Morgunblaðið - 16.11.2006, Side 46
46 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Inga Ólafsdóttirfæddist í
Eystra-Geldinga-
holti í Gnúpverja-
hreppi í Árnessýslu,
1. desember 1921.
Hún lést á Vífils-
stöðum 11. nóvem-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Pálína Guð-
mundsdóttir, f. 27.
júní 1891, d. 28.
september 1978, og
Ólafur Jónsson
bóndi, f. 22. febrúr.
1888, d. 31. jan. 1983. Systkini
Ingu voru Jón bóndi í Eystra-
Geldingaholti, f. 15. okt.1920, d. 8.
mars 2001, Guðrún, f. 25. júlí
1924, d. 28. nóvember 1980 og
Hrefna, f. 30. október. 1927, d. 9.
mars 1994.
Inga giftist hinn 11. maí 1946
Stefáni Björnssyni, forstjóra
Mjólkursamsölunnar í Reykjavík,
f. 1. nóvember 1908, d. 17. mars
1994. Foreldrar hans voru Guð-
ríður Jónsdóttir, f. 28. nóvember
1876, d. 4. júlí 1948 og Björn Þor-
kelsson, bóndi og hreppstjóri í
Hnefilsdal í Jökuldalshreppi í N-
Múlasýslu, f. 29. apríl 1880, d. 4.
febrúar 1959. Börn Ingu og Stef-
áns eru: a) Hrafnhildur lögfræð-
ingur, f. 18. nóvember 1946, maki
Hjalti Björnsson læknir, f. 8. okó-
ber 1944, d. 21. október 1988.
Börn þeirra eru Inga Björg lög-
fræðingur, f. 10.
febrúar 1970, gift
Jóhannesi Hauks-
syni, viðskiptafræð-
ingi og Björn nemi í
viðskiptalögfræði, f.
31. júlí 1975. b) Sig-
urður læknir, f. 28.
mars 1950. Kona
hans er Marta
Ólafsdóttir líffræð-
ingur, f. 16 apríl
1950. Sonur þeirra
er Stefán verkfræð-
ingur, f. 11 desem-
ber 1972. Kona hans
er Steinunn Hilma Ólafsdóttir líf-
fræðingur. c) Fósturdóttir, Hafdís
Ólafsdóttir myndlistarmaður, f.
31. mars 1956, gift Atla Jóhanni
Haukssyni tæknifræðingi, f. 30.
júlí 1952. Dóttir þeirra er Auður
verkfræðinemi, f. 16. okt. 1981.
Barnabarnabörn Ingu eru fimm.
Inga ólst upp í Eystra-Geld-
ingaholti þar sem hún stundaði
skógrækt sem var mikið áhuga-
mál hennar. Hún var við nám í
Húsmæðraskólanum á Blönduósi,
starfaði um skeið á skrifstofu
Mjólkurbús Flóamanna og var
síðan húsmóðir í Reykjavík. Um
langt árabil tók hún virkan þátt í
störfum Rauða kross Íslands í
sjúklingabókasafninu á Lands-
spítalanum.
Inga verður jarðsungin frá
Dómkirkjunni í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Fyrir allnokkrum árum snerust
sumrin mín um það eitt að komast í
sveitina með ömmu og afa. Í sveit-
inni áttu þau griðastað. Á leiðinni
austur fyrir fjall sat ég undir trjá-
plöntum og hlustaði á útvarpið.
Við hlustuðum á rás eitt og rædd-
um landafræði og örnefni. Ef amma
hafði ekki örnefni á reiðum höndum
þá var pottþétt ekki til örnefni yfir
staðinn og þá var það bara búið til.
Amma á heiðurinn af því að enn
þann dag í dag get ég þulið upp
bæjarnöfnin alla leiðina austur í
sveit.
Við amma höfðum báðar gaman
af að lesa í landið og okkur fannst
skipta máli hvað allt hét.
Í sveitinni hef ég eignast griða-
stað. Þar hefur fólkið mitt komið
sér fyrir, byggt sumarbústaði og
hlúir að skóginum hennar ömmu.
Frá Ottawa í Kanada hugsa ég
heim. Ég get ekki fylgt ömmu síð-
asta spölinn en hugurinn er heima
hjá ykkur öllum.
