Morgunblaðið - 10.02.2007, Side 4

Morgunblaðið - 10.02.2007, Side 4
4 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is REYKJAVÍKURBORG óskaði í gær eftir því að framkvæmdir sem hafnar voru í Heiðmörk vegna lagn- ingar vatnsleiðslu fyrir Kópavogsbæ yrðu stöðvaðar. Orðið var við þeirri beiðni. Skipulagsráð Reykjavíkur hafði ekki veitt framkvæmdaleyfi vegna framkvæmdarinnar. „Frá okkar bæjardyrum séð eru þessar framkvæmdir ekki heimilar eins og er og þær hafa því verið stöðvaðar,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður Skipulags- ráðs. „Umsókn um framkvæmda- leyfið er enn til meðferðar hjá okkur og við afgreiðum hana þegar um- sagnirnar liggja fyrir. Þetta er mjög viðkvæmt svæði og það verður að fara um það með mikilli gætni.“ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borg- arstjóri í Reykjavík og Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri í Kópavogi undirrituðu á liðnu ári samkomulag sveitarfélaganna vegna gerðar vatnsveitu fyrir Kópavog og lögsögu- mörk við Vatnsendakrika. Hanna Birna sagði að í samkomulaginu væri miðað við að framkvæmdir gætu haf- ist innan tiltekins tíma, en það feli þó ekki í sér framkvæmdaleyfi. Sam- kvæmt lögum megi ekki hefja fram- kvæmdir fyrr en það leyfi hafi verið gefið út. Hanna Birna sagði stefnt að því að fulltrúar Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar ræði stöðu málsins á mánudaginn kemur. Samráð haft við skógræktina Aðspurð um hvort Skógræktar- félag Reykjavíkur hafi verið haft með í ráðum við undirbúning sagði Hanna Birna að svo hefði verið á fyrri stigum. Ómar Stefánsson, formaður bæj- aráðs Kópavogs, sagði þá hafa staðið í þeirri trú að búið væri að gefa út framkvæmdaleyfið. Þegar óskað hafi verið eftir því að framkvæmdir yrðu stöðvaðar hefði verið sjálfsagt að verða við því. Ómar sagði að í samn- ingi sveitarfélaganna komi fram að framkvæmdaleyfið verði gefið út inn- an mánaðar og að meira en mánuður sé liðinn frá undirritun samningsins. „Þetta er í eðlilegu ferli og við hljót- um að fá framkvæmdaleyfið á næstu dögum,“ sagði Ómar. Reynt verður að vanda allan frá- gang í Heiðmörk eftir bestu getu, að sögn Ómars. Hann sagði að lagna- leiðin hafi verið fundin í góðri sam- vinnu við Skógræktarfélag Reykja- víkur á sínum tíma. Fylgir slóðum að mestu Samkvæmt umhverfismatsskýrslu fyrir framkvæmdina, sem unnin var af Hönnun hf. fyrir Kópavogsbæ, þarf að leggja vatnslögn frá vatns- tanki í Vatnsendaheiði í Kópavogi, þar sem vatnsins er aflað, og að miðl- unargeymi við Vatnsendahverfi í Kópavogi. Lagnaleiðin er um 1,7 km löng og „fylgir að mestum hluta, utan 100–200 m kafla, núverandi slóðum og vegum sunnan Vatnsendahlíðar,“ að því er fram kemur í matsskýrsl- unni. Framkvæmdin var tilkynningar- skyld til ákvörðunar um matsskyldu. Niðurstaða Skipulagsstofnunar í apríl í fyrra var að framkvæmdin væri ekki háð umhverfismati. Í nið- urstöðu stofnunarinnar segir m.a.: „Skipulagsstofnun telur að við framkvæmdirnar sé brýnt að óþarfa rask verði ekki á svæðinu. Sýnt hefur verið fram á að framkvæmdin sé ekki líkleg til að hafa veruleg áhrif á gróð- ur sem ekki sé hægt að bæta með fyrirhuguðum vinnubrögðum við frá- gang.