Morgunblaðið - 10.02.2007, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2007 25
ÁRBORGARSVÆÐIÐ
Reykjanesbær | Bernhard í
Reykjanesbæ hefur fengið við-
urkenningu og verðlaun frá
Reykjanesbæ vegna markaðs-
verkefnisins Auglýsingalukkupott-
ur Reykjanesbæjar 2006.
Markmiðið með auglýs-
ingalukkupottinum er að verð-
launa fyrirtæki sem nota nafn
bæjarins í tengslum við hvers kon-
ar auglýsingar og stuðla þannig
að markaðssetningu hans um land
allt.
Reykjanesbær varð til við sam-
einingu sveitarfélaganna Keflavík-
ur, Njarðvíkur og Hafna árið 1994
og hvetja bæjaryfirvöld fyrirtæki
og stofnanir í bæjarfélaginu til
þess að nota nafn bæjarins í stað
þess að notast við gömlu bæj-
arheitin. Auglýsingalukkupott-
urinn er einn liður í því að festa
nafn bæjarfélagsins í hugum bæj-
arbúa og annarra landsmanna.
Bernhard hefur ávallt notað
nafn Reykjanesbæjar við markaðs-
setningu og nýtti verðlaunaféð,
sem var 100 þúsund krónur, til
þess að setja upp skilti við Reykja-
nesbrautina þar sem þess er getið
sérstaklega að fyrirtækið sé í
Reykjanesbæ.
Auglýst var eftir umsóknum í
auglýsingalukkupottinn og dregið
úr innsendum auglýsingum fyr-
irtækja og stofnana. Gert er ráð
fyrir því að verkefnið verði end-
urtekið að ári.
Viðurkenning Sigurbjörn Elvarsson, Gunnar Gunnarsson og Erlingur
Hannesson, starfsmenn Bernhard, auglýsa bæjarheitið með fyrirtækinu.
Verðlaunaðir fyrir að
halda nafni bæjarins á loft
Reykjanesbær | Reykjanesbær
mun kaupa sérstök tæki til að
hreinsa rykið úr gervigrasinu í
Reykjaneshöllinni. Jafnframt verð-
ur gerð tilraun með nýtt efni til að
rykbinda sandinn í grasinu og reyna
þannig að draga verulega úr svif-
ryki.
Mælingar í Reykjaneshöllinni
sýna að svifryk er þar yfir heilsu-
verndarmörkum sem gilda um loft-
mengun utandyra en ekki hafa verið
sett önnur mörk um inniloft.
Reykjaneshöllin er fyrsta fjölnota
íþróttahúsið af þessu tagi en ný hús
eru með annarri og betri gerð vallar.
Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja
krafðist úrbóta á þessum málum og
mun aðgerðaáætlun Reykjanesbæj-
ar verða tekin þar fyrir á næsta
fundi. Í fréttatilkynningu frá
Reykjanesbæ kemur fram það álit
að góðar líkur séu á að aðgerðirnar
muni skila tilætluðum árangri.
Reyna að hreinsa ryk
úr Reykjaneshöllinni
SUÐURNES
Þorlákshöfn | Bæjarstjórn Ölfuss hefur
samþykkt að ganga til samninga við Eign-
arhaldsfélagið Fasteign ehf. um uppbygg-
ingu íþróttamannvirkja í Þorlákshöfn.
Um er að ræða byggingu inni- og úti-
sundlaugar, íþróttavallar með hlaupabraut-
um, aðstöðu fyrir íþróttafélög og starfs-
mannaaðstöðu ásamt líkamsræktarstöð
með heilsuræktaraðstöðu. Ólafur Áki Ragn-
arsson bæjarstjóri segir að byggingin sé lið-
ur í því að skapa aðstöðu til íþróttaiðkunar
og almennrar heilsueflingar. Áætlaður
kostnaður er 680 milljónir kr. og leigir bær-
inn mannvirkin fyrir 40 milljónir á ári.
Ný íþrótta-
mannvirki í
Þorlákshöfn
Eftir Sigurð Jónsson
Selfoss | „Það er núna verið að
senda út bréf og rifta úthlutun á
fjórum einbýlishúsalóðum og einni
parhúsalóð á Selfossi. Þetta eru að-
ilar sem ekki hafa greitt staðfest-
ingargjald fyrir lóðirnar og hafa því
ekki hug á að hefja framkvæmdir á
þeim,“ sagði Bárður Guðmundsson,
byggingafulltrúi í Árborg, en lítið
framboð hefur verið af hálfu sveit-
arfélagsins á lóðum og aðeins ein
lóð verið laus til umsóknar.
„Það er meiri lóðavelta núna er
var í fyrra sem felst í því að menn
falla frá lóðum og aðrir sækja um,
menn sem ætla að halda lóðunum
og hefja framkvæmdir á þeim,“
sagði Bárður og ennfremur að
raunveruleg eftirspurn væri núna
minni en í fyrra en það gæti þó ver-
ið árstíðabundin sveifla.
Vantar deiliskipulag
„Vandi okkar hjá sveitarfélaginu
er að nú er ekki tilbúið nýtt deili-
skipulag af hálfu sveitarfélagsins til
nýbygginga á Selfossi en við mun-
um á næstunni auglýsa lóðir í Ein-
arshafnarhverfinu á Eyrarbakka,“
sagði Bárður.
Undirbúningur er að hefjast að
vinnu við nýtt deiliskipulag á svo-
kölluðu Björkurstykki og á Bjark-
arlandi, sunnan byggðarinnar á
Selfossi sem Bárður segir vera
framtíðarsvæði sem Árborg hefur
til að skipuleggja sem íbúðabyggð.
Þessi svæði eru næst Eyraveginum
en austar eru svo tvö svæði, Grá-
hellusvæði og Dísastaðir, en einka-
aðilar, eigendur þessara svæða,
eiga nú í samningaviðræðum við
framkvæmdasvið Árborgar um
uppbyggingu samkvæmt fyrirliggj-
andi deiliskipulagi og tímasetningu
verklegra framkvæmda á þessum
svæðum. Þá er Hagaland, vestan
Eyravegar, í mikilli uppbyggingu
og unnið við gatnagerð og að gera
lóðir þar byggingarhæfar. Síðan er
einkaaðili með deiliskipulag í far-
vatninu í Laugardælalandi, upp
með Ölfusá, í átt að golfvellinum við
Svarfhól.
„Það deiliskipulag verður tekið
fyrir á næsta fundi skipulagsnefnd-
ar. Svo er nýlokið samkeppni um
miðbæ á Selfossi þar sem gert er
ráð fyrir íbúða- og þjónustubygg-
ingum. Undirbúningur að deili-
skipulagi á því svæði mun hefjast á
næstunni og þar eru reyndar einka-
aðilar líka langt komnir með deili-
skipulag,“ sagði Bárður Guð-
mundsson byggingafulltrúi sem
sagði þessi byggingasvæði á Sel-
fossi geta tekið á móti miklum íbúa-
fjölda og fjölbreyttri byggð.
Mikil uppbygging á íbúðum
í farvatninu hjá einkaaðilum
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Væntanlegt Bárður Guðmundsson stendur við markastaur sunnan við
byggðina á Selfossi og bendir yfir Björkurstykki og Bjarkarland.