Morgunblaðið - 18.02.2007, Qupperneq 2
2 SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns-
son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson,
svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is
netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Morgunblaðið í dag
Vélstjóri VF1
Traust útgerðarfyrirtæki á höfuðborgar-
svæðinu óskar eftir vélstjóra. VF1 réttinda er
krafist. Umsóknir sendist til augldeildar Mbl.
á box@mbl.is merktar: ,,V - 19575’’ fyrir
mánudaginn 26. febrúar.
Sölumaður fasteigna
Óskum eftir að ráða vanan sölumann á rót-
gróna og reyklausa fasteignasölu, vel staðsetta
í Reykjavík.
Vinsamlega skilið inn umsóknum til auglýs-
ingadeildar Mbl. eða á box@mbl.is merktum:
,,S - 19556’’.
Bókari
óskast í hlutastarf.
Lítið fyrirtæki í Hveragerði óskar eftir bókara í
hlutastarf. Góð reynsla skilyrði.
Umsóknir sendist til auglýsingadeildar
Morgunblaðsins eða á box@mbl.is fyrir
1. mars 2007 merktar:,,Bókari - 19555”.
sunnudagur 18. 2. 2007
atvinna mbl.isatvinna
Gestir í vikunni 11.261 » Innlit 20.527 » Flettingar 159.532 » Heimild: Samræmd vefmæling
STYRKIR STARFSMENNTARÁÐS
ÍSLENSKUKENNSLA FYRIR ÚTLENDINGA, FERÐAMÁL OG VERSLUN
HAFA FORGANG, SEGIR MARGRÉT KR. GUNNARSDÓTTIR >> 10
Yf ir l i t
Í dag
Sigmund 8 Menning 66/69
Staksteinar 8 Leikhús 68
Veður 8 Myndasögur 70
Daglegt líf 24/39 Krossgáta 72
Forystugrein 40 Dægradvöl 73
Reykjavíkurbréf 40 Bíó 74/77
Umræðan 43/55 Staður og stund 74
Bréf 48/49 Víkverji 76
Hugvekja 57 Velvakandi 76
Minningar 57/63 Sjónvarp 78
* * *
Kynferðisofbeldi gegn börnum
getur leitt til margvíslegra sálrænna
vandamála, að sögn Vigdísar Er-
lendsdóttur, sálfræðings og for-
stöðumanns Barnahúss, sem segir
að til að mynda geti komið fram át-
raskanir hjá stúlkum sem hafa orðið
fyrir kynferðisofbeldi. „Alls konar
hegðunarvandamál geta komið fram
hjá þolendum – svo sem erfiðleikar
með að treysta öðru fólki og ýmis til-
finningaleg vandamál, þunglyndi og
sjálfskaðandi hegðun,“ segir Vigdís.
»Forsíða, 10
Vinstrihreyfingin – grænt fram-
boð vill taka á kvótabraski og að-
gangi innlendrar fiskvinnslu að hrá-
efni komist flokkurinn í ríkisstjórn
eftir komandi kosningar, að sögn
Steingríms J. Sigfússonar, formanns
vinstri grænna í viðtali í Morg-
unblaðinu í dag. Steingrímur segir
að ef vinstri græn og Samfylkingin
gætu myndað meirihlutastjórn eftir
kosningarnar þá væru það söguleg
stórtíðindi, sem í fælust þau skilaboð
„að þannig ríkisstjórn vildi þjóðin“.
