Morgunblaðið - 10.02.2007, Síða 2

Morgunblaðið - 10.02.2007, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag Mikill fallbaráttuslagur framundan á Upton Park >> 4 HÖRÐ FALLBARÁTTA WEST HAM TEKUR Á MÓTI WATFORD Í MIKILLI LUNDÚNARBARÁTTU Á UPTON PARK >> 4 „ÞAÐ hefur nú ekki verið mikil umræða í Englandi um launaþak, en það kom skýrsla frá Evrópu- sambandinu um þessi mál,“ sagði Eggert Magnússon, formaður KSÍ og stjórnarformaður West Ham, spurður um hugmyndir manna um að setja launaþak á knattspyrnu- félög í Evrópu. „Umræðan er góðrar gjalda verð en þetta mun taka mjög lang- an tíma að fá í gegn. Ég var á fundi í gær með fulltrúum liðanna í úrvalsdeildinni og þar var ekkert rætt um þetta. Á þeim vettvangi þarf að ræða þetta mjög vel og mikið áður en einhverjar breyt- ingar verða á þessu. Félögin og deildirnar víða um Evrópu eru ekki á því að UEFA fái eitthvert alræðisvald yfir knattspyrnunni í Evrópu – ekki nema þá að það verði umtalsverð breyting á upp- byggingu UEFA. Ástæðan fyrir því að ég komst ekki inn í fram- kvæmdastjórnina er að ég kem frá félagi og félögin vilja örugglega fá einhverja menn inn í UEFA ef þessar breytingar eiga að verða,“ sagði Eggert. Hann sagði þetta ferli mjög flók- ið. „Þetta er mjög flókið ferli og svo er eitt sem vinnur gegn því að þetta verði og þarf að laga ef breyting á að verða á. Á Ítalíu og Spáni til dæmis selja stóru félögin sjónvarpsréttinn sjálf á meðan það er gert sameiginlega í Þýskalandi og Englandi. Þar njóta allir góðs af. Það er alveg víðáttumunur á þessum málum til dæmis á milli fé- laga eins og Real Madrid og Barcelona annars vegar og svo hins vegar félögum eins og Val- encia,“ sagði Eggert. Félögin vilja ekki að UEFA fái alræðisvald Samkvæmt frétt enska dagblaðsins The Independent í gær eru forsvars- menn Arsenal í viðræðum við banda- ríska auðmanninn Stan Kroenke um samstarf á ýmsum sviðum en hann á m.a. bandaríska knattspyrnuliðið Colorado Rapids. Samkvæmt frétt enska dagblaðs- ins í gær er hugmyndin sú að Arsenal og Kroenke vinni saman að útrás enska liðsins. Og er leitt að því líkum að Arsenal hafi áhuga á því að nafni bandaríska liðsins verði breytt í Ars- enal Rapids. Kroenke er einn ríkasti maður Bandaríkjanna en eignir hans eru metnar á rúmlega 130 milljarða kr. Hann er 59 ára og hagnaðist á fast- eignaviðskiptum en hann á atvinnu- mannalið í öllum fjórum stærstu deildunum í heimalandi sínu. Íshokkí- liðið Colorado Avalanche, bandaríska fótboltaliðið St. Louis Rams, körfu- boltaliðið Denver Nuggets og knatt- spyrnuliðið Colarado Rapids. Hvaða gera stæstu hluthafara Arsenal? Kroenke hefur fylgst vel með lönd- um sínum, Malcolm Glazer, Randy Lerner, George Gillett Jnr og Tom Hicks sem hafa keypt Manchester United, Aston Villa og Liverpool á undanförnum misserum. Og er talið að hann ætli að skoða vel þá mögu- leika sem eru í stöðunni hvað varðar Arsenal. Ekki er talið að helstu hluthafar Arsenal, Danny Fiszman (25%), Nina Bracewell-Smith (15,9 %) og David Dein (14,6 %), hafi