Morgunblaðið - 10.02.2007, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 10.02.2007, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2007 41 UNDANFARNA daga hefur í fjölmiðlum verið fjallað um fyr- irhugaða lagningu tengibrautar frá Vesturlandsvegi um Álafossveg að nýju íbúðarhverfi í Helga- fellslandi í Mos- fellsbæ. Miklar deilur hafa verið um þann hluta vegarins sem liggja á um Álafoss- kvos. Íbúar í kvosinni og margir fleiri íbúar bæjarins hafa mót- mælt staðsetningu vegarins m.a. vegna nálægðar við Varmá sem er á nátt- úruminjaskrá og þess að vegurinn mun breyta verulega ásýnd kvos- arinnar og rýra þá útivistarmögu- leika sem þar eru fyrir hendi og fjöldi fólks nýtir sér. Gripið var til þess ráðs á síðasta ári að stofna samtök, Varmársamtökin, sem beitt hafa sér af krafti gegn legu tengibrautarinnar. Meirihluti sjálfstæðismanna og vinstri grænna í bæjarstjórn Mos- fellsbæjar hefur hunsað ábend- ingar og athugasemdir íbúa Mos- fellsbæjar og samtaka þeirra og í raun aldrei gefið kost á því að aðr- ir möguleikar á legu vegarins væru skoðaðir. Ein megin rök- semd meirihlutans hefur verið að vegurinn hafi verið sýndur í að- alskipulagi frá árinu 1983 og að öllum hafi því mátt vera ljóst að fyrirhugað væri að leggja hann. Í aðalskipulagi setur sveitarstjórn fram stefnu sína um landnotkun. Með deiliskipulagi er síðan farið í nánari útfærslu á aðalskipulaginu á tilteknu svæði. Það segir sig sjálft að aðalskipulag sem sam- þykkt var fyrir rúmum 20 árum er ekki endilega að öllu leyti í samræmi við hugmyndir manna um landnotkun í dag. Sér- staklega hefur mat á gildi svæða til útivist- ar og á menning- arlegu gildi staða breyst mjög á síðustu árum. Það verður að teljast ámælisvert af núverandi meirihluta Mosfellsbæjar að standa fastur í gam- aldags hugmyndum um landnotkun og að geta ekki tileinkað sér þá hugmyndafræði að óskert nátt- úra og menningarverðmæti kunni að vera meira virði en bílvegur. Kjósendur Vinstri grænna hljóta líkt og aðrir Mosfellingar að velta því fyrir sér hvað í ósköp- unum hafi gerst síðan kosið var síðastliðið vor. Oddviti flokksins tók heljarstökk upp í ból íhaldsins og fékk að launum forsetatign. Tign sem honum virðist vera svo annt um að hann er tilbúinn að beygja sig undir stefnu Sjálfstæð- isflokksins í flestum málum. Tengibraut um Álafosskvos er eitt þessara mála. Í kosningabarátt- unni notaði Karl Tómasson, efsti maður á lista Vinstri grænna, flest tækifæri sem honum gáfust til að lýsa andstöðu við þessa fram- kvæmd. Tilvonandi kjósendur flokksins hljóta að hafa gengið út frá því að hann væri að lýsa stefnu flokksins en ekki einungis sinni persónulegu skoðun. Eftir kosningar hefur Karl Tómasson einnig látið á sér skiljast að per- sónulega sé hann á móti tengi- brautinni. Þegar kemur að af- greiðslu málsins í bæjarstjórn Mosfellsbæjar er forseti bæj- arstjórnar hins vegar ekki í sæti sínu en í stað hans sestur um- hverfisfræðingur sem fyrir hönd VG hefur samþykkt allar tillögur sjálfstæðismanna um útfærslu tengibrautarinnar og þar með skerðingu á náttúrunni við Varmá. Vel að merkja umhverfisfræðing- urinn og Karl Tómasson eru í sama flokki og því eðlilegt að fólk spyrji sig hvort Karl hafi verið að mæla fyrir hönd VG þegar hann talaði um andstöðu við tengibraut- ina fyrir kosningar. Kjósendum VG er vorkunn hafi þeir gengið út frá því að þeir væru að greiða at- kvæði gegn umhverfisspjöllum í Álafosskvos. Númer tvö á lista Vinstri grænna í kosningunum síð- astliðið vor var Bryndís Brynj- arsdóttir. Í 2. tbl. 2. árgangs Vinstri græns sveitunga, blaðs VG, sem kom út í febrúar 2006, var viðtal við Bryndísi. Þar segir hún: „Ýmislegt hefur verið gert hin síðari ár til að bæta yfirbragð kvosarinnar en miðað við núver- andi deiliskipulag liggur við stór- slysi. Það er ótrúlegt ef bæj- arfulltrúar ætla að sýna þá skammsýni, miðað við nýtt deili- skipulag, að þrengja svo að kvos- inni, meðal annars með tengibraut inn í Helgafellslandið, að töfrar svæðisins verða kæfðir með tröll- auknu mannvirki.