Morgunblaðið - 10.02.2007, Page 68

Morgunblaðið - 10.02.2007, Page 68
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 41. DAGUR ÁRSINS 2007 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  Austan 3–8 m/s en 10 til 15 við suðurströndina. Él eða skúrir suð- austantil en annars víða bjart. » 8 Heitast Kaldast 1°C -10°C Á ANNAN tug íslenskra presta verða gest- ir Eggerts Magnússonar á Uptown Park í Lundúnum er West Ham mætir Watford í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnunni í dag. Eggert verður hins vegar fjarri góðu gamni er hann leiðir ársþing Knattspyrnu- sambands Íslands sem forseti þess í síðasta sinn í Reykjavík í dag. Boðið til íslensku prestanna er þannig til komið að Sigurður Árni Þórðarson, prestur í Neskirkju, sneri sér til Eggerts og spurði hvort hann gæti útvegað nokkrum prestum miða á leik með West Ham. Það var auðsótt mál og hafði Eggert á orði að liðinu veitti ekki af andlegum stuðningi. „Ég veit ekki til hvaða ráða á að grípa ef þessi handleiðsla dugar ekki,“ sagði Eggert í gærkvöldi. West Ham hefur átt á brattan að sækja í ensku úrvalsdeildinni í vetur. West Ham fær andlegan stuðning Reuters Barátta Marlon Harewood (t.v.), leik- maður West Ham, í leik nýverið. EINS OG umfjöllun Morgunblaðsins und- anfarinn hálfan mánuð hefur varpað ljósi á er goðsögnin um hreina íslenska höf- uðborg á margan hátt barn síns tíma. Loftmengun og svifryk eru enn aukaatriði í borgarskipulaginu, ef marka má svör þriggja sérfræðinga sem blaðið ræddi við fyrir helgi. Þrír læknar sem rætt var við telja þörf á hugarfarsbreytingu, taka verði tillit til loftmengunar við staðsetn- ingu elliheimila, sjúkrastofnana og skóla. Magdalena Ásgeirsdóttir, yfirlæknir lungnaendurhæfingar á Reykjalundi, er í þessum hópi, en hún gagnrýnir fyrirhug- aðan Helgafellsveg á þeirri forsendu að- hann raski þeirri sérstöðu stofnunarinnar að vera staðsett fjarri umferðaræðum. Sigurður Þór Sigurðarson lungnalæknir tekur undir þetta sjónarmið, en hann og kollegi hans, Davíð Gíslason ofnæm- islæknir, eru jafnframt þeirrar hyggju að grípa þurfi til mótvægisaðgerða eigi fyr- irhugað hátæknisjúkrahús að rísa í Vatns- mýrinni í nágrenni flugvallar og fjölfar- inna umferðaræða. | 12 Ekki gætt að loftmenguninni Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is „ÞAÐ sem vélmennið hefur fram að færa er að það er með eins og örsmáar hendur inni í kviðarholinu. Þannig að þetta virkar eins og framlenging á fingrum skurðlæknisins, djúpt inni í líkama sjúklingins.“ Þannig lýsir þvagfæra- skurðlæknirinn Rafn Hilm- arsson nýrri tækni sem beitt er á háskólasjúkrahúsinu í Lundi við skurðaðgerðir. Vél- menni, kennt við snillinginn Leonardo Da Vinci, fer inn í kviðarhol sjúklinga og sker þaðan mein með mikilli ná- kvæmni. Vélmenninu er stýrt af skurðlækni og tæknilega séð þyrfti læknirinn aldrei að leggja hendur á sjúklinginn því hann gefur vélmenninu skipanir frá stjórnborði, sem gæti allt eins verið staðsett í öðru landi, jafnvel annarri heimsálfu. Sú er reyndar ekki raunin enn í dag í Lundi, þó Svíar séu fremstir Evr- ópuþjóða í notkun slíkra vél- menna. Rafn stýrði vélmenn- inu sjálfur í fyrsta sinn nú í vikunni er hann fjarlægði krabbamein úr blöðruháls- kirtli. „Í slíkri aðgerð er unnið djúpt í þröngu rými og erfitt að komast að krabbameininu. Menn sáu að þetta var einmitt lausnin, að gera slíkar aðgerð- ir með róbót.“ Spurður um helstu kosti vél- menna við skurðlækningar segir Rafn: „Þetta býður upp á mun nákvæmari aðgerðir. Þetta er gert með svokallaðri kviðsjártækni, gerð eru örlítil göt á kviðinn og aðgerðin gerð í gegnum þau í stað stórs skurðar á kvið áður.