Morgunblaðið - 10.02.2007, Page 47

Morgunblaðið - 10.02.2007, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2007 47 og skrautritaði jafnvel þegar svo bar undir. Garðar hafði brennandi áhuga á íþróttum, var sjálfur allvel liðtækur í þeim og fylgdi félögum sínum úr ung- mennafélaginu mjög eftir og studdi þá þegar þeir voru í keppnisferðum og þá fylgdi hann sonum sínum ekki síður vel í þeirra íþróttum. Jeppaáhugi Garðars var mikill. Fyrst fékk hann sér Willys-blæju- jeppa, sem fékk að fara í margar æv- intýraferðir með Garðar um hálendi Íslands. Síðan kom Gypsi, sem okkur finnst í minningunni að hafi verið hreint þing, sífellt endurbættur, og hann endaði hjá Dassa og náði háum aldri. Og enn átti hann jeppa, allt til loka. Garðar var mikill ræktunarmaður. Garður hans er alveg sérstakur, vel hirtur og sinnt af alúð á allan hátt. Steinarnir segja allir sína sögu og voru sóttir sérstaklega í garðinn. Öll sumarblóm ræktaði hann sjálfur, og rófurnar, þær voru bestu rófur í heimi fannst okkur, og nú síðustu ár gulræturnar. Garðar var gæfumaður, átti gott heimili, ágæta konu og mannvænleg börn, sem voru foreldrunum til mik- illar ánægju og ekki spilltu barna- börnin. Að leiðarlokum þökkum við fyrir þá gæfu að hafa átt hann fyrir bróð- ur. Vilborg, Inga og Alda. Í dag kveð ég vin minn og mág, Garðar á Húsatóftum. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu að morgni laugardagsins 3. febrúar. Oft lágu leiðir okkar saman, bæði í leik og starfi, og nú síðast er við hittumst rifjuðum við upp minningar um liðna tíð. Á sumrin fórum við í leiðangra um óbyggðir landsins og á fyrstu ár- unum ferðuðumst við á Willisjeppan- um hans Garðars. Fyrsta ferðin okk- ar var sumarið 1953. Við fórum ásamt Guðjóni, bróður Garðars, og Páli mági þeirra upp með Þjórsá og Tungnaá, að Ljótapolli í leit að fegurð og kyrrð fjallanna. Við komum þar seint að kveldi. Gengum við meðfram vatninu og klifum hlíð fjallsins, sett- umst og horfðum yfir spegilslétt vatnið. Ég sofnaði. Þegar ég vaknaði var sólin komin upp yfir fjöllin og upp á bjartan himininn. Er við héldum heim á leið áttum við létta stund í jeppanum. Við ákváðum að nefna vatnið eftir tveimur fyrstu stöfunum í nafni okkar allra. „Gasipagu“ skyldi vatnið heita. Er árin liðu stækkaði hópurinn og jeppunum fjölgaði. Farið var í lengri fjölskylduferðir og þá þurfti rútubíl. Þegar ég hitti hann síð- ast rifjuðum við upp þessa notalegu stund sem við áttum saman uppi við Ljótapoll. Garðar var léttur í lund og afar lag- inn maður að hverju sem hann gekk. Veitti hann mér ómetanlega aðstoð þegar ég reisti stærstu hlöðu lands- ins á sínum tíma á Rangárvöllum. Reynsla okkar þaðan nýttist okkur síðan við hönnun fjóssins á Húsatóft- um, sem ég aðstoðaði Garðar við að byggja. Og þegar ég byggði síðar hús mitt á Seltjarnarnesi kom hann þar og múraði. Síðast í sumar byggði fjöl- skylda mín bústað uppi við Þríhyrn- ing. Kom hann þangað í heimsókn með sína góðu hjálparhönd, ævinlega léttur og ljúfur í lund. Hann fór með mig út í Merkurhraun og málaði ég þar mynd í hrauninu. Hann var afar áhugasamur um myndlist og lifði sig inn í það sem ég var að bjástra við á striganum. Hann