Morgunblaðið - 16.11.2006, Síða 48
48 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Egill SigurðurÞorkelsson
fæddist í Reykjavík
28. maí 1968. Hann
lést í Reykjavík 9.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar hans
eru Þorkell Snævar
Árnason, f. í
Reykjavík 12. mars
1944, sonur Árna
Jakobsen, f. 10.
ágúst 1911, d. 29.
maí 1980, og Ellen-
ar Daníelsdóttur, f.
22. nóv. 1916, og
Rakel Egilsdóttir, f. á Akureyri
12. mars 1946, dóttir Egils Sig-
urðssonar, f. 24. jan. 1919, og
Valgerðar Lárusdóttur, f. 18.
mars 1925. Systkini Egils eru: 1)
Georg, f. 29. sept. 1965, maki
Elísabet Iðunn Einarsdóttir, f. 24.
okt. 1968, börn
þeirra eru Auður
Rakel, Einar Þorri
og Agnes Rut. 2)
Árni, f. 12. sept.
1974, og Sigurður,
f. 21. okt. 1981.
Egill var í sam-
búð með Heiðrúnu
Ýri Júlíusdóttur, f.
23. ágúst 1975.
Dóttir þeirra er
Elinóra Inga, f. 24.
febrúar 1999. Þau
slitu samvistir.
Eftirlifandi sam-
býliskona Egils er Kristín Björg
Pétursdóttir, f. 22. maí 1974, og
er sonur þeirra Pétur Laxdal, f.
1. maí 2006.
Útför Egils verður gerð frá
Grafarvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
Elsku Egill minn. Þú komst inn í líf
mitt eins og stormsveipur og segja
má að þú hafir horfið jafn snögglega
og þú komst.
Við áttum saman tæp fjögur ár og
er engu um það logið að þau eru þau
litríkustu á minni ævi. Það er fátt í
mannlegu lífi sem við upplifðum ekki
saman. Við byrjuðum nánast að búa
saman frá fyrsta degi, við fluttum á
milli landshluta, við upplifðum mikla
erfiðleika, baráttu við illvíga sjúk-
dóma, gríðarlegar sorgir en gleðin og
hamingjan sveik okkur þó ekki. Þú
gafst mér það mikilvægasta í lífinu.
Lítinn gullmola, hann Pétur okkar,
sem fæddist hinn 1. maí sl. og sér því
á eftir föður sínum aðeins rétt rúm-
lega sex mánaða gamall. Ég lofa þér
því, elsku Egill minn, að litli engillinn
okkar mun fá að vita allt um hann
pabba sinn og að þú munt aldrei
gleymast. Ég trúi því í hjarta mínu að
þú hafir öðlast þann frið sem þú þráð-
ir svo mjög.
Megi algóður Guð og englar hans
vaka yfir sálu þinni.
Ég mun vaka yfir Pétri okkar og
veit að þú munt gera hið sama.
Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá
aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú
grætur vegna þess, sem var gleði þín.
(Kahlil Gibran.)
Hvíl í friði.
Kristín Pétursdóttir.
Elsku pabbi minn, mikið hefði ver-
ið gaman að fá að kynnast þér þegar
ég verð stór. Mamma er búin að lofa
að segja mér allt um þig þegar ég
verð stærri og hengja mynd af þér
upp á vegginn minn þegar ég verð
nógu stór til að fá mitt eigið herbergi.
Ég mun aldrei gleyma laginu sem
þú söngst fyrir mig á kvöldin því ég
og mamma munum syngja það áfram
saman.
Ég sakna þín, pabbi minn.
Þinn sonur,
Pétur Laxdal Egilsson.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson)
Ég á eftir að sakna þín, elsku
pabbi.
Þín
Elinóra Inga.
Ó, vef mig vængjum þínum,
til verndar, Jesú, hér.
Og ljúfa hvíld mér ljáðu,
þótt lánið breyti sér.
Vert þú mér allt í öllu,
mín æðsta speki’ og ráð,
og lát um lífs míns daga
mig lifa’ af hreinni náð.
Tak burtu brot og syndir
með blóði, Jesú minn.
Og hreint mér gefðu hjarta
og helgan vilja þinn.
Mig geym í gæslu þinni,
mín gæti náð þín blíð,
að frið og hvíld mér færi
hin fagra næturtíð.
(Þýð. Magnús Run.)
Heiðrún.
