Morgunblaðið - 17.12.2006, Page 38

Morgunblaðið - 17.12.2006, Page 38
víkingar 38 SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ HAFSTEINN Pétursson, jarl í vík- ingahópnum Rimmugýgi í Hafnarfirði, hlýtur að teljast víkingur númer eitt á Ís- landi. Hann er ógnvænlegur á bardagasýn- ingum á víkingahátíðum og stendur oftar en ekki uppi sem sigurvegari. Hafsteinn er jafnframt einn fjögurra Íslendinga sem hafa fengið inngöngu í úrvalslið víkinga, félagið Jómsvíkinga á Bretlandi. Um 100 virkir víkingar starfa innan formlegra og óformlegra víkingahópa á Ís- landi. Elsta félagið og jafnframt það öfl- ugasta er Rimmugýgur í Hafnarfirði. Það var stofnað fyrir áratug fyrir forgöngu Jó- hannesar Viðars Bjarnasonar, veitinga- manns í Fjörukránni. Félagið heitir að sjálfsögðu eftir öxi fornkappans Skarphéð- ins Njálssonar. Nú er á fjórða tug virkra víkinga í hópnum og leggja flestir stund á bardagalistir. Æft er tvisvar í viku allan ársins hring og það er því ekki að furða að félagar séu með öflugri víkingum heims. Innan félagsins er einnig handverksfólk. „Ég sá bardaga á víkingahátíð í Hafnar- firði og fann strax að þetta þyrfti ég að gera,“ segir Hafsteinn um það hvernig áhugi hans kviknaði. Á Akranesi er víkingafélagið Hringhorni með talsvert færri félaga. Þeir hafa iðkað leiki fornmanna og getið sér gott orð fyrir að sýna þá á hátíðum. Þá eru óformlegir hópar í Dalabyggð, á Þingeyri og víðar, sem myndast hafa í kringum ferðaþjónustuverkefni á þessum stöðum. Hafsteinn er á vef Jómsvíkinga titlaður jarl yfir Íslandi, Færeyjum og Grænlandi. Hafsteinn segir að ekki felist mikið starf í því að vera jarl yfir þessu stóra svæði, hann sé tengiliður þegar efnt er til vík- ingahátíða þar og ekki hafi reynt mikið á hann í embætti. Jómsvíkingar voru stofn- aðir í Bretlandi fyrir 12 eða 13 árum sem alþjóðleg úrvalssveit víkinga. Gerðar eru miklar kröfur til liðsmanna. Hafsteinn er því stoltur af því að fjórir félagar Rimmu- gýgjar hafi fengið aðild, það sýni að félag- ið standi sig vel. Nafnið er væntanlega frá danska vík- ingasetrinu Jómsborg á Vindlandi, þar sem nú heitir Wolin við ósa Oder í Póllandi. Pálnatóki sem stofnaði Jómsborg valdi úr- valssveit víkinga og setti þeim strangar reglur. Jómsvíkingar biðu lægri hlut í orr- ustunni við norsku jarlana Hákon og Eirík son hans í Hjörungarvogi 994 sem sagt er frá í Jómsvíkingasögu og víðar. Fjórir Íslendingar í liði Jómsvíkinga Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Jarlinn Hafsteinn Pétursson jarl fer fyrir liði sínu á víkingahátíðum og stendur oftar en ekki uppi sem sigurvegari. Ó trúlega mikill áhugi er í Evrópu á víkingum og víkingamenningu. Kemur hann meðal annars fram í því að nokkur þúsund manns kjósa að eyða sumrinu eða hluta af sumri í það að lifa eins og Norðurlandabúar gerðu fyrir meira en þúsund árum. En af hverju vill nútímafólk taka upp þessa einföldu lifnaðarhætti á nýjan leik, þótt ekki sé nema í sumarfríinu sínu? Svörin eru mismunandi og fara eftir einstaklingunum sem þátt taka. „Þetta er ákveðinn lífsstíll og að vissu leyti flótti frá lífi nútímamanns- ins. En aðallega er það skemmtilegt og notalegt að vera saman í þessu umhverfi,“ segir Jacob Hessellund, danskur víkingur og barnakennari, sem ásamt fjölskyldu sinni og vinum býr sem víkingur nokkrar vikur á hverju sumri. Þau voru í Víkinga- miðstöðinni í Ribe þegar blaðamaður hitti Jacob, ætluðu að vera þar í viku í það skiptið. Jacob og vinur hans voru að leiðbeina og vinna í járn- smiðjunni þennan daginn, en skruppu heim í víkingahúsið til að borða hádegismatinn með