áhuga á því að selja sinn hlut að svo stöddu. Sjón- varpsstöðin Granada TV á einnig 9,9% hlut í enska félaginu. Reuters Nýir eigendur Bandaríkjamennirnir George Gillett og Tom Hicks, halda á Liverpooltrefli á Anfield. Arsenal Rapids? Forsvarsmenn Arsenal í viðræðum við bandaríska auðmanninn Stan Kroenke um samstarf á ýmsum sviðum ENSKU úrvalsdeildarliðin eru alls 20 og eru 7 þeirra í eigu erlendra aðila. Þrjú af fjórum stærstu fé- lögum ensku úrvalsdeildarinnar eru nú í eigu erlendra aðila, Man- chester United, Chelsea og Liver- pool – en Arsenal er í eigu enskra aðila. Enn sem komið er.  Ójafn leikur/E2  Malar gull/E3 laugardagur 10. 2. 2007 íþróttir mbl.isenski boltinn VEXTIR FRÁ AÐEINS Miðað við myntkörfu 4, Libor-vextir 29.1.2007. 3,2% F í t o n / S Í A Þannig er mál með vexti ... ... að það er hægt að létta greiðslubyrðina. íþróttir laugardagur 10. 2. 2007 íþróttir mbl.is EFTIRVÆNTING KEPPNI Í ÚRVALSDEILD KARLA Í HANDKNATTLEIK HEFST EFTIR NÆRRI TVEGGJA MÁNAÐA HLÉ >> 2 Reuters að tókst Anja Färseon frá Svíþjóð sigraði í tvíkeppninni á heimsmeistaramótinu í Are í Svíþjóð í gær, var með besta tímann í bruninu og náði að halda ví í sviginu. Julia Mancuso frá Bandaríkjunum varð önnur og Marlies Schild frá Austurríki þriðja. Dagný Linda Kristánsdóttir frá Akureyri var dæmd r keppni í sviginu en hún var í 37. sæti eftir brunið. Aðeins luku 32 stúlkur keppni báðum greinunum í gær. MARGRÉT Lára Viðarsdóttir, knattspyrnukona ársins 2006, gekk í gær til liðs við Val á nýjan leik eftir skamma dvöl hjá Duis- burg í Þýska- landi. Margrét fór til þýska toppliðsins í haust og stóð sig vel í bikarleikjum með því fyrir áramótin en henni leið ekki vel í Þýskalandi og hún ákvað fyrir skömmu að snúa aftur heim. Margrét Lára samdi við Val til tveggja ára en hefur möguleika á að fara aftur til erlends félags ef sú staða kemur upp á ný. Margrét Lára, sem er tvítug, er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum og lék með ÍBV en hefur spilað með Val undanfarin tvö ár. Hún setti markamet í efstu deild á síðasta ári, skoraði 34 mörk, og gerði samtals 70 mörk fyrir Val og landsliðið í öll- um mótum. Þrátt fyrir ungan aldur er hún orðin sjötti markahæsti leik- maður efstu deildar frá upphafi með 105 mörk í aðeins 68 leikjum. Hún er orðin næst markahæsti leikmaður A-landsliðs kvenna með 21 mark í 26 leikjum og sló jafn- framt markamet 21-árs landsliðsins á síðasta ári en þar hefur hún skor- að 11 mörk. Margrét aftur í Val Margrét Lára Viðarsdóttir LOGI Geirsson, landsliðsmaður í handknattleik, er veikur og leikur vafi á því hvort hann getur leikið með félögum sín- um í þýska liðinu Lemgo þegar þeir hefja leik í þýsku 1. deild- inni í handknattleik í dag með við- ureign við Düsseldorf í Lippel- andhalle í Lemgo. Kvef hrjáði nokkra leikmenn íslenska landsliðs- ins á lokaspretti HM um síðustu helgi og virðist sem Logi hafi smit- ast því að eftir því sem heimasíða Lemgo hermir fékk hann svokallað bronkítis í vikunni. Vart var á bæt- andi hjá Loga sem