Hvíldu í friði, elsku sonur. Við
geymum minningu þína í hjarta okk-
ar. Guð gefi þér ljós og frið.
Lýs, milda ljós, í gegnum þennan geim,
mig glepur sýn,
því nú er nótt, og harla langt er heim.
Ó, hjálpin mín,
styð þú minn fót; þótt fetin nái skammt,
ég feginn verð, ef áfram miðar samt.
Ég spurði fyrr: Hvað hjálpar heilög trú
og hennar ljós?
Mér sýndist bjart, en birtan þvarr, og nú
er burt mitt hrós.
Ég elti skugga, fann þó sjaldan frið,
uns fáráð öndin sættist Guð sinn við.
Þú ljós, sem ávallt lýsa vildi mér,
þú logar enn,
í gegnum bárur, brim og voðasker.
Nú birtir senn.
Og ég finn aftur andans fögur dyr
og engla þá, sem barn ég þekkti fyr.
(Þýð. M. Joch.)
Mamma og pabbi.
Elsku bróðir. Við vitum að þér líð-
ur vel núna og ert laus úr viðjum
veikinda þinna.
Við biðjum algóðan Guð að vernda
þig.
Bugast mátt ei Björgin blíð,
björt öll ljós þín loga.
Þú veist þín bíður betri tíð
við enda regnsins boga.
(Björgin – 1964.)
Georg, Árni og Sigurður.
Elsku Egill minn.
Vér kveðjum þig með þungri sorg,
og þessi liðnu ár
Með ótal stundum ljóss og lífs
oss lýsa gegnum tár.
Þú blóm fékkst grætt.
Og bjart um nafn þitt er.
Og vertu um eilífð ætíð sæll!
Vér aldrei gleymum þér
(Jón Trausti.)
Guð blessi þig og varðveiti.
Valgerður amma.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkrafur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virzt mig að þér taka
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson)
Með hinstu kveðju.
Þín
Ellen amma.
Mig langar í örfáum orðum að
minnast þín, Egill minn. Í hugann
leita ótal minningar. Þar sem móðir
þín er ekki bara góð systir, heldur
líka mín besta vinkona hef ég fylgst
með ykkur bræðrum alla tíð. Ég man
þegar þú fæddist, þú varst sérstak-
lega fallegt og kraftmikið barn og
varst fljótur til, fórst að ganga aðeins
tíu mánaða gamall. Þú varst ungur
snjall skákmaður, síðar tók hesta-
mennskan hug þinn allan. Ætíð varst
þú bóngóður og hjálpsamur, ef ein-
hvern vantaði aðstoð, t.d. við flutn-
inga eða að mála, varst þú fyrsti mað-
ur á vettvang. Má segja að líf þitt hafi
einkennst af hraða og krafti. Ég man
þegar þú eignaðist Elinóru dóttur
þína, hversu stoltur þú varst, og nú á
þessu ári þegar þú eignaðist Pétur,
yndislegan lítinn dreng. Ég veit að
þú munt vaka yfir þeim.
En lífið er ekki bara dans á rósum,
það skiptust á skin og skúrir í þínu
lífi eins og margra annarra. Veikindi
þín reyndust þér mjög erfið, ég trúi
að þér líði betur nú. Ég bið Guð að
geyma þig, elsku Egill minn, og gefa
börnum þínum, Kristínu, foreldrum
og systkinum styrk í sorginni.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta,
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Kristín (Kitta frænka)
og fjölskylda.
Í dag kveð ég bróðurson minn Egil
Sigurð.
Ekki hefði mig órað fyrir því að ég
ætti eftir að skrifa minningarorð um
þig, elsku Egill minn. Ég læt hugann
reika aftur í tímann og minningarnar
streyma fram. Þar sem þú varst lítill
hnokki að biðja um að fá að sofa hjá
Guggu og Eric, þér þótti það ekki
leiðinlegt; mikið leikið og mikið hleg-
ið. Þú með afa og ömmu uppi í bústað
að hjálpa afa að tína sprek í kamín-
una og saga eldivið. Þú varst mikill
afastrákur. Þú í tilhugalífinu með
Heiðrúnu og með litlu yndislegu
dóttur ykkar hana Elínóru Ingu sem
sér nú á eftir pabba sínum. Þá fóruð
þið Heiðrún sitt í hvora áttina. Þú
með Elínóru Ingu í heimsókn hjá
okkur í síðbúnum morgunverði á
laugardegi. Það var svo gaman að fá
ykkur feðginin í heimsókn. Þú uppi í
bústað hjá okkur að hjálpa til við hin
ýmsu verk. Þú í desember í Fellsmúl-
anum hjá ömmu að setja upp jólaser-
íuna, það var þitt hlutverk. Þú varst
alltaf duglegur að heimsækja ömmu
þína og það þótti henni svo óskaplega
vænt um. Amma sér nú á eftir barna-
barni sínu og skilur ekki að þú hafir
ekki fengið að lifa lengur. Henni
finnst þessu vera misskipt þar sem
hún á nú brátt 90 ár að baki. Amma
sér mikið eftir þér, elsku Egill.
