Morgunblaðið - 08.11.2006, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2006 19
SUÐURNES
Við eigum næsta leik
Reykvíkingar – munið prófkjör Samfylkingarinnar.
Veljum vel á S-listann!
Mörður Árnason
4.–6. sæti
www.mordur.is
Opið öllum stuðningsmönnum – kosið 11. nóvember í Þróttarheimilinu, Laugardal, kl. 10–18
AKUREYRI
GEIR Þorsteinsson, framkvæmda-
stjóri Knattspyrnusambands Ís-
lands, verður á súpufundi Íþrótta-
félagsins Þórs í Hamri kl. 12-13 á
morgun, fimmtudag. Þar verður
rætt um kærumál Þórs/KA gegn ÍR í
kvennaknattspyrnunni og fyrirhug-
aða lengingu á Íslandsmótinu.
Geir á súpufundi Þórsara
HRÍSEYINGAR fögnuðu því á
sunnudaginn var að 100 ár eru nú
liðin frá því skólahald hófst í eyjunni.
Af þessu tilefni héldu nemendur
og starfsfólk Grunnskólans í Hrísey
afmælishátíð þar sem boðið var upp
á sýningu á gömlum munum sem
tengjast sögu skólans, söngskemmt-
un og kaffiveislu. Einnig unnu nem-
endur að útgáfu skólablaðs og sér-
stakri afmælisvefsíðu.
Hátíðin þótti takast vel, þrátt fyr-
ir mikið hvassviðri, en á annað
hundruð manns heimsóttu skólann
þennan eftirmiðdag auk þess sem
skólanum voru færðar veglegar gjaf-
ir.
Afmælisvefsíðuna og myndir frá
hátíðinni er hægt að sjá á heimasíðu
skólans og sýningin mun standa út
vikuna.
Í stórskemmtilegu afmælisblaði
er m.a. að finna þessa frásögn:
„Ég heiti Guðlaug Elsa Jónsdóttir
og er fædd 8.desember 1927. Ég hóf
mína skólagöngu 6 ára gömul í
gamla krakkaskólanum sem þá var
nýr. Ég á margar góðar minningar
þaðan. Það voru 2 kennarar sem
kenndu en mér líkaði við annan en
ekki hinn af því hann gerði mun á
okkur krökkunum. Frímínúturnar á
þessuma tíma voru mjög skemmti-
legar og fjörugar. Mér og Valdísi
systur minni var stundum strítt í
skólanum útaf kápum úr glansefni
sem mamma saumaði á okkur og við
vorum í utan yfir fötin okkar í skól-
anum. Uppáhalds námsgreinin mín
var reikningur sem Aðalheiður Al-
bertsdóttir skólastjóri kenndi. Við
vorum oftast mjög prúð og hlustuð-
um í tímum, ef við gerðum það ekki
vorum við sett í skammarkrókinn,
þá snérum við baki í bekkinn og
máttum ekki líta við. Á skólaárum
mínum var uppáhalds tónlistin mín
þjóðlög, en núna er það flest öll tón-
list, Við vorum látin læra ósköpin öll
af kvæðum og þulum í skóla. Ég
hætti 13 ára í skólanum.“
100 ára afmæli skóla-
halds fagnað í Hrísey
Merkisdagur Hópur fólks kom í heimsókn í grunnskólann í Hrísey í tilefni 100 ára afmælis skólahalds í eyjunni.
www.gshrisey.akureyri.is/
afmaeli
Eftir Svanhildi Eiríksdóttur
Reykjanesbær | „Það er ákveðinn
hluti bæjarbúa sem vill hafa félag
eins og tónlistarfélagið í bænum og
er tilbúið til að styrkja það bæði
með árlegu félagsgjaldi og að
mæta á tónleika. Hins vegar þurf-
um við að fjölga félagsmönnum og
upphugsa leiðir við að ná til yngra
fólks,“ sagði Árni Hinrik Hjartar-
son, nýkjörinn formaður Tónlistar-
félags Reykjanesbæjar, í samtali
við blaðamann yfir kaffibolla í
Kaffitári.