bæði var þjak- aður af meiðslum í vinstri ökkla og öxl eftir átökin með íslenska lands- liðinu á HM. Meiri afföll kunna að verða á Lemgo-liðinu í dag því einn leikmanna heimsmeistaraliðs Þjóð- verja, Markus Baur, er meiddur á kálfa og þá er Daniel Stephan einn- ig meiddur. Logi er veikur Logi Geirsson GGERT Magnússon vinnur sín íðustu embættisverk sem formað- r Knattspyrnusambands Íslands í ag þegar ársþing sambandsins erður haldið á Hótel Loftleiðum g nýr formaður kjörinn. Á sama ma og ársþingið fer fram verður West Ham í eldlínunni á Upton ark þar sem liðið tekur á móti Watford. „Ég verð að sjálfsögðu á þingi KSÍ, það má ekki afskrifa mig al- veg,“ sagði Eggert þegar hann var spurður í gær hvort hann yrði á þinginu eða á Upton Park að fylgj- ast með sínum mönnum. „Auðvitað er þetta mikilvægur leikur og þetta verður eini leikurinn sem ég missi af. En ég er enn formaður KSÍ og þarf að ljúka störfum mín- um sem slíkur. Þetta er lokaverk- efni mitt hjá KSÍ í bili í það minnsta. Þetta er minn staður og ég kom heim í gærkvöldi,“ sagði Eggert í gær. Spurður hvort hann hefði ekki látið útbúa pappaspjald af sér og sett í sætið sitt á Upton Park hló Eggert og sagði: „Nei, veistu að það myndi ekki virka því það þyrfti að vera á talsverðri hreyf- ingu til að vera trúverðugt.“ Ársþing KSÍ hefst á Hótel Loft- leiðum kl. 10 með ræðu Eggerts Magnússonar. Síðar í dag verður kosinn nýr formaður, en þrír eru í kjöri – Geir Magnússon, framkvæmdastjóri KSÍ, Jafet Ólafsson og Halla Gunnarsdóttir. Eggert Magnússon missir af leik á Upton Park Hvað gera Silja, Björn og Sveinn Elías á MÍ í Laugardalshöllinni? >> 4 Hans J. Wegner húsgagnahönn-uður er látinn, 92 ára að aldri.Hann var einn af fremstu hönn-uðum Dana og var þekktur víða um heim fyrir stóla sína. Að sögn Aðalsteins Ingólfssonar, for- töðumanns Hönnunarsafns Íslands, markar ráfall Wegners nokkur tímamót í danskri hönnunarsögu. „Með honum er horfinn sá íðasti af sexmenningunum sem gerðu Dan- mörku að stórveldi á vettvangi hús- gagnahönnunar á árunum 1950–1965, en nöfn þeirra eru nánast eins og töfraþula: juhl, Jacobsen, Mogensen, Kjærholm, Pan- ton og Wegner.“ Aðalsteinn skrifar grein í Lesbók í dag um Wegner og segir meðal annars frá því að það sem varð til þess að vekja heims- athygli á hönnun Wegners hafi verið sú ákvörðun hins útbreidda bandaríska tíma- rits Interiors að fjalla um Stólinn undir yf- irskriftinni „fegursti stóll í heimi“. Þetta var árið 1950 og Wegner varð heimsfrægur á einni nóttu. Stóllinn var til dæmis notaður í frægum sjónvarpskappræðum Kennedys og Nixons árið 1961. Þar með hafði fyrirbærið „Dan- ish Design“ fest sig í sessi, seg- ir Aðalsteinn. Blöð í Danmörku og víðar hafa minnst Wegners sem eins af fremstu húsgagnahönnuðum heims undanfarna daga. Politi- ken segir að húsgögn hans, einkum stólarnir sem hann sér- hæfði sig í alla sína ævi, hafi komið góðu orði á danska hönnun um allan heim. „Ævi- starf hans kom Danmörku á kortið sem landi gæðahönn- unar,“ segir Politiken