“ Þessa dagana standa yfir fram- kvæmdir í Leirvogstungu þar sem líkt og í landi Helgafells á að byggja upp nýtt íbúðarhverfi. Til að tengja nýja hverfið við meg- inkjarna íbúðarbyggðarinnar í Mosfellsbæ er fyrirhugað að leggja tengibraut í framhaldi af Skeiðholti við gatnamót Skóla- brautar að Leirvogsá. Tengibraut- in þverar Varmá, sem eins og áður segir er á náttúruminjaskrá, með aksturs- og göngubrú og Köldu- kvísl með brú eða ræsi. Fulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram til- lögu í ágúst á síðasta ári um að fram færi mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Tillagan var felld með atkvæðum fulltrúa Sjálf- stæðisflokksins og Vinstri grænna. Það er því miður ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en þeirri að vinstri grænir í Mos- fellsbæ hafi greitt embætti forseta bæjarstjórnar dýru verði. Í verð- inu var m.a. umhverfisstefna flokksins sem skipt hefur verið út fyrir stefnu sjálfstæðismanna í þessum málaflokki. Það er al- kunna að á þeim bæ þykir ein- ungis sú náttúra sem ekki er í vegi fyrir framkvæmdum einhvers virði. Umhverfisspjöll í Mosfellsbæ Hanna Bjartmars Arnardóttir fjallar um vegamál í Mosfellsbæ » Það er því miðurekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en þeirri að vinstri grænir í Mosfellsbæ hafi greitt embætti for- seta bæjarstjórnar dýru verði. Hanna Bjartmars Arnardóttir Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylk- ingarinnar í Mosfellsbæ. mótað sér pólitískar skoðanir. Ein af ástæðum þess að við skilgreinum þennan aldurshóp sem börn er sú að á þessum aldri ráða oft tilfinning- arnar frekar en dómgreindin. Jafnvel eftir að 16 ára aldri er náð einkennir hvatvísi og áhrifagirni hegðun margra unglinga. Þeir sem hafa kynnt sér þroskasálfræði barna og unglinga gera sér grein fyrir hvað krakkar á þessum aldri eru við- kvæmir fyrir áróðri og hópþrýstingi. Þau hafa vegna ungs aldurs síns hvorki öðlast langa né mikla reynslu og eru þar af leiðandi ekki líkleg til að vera miklir mannþekkjarar. Þess vegna er mikilvægt að allt kapp sé lagt á að forða þeim frá því að verða fórnarlömb áróðurs, þrýstings eða einhverra sem ætla að nýta sér barnslegt sakleysi þeirra. Í þeirri samkeppni sem skellur á í aðdraganda kosninga er ekki erfitt að sjá það fyrir að einhver stjórnmálaöfl vilji beita ýmsum ráðum til að fanga atkvæði ómótaðra 16 ára unglinga sem jafnvel hafa aldrei leitt hugann að stjórnmálum að heitið geti. Sjá má fyrir sér freistandi tilboð hvort sem þau eru í formi bíóferða, pitsu eða jafnvel eitthvað þeim mun bitastæð- ara. Enda þótt 16 ára ungmenni hafi ekki kosningarétt er ekki þar með sagt að þau geti ekki þróað með sér og mótað sínar persónulegu stjórn- málaskoðanir. Krakkar sem t.d. eru aldir upp við stjórnmálalega umræðu á heimilum sínum hafa oftar en ekki myndað sér skoðanir á þessu sviði og eiga því auðvelt með að taka afstöðu þegar þar að kemur. Önnur veigamikil rök gegn því að færa kosningaaldurinn niður í 16 ára eru þau að með lögum frá 1997 fá ungmenni hvorki sjálfræði né fjár- ræði fyrr en þau hafa náð 18 árum. Það myndi því skjóta skökku við að færa kosningaaldurinn niður í 16 ár. Höfundur er sálfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.