»Forsíða, 16
Halldór Halldórsson, formaður
Sambands íslenskra sveitarfélaga,
segir að sveitarfélögin hafi boðist til
að hefja viðræður við kennara um
framtíðarsýn í skólamálum sem gæti
orðið grundvöllur að nýjum kjara-
samningi við þá. Kennarar hafi hins
vegar ekki verið tilbúnir að hefja
viðræðurnar fyrr en ágreiningur um
endurskoðunarákvæði gildandi
samnings yrði leystur. » 4
Stórfellt eignatjón varð en eng-
inn slasaðist í tveimur umferð-
aróhöppum sem urðu í Reykjavík í
gærmorgun, meðal annars vegna
ofsaaksturs ökumanna. Ökumaður
ók á ofsahraða eftir Breiðholtsbraut
og lögreglunni tókst að stöðva hann
með því að aka utan í bifreið hans og
snúa henni. Maðurinn er grunaður
um ölvun eins og ökumaður bíls sem
stöðvaður var eftir mikla eftirför
seint í fyrrakvöld. » Baksíða
Þorsteinn Már Baldvinsson, for-
stjóri Samherja á Akureyri, segir að
brátt verði hafist handa við að reisa
fullkomnasta fiskvinnsluhús heims á
Dalvík. Þorsteinn segir áræðni
skorta í íslenskan sjávarútveg og
meginástæða þess sé neikvæð um-
ræða um atvinnuveginn. » 4
680 grömm af kókaíni fundust á
tveimur íslenskum konum á Kefla-
víkurflugvelli um miðja síðustu viku.
Þær voru báðar úrskurðaðar í
gæsluvarðhald og einnig karlmaður
sem handtekinn var síðar vegna
málsins. Konurnar komu til landsins
frá Amsterdam og höfðu falið efnið
innvortis og innan klæða. » 6
Ráðherra upplýsingamála í út-
lagastjórn Sahrawi-manna í Vestur-
Sahara, Sid Ahmed Batal, gagnrýnir
íslensk fyrirtæki sem hafa samið við
Marokkómenn um fiskveiðikvóta við
strendur Vestur-Sahara. „Samein-
uðu þjóðirnar hafa samþykkt að fyr-
irtæki sem semji þannig við Mar-
okkó séu að brjóta gegn
samþykktum samtakanna, séu lög-
brjótar. Allir slíkir samningar eru
samningar um þjófnað,“ segir ráð-
herra útlagastjórnarinnar. » 30
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
VALGERÐUR Sverrisdóttir utan-
ríkisráðherra hefur náð því marki
að hafa setið lengst allra kvenna
hér á landi í embætti ráðherra eða í
samtals 2.604 daga.
Jóhanna Sigurðardóttir, þing-
maður Samfylkingarinnar, átti um
árabil þann titil í íslenskum stjórn-
málum að hafa setið lengst allra
kvenna á ráðherrastóli en Val-
gerður náði starfsaldri hennar í
ráðherraembætti fyrir um þremur
mánuðum. Valgerður tók fyrst við
ráðherraembætti 31. desember
1999 er hún varð viðskipta- og iðn-
aðarráðherra. Hún hefur verið ut-
anríkisráðherra frá 15. júní á sein-
asta ári. Síðastliðinn fimmtudag
var ráðherraseta Valgerðar orðin 7
ár, einn mánuður og 16 dagar. Jó-
hanna Sigurðardóttir gegndi emb-
ætti félagsmálaráðherra alls í 2.514
daga eða frá 7. ágúst árið 1987 til
24. júní árið 1994. Samtals var Jó-
hanna því í ríkisstjórn í 6 ár, tíu
mánuði og 18 daga.
Þriðja lengsta ráðherraferil
kvenna á Siv Friðleifsdóttir heil-
brigðisráðherra en hún hefur sam-
tals verið á ráðherrastóli í 6 ár og
um fjóra mánuði.
Konur eiga enn langt í land ætli
þær að skáka þeim körlum sem
lengst hafa gegnt ráðherrastörfum
hér á landi í starfsaldri. Lengstan
starfsaldur allra íslenskra stjórn-
málamanna í ríkisstjórn átti Bjarni
Benediktsson, Sjálfstæðisflokki,
sem var ráðherra samtals í 20 ár og
rúman mánuð og næst lengsta fer-
ilinn á Halldór Ásgrímsson, Fram-
sóknarflokki, sem var ráðherra í 19
ár og tæpan mánuð.