og bætir við að gæðin hafi náð allt frá hugmyndinni og samhenginu til efnisins og framsetningarinnar og handverksins í verkum Wegners. Hann hafi þess vegna haft afgerandi menningarleg áhrif. » 13 Sá síðasti af sex meisturum danskrar hönnunar látinn Wegner Erlend blöð hafa minnst Wegners sem eins af fremstu húsgagnahönnuðum heims undanfarna daga. Listaverk eru umlukin aragrúa athugasemda, upplýsinga sem eru svo yfirgengilega háværar að rödd skáldsögunnar eða ljóðlistarinnar heyr- st varla. Ég lauk við bók Hermans fullur þakk- ætis yfir því hversu fáfróður ég var. Hún veitti mér þögn sem gerði mér kleift að hlusta á tæra rödd þessarar skáldsögu sem er svona fögur vegna þess hve óútskýrð og óþekkt hún er.“ Þannig kemst tékkneski rithöfundurinn Mil- an Kundera að orði í grein um skáldsöguna Svarta herbergi Damoklesar eftir hollenska rit- höfundinn Willem Frederik Hermans en hana elur Kundera vera eitt af best geymdu leynd- armálum evrópskra bókmennta á síðustu öld. Hermans fæddist í Hollandi árið 1921 og lést árið 1995 en síðan hafa landar hans litið á hann sem merkasta skáldsagnahöfund sinn í seinni tíð. Frönsk þýðing á Svarta herbergi Da- moklesar kom út hjá Gallimard-bókaútgáfunni á síðasta ári. » 10 Hollenskt bókmennta- leyndarmál Milan Kundera „Ég lauk við bók Her- mans fullur þakklætis.“ Laugardagur 10. 2. 2007 81. árg. lesbók STJÖRNUSTRÍÐ Í 30 ÁR HIÐ RÉTTA OG SLÉTTA ÆVINTÝRI HÖFÐAR NÚ TIL ANDÚÐAR NÚTÍMAMANNSINS Á SJÁLFUM SÉR » 8–9 Enn einn harmleikurinn í sögu Önnu Nicole Smith » 2 Morgunblaðið/RAX Lay Low „Við vorum svartsýn á þetta, fannst þetta glatað og maður var hræddur um að maður ætti eftir að sjá eftir þessu,“ segir Lay Low um verðlaunaplötu sína í viðtali í Lesbók. » 4-5 Yf ir l i t                                 ! " # $ %       &         '() * +,,,                       Í dag Sigmund 8 Bréf 42 Staksteinar 8 Minningar 43/49 Veður 8 Kirkjustarf 50/52 Viðskipti 16/17 Menning 56/60 Erlent 20/21 Leikhús 59 Menning 22/23 Myndasögur 60 Akureyri 28 Dægradvöl 61 Landið 24 StaðurStund 62/63 Árborgarsvæðið 25 Dagbók 64/65 Suðurnes 25 Víkverji 64 Daglegt líf 26/33 Velvakandi 64 Forystugrein 34 Bíó 62/65 Umræðan 36/42 Ljósvakamiðlar 66 * * * Innlent  Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá dómi máli ákæruvaldsins gegn þremur núverandi og fyrrver- andi forstjórum Essó, Olís og Skelj- ungs vegna ólöglegs samráðs. For- sendur úrskurðarins lúta m.a. að því að ekki sé hægt að sækja ein- staklinga til saka fyrir þau brot, sem ákært var fyrir. Úrskurðurinn verð- ur kærður til Hæstaréttar. » 10  Óstöðugleiki og verðbólga eru mein sem allir þurfa að sameinast um að fjarlægja. Þetta sagði Björg- ólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbanka Íslands, á aðalfundi bankans í gær. Hann sagðist skilja fullkomlega og deila áhyggjum fólks af háum vöxt- um, en það sé ekki við viðskipta- bankana að sakast. » 16  Reykjavíkurborg óskaði í gær eftir því að framkvæmdir sem hafn- ar voru í Heiðmörk vegna lagningar vatnsleiðslu