að missa vinnuna vegna þess að þeir væru ekki samkeppnisfærir við erlent vinnuafl sem reiðubúið væri að vinna undir lágmarkstaxta. Áhyggjur af umræðunni Félagsmálaráðherra sagðist geta fullvissað þingheim um að vel væri fylgst með framvindu mála og byggði hann á upplýsingum frá ýms- um aðilum, s.s. fulltrúum Alþýðu- sambands Íslands og Samtökum at- vinnulífsins. „Ég átti í gær [á mánudag] fund með ASÍ og í morgun [í gær] með Samtökum atvinnulífs- ins. Þar lýstu þeir áhyggjum af þeim farvegi sem umræðan hefur verið í undanfarna daga og það er mál manna að ráðningar erlends vinnu- afls hafi færst til betra horfs en var fyrir 1. maí sl.“ Ráðherra sagðist þá vilja auka sýnilegt eftirlit með kjör- um og aðbúnaði erlends vinnuafls í samvinnu við aðila á vinnumarkaði og sagðist vinna að því um þessar mundir. Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstri grænna, dró ekki úr þörf umræðunnar á meðan hún væri á hófstilltum og uppbyggilegum nót- um og fjallaði yfirvegað um það vandamál sem íslenskt samfélag stæði frammi fyrir. „[Umræðan] verði ekki til þess að æsa upp útlend- ingaandúð og aðgreiningarhyggju. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hafnar því að ræða þessi mál á þeim nótum.“ Guðrún Ögmundsdóttir, þingmað- ur Samfylkingarinnar, sagði að greina þyrfti á milli útlendinga og innflytjenda til að rugla ekki fólk í ríminu. Uppræta þyrfti fordóma en ekki að kynda undir þá og tala yrði niður fordóma sem lægju undir niðri. Magnús Þór tók aftur til máls og sagði þá ríkisstjórnarflokkana hafa platað Samfylkinguna og Vinstri græna upp úr skónum í vor í störfum félagsmálanefndar. Upp hefðu kom- ið loforð um alls kyns stefnumótun og vinnu sem ekki hefði enn verið farið í. „Ríkisstjórnarflokkarnir gerðu þetta að yfirlögðu ráði, þeir notuðu þetta sem hagstjórnartæki til að halda aftur af launaskriði í land- inu,“ sagði Magnús Þór og bætti því við að opnað hefði verið fyrir allar flóðgáttir í viðleitni til að reyna halda aftur af verðbólgu. Þingmaðurinn gagnrýndi aftur stjórnarandstöðuflokkana, þ.e. Sam- fylkinguna og Vinstri græna, sem hann sagði hafa brugðist launþegum mjög illa og það ætti eftir að verða þeim dýr mistök. Orð Magnúsar Þórs féllu í grýttan jarðveg hjá þingmönnum stjórnar- andstöðuflokkanna og einnig félags- málaráðherra sem sagði ræðu Magn- úsar Þórs með ólíkindum og að þingmaðurinn hefði ekki aðeins verið kominn út á tún heldur ofan í skurð. Tveggja ára aðlögun- artími verður nýttur Félagsmálaráðherra segir undanþáguheimild beitt varðandi vinnuafl frá Búlg- aríu og Rúmeníu – Fjörug umræða á Alþingi um fjölgun útlendinga á Íslandi Í HNOTSKURN »Í tilkynningusem Frjáls- lyndi flokkurinn sendi frá sér síð- degis í gær er ákvörðun félags- málaráðherra fagnað. »Flokkurinntelur takmörkun á frjálsu flæði vinnuafls frá Rúmeníu og Búlgaríu fyrsta skrefið í átt til að ná betri tökum á stýringunni en verið hefur. Morgunblaðið/Eyþór Lagt við hlustir Þrátt fyrir að heitar umræður sköpuðust á Alþingi í gær um fjölgun útlendinga er oft létt yfir mönnum á meðan þeir hlýða á ræður. Magnús Þór Hafsteinsson ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.