sá glöggt hvar hið myndræna í landinu var að finna. Garðar var mikill áhugamaður um tónlist og naut ég þess að hlusta á hann spila eftirlætis tónverk sín á hljómborðið sitt. Þá var andinn á réttum stað. Við áttum margar notalegar stund- ir saman í gegnum árin úti í hinu fagra landi okkar. Við Villa þökkum hlýju í okkar garð undanfarna ára- tugi. Við eigum dýrmæta minningu um bróður og góðan vin. Hugurinn er í dag hjá Ellu og afkomendum. Þeirra er missirinn mestur. Sigurður K. Árnason. Það má með sanni segja að tilvera okkar sé undarlegt ferðalag. Garðar föðurbróðir minn var í ferðahug þá daga sem reyndust hans síðustu ævi- dagar. Hann var fullur tilhlökkunar að búa sig undir utanlandsferð. Fyrst var þó ætlunin að halda inn á afrétt á þorrablót með stórfjölskyldunni. Var hann væntanlegur þangað þegar kall- ið kom svo óvænt. Garðar var skyndi- lega lagður af stað í allt annað og ótímabært ferðalag. Ekki man ég eftir Garðari öðruvísi en að hann væri á ferðalagi. Hans ævistarf var þjónusta við bændur á Skeiðum og í Flóanum, en hann var sæðingamaður og ferðaðist þess vegna daglega víðs vegar um svæðið. Garðar og fjölskylda bjuggu „uppi í húsi“ sem er í næsta nágrenni við æskuheimili mitt „heima“. Þá var margt fólk á Húsatóftabæjunum og yfirleitt alltaf einhverjir krakkar til að leika sér við. Fullorðna fólkið, ekki síst Garðar, tók oft þátt í leikjum okk- ar með einum eða öðrum hætti. Á veturna var vinsælt hjá okkur krökkunum að „fara í salinn“ í Braut- arholti. Yfirleitt gilti sú regla að lykill fengist að salnum ef einhver fullorð- inn væri með í för. Oftast var það Garðar sem kom með okkur og voru þá stundaðar æfingar af ýmsum toga og ekki alltaf fyrirséð hvernig þær þróuðust. Stundum var farið í há- stökk eða atrennulaus stökk og jafn- vel gerðar einhvers konar fimleika- æfingar. Leikir og aðrar spennandi uppákomur voru algengar. Garðar hvatti okkur til dáða og sagði okkur eitthvað til, en var fyrst og fremst fé- lagi okkar á þessum æfingum. Eftir á að hyggja held ég að hann hafi kennt okkur að hafa gaman af íþróttum og aukið þar með áhuga okkar á íþrótta- iðkun. Úr þessum hópi uxu nokkrir frambærilegir íþróttamenn. Það var alltaf líf í kringum Garðar og var honum margt til lista lagt og má með sanni segja að hann hafi ver- ið fjöllistamaður. Hann söng í kórum og kunni á ýmis hljóðfæri, en var sér- staklega leikinn á óvenjuleg hljóðfæri og spilaði til að mynda listavel á sög. Þá hafði hann ágæta myndlistarhæfi- leika og var mjög góður leikari. Hann var oft fenginn til að taka þátt í uppá- komum á þorrablótum og öðrum skemmtunum á Skeiðunum og ekki síður í Flóanum. Stundum varð ég vitni að því þegar hann var að und- irbúa atriðin. Einu sinni man ég eftir Garðari að undirbúa frumsamið atriði sem var mjög skrautlegt. Hann mót- aði höfuð af einum bóndanum í leir og setti á brúðu sem hann bjó til í fullri stærð. Sjálfur fór hann í kvenmanns- gervi og dansaði við brúðuna með miklum tilþrifum. Garðar átti gott með að ná til barna enda gat hann yfirleitt fundið eitt- hvað skemmtilegt og spennandi til að ræða við þau um. Var hann til dæmis snillingur í að sjá með börnunum eitt- hvað fyndið út