fyrir Kópavogsbæ yrðu stöðvaðar. Orðið var við þeirri beiðni. Skipulagsráð Reykjavíkur hafði ekki veitt framkvæmdaleyfi vegna framkvæmdarinnar. » 4  Nefnd sem skipuð var samkvæmt ályktun Alþingis, til að fjalla um að- gang að opinberum gögnum um ör- yggismál Íslands 1945–1991, leggur til að stofnað verði sérstakt öryggis- málasafn sem heyri undir Þjóð- skjalasafn Íslands, sem varðveiti öll skjöl og skráðar heimildir úr kalda stríðinu. » 6 Erlent  Viðbrögð Vesturveldanna við samkomulagi Hamas og Fatah á fimmtudag um myndun þjóðstjórnar hafa verið varfærin. Enn virðist vera óljóst hvort tekist hefur að fá Hamas til að heita því að virða samninga sem gerðir hafa verið milli Palest- ínustjórnar og Ísraels. Palestínskir fréttaskýrendur vona að Evr- ópuríkin verði jákvæðari en Banda- ríkin og Ísrael og samstaða Vest- urlanda gegn Hamas rofni. » 21  Norsk stjórnvöld hafa kynnt hönnun svonefndrar Dómsdags- hvelfingar á Svalbarða sem ætlunin er að geymi fræ allra þekktra mat- jurta á jörðinni. » 20 laugardagur 10. 2. 2007 börn HEILABROT 10 SPURNINGAR FYRIR GLÖGGA KRAKKA Í VERÐLAUNALEIK VIKUNNAR » 2 Sniðugt bréf til Patta póstkassa» 4 Áll er langur og mjór fiskur sem lík- st slöngu. Full- orðnir álar lifa í ám og vötnum í Evrópu. Að lokum synda þeir alla leið að strönd- um Ameríku. Þar hrygna þeir og deyja síðan. Litlu álaseiðin snúa svo til Evrópu og getur ferðalagið tekið tvö ár. Úr bókinni Staf- róf dýranna eftir Halldór Á. Elvars- son ÁLL Áá Morgunblaðið/Ásdís Pínulitlir prakkarar en samt ósköp góð! Ívar Örn Sverrisson og Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir fara með hlutverk Stígs og Snæfríðar í Stundinni okkar. Við höfum fengið að fylgjast með æv- ntýrum þessara tveggja skemmtilegu vina síðan í haust og fáum örugg- ega að lenda í fleiri spennandi ævintýrum með þeim næstu mánuði. Hér sjáum við Ísgerði þar sem hún er að þykjast mála gleraugun hans Ívars. Hún er nú meiri prakkarastelpan. Ívari finnst hún Ísgerður samt bara fyndin. Við hittum þau Ívar og Ísgerði á milli prakkarastrika og þau sögðu okkur svolítið frá Stundinni okkar. » 3 Telma Sól Ólafsdóttir er 7 ára og hún er í Sjá- landsskóla í Garðabæ. Hún er mikil fimleika- drottning og æfir með Stjörnunni. Hún vonast eftir að fá kisu á næstu dögum því hún elskar kisur. Hún sagði okkur hvað væri í uppáhaldi hjá sér. Bók: Sögur af Evu Klöru Íþrótt: Fimleikar Matur: Grjónagrautur Dýr: Kisa Frægur: Konan sem leikur Pöllu peru í Ávaxtakörfunni Leikrit: Ronja ræn- ingjadóttir Teiknimynd: Tommi og Jenni Langar í litla kisu Uppáhaldið mitt Hann Andri Pétur er afar lunk- inn teiknari en hann lenti samt heldur betur í vandræðum þeg- ar hann var að teikna þessa fínu mynd. Andri Pétur er nefnilega búinn að týna svarta litnum sínum og þeim græna, hvíta, bleika og brúna. Getur þú hjálpað honum að finna litina einhvers staðar á síðum Barnablaðsins? Ég get ekki klárað myndina mína! INFLÚENSA herjar nú á marga íbúa höfuðborgarsvæðisins, að sögn Þórðar G. Ólafssonar, yfirlæknis hjá