“ Rafn telur að eitt vélmenni kosti um 100–150 milljónir ís- lenskra króna. Þá felst auk þess kostnaður í því að þjálfa upp starfsfólk. Til lengri tíma litið gæti þetta þó sparað fjár- muni því sjúklingurinn getur farið heim daginn eftir t.d. að- gerð á blöðruhálskirtli, en þurfti áður að liggja í nokkra daga á sjúkrahúsi. Þá eru aukaverkanir minni því ná- kvæmni vélmennisins er slík að t.d. blæðingar verða litlar. Rafn segist viss um það að vél- mennin verði komin til Íslands innan fárra ára. „Íslendingar hafa aldrei verið lengi að grípa nýjungar. En þetta er bara eins og allt annað, þarf sinn tíma til að þróast.“ | 4 „Örsmáar hendur inni í kviðarholinu“ Íslenskur skurðlæknir í Svíþjóð stýrir vélmenni við afar vandasamar og nákvæmar skurðaðgerðir Vélmennið framkvæmir Skurðlæknirinn situr við stjórnborð en vélmenni sker sjúklinginn af mikilli nákvæmni. Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is BJÖRGÓLFUR Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbank- ans, segir það hafa verið mikið heillaspor fyrir íslenskt atvinnulíf og samfélagið allt að losa um tök stjórnmálamanna á fjármálafyrir- tækjum landsins og fela þau í hend- ur einstaklingum. Þetta kom fram í ávarpi hans á aðalfundi bankans í gær. Sagði Björgólfur að sumir fögn- uðu einstökum árangri bankanna en aðrir tortryggðu og drægju í efa ágæti einkavæðingarinnar og töluðu um að bankarnir hefðu verið gefnir. „Rétt er í þessu sambandi að minna á að um tíma var reynt að finna er- lenda kaupendur að íslensku bönk- unum og var meðal annars leitað til erlendra banka, en áhuginn var þar ekki til staðar,“ sagði Björgólfur. Ef danskur banki hefði keypt Björgólfur varpaði því fram hvað það hefði þýtt ef útlendir bankar hefðu keypt þá íslensku. Hann bað fundarmenn að ímynda sér að t.d. danskur banki hefði keypt Lands- bankann. „Hvað hefði það þýtt?“ spurði hann og hélt áfram: „Hefðu á Íslandi ekki bara verið starfrækt fá- ein útibú? Hefðu hálaunastörfin orð- ið til á Íslandi? Hefði sá danski stutt íslensk fyrirtæki í útrásinni, til dæmis í Danmörku? Hefði hagnað- urinn skilað sér í íslenskt hagkerfi? Hefðu arðgreiðslur skilað sér til ís- lenskra hluthafa? Og hefðu tugmillj- arða skatttekjur af bönkunum og af sérfræðistörfunum skilað sér til uppbyggingar í íslensku samfélagi? Ég bara spyr. Ég spyr þá sem hæst hafa og gagnrýna mest vel- gengni íslensku bankanna.“ Björgólfur sagði sitt svar við þessum spurningum vera skýrt. Einkavæðing bankanna hefði verið mikið heillaspor. | 16 Einkavæðing bankanna var mikið heillaspor Í HNOTSKURN »Björgólfur telur aðgagnrýnin á bankana hafi að hluta verið réttmæt. »Hann segir að vaxtamun-ur hér á landi hafi ekki aukist heldur minnkað. »Hann deilir áhyggjumfólks af háum vöxtum, en segir ekki við bankana að sakast. Meinið sé óstöð- ugleiki og verðbólga sem all- ir þurfi að sameinast um að fjarlægja. INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar var gestur á þorrablóti eldri borgara í félagsmiðstöð þeirra á Vest- urgötunni í gærkvöldi. Talaði Ingibjörg fyrir minni karla við góðar undirtektir en annar fyrrv. borgarstjóri, Þór- ólfur Árnason, mælti fyrir minni kvenna. „Það er alltaf gaman að koma á þorrablót hjá eldri borgurum. Mér finnst þeir líka alltaf verða unglegri og kannski vegna þess að bilið er að styttast milli mín og þeirra,“ sagði Ingi- björg Sólrún í samtali við Morgunblaðið. Morgunblaðið/ÞÖK Ingibjörg Sólrún mælti fyrir minni karla

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.