Morgunblaðið - 08.11.2006, Síða 14

Morgunblaðið - 08.11.2006, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is FYRIR RÉTTU ári var útlitið ekki bjart hjá repúblikanum Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóra Kali- forníu, þegar líkur á endurkjöri virt- ust harla litlar. Aðeins 36 prósent kjósenda voru þá ánægð með störf hasarmyndahetjunnar fyrrverandi, hlutfall sem hefur hækkað um 20 pró- sent á síðustu mánuðum. Alls var kosið um 36 ríkisstjóra- stöður af 50 í Bandaríkjunum í gær og eins og svo oft áður tókst ríkis- stjóranum að halda sér í kastljósi fjöl- miðlanna fyrir kosningarnar. Þessi umskipti eru öðrum þræði rakin til þess, að Schwarzenegger hefur nýtt síðustu mánuði vel, höfðað til miðjunnar og lagt mikla áherslu á umhverfismál og aðgerðir gegn lofts- lagsbreytingum, málaflokka sem skipta kjósendur í Kaliforníu miklu máli. Hann gaf einnig eftir í samn- ingum við kennarasamtök Kaliforníu (CTA), þegar hann þótti hafa samið af sér með kostnaðarsamri málamiðlun. Sagður úlfur í sauðargæru Hann sendi þannig George W. Bush Bandaríkjaforseta opið bréf, þar sem forsetinn var gagnrýndur fyrir skort á aðgerðum til að herða takmarkanir á mengandi útblæstri frá bifreiðum og þannig sporna gegn loftslagsbreytingum. Andstæðingur hans, demókratinn Phil Angelides, gerði lítið úr þessu skrefi og reyndi að sannfæra kjós- endur um að Schwarzenegger fylgdi þegar öllu væri á botninn hvolft re- públikönum að máli, þótt hann hamp- aði grænum gildum andstæðinga sinna á kosningafundum. Jafnframt hefur Angelides sakað Schwarzenegger um að „látast“ vera demókrati, með því meðal annars að láta ekki sjá sig í „innan við hundrað feta fjarlægð frá öðrum repúblikana“, líkt og blaðið Los Angeles Times hafði eftir honum fyrir skömmu. Aðeins þriðjungur skráðra kjós- enda í Kaliforníu eru repúblikanar og hefur Schwarzenegger, sem hafði sextán prósentustiga forskot á An- gelides í síðustu viku, sakað Bush um að grípa ekki til nógu róttækra að- gerða til að draga úr orkusparnaði. Angelides hefur róið á sömu mið og leitað stuðnings kvikmyndastjarna, á borð við Brad Pitt og Juliu Roberts, við sérstakan skatt – „tillögu 87“ – á m.a. olíuframleiðslufyrirtæki, sem ætlað er að stuðla að útbreiðslu um- hverfisvænna bifreiða. Angelides hefur hins vegar átt á brattann að sækja og um helgina sak- aði hann andstæðing sinn um að nýta hvert tækifæri til að ganga erinda stórfyrirtækja, sem hafa lagt mikið fé í kosningasjóði hans. Vonarstjarnan Spitzer Á austurströnd Bandaríkjanna hefur framboð demókratans Eliots Spitzers til ríkisstjóraembættisins í New York vakið einna mesta athygli, en stjórnmálaskýrendur lýsa honum sem rísandi stjörnu innan flokksins. Repúblikaninn George Pataki ákvað að stíga úr stóli ríkisstjóra fyrir kosningarnar í gær og eins og tíma- ritið Economist bendir á í síðasta hefti sínu hefur barátta þeirra Spit- zers og repúblikans Johns Fasos ekki verið ýkja spennandi, slíkir hafa yf- irburðir þess fyrrnefnda verið í skoð- anakönnunum á síðustu vikum. Eins og fyrr segir eru miklar vonir bundnar við Spitzer, sem hefur gegnt starfi ríkissaksóknara, innan demó- krataflokksins og hefur nafn hans þegar verið nefnt í samhengi við framtíðarforsetaframbjóðendur flokksins. Spitzer mældist í könnun- um með meira fylgi en Pataki en nokkru minna en repúblikaninn Ru- dolph W. Giuliani, fyrrverandi borg- arstjóri New York, sem einnig hefur verið tengdur við forsetaframboð. Reuters Vinsæll Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri Kaliforníu, bregður á leik með fjölmiðlafólki og starfsmönnum kosn- ingaskrifstofu sinnar í Irvine á mánudag. Eftir að hafa unnið sögulegan sigur í októbermánuði 2003 dalaði fylgi Schwarzeneggers sem hefur síðan lagt áherslu