Elsku amma, takk fyrir allt.
Auður.
Að leiðarlokum vil ég minnast
ömmu minnar Ingu Ólafsdóttur sem
var mér svo kær. Ömmu sem var af-
ar reffileg, keyrði alltaf bíl, gróð-
ursetti ósköpin öll af trjám þannig
að úr urðu íslenskir skógarlundir,
var alltaf að skreppa eitthvað að út-
rétta hitt og þetta, var vel lesin, tal-
aði endalaust í síma, fylgdist með
öllu því sem var á döfinni í þjóð-
félaginu, hafði óbeit á handavinnu
og eldamennsku, en gerði hvort
tveggja vel. Gerði flest það sem
hugur hennar stóð til, af miklum
krafti, ávallt ófeimin við að segja
skoðanir sínar.
Amma var hrjúf og hlý allt í senn
og úr því varð einstök og góð
blanda. Hún var áhrifavaldur í lífi
okkar barnabarna sinna, kenndi
okkur gildismat og góða siði, hvern-
ig gróðursetja skyldi tré þannig að
það yxi vel, að öllum Íslendingum
væri hollt að lesa Laxness og það
sem fyrst á lífsleiðinni, að karl-
mönnum færi betur að hafa ekki of
stutt hár, að stúlkur mættu gjarnan
vera smástrákar í sér og þeim færi
líka vel að vera ekki með of stutt
hár, að nýjasta tíska sem við kysum
stundum að klæðast væri nú ekki
alltaf klæðileg, að vera gestrisin, að
lesa upphátt úr blöðunum fyrir
nærstadda ef ske kynni að fróðleik-
urinn hefði farið framhjá þeim við
lestur blaðsins, að vera metnaðar-
full, að borða ekki smjörlíki því það
væri mesta eitur og að láta hógværð
ekki angra okkur um of. Ekki síst
þá kenndi hún okkur að við værum
elskurnar hennar og það var gott að
vera. Ég mun ævinlega sakna þess
og hennar.
Inga Björg Hjaltadóttir.
„Hún var fædd á fullveldisdaginn
með ungmennafélagsandann í blóð-
inu“. Þannig lýsir Hrafnhildur Stef-
ánsdóttir móður sinni Ingu Ólafs-
dóttur frá Eystra-Geldingaholti.
Mér, sem þekkti hana svo vel, finnst
þessi orð segja allt sem þarf að
segja, en æviskeið þeirra sem jörð-
ina gista, og þá ekki síst okkar Ís-
lendinga sem viljum halda fast í
tungu okkar, eigin minningar og
menningu, kalla á nánari sögu eftir
því sem tíminn hraðar sér áfram.
Öðruvísi myndum við aldrei vita
hvað kom á undan okkur.
En sagan af tengslum og vináttu
okkar Ingu Ólafsdóttur er svona:
Þegar skuggar stríðsátaka fóru að
teygja sig til Íslands í heimstyrjöld-
inni síðari og hermenn voru farnir
að marsera um götur í Reykjavík
óttuðust borgarbúar að loftárásir
yrðu gerðar á höfuðstaðinn og börn-
um var í óða önn komið fyrir í sveit-
um. Foreldrar mínir leituðu fyrir
sér um að vista sumarlangt okkur
tvö systkinin í Eystra-Geldinga-
holti. Elsta heimasætan, sem var 17
ára, Inga Ólafsdóttir, sagði þá við
móður sína: „Æ, taktu nú einu sinni
stelpu“. Það gekk eftir og úr varð
traust og náin ævivinátta sem aldrei
hefur borið á skugga. Á miklum
mótunarárum vorum við systkinin
raunar alin upp að hálfu í Eystra-
Geldingaholti. Við vorum þar sumar
eftir sumar frá sauðburði til rétta.