úr lögun garðávaxta sem hann ræktaði. Þá var hann í ess- inu sínu. Að lokum vil ég senda Ellu og öll- um krökkunum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Garðar lætur eftir sig fjölmargar skemmtilegar minn- ingar og óska ég þess að þær ylji að- standendum hans á þessum tímamót- um. Blessuð sé minning Garðars Vigfússonar. Auðunn Guðjónsson. Genginn er góður vinur og kær frændi, glaðvær maður og hlýr en þó viðkvæmur undir skelinni eins og þess konar menn eru oft. Feður okkar voru bræður og við vorum hvor um sig frumburður þó að aldursmunur væri 13 ár. Þessir bræður voru minnisstæðir menn og sterkir persónuleikar, háðfuglar og húmoristar sem voru oftast á léttum nótum þegar þeir hittust. Þeir tóku allmikið rými í fjölskyldunum báðum megin og sjálfsagt höfum við Garðar báðir fundið fyrir því að ekki yrði auðvelt að standa undir þeim arfi. En um leið skapaði þetta leyniþræði milli okkar þrátt fyrir aldursmuninn. Þannig varð okkur tíðrætt um feður okkar þegar við hittumst, til dæmis fyrir fimm árum þegar ættingjar komu saman til að minnast aldaraf- mælis pabba. Og ekki var þar allt tal- að af þrúgandi hátíðleika þó að gamn- inu fylgdi nokkur alvara. Margar góðar og skemmtilegar minningar tengjast kynnum mínum af Garðari, til dæmis frá þeim sex sumrum þegar mér var bætt við tólf barna hópinn á Húsatóftum. Þessum minningum fylgir léttleiki og birta, gáski og fjör, með undirleik frá kraumandi hlátri Garðars, ásamt ógleymanlegu brosi í augunum. Þá þótti heldur ekki verra ef tekið var upp á einhverju eftirminnilegu sem ekki er að finna í alfaraleið, svo sem að spila á sög með fiðluboga. Það lýsir honum vel, að ég hygg, að honum hafi þótt það mikið hrós ef hann gat sagt um fólk að það væri glaðsinna. En jafnframt því sem sálartetrið var ræktað með léttu gríni og tónlist var líka hugsað um líkamann. Elsti sonurinn á Húsatóftum var í einu orði sagt eldhugi um íþróttir, einkum þó frjálsar íþróttir. Og á heimilinu var gríðarlegur áhugi á þeim ásamt sundi sem fór fram í sundlauginni í túnfæt- inum. Jafnvel feimið og uppburðarlít- ið borgarbarn eins og ég, sem auk þess var mesti skussi í allri líkams- mennt á þeim árum, slapp ekki við að reyna fyrir mér í frjálsum. Þannig man ég til dæmis eftir því að heim- ilisfólkið á Húsatóftum myndaði eigið lið og keppti við fólkið á Brúnavöllum í mörgum greinum frjálsra íþrótta. Slíkt gerist varla á hverjum degi að tveir sveitabæir taki sig saman um þess konar keppni með fullskipuðum liðum eins og um heil félög væri að ræða. En þarna var sáð fræjum sem hafa borið ávöxt með margvíslegum og óvæntum hætti, jafnvel í næstu kynslóðum, og trúlega ekki séð fyrir endann á því þó að rúm hálf öld sé lið- in. Garðar var foreldrum mínum og afkomendum þeirra ævinlega vinur í raun, og móðir mín þakkar kynnin og vináttuna að leiðarlokum. Við Sigrún sendum Elínu og afkomendum henn- ar og Garðars innilegar samúðar- kveðjur um leið og við þökkum ánægjulega samfylgd um lífsins veg. Minningin um góðan dreng mun lifa um ókomin ár. Þorsteinn Vilhjálmsson. Það var skrítið að frétta að Garðar föðurbróðir minn og nágranni væri dáinn. Maður í fullu fjöri sem hlakk- aði til næsta