Morgunblaðið - 10.02.2007, Síða 28
lifun
28 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
É
g ætlaði mér að eignast
gamalt, fallegt hús áð-
ur en ég yrði þrítugur
og mér tókst að standa
við það. Við Siggi fest-
um kaup á þessu húsi fyrir einu og
hálfu ári og ég varð þrítugur í fyrra.
Hér hefur okkur liðið rosalega vel en
nú höfum við sett það á sölu vegna
þess að okkur langar til að njóta lífs-
ins. Við ætlum að minnka við okkur
og nota gróðann til að ferðast og
njóta augnabliksins. Við sjáum auð-
vitað svolítið eftir húsinu, þetta er
draumahúsið okkar, en það er svo
margt annað í lífinu sem skiptir
meira máli en hús,“ segir Kristján
Hannesson sem býr ásamt sambýlis-
manni sínum, Sigurði Eysteinssyni,
og tíkinni Úmu Kristjánsen Sigurð-
ardóttur í hundrað ára gömlu báru-
járnshúsi vestur í bæ. Litla, rauða
húsið þeirra er sérstaklega krúttlegt
og minnir óneitanlega á dúkkuhús.
„Ég hafði líka lofað sjálfum mér
að eignast svona hús áður en ég yrði
fimmtugur, svo það er enn nægur
tími til að láta drauminn rætast síðar
á ævinni og kaupa annað hús,“ segir
Siggi fullur æðruleysis.
Númeraðir trébitar frá Noregi
„Þegar við fluttum hingað inn
þurftum við ekki að gera neitt, því
fyrri eigendur höfðu tekið húsið allt í
gegn fyrir tíu árum, alveg frá
grunni, en margt hafði samt verið
látið halda sér. Hér eru til dæmis
upprunalegar gólffjalir og þó svo að
einhverjir veggir hafi verið teknir til
að opna rýmið þá voru trébitarnir
látnir halda sér og skorsteinninn
líka. Það eru göt til að tengja kam-
ínur við hann á öllum hæðunum, en
við höfum ekki nýtt okkur það.
Á bitunum sést að þetta hús hefur
verið flutt inn frá Noregi, því þeir
eru númeraðir. Flest af gömlu báru-
járnshúsunum í Reykjavík eru svo-
kölluð „catalog“-hús sem fólk pant-
aði eftir vörulista frá Noregi. Þau
komu í númeruðum einingum og
voru svo sett saman eins og legó-
kubbar eftir tölunum. Þá var iðn-
byltingin á fullu skriði og allt var
verksmiðjuframleitt, líka hús.“
Friðað tré í garðinum
Rauða, krúttlega húsið er ekki
stórt, aðeins tæpir fimmtíu fermetr-
ar hvor hæð, en kjallarinn var dýpk-
aður þegar breytingarnar voru gerð-
ar til að bæta við þriðju hæðinni og
auka plássið. Þar er einstaklingsíbúð
sem þeir Kristján og Siggi leigja út.
„Garðurinn hafði líka verið tekinn í
gegn, honum var breytt og stór ver-
önd byggð við húsið. Við þetta garð-
rask var hróflað við rótum á stóra
trénu okkar sem er friðað og það
varð til þess að í einhverju brjáluðu
veðri lagðist tréð á hliðina og
skemmdi bíla úti á götu. Þetta tré
varð nokkuð frægt fyrir vikið og fólk
kom hingað í hópum til að taka
mynd af því, en það var reist við og
lifir góðu lífi og setur mikinn svip á
garðinn. Við höldum að þetta sé ein-
hver sjaldgæf tegund af reyni.“
Ástarleikjakveikjari
Kristján og Siggi segja alveg frá-
bært að hafa góðan garð, sér-
staklega fyrir tíkina Úmu sem þeir
Morgunblaðið/ÞÖK
Gamalt og gott Bæði rauða bárujárnshúsið og hið fræga tré í garðinum sem féll á nokkra bíla og skemmdi, eru forn og bera með sér andblæ liðins tíma.
Hundrað ára dúkkuhús
Smáatriðin Meira að segja hurð-
arhúnarnir eru gamlir.
Sófasett gert af Guðmundi blinda Kristján, Siggi og Úma láta fara vel um sig í sófa frá afa og ömmu.
Borðstofa Hlýleiki gamalla húsa er óumdeilanlegur.
Áður fyrr var húsið mikið
partíhús og til eru ótal
sögur af því sem fæstar
er hægt að hafa eftir.
Kristín Heiða Krist-
insdóttir heimsótti Krist-
ján og Sigga sem búa
núna í miklum rólegheit-
um í þessu sama húsi
sem byggt var 1907.
Hlaðinn skorsteinn Setur svip.
Andar Víða er opið á milli.