Morgunblaðið - 17.12.2006, Síða 61

Morgunblaðið - 17.12.2006, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 2006 61 menning Þegar spurt er hver séfremstur allra í hip-hopinueru margir nefndir en fáirútvaldir. Sá sem einna oft- ast hefur verið nefndur í þessu sam- bandi undanfarin ár er tónlistarmað- urinn Shawn Corey Carter sem þekktur er í dag undir nafninu Jay-Z. Jay-Z hefur ekki farið troðnar slóðir á sínum ferli þó frásagnir af æsku hans minni á sögu svo margra litaðra rappara vestanhafs – móðirin einstæð, drengurinn óstýrilátur og að mestu afskiptalaus, flosnaði upp í skóla, byrjaði snemma að selja vímu- efni og neyta þeirra og svo kom mús- íkin og bjargaði öllu. Eftir þessa hefðbundnu rapparasögu tók Jay-Z aftur á móti eigin stefnu, enda meira í hann spunnið en flesta félaga hans. Jay-Z var búinn að geta sér orð sem fínn "öryrki", sjóaður í að kljást við menn á götuhornum þar sem allt snerist um að vera sem fljótastur að koma fyrir sig orði og að geta dissað keppinautinn á sem smekklegastan hátt. Hann hafði líka verið í auka- hlutverki á nokkrum skífum en þeg- ar hann sóttist sjálfur eftir útgáfu- samningi fékk hann litlar undirtektir hjá stórfyrirtækjum á þessu sviði. Eigin útgáfufyrirtæki Í stað þess að leggja árar í bát gerði piltur sér lítið fyrir og stofnaði eigið útgáfufyrirtæki, Roc-A-Fella Records, og samdi síðan við stærra fyrirtæki um dreifingu. Í kjölfarið tók hann svo upp sína fyrstu breið- skífu, Reasonable Doubt, og gaf út 1996. Reasonable Doubt seldist þokkalega, fór í um hálfri milljón eintaka fyrsta árið, sem var býsna gott fyrir fyrstu plötu rappara og fyrstu plötu smáfyrirtækis. Þessi sala dugði svo til að Roc-A-Fella Re- cords náði betri dreifingarsamningi við stærra fyrirtæki og bjó þannig í haginn fyrir næstu breiðskífu, In My Lifetime, Vol. 1, sem kom út 1997, og seldist mun betur en skífan sem á undan kom. Viðsjár og hjaðningavíg Þegar In My Lifetime, Vol. 1 kom út undir lok ársins 1997 voru viðsjár miklar í hip-hop-heimum vestanhafs, spenna mikil milli manna og fyr- irtækja og hjaðningavígin gengu á víxl. Þetta var ekki síst erfiður tími fyrir Jay-Z og félaga hans, enda var æskufélagi hans og samstarfsmaður Biggie Smalls myrtur fyrr á árinu. Þó það sé kaldhæðnislegt að segja það þá gaf morðið á Biggie Smalls í mars 1997 og eins á 2pac Shakur í september 1996 Jay-Z tækifæri til að stíga fram í sviðsljósið, enda höfðu átök þessara tveggja risa yf- irskyggt allt annað í langan tíma. In My Lifetime, Vol. 1 var reyndar ekki rétta útspilið hjá Jay-Z en næsta plata hans, Vol. 2: Hard Knock Life, sló rækilega í gegn og gerði Jay-Z að einni helstu stjörnu Bandaríkj- anna. Eitt lag af henni, Hard Knock Life (Ghetto Anthem), varð gríð- arlega vinsælt og platan seldist í um fimm milljónum eintaka. Þó Jay-Z væri þannig kominn á toppinn í plötusölu vantaði nokkuð upp á að hann nyti sömu virðingar og forverar hans. Þriðja bindið í ævi- sögunni, Vol. 3 … Life and Times of S. Carter, sem kom út 1999, dugði ekki til að festa hann í sessi, þó greina megi framfarir í textagerð. Meistaraverkið Fimmta breiðskífan sem kom út undir nafni Jay-Z var eiginlega safn- plata með ýmsum röppurum því þó Jay-Z hafa verið skrifaður fyrir skíf- unni var hún kynning á listamönnum sem gert höfðu útgáfusamning við Roc-A-Fella, upptökustjórar og rapparar, til að mynda Beanie Sigel, Memphis Bleek og Freeway. Það var svo ekki fyrr en með sjöttu plötu sinni sem Jay-Z náði að sýna hvað í honum bjó, því sú plata, The Bluepr- int, er meistaraverk hans hingað til, geysiþétt rappskífa með fram- úrskarandi rímum. Það mátti svo sem búast við því að Jay-Z ætti erfitt með að fylgja eftir svo magnaðri skífu sem The Bluepr- int og víst að það stóð líka í honum. The Blueprint kom út 2001, prýðileg tónleikaskífa sama ár og svo eins- konar framhald af The Blueprint, en mun lakari skífa 2002, The Bluepr- int²: The Gift & the Curse og batnaði lítið við að koma út í breyttum bún- ingi nokkrum mánuðum síðar. Hafi menn aftur á móti átt von á að þar með væri Jay-Z búinn að syngja sitt síðasta, kom hann heldur en ekki á óvart með "svörtu plötunni", The Black Album, sem kom út 2003. Á henni fór hann á kostum í mögn- uðum textum og með ferska og skemmtilega takta. Frábær plata sem stóð The Blueprint fyllilega á sporði. Hættur, og þó ekki Það vakti að vonum mikla athygli að Jay-Z lýsti því yfir áður en platan kom út að hún yrði hans síðasta, hann væri hættur í rappinu og ætl- aði að snúa sér að viðskiptum ein- göngu. Vissulega var það glæsilegt að segja skilið við rappið með svo magnaðri plötu en fáir höfðu samt trú á því að hann væri hættur fyrir fullt og fast. Hann lét þó á sér kræla á rappsviðinu, gerði arfaslæma skífu með Linkin Park 2004 og var gestur hjá ýmsum tónlistarmönnum. Það hafði löngum verið heitt í kol- unum milli Jay-Z og annarra rapp- ara, sumpart til að halda sér í sviðs- ljósinu og sumpart vegna persónu- legrar óvildar, en næstu árin notaði Jay-Z til að sættast við menn og frið- mælast með góðum árangri. Ekki er gott að segja hvort það hafi komið honum afstað í rappinu aftur, en ekki leið á löngu að hann var kominn í hljóðver að taka upp nýja skífu sem kom svo út á dögunum og heitir Kingdom Come. Viðtökur Kingdom Come hafa verið blendnar. Víðast hefur henni verið vel tekið og var til að mynda valin ein af plötum ársins í danska tónlistartímaritinu Gaffa fyrir skemmstu en aðrir hafa ekki berið eins hrifnir og kvarta yfir því að ólíkt fyrri plötum sé lítið um nýj- ar hugmyndir og ferska takta. Það verður þó ekki tekið frá Jay-Z að hann er einn besti textasmiður rappsins í dag og fer víða á kostum á skífunni. Jay-Z hættir við að hætta Rapparinn Jay-Z hætti á toppnum fyrir fjórum árum eða svo héldu menn. Hann sneri hins vegar aftur með nýrri skífu á dögunum. TÓNLIST Á SUNNUDEGI Árni Matthíasson Einstakur „Jay-Z hefur ekki farið troðnar slóðir á sínum ferli þó frásagnir af æsku hans minni á sögu svo margra lita rappara vestan hafs - móðirin einstæð, drengurinn óstýrilátur og að mestu afskiptalaus.“ SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580 ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 35 20 0 12 /0 6 Brettapakkar 20% afsláttur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.