fjölskyld- unni. Búa til sína eigin víkinga- persónu Í víkingagörðunum sem eru víðs- vegar um Norðurlöndin og á vík- ingamörkuðum og -hátíðum býr fólk á öllum aldri í tjöldum eða húsum sem byggð hafa verið samkvæmt nið- urstöðum fornleifarannsókna á hús- um frá víkingaöld. Það sefur á hross- húðum eða ullarreyfum og lítið er um heimilistæki. Sums staðar sjást þó þvottavélar, ísskápar og fleira því- umlíkt í sameiginlegum húsum, en því er að sjálfsögðu ekki haldið á lofti. Fólkið eldar sér mat í fornlegum pottum og pönnum, oft yfir opnum eldi fyrir utan tjöldin. Algengt er að sjá kjötsúpu malla í stórum potti. Svo er verið að steikja klatta og fleira slíkt. Maturinn er að sjálfsögðu snæddur úr öskum og trébökkum, með spónum eða áhöldum úr tré. Máltíðin er hálfgert myrkraverk þegar hún er elduð og borðuð innan dyra því birtan frá litlum gluggum og smá tírum verður að duga, eins og á víkingaöld. Og þótt ætlast sé til þess að mjöðurinn sé drukkinn úr horni eða leirkrús sjást einstöku sinnum bjórdósir við tjöldin eða sölubásana. Ekkert er fullkomið. Víkingarnir ganga um í fallegum og stundum litfögrum klæðum, gjarnan handsaumuðum og margir hafa saumað sinn eigin fatnað. Marg- ir ganga berfættir og eru þá orðnir ansi svartir undir iljum en aðrir í sauðskinnsskóm. Þetta er ekki þægi- legt til lengdar og því láta sumir það eftir sér að vera í strigaskóm og reyna að fela tískumerkin undir síð- um kjól eða skikkju. Skartgripir eru mikið notaðir, þeir eru gjarnan tákn víkingahópa eða stöðu viðkomandi. Og dálkurinn er á sínum stað í leðurslíðri við beltisstað. Allt gengur þetta út á það að skapa sinn eigin stíl, sína eigin víkinga- persónu. Karlmenn sem lifa sig mest inn í víkingalífið hætta að skerða hár sitt og skegg og það hlýtur að vera erfiðara fyrir þá að hverfa aftur inn í fjöldann að loknu sumarleyfinu en konurnar sem alltaf geta byrjað að varalita sig að nýju. Börnin eru líka klædd í víkinga- búninga og leika sér með leggi og skeljar og ýmis önnur náttúruleg leikföng. Þau leika sér líka gjarnan með litlar kerrur með tréhjólum sem foreldrar þeirra nota annars til að draga yngstu börnin í. Maður dettur inn í hlutverkið Fólkið skiptir yfir í víkingalífið á ýmsum forsendum. Áhugi á að fræð- ast um þessa tíma og lifa einföldu lífi eins og þá var gert er meginástæða margra. Fólk sem ég hef rætt við segir að þetta sé svo skemmtilegt, að þegar það sé búið að stíga það skref að klæðast víkingabúningi einu sinni, sé ekki aftur snúið. Þetta verði að lífsstíl. Það er meðal annars skoðun Helgu H. Ágústsdóttur, umsjón- armanns Eiríksstaða í Haukadal, sem klæðist víkingafötum í vinnunni á sumrin og hefur lifað sig inn í hlut- verkið á víkingahátíðum erlendis. „Maður dettur inn í þetta hlutverk þegar maður fer í fyrsta skipti í víkingaföt. Það eru forréttindi að fá að taka þátt í þessu,“ segir hún. Sumir gerast víkingar vegna áhuga á bardagalistum víkingatím- Ekki hægt að hætta að fara Þúsundir Evrópubúa nota sumarfríið til að lifa sig inn í víkingatím- ann með því að búa fá- breytilega eins og þá var gert. Helgi Bjarna- son heimsótti víkinga á Norðurlöndum og hlustaði eftir ástæðum þessa flótta fólks frá þægindum nútímans. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Kjötsúpa Víkingar nútímans elda kjötsúpu á hlóðum og safnast saman við eldinn, til að spjalla og smakka súpuna til. Kóngurinn Björn kóngur í Foteviken fylgist vel með öllu sem fram fer í víkingabænum. Veiðifálki Nútíma víkingar fá að aðstoða við að temja fálka í Víkingamiðstöðinni í Ribe á Jótlandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.