“ Framkvæmdir stöðvaðar Morgunblaðið/Árni Sæberg Rask Stórvirk grafa var notuð við að grafa skurðinn, sem vatnsleiðslan á að liggja eftir, og sá trjágróður, sem í veginum var, varð að lúta í lægra haldi. Framkvæmdirnar hafa nú verið stöðvaðar í bili. Framkvæmda- leyfi vegna vatns- leiðslu vantaði Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is VÉLMENNI, kennt við snillinginn Leonardo Da Vinci, fer líkt og með örsmáum höndum inn í kviðarhol sjúklinga háskólasjúkrahússins í Lundi og sker þaðan mein með mik- illi nákvæmni. Vélmenninu er stýrt af skurðlækni og tæknilega séð þyrfti læknirinn aldrei að leggja hendur á sjúklinginn því hann gefur vélmenninu skipanir frá stjórnborði, sem gæti allt eins verið staðsett í öðru landi, jafnvel annarri heims- álfu. Sú er reyndar ekki raunin enn í Lundi, þótt Svíar séu fremstir Evr- ópuþjóða í notkun slíkra vélmenna. Aðgerðir hafa verið gerðar með þessum hætti í um ár í Lundi og er þvagfæraskurðlæknirinn Rafn Hilmarsson einn þeirra lækna sem unnið hafa í teymi sérfræðinga að innleiðingu vélmenna við erfiðar skurðaðgerðir. Stýrði hann vél- menninu sjálfur í fyrsta sinn nú í vikunni er hann fjarlægði krabba- mein úr blöðruhálskirtli. Unnið djúpt í þröngu rými Vélmenni hafa í nokkur ár verið notuð við skurðaðgerðir og í upphafi voru þau hönnuð til að aðstoða við hjartaskurðaðgerðir. Þvagfæra- skurðlæknar hafa nýtt sér þau í auknum mæli. „Þeir sáu tækifæri til að nota vélmenni, sérstaklega við ákveðnar aðgerðir, t.d. vegna krabbameins í blöðruhálskirtli,“ segir Rafn. „Í slíkri aðgerð er unnið djúpt í þröngu rými og erfitt er að komast að krabbameininu. Menn sáu að þetta var einmitt lausnin, að gera slíkar aðgerðir með vélmenni.“ Bandaríkjamenn riðu á vaðið enda var tæknin hönnuð þar. Þróun- in hefur verið hröð og segir Rafn að sig hefði ekki getað órað fyrir því fyrir nokkrum árum að hans helsta hjálparhella innan fárra ára yrði vélmenni. „Ég tel að þetta sé klár- lega framtíðin. Þetta er tækni sem er á fleygiferð. Þetta hefur gengið það vel í Svíþjóð að flest sjúkra- húsin hér eru að fá sér svona vél- menni.“ Spurður um helstu kosti vél- menna við skurðlækningar segir Rafn: „Þetta býður upp á mun ná- kvæmari aðgerðir. Þetta er gert með svokallaðri kviðsjártækni, gerð eru örlítil göt á kviðinn og aðgerðin gerð í gegnum þau í stað stórs skurðar á kvið áður. Það sem vél- mennið hefur fram að færa er að það er með eins og örsmáar hendur inni í kviðarholinu, þannig að þetta virkar eins og framlenging á fingr- um skurðlæknisins, djúpt inn í lík- ama sjúklingsins.“ „Augu“ vélmennisins eru mynda- vél sem sýnir allt í þrívídd og er tengd við stjórnborð þaðan sem læknirinn vinnur. Í dag eru stjórn- borðin yfirleitt staðsett inni á skurð- stofunum en Rafn segir að tæknin gefi þá möguleika að í framtíðinni geti læknirinn verið utan stofunnar, jafnvel í öðru landi. „Það hafa þegar verið gerðar þannig „sýning- araðgerðir“, þ.e. að skurðlæknirinn er staddur í Bandaríkjunum og sjúklingurinn í Evrópu.“ Rafn telur að eitt vélmenni kosti um 100–150 milljónir íslenskra króna. Þá felst auk þess kostnaður í því að þjálfa upp starfsfólk. Til lengri tíma litið gæti þetta þó spar- að fjármuni því sjúklingurinn getur farið heim daginn eftir aðgerð en þurfti áður að liggja í nokkra daga á sjúkrahúsi. Þá eru aukaverkanir minni því nákvæmni vélmennisins er slík að t.d. blæðingar verða litlar. Læknar gætu líka í framtíðinni gert fleiri aðgerðir með vélmennum í stað hefðbundinna skurðaðgerða. „Árangur af