Tónlistarfélag Reykjanesbæjar
var endurvakið fyrir þremur árum
og við stjórnvölinn sat Una Steins-
dóttir þar til síðasta haust. Með
Unu úr stjórn fóru Dagný Gísla-
dóttir og Ellert Eiríksson en í
þeirra stað komu Árni Hinrik
Hjartarson, sem settist í for-
mannsstólinn, Baldur Guðmunds-
son og Dröfn Rafnsdóttir.
Árni Hinrik sagði að ekki yrðu
gerðar neinar teljandi breytingar á
starfsemi félagsins. Áfram yrði
haldið með átak í að fjölga fé-
lagsmönnum og leitað yrði leiða til
að ná til yngri áheyrenda. Almenn
aðsókn að tónleikum væri hins veg-
ar góð, 50 til 100 manns að jafnaði,
sem Árni Hinrik telur afrek miðað
við allt það sem er í boði í bæj-
arfélaginu. „Ég myndi samt vilja
sjá muna meira af yngra fólki og þá
sérstaklega nemendur í Tónlistar-
skóla Reykjanesbæjar. Mér finnst
þetta svo kjörinn vettvangur fyrir
þá til að fá meiri innsýn í klassíska
tónlist. Hins vegar vil ég taka fram
að við erum í góðum tengslum við
skólann, það vantar ekkert þar upp
á.“
Árni nefnir í framhaldi að vissu-
lega sjái stjórnin möguleika á nýj-
ungum. „Við erum farin að ræða
um að prófa eitthvað nýtt, jafnvel
annað en hefðbundna klassíska
tónleika og ná þar með til breiðari
hóps. Við byrjuðum nú á tónleikum
með Íslenska saxófónkvartettinum
í lok október og verðum með jóla-
djass í einu hádeginu í desember.
Næstu tónleikar verða hins vegar
með Gunnari Guðbjörnssyni óp-
erusöngvara og Jónasi Ingimund-
arsyni píanóleikara.“ Tónleikar
Gunnars og Jónasar verða í nýupp-
gerðum bíósal í Duushúsum annað
kvöld. Ásamt því að útvega hús-
næði hefur Reykjanesbær stutt við
bakið á tónlistarfélaginu með
menningarsamningi. Nú í vikunni
mun Árni Hinrik undirrita nýjan
samning fyrir hönd félagsins sem
felur í sér hækkun um 100 þúsund
krónur. „Þessi hækkun gefur okk-
ur meira svigrúm þar sem stund-
um er lítið inni á heftinu. Annars
fáum við góðan stuðning frá fyr-
irtækjum í bænum og vitum um ný
sem hafa áhuga á að styrkja okk-
ur.“
Blaðamaður nefndi að það ætti
að vera hægðarleikur fyrir tvo fjár-
málaspekúlanta að ná nýjum
styrktaraðilum, en Árni Hinrik er
fjármálastjóri Reykjanesbæjar og
Baldur markaðsstjóri hjá Spari-
sjóðnum í Keflavík sem alla tíð hef-
ur stutt dyggilega við bakið á
menningarlífinu í Reykjanesbæ.
„Það var nú ákveðið að Baldur
myndi sjá um þessi mál vegna aug-
ljósra hagsmunatengsla minna.“
Trompetinn eða …
Sjálfur hefur Árni Hinrik komið
að menningarlífi Reykjanesbæjar
á margan hátt, sem menningar-
neytandi, nefndarmaður í Ljós-
anæturnefnd og tónlistarnemandi.
Hann lærði á trompet hjá Herberti
H. Ágústssyni í Tónlistarskólanum
í Keflavík í rúmlega 11 ár og fór
þaðan í Tónlistarskólann í Reykja-
vík í tvö ár. Eftir það urðu hins
vegar straumhvörf. „Þarna hef ég
verið um tvítugt og valið stóð um
að halda áfram í tónlistarskólanum
og gera trompetinn að ævistarfi
eða snúa sér að einhverju öðru. Ég
ákvað að snúa mér að öðru, aðal-
lega vegna þess að áhugasvið mitt
hafði breyst. Það tók nú svo sem
ekkert merkilegt við þá, ég var
bara að vinna.“
Nokkrum árum síðan dreif Árni
Hinrik sig í viðskiptafræðinám,
fyrst til Akureyrar en síðan Dan-
merkur. Þaðan sneri hann heim ár-
ið 2002 með M.Sc.-gráðu í fjármál-
um og alþjóðaviðskiptum. Hann
tók við stöðu fjármálastjóra
Reykjanesbæjar árið 2005.