Þú kynnist Kristínu og áttir með
henni soninn Pétur sem er fallegur
og hraustur drengur sem því miður
fær ekki notið föður síns í uppvext-
inum.
Ef það er eitthvert framhald eftir
jarðarvistina, þá er ég viss um að
Árni afi hefur tekið á móti þér opnum
örmum og þið hafið þegar hafist
handa við að saga eldivið í kamínuna.
Far þú í friði, elsku Egill.
Guðbjörg frænka
og fjölskylda.
Elsku Egill minn. Að þú sért far-
inn fáum við varla skilið ennþá. Þú
varst að vísu búinn að vera lengi las-
inn, en að þú færir svona skyndilega
þurfum við öll langan tíma til að átta
okkur á. En samt er þetta svolítið líkt
þér, þú vildir alltaf drífa hlutina fljótt
af ef þú ætlaðir að gera eitthvað.
Mikið hefði ég viljað vera búin að
hitta þig eftir að þú komst í bæinn til
þess að óska þér til hamingju og sjá
litla drenginn þinn, og skrafa við þig.
Ég þakka þér árin þín, Egill minn, og
kveð þig með þessu ljóði:
Þó sorgin sé sár og erfitt sé við hana að una,
við verðum að skilja og alltaf við verðum að muna,
að guð, hann er góður og veit hvað er best fyrir
sína.
Því treysti ég nú að hann geymi vel sálina þína.
Þótt farin þú sért og horfin burt þessum heimi.
Ég minningu þína þá ávallt í hjarta mér geymi.
Ástvini þína ég bið síðan guð minn að styðja,
og þerra burt tárin, ég ætíð skal fyrir þeim biðja.
(Bryndís Jónsdóttir.)
Við öll í fjölskyldunni sendum
börnum þínum, Kristínu, foreldrum
og bræðrum, okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Sigrún (Día frænka).
Öll fljótum við áfram í lífsins
straumi, þó misjafnlega lengi og mis-
hratt. Á sameiginlegri leið okkar að
ósi reynum við flest að sneiða hjá
mestu boðaföllunum og komast
klakklaust á leiðarenda. Sumir steyta
fljótlega á skerjum, aðrir fljóta ró-
lega inn á lygna strauma og enn aðrir
leitast við að komast á sem mestan
hraða og sigla gjarnan þar sem
straumurinn er hvað þyngstur og
hætturnar meiri. Nokkrir velja
ókannaðar slóðir og geta hafnað í vill-
um og gruggugum sjó. Lífið er því
eins konar sjóferð og með von um
gjöfulan túr leggjum við upp, vitandi
þó að það getur gefið á og alls óvíst
um aflabrögð.
Þótt leiðin virðist í upphafi ferðar
vera mörkuð fyrirfram, þá er okkur
flestum gefið í vöggugjöf lítið stýri,
sem við getum notað til að velja eigin
siglingaleið í gegn um lífið og forðast
þær hættur, sem á vegi verða. Fljót-
lega eftir að ég kynntist Agli varð
mér ljóst, að hjá honum var stýrið
fast. Það er erfiðleikum háð að velja
réttu siglingaleiðina í gegnum lífið ef
stýrið ryðgar fast eða ef það hefur
verið fest með sterkum böndum
strax í upphafi ferðar. Egill hafði lent
í slæmu einelti á unglingsárunum og
setti það mark sitt á líf hans og sam-
skipti við aðra. Hann var ýmsum
kostum gæddur. Hann var vel gefinn
og myndarlegur á velli. Hann var
einnig mjög handlaginn og hóf
snemma nám í húsasmíði en síðan
beindist hugur hans að hestum og
hestamennsku og lærði hann tamn-
ingar og járningar. Hann var ein-
staklega laginn við dýr og var frábær
tamningamaður og naut ég og fjöl-
skylda mín góðs af hæfileikum hans á
því sviði. Við fórum oft saman í út-
reiðartúra og hann var fróður um
hesta og hestamenn og var mjög
skemmtilegur félagi. Veiðimennska
og sjóferðir áttu þó hug hans allan og
fórum við saman í margar góðar
veiðiferðir. Hann var einstaklega
barngóður og var natinn við að kenna
litlu strákunum okkar listir veiði-
mennskunnar. Hann var góður
drengur.