á kjósendur úr röðum demókrata og þannig sótt fylgi á miðjunni. Schwarzenegger rís upp úr öldudalnum Gagnrýndi stefnu Bandaríkjaforseta í umhverfismálum og forðaðist frambjóðendur repúblikana eins og heitan eldinn Í HNOTSKURN »Kjörsókn í ríkisstjórakosn-ingum í Kaliforníu var mest árið 1958 eða 79,5%. »Schwarzenegger komst tilvalda eftir sigur í auka- kosningum 7. október 2003. »Stjórnarskrárbreytinguþarf til að hann geti boðið sig fram til forseta þar sem hann er fæddur í Austurríki. Nairobi. AFP. | Hlýnun loftslags jarð- ar með tilheyrandi hækkun sjávar- máls, flóðum og öðrum umbreyting- um í náttúrunni stefnir í hættu stöðum þar sem merkar fornleifar er að finna, allt frá Perú til Egypta- lands, og náttúruperlum á borð við stærstu kóralrif heims í Karíbahafi. Þetta kemur fram í skýrslu Um- hverfisstofnunar Sameinuðu þjóð- anna (UNEP), Atlas of Climate Change, eða Atlas loftslagsbreyt- inga, en hún var kynnt í tengslum við loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna í Nairobi í Kenýa sem hófst í fyrradag. Hækkandi yfirborð sjávar, tíðari fellibyljir, veðrun og flóð valda því að merkilegar fornleifar munu skemm- ast hraðar. UNEP segir Alexandríu í Egyptalandi m.a. í hættu og eyði- legging slíkra sögustaða sé enn ein ástæðan til að sporna gegn loftslags- hlýnun. Hækkandi yfirborð sjávar gæti drekkt eyjum í Kyrrahafi, kór- alrif við Belize séu t.d. í hættu en þeim lýsti Charles Darwin árið 1842 sem „allra merkilegustu rifjum í Vestur-Indíum“. Þá er rifjað upp í skýrslunni að sögufrægar byggingar hafi skemmst í flóðum í Tékklandi 2002. Ennfremur hafi rústir Ayutthaya, fyrrum höfuðborgar Taílands, skemmst og Chavin de Huantar í Andesfjöllum, fyrrum bústaðir Inka, séu í hættu vegna bráðnandi jökla. Achim Steiner, yfirmaður UNEP, lagði áherslu á það í gær, þegar hann kynnti skýrsluna, að finna þyrfti leiðir til að verja svæði og minjar sem eru í hættu vegna loftslags- breytinga. „Ef við glötum þessum svæðum og minjum vegna loftslags- breytinga gæti það haft áhrif á lífs- viðurværi fólks sem býr í nágrenni þeirra en það myndi, einkum í þró- unarríkjunum, enn auka á fátækt,“ sagði hann. Jónína Bjartmarz á fundinum Fulltrúar 189 ríkja sitja fundinn í Nairobi, eða um 5.000 manns. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra er formaður íslensku sendinefndarinn- ar á þessum tólfta fundi aðildarríkja loftslagssamnings SÞ og hún mun síðan sitja ráðherrafund loftslags- samningsins sem haldinn er í fram- haldinu 15.–17. nóvember. Sögufrægir stað- ir víða í hættu Bregðast þarf við hlýnun loftslags eigi merkar minjar ekki að glatast Sameinuðu þjóðunum. AFP. | Allsherj- arþing Sameinuðu þjóðanna kaus í gær Panama til setu í örygg- isráðinu og batt þannig enda á langvinnt þrátefli um sæti Róm- önsku Ameríku. Þannig höfðu Venesúela og Gvatemala tekist á um kjörið í 48 umferðum áður en fulltrúar ríkjanna ákváðu að draga framboðin til baka. Talsmaður stjórnar Venesúela lýsti kjörinu sem sigri, líkt og John Bolton, sendiherra Bandaríkja- stjórnar hjá Sameinuðu þjóðunum, gerði þegar niðurstaðan lá fyrir á allsherjarþinginu í gær. Panama í öryggisráðið Málstofa um lagalegan grundvöll hvalveiða Háskóla Íslands, Lögbergi, stofu 101, föstudaginn 10. nóvember 2006 kl. 12.15-14.00 Dagskrá: 12.15 Inngangur: Tómas H. Heiðar, þjóðréttarfræðingur í utanríkisráðuneytinu, forstöðumaður Hafréttarstofnunar Íslands. 12.30 Fyrirlestur: Stefán Ásmundsson, skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, aðalfulltrúi Íslands í Alþjóðahvalveiðiráðinu. 13.00 Fyrirlestur: Richard Caddell, lagaprófessor við Háskólann í Wales, Bangor. 13.30 Fyrirspurnir og umræður. 14.00 Slit. Lagadeild Allir velkomnir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.