Okkur var í Geldingaholti tekið eins
og eigin börnum þeirra hjóna, Pál-
ínu og Ólafs, og Inga tók stelpuna
að sér. Hún sýndi mér hvar ást-
arsögurnar voru í bókaskápnum,
hún kenndi mér að sitja hest og
þjálfaði mig þar til mér var treyst
fyrir því að sitja ótemjuna Bleik,
þegar farið var ríðandi á úti-
skemmtun á Álfaskeiði, og hún inn-
leiddi mig í skáldskap Einars Bene-
diktssonar. Um tvítugt var hún um
tíma veik og lá lengi sumars undir
bláu súðinni uppi á lofti í gamla
bænum. Ég var á stöðugum hlaup-
um upp til hennar með fréttir af
öllu því sem sagt var og gerðist inni
sem úti, sagði grannt frá, þar með
talið hvar og hvenær sást til manna-
ferða og hverjir voru á ferð með tvo
til reiðar. Uppáhaldsljóð hennar var
þá úr Fákum Einars Benediktsson-
ar: „Ef inni er þröngt tak hnakk
þinn og hest /og hleyptu á burt und-
ir loftsins þök. /Hýstu aldrei þinn
harm. Það er best. / Að heiman, út,
ef þú berst í vök.“ Með árunum varð
ég trúnaðarvinur hennar og móður
hennar og vinaböndin ófust æ þétt-
ar við stórfjölskylduna í Eystra-
Geldingaholti.
Inga Ólafsdóttir er minnisverð
kona. Hún var mikill Íslendingur,
vildi „Íslandi allt“ af sannri ung-
mennafélagshugsjón. Öll ræktun
var henni hugleikin. Hún átti afar
fallegan garð með íslenskum jurtum
við heimili þeirra hjóna við Lauga-
dalinn í Reykjavík, en hún naut
þeirrar gæfu að eignast að lífsföru-
nauti mikinn öðling og sannan heið-
urs- og heimsmann, Stefán Björns-
son, forstjóra Mjólkursamsölunnar.
Og austur í gili fyrir neðan bæinn í
Eystra-Geldingaholti, þar sem við
þvoðum og skoluðum ullina á berum
klöppum undir gróðurmögrum
brekkum á æskuárunum, fór hún að
rækta skóg. Hún sáði birkifræjum
heima í Reykjavík og birkið spratt í
öllum gluggakistum hjá henni þar
til hún flutti það austur. Áður en
varði var Gilið orðið iðgrænt og var
skírt Bláland eftir Bláskógaheiðinni
á Þingvöllum. Hún varð öllum af-
komendum sínum fyrirmynd í rækt-
un, skógrækt, málrækt, mannrækt.
Inga var alla tíð grönn og spengi-
leg, enda sundkona góð. Hún var
skjóthuga og framkvæmdi jafnóð-
um – og sagði – það sem henni datt
í hug, ör í hreyfingum og hljóp við
fót fram á efri ár. Hún saknaði þess
alla ævi að vera ekki langskóla-
gengin og hafði oft orð á. Það var
stundum nokkuð verk að sannfæra
hana um, að það að vera vel að sér
er ekki alltaf byggt á langskóla-
göngu. Hún var aftur á móti ákaf-
lega víðlesin, mikill Laxness-unn-
andi og las öll ný skáldverk sem
komu út, þar sem hún raðaði þeim
um langt árabil í sjálfboðavinnu á
sjúklingabókasafni Rauða krossins
á Landspítalanum. Hún batt listi-
lega inn bækur og gaf okkur í fjöl-
skyldunni band utan um eigin bæk-
ur sem við léðum henni til að binda.
Um tíma lá hún yfir kirkjubókum
að stúdera ættfræði og bjó meðal
annars til fallegan ættfræðihring
um okkur fyrrverandi ungmeyjar í
Geldingaholti, þar sem við sögu
komu amma hennar og langamma
mín, sem voru hálfsystur, ættaðar
af Skeiðunum.
Ég minnist Ingu Ólafsdóttur með
mikilli hlýju og þakka henni fyrir að
ég skyldi einu sinni vera sú stelpa
sem hún leiddi að Eystra-Geldinga-
holti í Gnúpverjahreppi.
Vigdís Finnbogadóttir
Inga föðursystir mín var flott
kona. Hún var há og grönn, bar sig
vel, ávallt vel til fara og átti auðvelt
með að tala við fólk. Inga var raun-
góð, hjálpsöm og vildi leiðbeina öðr-
um. Heimili hennar og Stefáns var
stílhreint, þau vildu hafa fallegt í
kringum sig, bæði úti og inni. Þann-
ig var það á Sunnuveginum og í
Blálandi.