Síðustu árin heyrðist lítið frá Agli
og svo sjaldan sem það bar við, þá var
engu líkara en að talstöðin í bátnum
væri biluð, því úr henni komu ein-
ungis truflanir og hávaði. Heilsan var
ekki í lagi. Fyrir nokkrum vikum
hafði hann þó samband við mig eftir
langt hlé. Skútan var komin í slipp og
Egill var að dytta að björgunarbátn-
um. Talstöðin var komin í lag og hann
virtist sáttur við menn og málefni og
hlakkaði til að hitta aftur dóttur sína
Elinóru Ingu nú um jólin. Við litum
yfir farinn veg og vorum ákveðnir í
að hittast oftar. Málmar tærast, bönd
fúna og bresta og það hafði losnað
um stýrið. Það var ekki lengur fast.
Ný sigling er nú hafin hjá Agli á nýj-
um slóðum hjá velviljuðum og reynd-
um skipherra. Takk fyrir samveruna.
Góða ferð.
Júlíus Valsson.
Elsku Egill frændi.
Ég fékk kökk i hálsinn þegar pabbi
þinn hringdi og sagði mér að þú vær-
ir látinn, þetta kom svo óvænt. Ég
minnist með gleði þess tíma þegar
þið litlu bræðurnir, Georg og þú,
dvöldust hjá okkur Lárusi uppi á
Vatnsenda í smátíma. Þið voruð góð-
ir félagar, Óli sonur, og þið, enda allir
á sama aldri. Þið fóruð saman í sveit í
Víðiholti í Skagafirði sumarið ’73 og
unduð ykkur vel þar við búleik og
inna um dýrin.
Eftir því sem árin liðu var minna
um samskipti. Þú komst þó nokkrum
sinnum á Vallarbrautina þegar þið
voruð unglingar og þá voru tekin upp
spil og spilað bridge. Síðustu skiptin
sem ég hitti þig var á ættarmóti með
móðurfólki og frændfólki að norðan.
Stuttu síðan fórum við Óli sonur og
þú um helgi í sumarbústað vestur á
Snæfellsnes, það var í síðasta skipti
sem ég sá þig í þessu lífi. Elsku
Brósi, ég veit að það hefur verið tekið
vel á móti þér þegar þú fórst inn í
ljósið. Amma Guðný hefur svo sann-
arlega tekið á móti þér með opnum
örmum.
Rakel systir og Kjelli, ykkar er
sorgin mest. Innilegar samúðar-
kveðjur til allra aðstandenda, megi
Guð vera með ykkur á þessum erfiða
tíma.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Hinsta kveðja.
Þín móðursystir.
Guðný (Gullý).
Egill Sigurður
Þorkelsson
✝
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför
ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengda-
föður, afa og langafa,
SIGURÐAR HALLVARÐSSONAR
rafvirkja,
Kristnibraut 33,
Reykjavík.
Málhildur Þóra Angantýsdóttir,
Angantýr Sigurðsson, Erla Björk Gunnarsdóttir,
Hallvarður Sigurðsson, Anna Margrét Ingólfsdóttir,
Elín Fríða Sigurðardóttir, Davíð Þór Óskarsson
og afabörn.
✝
Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra er auðsýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ást-
kærrar móður minnar, tengdamóður og ömmu,
ÁSTHILDAR FRIÐMUNDSDÓTTUR HERMAN,
Kirkjuvegi 1,
Keflavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Heilbrigð-
isstofnun Suðurnesja og Lionsklúbbi Keflavíkur.
Guð blessi ykkur öll.
Toby Sigrún Herman, Gunnar Þórðarson,
Karl B. Herman Gunnarsson,
Zakarias Herman Gunnarsson.