Læknavaktinni í Kópavogi. Fá margir mikinn hita fyrstu dagana en venjulega gengur það versta yfir á viku. „Við höfum fundið þetta á Lækna- vaktinni og á heilsugæslustöðvun- um,“ sagði Þórður. „Álagið hefur aukist, bæði í símaráðgjöf hjúkrun- arfræðinga og svo er líka aukning í móttöku. Getur tekið upp undir viku Fólk fær hita, yfirleitt frekar háan og líka kvef, hósta, höfuðverk og beinverki, þessi hefðbundnu ein- kenni og leitar ráða, vill fá að vita hvort það sé hægt að gera eitthvað í stöðunni. Sjúkdómurinn er mismun- andi langt genginn. Sumir eru leng- ur að vinna bug á þessu en aðrir og stundum koma sýkingar í kjölfarið og þær þarf að meðhöndla með lyfj- um. Þetta leggst töluvert á krakka en reyndar á fólk á ýmsum aldri líka.“ – Hver eru fyrstu einkennin og hvað á maður að gera? „Þetta er tiltölulega fljótt að ger- ast, maður verður slappur, flestir fá hita, kvef og önnur einkenni. Stund- um byrjar þetta með vanda í önd- unarfærum en eftir skamman tíma kemur hiti og fleira með. Þegar vitað er að inflúensa er að ganga í bænum getur fólk verið nokkuð öruggt um að hún sé á ferð, allavega gert ráð fyrir því í upphafi. Þá er að fara vel með sig, hvíla sig heima, passa upp á að fá nægilega næringu og vökva. Oft er þetta upp undir viku að fara úr manni, hitinn fer að lækka á þriðja og fjórða degi, kannski áfram svolítill hósti og svo minnkar þetta smám saman. En ef maður er annars hraustur og þetta ætlar ekki að hverfa, hitinn jafnvel hár áfram og maður er slappur og á erfitt með að nærast getur þurft að leita ráða. Þá er gott að geta hringt í Læknavakt- ina,“ sagði Þórður G. Ólafsson. Mikið um inflúensutilfelli á höfuðborgarsvæðinu Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is FÉLAGSMÁLANEFND sam- þykkti einróma á fundi sínum í gær bókun þess efnis að skora á ríkis- stjórnina að beita sér fyrir því að landlæknisembættinu yrði þegar í stað falið að mynda starfshóp sem skipaður yrði þremur fulltrúum fag- fólks af geðheilbrigðissviði. Starfs- hópnum verður falið að hafa uppi á fyrrverandi skjólstæðingum Byrgis- ins og tryggja að þeim verði taf- arlaust veitt sú aðstoð sem þurfa þyki. Á fundi félagsmálanefndar í gær kynnti Pétur Hauksson geðlæknir stöðu þeirra kvenna sem urðu barnshafandi meðan á dvöl þeirra í Byrginu stóð. „Við spurðum hann álits, hvaða leið væri vænlegast að fara og hann lagði til að skynsam- legt væri að mynda starfshóp. Hugsunin er fyrst og fremst að sál- fræðingur eða geðlæknir nálgist þessa fyrrverandi skjólstæðinga og leiðbeini þeim inn í kerfið, því það eru svo mörg úrræði til í kerfinu,“ segir Dagný Jónsdóttir, formaður félagsmálanefndar. Fulltrúar Samfylkingarinnar í fé- lagsmálanefnd lögðu á fundinum til að allar meðferðarstofnanir sem teljast veita meðferð við áfengis- og vímuefnafíkn yrðu strax færðar undir yfirumsjón heilbrigðisyfir- valda. Jafnframt lögðu þeir til að sjúklingar sem þar dveldu nytu rétt- ar og verndar í samræmi við lög um réttindi sjúklinga og að meðferðar- starfið yrði háð eftirliti