Þegar ég var krakki komu Inga
og Stefán ekki oft í Geldingaholt en
það var spennandi þegar þau komu.
Ég hef alla tíð litið upp til Ingu og
Stefán sagði okkur krökkunum
magnaðar sögur af Jökuldal. Svo
voru þau á fínni drossíu, það var
ævintýri að fá að fara í bíltúr með
þeim. Í þau fáu skipti sem ég fór til
Reykjavíkur á yngri árum var Inga
einkabílstjóri minn.
Segja má að Inga hafi gert skóg-
rækt að ævistarfi og var íslenska
birkið í mestu uppáhaldi hjá henni.
Hún tók Geldingaholtsgilið í fóstur
og hóf trjárækt þar af miklum
krafti. Þar með var Inga komin með
annan fótinn á æskustöðvarnar og
samverustundum með henni fjölg-
aði umtalsvert. Á vorin kom hún
margar ferðir með troðfullan fólks-
bílinn af trjáplöntum sem hún gróð-
ursetti hið snarasta og notaði mik-
inn skít. Hún lagði mikla áherslu á
að spara ekki áburðinn, án hans
næðist ekki árangur í skógrækt.
Inga hlúði endalaust að plöntun-
um og umhverfinu en hún hlúði líka
að fólkinu sínu. Fyrir rúmum 20 ár-
Inga Ólafsdóttir
✝
Innilegar þakkir færum við þeim sem sýndu okkur
samúð og vináttu við andlát og útför bróður okkar,
AXELS RÖGNVALDSSONAR.
Pálmi Rögnvaldsson,
Ingvaldur Rögnvaldsson.
✝
Innilegar þakkir sendum við ykkur öllum sem
sýnduð okkur ástúð og hlýju við andlát og útför
ÞORSTEINS THORARENSEN
rithöfundar og útgefanda.
Guð blessi ykkur öll.
Sigurlaug Bjarnadóttir,
Ingunn Thorarensen, Hallgrímur Þórarinsson,
Björn Thorarensen,
Björg Thorarensen, Markús Sigurbjörnsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
✝
Útför elskulegrar eiginkonu minnar,
MARÓLÍNU ARNHEIÐAR MAGNÚSDÓTTUR,
(Möllu),
fer fram frá Fossvogskirkju í dag, fimmudaginn
16. nóvember, kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim
sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameins-
félag Íslands.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Bogi Sigurðsson.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang-
amma og langalangamma,
BJARNEY RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR
frá Þrúðvangi,
Vestmannaeyjum,
sem lést fimmtudaginn 9. nóvember, verður
jarðsungin frá Landakirkju í Vestmannaeyjum
laugardaginn 25. nóvember kl. 14.00.
Örn Aanes,
Hólmfríður Sigurðardóttir, Ragnar Jóhannesson,
Gerður Guðríður Sigurðardóttir,
Ragnheiður Anna Georgsdóttir, Einar Þ. Waldorff,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
✝
Útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
HILDIGUNNAR SVEINSDÓTTUR,
Miðleiti,
Reykjavík,
sem lést á Landspítalanum í Fossvogi aðfaranótt
föstudagsins 10. nóvember, verður gerð frá Foss-
vogskirkju föstudaginn 17. nóvember kl. 13:00.
Eygló Guðmundsdóttir, Pálmi Ragnar Pálmason,
Björk Guðmundsdóttir, Birgir Páll Jónsson,
Sveinn Guðmundsson, Margrét Þórmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Bróðir okkar, mágur og frændi,
FRIÐRIK SIGTRYGGSSON
frá Ytri Brekkum á Langanesi,
Kríuhólum 2,
Reykjavík,
sem lést fimmtudaginn 9. nóvember, verður jarð-
sunginn frá Fella- og Hólakirkju föstudaginn
17. nóvember kl. 13:00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim
sem vilja minnast hans, er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins,
sími 543 3724.
Valgerður,
Þorbjörg,
Helga,
Kolbeinn,
tengdafólk og frændfólk.