aðgerðunum er mjög góður,“ segir Rafn en bendir á að tæknin sé ný þannig að engar lang- tímarannsóknir séu enn fyrir hendi. Innrás vélmenna á Íslandi Nokkrar aðgerðir eru þegar gerð- ar með vélmennum á Landspítala – háskólasjúkrahúsi, m.a. gallblöðru- og bakflæðisaðgerðir. Þar eru einn- ig kviðsjáraðgerðir framkvæmdar. Þá vinnur læknirinn í gegnum göt á kviði sjúklingsins, en stýrir verk- færunum sjálfur með höndunum. „Það sem vélmennið hefur fram yfir þetta er að það hefur liðamót inni í sjúklingnum,“ segir Rafn. „Við hefðbundnar kviðsjáraðgerðir verð- ur hver minnsta hreyfing læknisins mjög mögnuð inni í sjúklingnum. En hjá vélmenninu er þetta einmitt öfugt, það dregur úr öllum auka- hreyfingum. Því getur það gert mjög nákvæmar aðgerðir.“ Rafn segist handviss um að vél- menni svipuð þeim sem notuð eru í Lundi verði komin til Íslands innan fárra ára. „Íslendingar hafa aldrei verið lengi að grípa nýjungar, en þetta er bara eins og allt annað, þarf sinn tíma til að þróast.“ Vélmenni skera sjúklinga með mikilli nákvæmni Við stjórnvölinn Rafn Hilmarsson skurðlæknir við stjórnborðið þaðan sem vélmenninu er stýrt við skurðaðgerðir á sjúkrahúsinu í Lundi. Í HNOTSKURN »Flóknar aðgerðir með vél-mennum hafa verið gerðar í nokkur ár, þær fyrstu voru framkvæmdar í Bandaríkj- unum. »Þegar hafa verið fram-kvæmdar aðgerðir þar sem sjúklingurinn er í einu landi og læknirinn í öðru. »Á Landspítalanum erugerðar nokkrar aðgerðir með vélmennum, m.a. gall- blöðru- og bakflæðisaðgerðir. HELGI Gíslason, skógfræðingur og framkvæmdastjóri Skógrækt- arfélags Reykjavíkur, sem hefur haft umsjón með Heiðmörk frá 1950, hafði ekki hugmynd um hvað var á seyði þegar hann varð var við framkvæmdirnar í gær- morgun. Hann sagði að ekkert samráð hefði verið haft við sig um þessar framkvæmd. Sá hann marga vörubíla koma ofan úr Heiðmörk með 6-10 m há tré á pallinum. Þegar hann kom á vettvang framkvæmdanna var hann mjög undrandi að sjá stórvirkar vinnuvélar rífa upp tré úr Þjóðhátíðarlundi sem plantað var 1974. Helga þótti líka mikil lýti að traðki eftir vinnuvélarnar. „Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að menn gætu farið með þessu móti inn í Heiðmörkina,“ sagði Helgi. Hann sagði að sjálfboðaliðasamtök á borð við Landnema hefðu unnið mikið í Heiðmörk. Einum reit Landnema hafði verið „rústað“ í gærmorgun. Hann sagði að til Þjóðhátíðarreitsins hefði verið stofnað 1974 til að minnast 1.100 ára afmælis Ís- landsbyggðar og 75 ára afmælis skógræktar í land- inu. Efnt hefði verið til söfnunar meðal Reykvíkinga og prýðilega safnast. Fyrir það framlag hefði þess- um reit verið plantað. Helgi taldi að tekin væri um 10-15 metra breið geil í lundinn. Þá sagði hann að starfsmaður verktakafyrirtækisins Klæðningar, sem annast framkvæmdina, hefði sýnt sér hvar ætti að staðsetja svonefnt lagerplan fyrir malarefni og slíkt. „Það er á svæði sem UNIFEM gróðursetti í á liðnu sumri ásamt börnum til að koma í gang söfnunar- átaki fyrir börn úti í Afríku,“ sagði Helgi. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins var haft samráð við forvera Helga hjá Skógræktarfélaginu fyrir nokkrum árum. Helgi sagði að stjórn félagsins kannaðist ekki við að samráð hefði verið haft við fé- lagið um þessa framkvæmd. Kannast ekki við samráð Helgi Gíslason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.