heilbrigðis- yfirvalda. Yfirstandandi eru viðræður fé- lagsmálaráðuneytisins og velferðar- sviðs Reykjavíkur um búsetuúrræði til handa fyrrverandi skjólstæðing- um Byrgisins. Bendir Dagný á að í fjárlögum hafi verið eyrnamerkt fjárhæð til handa Byrginu sem fryst var, en vonandi verði hún nýtt til að fjármagna viðeigandi búsetuúrræði. Tryggja þarf fyrrverandi skjól- stæðingum Byrgisins aðstoð Í HNOTSKURN »Pétur Hauksson geðlæknirtelur að barnsfæðingar kvenna í Byrginu í kjölfar kynferðismisnotkunar af hendi starfsmanna séu alla vega tíu talsins. »Að hans mati þurfa konursem dvöldu í Byrginu og börnin, sem sumar þeirra eignuðust eftir dvöl þar, sár- lega á hjálp að halda eftir kyn- ferðislega misbeitingu á vist- heimilinu og utan þess. FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, flutti í gær opnunarávarp á listasýningunni Hraunland í listasafn- inu Gammel Strand í Kaupmannahöfn. Á sýningunni getur að líta verk eftir Jóhannes Kjarval og Ólaf Elías- son, en þetta er í fyrsta sinn sem verkum þessara tveggja íslensku listamanna er skipað saman á sýningu. Verkin eftir Kjarval eru ríflega þrjátíu talsins og mörg verka Ólafs eru ný. Meðal opnunargesta var Hinrik Danaprins. Baugur Group er styrktaraðili sýning- arinnar. Á myndinni ræðast forsetinn og Ólafur við. Ljósmynd/ Aldís Pálsdóttir Sýningin Hraunland opnuð RÚMLEGA þrítugur Íslendingur fannst látinn í sorpgeymslu veit- ingastaðar í Stokkhólmi eftir að eldur kom þar upp aðfaranótt þriðjudags. Ekki er vitað hvers vegna maðurinn var inni í geymsl- unni en hægt er að ganga inn í hana frá gangi á veitingastaðnum. Ekki hafði fengist staðfest í gær- kvöldi hver eldsupptök voru. Í elsta hluta Stokkhólms Maðurinn sem lést hét Hlynur Heiðberg Konráðsson. Var hann 33 ára gamall, fæddur 5. mars 1973. Hann lætur eftir sig sex ára gamlan son hér á landi og íslenska unnustu sem er búsett í Dan- mörku. Eldsvoðinn varð í veitingastaðn- um Engelen sem er í hverfinu Gamla Stan í Stokkhólmi en það er elsti borgarhluti Stokkhólms. Beið bana í eldsvoða í StokkhólmiHELGI Magnús Gunnarsson, sak-sóknari efnahagsbrota, segist geta þrengt hringinn um leka skattrann- sóknargagna fyrrverandi og núver- andi starfsmanna Baugs svo að eftir verði tveir einstaklingar sem fengu umrædd gögn afhent hjá Skattrann- sóknarstjóra ríkisins. Þetta kemur fram í viðtali við hann í Viðskipta- blaðinu í gær. Spurður hvað hann hafi fyrir sér svarar Helgi: „Ég hef staðfestingu á því að tveir af þeim, sem ég vil ekki nafngreina, hafi óskað eftir þessum gögnum hjá skattrannsóknarstjóra á grundvelli stjórnsýslulaga og fengið það, þar sem þeir voru aðilar að stjórnsýslumáli sem var til meðferð- ar hjá honum. Þeir hafi fengið þær bréfaskriftir sem gengu á milli emb- ættanna um skattskil. Bréfin voru afhent með ákveðnum útstrikunum og ég veit að blaðamenn voru með bréf með útstrikunum og þessi bréf með útstrikunum voru aldrei afhent öðrum en þessum tveimur.“ Þrengir hringinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.