dags og ætlaði sér margt, þegar kallið kom svo skyndi- lega. Ég, eins og önnur börn, hændist fljótt að Garðari, sem alltaf hafði tíma fyrir mann, nema þegar hann þurfti að leggja sig eftir sæðingatúra, þá mátti maður ekki trufla, en maður gat vart beðið eftir því að hann vakn- aði og var tiplandi inni í stofu eða inni í eldhúsi þangað til. Þá var spjallað, stundum spilaði hann á orgelið, Ljósbrá eða eitthvað annað, og stundum á sög, sem var töfrum líkast að fylgjast með. Manni fannst samt merkilegast hvað það var mikið af skrítnu fólki úti um allt sem hann gat sagt sögur af. Þegar maður fór svo með honum í sæðingatúra, á fullri ferð eftir malarvegum Árnes- sýslu, kom manni í opna skjöldu hvað þetta skrítna fólk virtist þrátt fyrir allt vera eðlilegt á að horfa og á að hlusta þegar maður fullur tilhlökkun- ar loksins hitti það. Í þessu var Garðari vel lýst, hann hafði ofsalega gaman af því að vera í kringum fólk og hafði gaman af því fólki sem í kringum hann var og var ávallt með augun opin fyrir því sem skemmtilegt var, fyndið og skrítið. Nýttist það sér- staklega vel við undirbúning hjóna- balla, þegar semja þurfti og leika grín um sveitungana eða með teikningum, en á öllum þessum sviðum var hann afar hæfileikaríkur. Það var einkennandi fyrir Garðar hvað hann gat skapað góða stemn- ingu í kringum vinnu. Þegar átti að fara að taka upp rófur, snyrta rófur fyrir sölu eða vinna í annarri garð- rækt, sem hann fékkst við meðfram sæðingunum, var krakkahópurinn alltaf mættur og vildi ólmur taka þátt, enda fjörið mikið og Garðar hrókur alls fagnaðar. Ég fékk oft að fara með honum að vitja um netin í Litla-Læmi í Þjórsá á sumrin. Hann entist lengi í því að leggja þar fyrir lax og var oft lax á borðum uppi í Húsi og var eftirminnilegt hvað herti laxinn hans var góður. Var hann góð verðlaun ef ég hafði hagað mér vel, svo ég reyndi að gera það sem oftast, með misjöfnum árangri. Ekki má gleyma miklum áhuga hans á íþróttum. Hann var afar áhugasamur um frjálsar íþróttir og var alltaf hvetjandi gagnvart allri iðk- un þeirra og var ávallt reiðubúinn að leiðbeina okkur krökkunum, þrátt fyrir aðstöðuleysi. Komu fram þó- nokkrir góðir íþróttamenn sem eiga honum mikið að þakka og eins var hann ólatur að leggja Ungmenna- félagi Skeiðamanna, Héraðssam- bandinu Skarphéðni og Frjáls- íþróttasambandinu lið sitt. Fyrir allt þetta og miklu fleira er vert að þakka og sendi ég Ellu og fjöl- skyldunni innilegar samúðarkveðjur. Gestur Guðjónsson. Ég er einn þeirra sem nutu fé- lagsskapar og gestrisni þeirra Garð- ars og Ellu. Sem barn og unglingur vildi maður helst af öllu fara austur á Skeið og vera eftir. Það þýddi að maður var ekki alveg tilbúinn að fara aftur í bæinn fyrr en í fyrsta lagi eftir viku, því á Húsatóftum var ævintýra- heimur og margt að gera sem heill- aði. Auðvitað var það félagsskapur- inn við hin börnin sem spilaði stærsta hlutverkið í huga manns á þeim tíma. En eftir á að hyggja þá var það ekki síst hann Garðar sem var þar í aðal- hlutverki. Að fá að fara með út að Þjórsá að vitja netsins og upplifa spennuna þegar Garðar fór í vöðlurn- ar að ná í laxinn. Svo fékk maður stundum að sitja í kjöltu