Morgunblaðið - 17.12.2006, Side 1

Morgunblaðið - 17.12.2006, Side 1
STOFNAÐ 1913 343. TBL. 94. ÁRG. SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Metsölulisti Mbl. 14. des. Barnabækur 1. sæti Hressilegar sögur og bráðfyndnar myndir gera Fíusól að eftirlæti íslenskra bókaorma ár eftir ár. DRAUMLYNDI HANNES PÉTURSSON SEGIR M.A. FRÁ HEIM- SÓKN TIL DAVÍÐS STEFÁNSSONAR >> 28 7 dagar til jóla Eftir Ólaf Þ. Stephensen olafur@mbl.is DÖNSK stjórnvöld eru ekki líkleg til að bjóða fram viðlíka framlag til varna Íslands og Norðmenn hafa gert, í viðræðum við Íslendinga um varnar- og öryggismál sem hefjast í Kaupmannahöfn á morgun. Danir benda hins vegar á að samstarf Danmerkur og Íslands, ekki sízt á sviði landhelgisgæzlu, sé mikið og gott og á því megi byggja. Dönsk varðskip og flugvélar séu nú þegar mikið á ferðinni við Ísland. Norðmenn hafa boðið upp á að Orion-eftirlitsflugvélar þeirra taki af og til á sig sveig til vesturs á eftirlitsferðum sínum og fylgist þannig einnig með hafsvæðinu við Ísland. Danskir embættismenn benda hins vegar á að danskar Challeng- er-eftirlitsvélar fljúgi nú þegar framhjá Íslandsströndum og milli- lendi stundum á Íslandi. Þessar vélar fljúga t.d. 350 flugtíma á ári vegna eftirlits í grænlenzku lög- sögunni einni. „Bæði á sjó og í lofti eigum við marg oft leið framhjá Íslandi vegna verkefna okkar á Grænlandi eingöngu,“ segir Jens H. Garly, skrifstofustjóri þeirrar skrifstofu danska varnarmálaráðuneytisins sem skipuleggur aðgerðir herafl- ans. „Með þessari nærveru getum við hjálpað til við umhverfiseftirlit og einnig bara með því að vera á svæðinu, geta séð hvað er að ger- ast og haft eftirlit með því. Þetta er hluti af samstarfi, sem gengur vel.“ „Eigum oft leið framhjá“ Eftirlitsflugvélar og skip Dana eru oft við Ísland nú þegar  Hvað gera Danir nú? | 24–25 Bagdad. AFP, AP. | Sáttaráðstefna á vegum ríkisstjórnar Íraks hófst í Bagdad í gær og sóttu hana hundruð fulltrúa. Talsmenn stjórnarinnar sögðu að þ.á m. væru fyrrver- andi liðsmenn Baath-flokks Saddams Huss- eins og nokkurra vígasveita sem berjast gegn Bandaríkjamönnum. „Íraski herinn er opinn liðsforingjum og hermönnum gamla hersins sem vilja þjóna landi sínu,“ sagði forsætisráðherra Íraks, Nuri al-Maliki. Hann sagði að gerður væri greinarmunur á þeim sem ekki væru með „blóðflekkaðar hendur“ og hinna sem hefðu framið „andstyggilegustu glæpina“ gegn þjóðinni í tíð Saddams. Þeir sem ekki yrðu teknir í herinn myndu fá eftirlaun. Dagblaðið The New York Times segir að líkur séu á því að George W. Bush forseti ákveði að senda fleiri hermenn til Íraks og er rætt um a.m.k. 20.000 manns. Hefði for- setinn þegar beðið herráðið að kanna málið. Reuters Írak Nuri al-Maliki forsætisráðherra. Reynt að ná sáttum Eftir Andra Karl andri@mbl.is KARLMAÐUR á þrítugsaldri lést eftir að bifreið hans valt út af Álftanesvegi við Selskarð á fyrsta tímanum aðfaranótt laugardags. Talið er að til- drög slyssins megi rekja til hálku á veginum. Það sem af er desember hafa fjórir látið lífið í umferð- inni og er þetta þriðja helgin í röð sem banaslys verður. Maðurinn sem var einn á ferð var á vesturleið þegar hann missti stjórn á bifreið sinni í beygju með þeim afleiðingum að hún fór út af veginum, valt nokkrar veltur og hafnaði á hvolfi utan veg- ar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Hafnarfirði kom í kjölfarið upp eldur í bílflakinu og brann maðurinn inni í flakinu. Ekki er unnt að birta nafn hans að svo stöddu. Að sögn lögreglu var aðkoman á vettvangi skelfileg og byrja þurfti á að slökkva eldinn í bíln- um. Loka varð Álftanesvegi í rúmar tvær klukku- stundir á meðan lögregla og Rannsóknarnefnd umferðarslysa (RNU) rannsökuðu vettvang. Ekki liggur enn fyrir um nákvæm tildrög slyss- ins en sem fyrr segir var hálka á veginum þegar slysið varð. Lögreglan í Hafnarfirði og RNU sjá um rannsóknina. Ágúst Mogensen, forstöðumaður RNU, segir árið í ár afar slæmt hvað alvarleg slys í umferð- inni varðar en erfitt sé að draga fram einhlíta or- sök þess. „Það má vissulega taka út þessa helstu þætti eins og að ökumenn verði að draga úr hrað- anum og miða akstur við aðstæður,“ segir Ágúst. Þrjátíu manns hafa látist í umferðinni það sem af er ári í 27 banaslysum. Banaslys í umferðinni þriðju helgina í röð Morgunblaðið/Júlíus Skelfileg aðkoma Eldur kom upp í bifreiðinni eftir að hún hafnaði utan vegar og þurftu slökkviliðsmenn að byrja á að ráða niðurlögum hans. DANSKA blaðið Jyllandsposten og hluta- bréfasérfræðingar hjá Dansk Aktie Ana- lyse hafa að venju kjörið besta fjárfestinga- sjóð ársins og að þessu sinni varð BG Invest númer eitt, að sögn Jyllandsposten. Engir verðbréfasérfræðingar starfa hjá sjóðnum. Viðskiptin fara fram með þeim hætti að félagar fjárfesta sjálfir með aðstoð netsins en fá aðeins upplýsingar um gengi bréfanna hjá sjóðnum. Ekki er um að ræða neina stýringu á kaupunum af hálfu sjóðsins. „Það er fyndið og umhugsunarefni að gengissjóð- ur skuli sigra. En það merkir alls ekki að við vísum á bug stýringu á verðbréfakaupum,“ segir forstjóri BG Invest, Carsten Koch. Fjárfest án sérfræðinga ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.