Þrátt fyrir að hafa ekki fetað
tónlistarbrautina segist Árni Hin-
rik ekki sjá eftir tónlistarnáminu.
„Ég hef aldrei litið á trompetnámið
sem tímaeyðslu. Ég var ekki í
íþróttum á þessum árum og gaf
mig því allan í þetta. Ég var m.a. í
lúðrasveitinni við skólann og fékk
minn skammt af trompetblætri á
þrettándagleði í öllum veðrum,“
sagði Árni Hinrik og glotti við.
„Námið gerði ekkert annað en að
ýta undir menningarlega virkni.
Maður var hvattur til að hlusta á
klassíska tónlist og hafði bara gott
af því. Þess vegna vil ég endilega
sjá fleiri nemendur úr tónlistar-
skólanum á tónleikum hjá tónlist-
arfélaginu.“
Ný stjórn Tónlistarfélags Reykjanesbæjar er með nýjungar á prjónunum
Þarf að ná til yngra fólks
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Tónlist Árni Hinrik Hjartarson
tók við formennskunni í haust.
Í HNOTSKURN
»Tónlistarfélag Reykja-nesbæjar var endurvakið
fyrir þremur árum og starf-
semin hefur verið öflug.
»Félagið stendur fyrirreglulegum tónleikum
og ný stjórn hefur áhuga á
að reyna ýmsar nýjungar, á
milli hefðbundinna tónleika.
»Formaður félagsinsstundaði tónlistarnám á
sínum yngri árum og hvetur
nemendur tónlistarskólans
til að sækja betur tónleika
hjá Tónlistarfélaginu.
Keflavík | „Þetta er mun fjölmennara um-
dæmi og fleira starfsfólk,“ segir Guðgeir
Eyjólfsson, sýslumaður á Siglufirði, sem
dóms- og kirkju-
málaráðherra hefur
skipað sýslumann í
Keflavík frá áramótum.
Guðgeir er fimmtíu
og eins árs gamall og
hefur verið sýslumaður
á Siglufirði í þrettán ár.
Hann gerði smá hlé með
því að taka að sér að
vera forstjóri Fangels-
ismálastofnunar í tæp
tvö ár. „Maður vill stundum breyta til. Það
getur gerið gott að reyna sig við eitthvað
nýtt,“ segir hann.
Guðgeir segir að mesta breytingin við
það að taka við embættinu í Keflavík felist
í því að Suðurnesin séu miklu fjölmennara
svæði, með liðlega 18 þúsund manns. Guð-
geir gegnir stöðu sýslumanns í Ólafsfirði,
samhliða embætti sínu, enda stendur til að
sameina embættin, og á því svæði eru um
2300 íbúar. Hann segist hafa verið eini
lögfræðingurinn hjá embættinu á Siglu-
firði, þar til nýlega, og hafi því þurft að
fást sjálfur við öll störf á því sviði. Í Kefla-
vík séu löglærðir fulltrúar og því fleiri
tækifæri til að sérhæfa sig.
Hann tekur við embættinu í Keflavík á
miklum breytingatímum því þá verður öll
lögreglan á Suðurnesjum sameinuð undir
stjórn sýslumannsins á Keflavíkurflug-
velli. Það sama er raunar að gerast á
Siglufirði. Guðgeir segist styðja þessar
breytingar og hefði raunar vilja ganga
lengra á Norðurlandi með því að sameina
alla lögregluna. Það hafi tekist á höf-
uðborgarsvæðinu og Suðurnesjum og tel-
ur hann að það muni leiða af sér betri
embætti og betri stjórnun lögreglunnar.
Gott að tak-
ast á við
eitthvað nýtt
Guðgeir Eyjólfsson