Garðars og stýra Gifsanum lítið eitt á leiðinni heim. Og að þeytast með honum um sveitirnar þegar hann fór í sæðinga- túra var skemmtilegt og ekki síst áhugavert. Ég rembdist einnig hvað ég gat í spjótkasts- og kúluvarps- keppninni. Og Garðar mældi. Stund- um var ég dálítið hættulegur með kringluna, sérstaklega þegar ég pruf- aði að spinna mig í hringi. Maður fór á Húsatóftum sæll að sofa, glaður eft- ir leiki dagsins og með eftirbragð af sætri rófu í munninum. Svo hvarf maður í draumalandið þegar bíll átti leið hjá um holtið og niðurinn barst niður í Hús. Ég minnist Garðars með þakklæti í huga. Örn Sigurðsson. Garðar Vigfússon hóf störf hjá Kynbótastöð Suðurlands árið 1963 og starfaði sem frjótæknir linnulaust til ársloka 1997. Fyrstu árin áður en far- ið var að nota fryst sæði kom hann að sæðistöku á morgnana og fór svo að því loknu að sinna skyldustörfum í sveitunum. Hann var handlaginn og vandvirk- ur og unni starfi sínu, með mikinn og lifandi áhuga á nautgriparækt og má með sanni segja að hann hafi starfað við ráðgjöf um nautaval og ræktunar- starf. Vissulega átti hann sér sín uppáhaldsnaut og gætti þar aðeins sérvisku. Hann hélt alla tíð mikið upp á sunnlensku nautin eins og Kol- skjöld frá Stærri-Bæ, Blika frá Bræðratungu og afkomendur þeirra. Þá var Suðri frá Hjálmholti í miklu uppáhaldi hjá Garðari og gladdi það hann þegar hann sá fallegar kvígur undan honum. Hann hafði prýðileg tök á fangskoðun sem er hverjum frjótækni nauðsyn og sæðingaárang- ur hans var alla tíð góður. Á ferðalögum sínum um sveitirnar þurfti hann oft að glíma við misjafna færð og þótti með ólíkindum hvað hann var seigur að komast á leiðar- enda. Fyrst ók hann um á Austin Gipsy, líkaði ekki við Landroverinn. Seinna tók hann ástfóstri við Saab og muna margir þegar sá rauði rann létt í hlað og út spratt glettinn og hlæj- andi karl. Hann var aufúsugestur á hverjum bæ, enda glaðsinna og fjölhæfur grallari, með þýðan en smitandi hlát- ur sem honum var létt að framkalla. Börnin löðuðust að honum og brá hann gjarnan á leik við þau og hótaði þeim svo glettnislega ljóta karlinum þegar honum fannst nóg um ærslin. Garðari var margt til lista lagt og ekki fjarri að halda því fram að í hon- um hafi búið listamannseðli. Hann skrifaði listavel, var snjall teiknari, mikill áhugamaður um íþróttir, spil- aði á sög og hafði gaman af vísnagerð. Ekki var óalgengt að hagmæltir bændur læsu vísur inn á símsvarann þegar þeir pöntuðu sæðingu og hafði Garðar ákaflega gaman af því. Við starfslok hans í lok árs 1997 fór af stað undirskriftasöfnun meðal bænda á sæðingasvæði Garðars um að hann fengi að starfa áfram eftir sjötugt. Segir það meira en mörg orð um vin- sældir hans. Hann hefur nú lokið lífshlaupi sínu en vel er við hæfi að minnast á ljóð- línur sem vinir hans ortu til hans: „Sætt hefur marga sómakú, æ í sinni glaður“, og annar orti „glamrar á sög, alveg gullfalleg lög“. Við sem kynnt- umst Garðari minnumst hans með söknuði og hlýju. Um leið og ég kveð Garðar Vigfús- son og þakka honum fyrir vel unnin störf votta ég eiginkonu hans og börnum samúð mína. Sveinn Sigurmundsson. Garðar Vigfússon er fallinn frá. Hann hafði jákvæð áhrif á alla sem í kringum hann voru vegna léttleika síns og húmors. Garðari kynntist ég fyrst í sveitinni í gamla daga þegar hann kom og vann verk fyrir bændur með kýr. Alltaf var gaman að aðstoða Garðar, því glens og gamanyrði hans komu mér í gott skap og töluvert var rætt um íþróttir. Garðar var fagmað- ur á sínu sviði og náði góðum árangri í starfi sínu, bændurnir treystu hon- um og ekki skemmdi fyrir að góða skapið var alltaf í fyrirrúmi. Garðar tók þátt í félagsstörfum í flestum sveitum og var tilkippilegur í nánast allt. Ég man eftir jólatrés- skemmtunum þar sem hann lék jóla- svein sem spilaði á gítar og söng með. Í eitt skiptið fékk hann mig og félaga minn til þess að leika jólasveina með sér og þótti okkur það ekki leiðinlegt. Garðari kynntist ég enn betur þeg- ar íþróttaganga mín hófst fyrir al- vöru. Í fyrsta lagi var hann faðir eins besta félaga míns í íþróttunum, Unn- ars, og í öðru lagi var Garðar alltaf hvetjandi og til aðstoðar við æfingar eða mót. Hann mætti á öll mót sem hann gat og þótti mér vænt um að hann var viðstaddur þegar ég kastaði kúlunni í fyrsta skiptið yfir 20 metra. Það vantaði klárlega eitthvað á mótin ef ég hitti ekki Garðar þar. Með Garðari fellur frá einn af mörgum forkólfum íþróttalífs til sveita en áhugi hans og fórnfýsi var til fyrirmyndar. Nú er Landsmót framundan og ég mun sakna þess að sjá ekki Garðar á staðnum. Ég vil þakka Garðari allan stuðn- ing sem hann veitti mér og skemmti- leg viðkynni. Fjölskyldu Garðars sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Pétur Guðmundsson kúluvarpari. Það er sumarið 1980. Ég sit í fram- sætinu við hliðina á Garðari, níu ára gamall, í rauðum SAAB ’96. Við erum á leiðinni í sveitina. Spennan eykst. Við nálgumst Kambana. Skyldum við bæta metið í dag? Garðar eykur hrað- ann og svo er komið að því. Hann tek- ur Saabinn úr gír og drepur á honum. Það vælir í dekkjunum í kröppustu beygjunum. Við þjótum fram hjá Hveragerði. Enn er dautt á bílnum. Saabinn byrjar að hægja á sér. Við ruggum okkur fram og aftur í þeirri von að geta haldið hraðanum örlítið lengur. Loks stöðvast hann. Nýtt met! Brúin yfir Gljúfurá plús þrjár vegstikur. „Þarna spöruðum við hell- ing af bensíni,“ segir Garðar og glott- ir. Þetta var fastur liður hjá okkur á leiðinni austur, og eitt af mínum fyrstu verkum eftir að ég fékk bílpróf var að reyna að bæta þetta met, en ég sá fljótlega að ég ætti aldrei mögu- leika í metið hans. Þetta er Garðar í mínum huga: uppátækjasamur grall- ari, kíminn og með eindæmum barn- góður maður. Ég var svo lánsamur að fá að vera hjá Garðari og Ellu nokkr- ar vikur úr sumri þegar ég var átta og níu ára polli. Ég gerði nú fátt af viti hjá þeim og skapaði frekar vinnu heldur en að inna eitthvað af hendi. Eitt af mínum fáu hlutverkum hjá þeim var að veita Garðari félagsskap þegar hann fór í sæðingaferðir um sveitina og má segja að hjá honum hafi ég fengið mínar fyrstu kennslu- stundir í kynfræðslu. Garðar reyndi fyrstur allra að kenna mér á bíl átta ára gömlum á leiðinni út í rófugarð. Svona var Garðar, ávallt reiðubúinn til að leyfa okkur krökkunum að SJÁ SÍÐU 48

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.