Ellefu konur hafa gegnt ráð-
herraembætti hér á landi. Flestar á
vegum Sjálfstæðisflokksins eða
fimm, Auður Auðuns, Ragnhildur
Helgadóttir, Sólveig Pétursdóttir,
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og
Sigríður Anna Þórðardóttir. Fjórar
framsóknarkonur hafa verið ráð-
herrar, Valgerður Sverrisdóttir,
Siv Friðleifsdóttir, Ingibjörg
Pálmadóttir og Jónína Bjartmarz.
Tvær konur hafa gegnt ráðherra-
störfum á vegum Alþýðuflokksins,
Jóhanna Sigurðardóttir og Rann-
veig Guðmundsdóttir.
Lengst kvenna í ríkisstjórn
Valgerður hefur skákað Jóhönnu
sem lengst starfandi kvenráðherrann
Konur á
ráðherrastóli
Ráðherrastörf kvenna í mánuðum
Valgerður Sverrisdóttir 85
Jóhanna Sigurðardóttir 82
Siv Friðleifsdóttir 76
Ingibjörg Pálmadóttir 72
Ragnhildur Helgadóttir 49
Sólveig Pétursdóttir 48
Þorgerður K. Gunnarsdóttir 38
Sigríður A. Þórðardóttir 21
Auður Auðuns 9
Jónína Bjartmarz 8
Rannveig Guðmundsdóttir 5
Valgerður
Sverrisdóttir
Jóhanna
Sigurðardóttir
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„VIÐ MUNUM fljótlega boða til
fundar til að ræða það alvarlega
ástand sem er í mengunarmálum í
hverfinu,“ segir Hilmar Sigurðsson,
formaður íbúasamtaka 3. hverfis
Reykjavíkurborgar, sem nær til
Hlíðanna, Holtanna og Norðurmýr-
arinnar. Hilmar segir mælinn fullan
hjá samtökunum vegna aðgerðaleys-
is yfirvalda við að draga úr bílaum-
ferð um hverfið. Nú sé tími til kom-
inn að grípa til aðgerða, lagning þess
hluta Miklubrautar sem liggur í
gegnum hverfið í niðurgrafinn stokk
sé skref í rétta átt.
Hilmar segir umfjöllun Morgun-
blaðsins um svifryk og niturdíoxíðs-
mengun, NO2, að undanförnu hafa
minnt íbúana á umfang þess heilsu-
farsvandamáls sem loftmengun sé,
einkum nýlegt viðtal við Þórarin
Gíslason lungnalækni um mælingar
á magni NO2 í andrúmsloftinu víðs-
vegar um borgina.
Hilmar segist í ljósi umræðunnar
eiga von á fjölmenni á fundinn sem
haldinn verði innan skamms.
„Ég held að það sé ekki spurning.
Ég á bágt með að trúa öðru en að
þetta hreyfi við fólki. Hér vísa ég til
magns niturdíoxíðs í andrúmsloftinu
og hættu á öndunarfærasjúkdómum
vegna loftmengunarinnar.
Helmingur ferða undir 2 km
Niturdíoxíð myndast einkum við
bruna í bílvélum og þeim mun hraðar
sem þeim er ekið, þeim mun meira
myndast af því. Því þarf að draga úr
hraðanum við göturnar sem eru
hraðbrautir, ekki stofnbrautir og
liggja þvert í gegnum hverfið.“
Hilmar er þeirrar hyggju að auka
þurfi vægi almenningssamgangna.
„Ef maður veltir fyrir sér þjóð-
félagslegum kostnaði vegna meng-
unar sýnist lítið mál að lækka verðið
í strætó. Ef við skoðum ferða-
mynstrið er meira en helmingur bíl-
ferða hjá okkur undir tveimur kíló-
metrum og um 30 prósent ferðanna
undir kílómetra, vegalengd sem tek-
ur um tvær mínútur að hjóla.
Meirihluti íbúa hverfisins er innan
þess 200 metra áhrifasvæðis frá
helstu stofnæðunum sem Þórarinn
læknir tilgreinir í viðtalinu. Börnin í
hverfinu búa ekki aðeins við mengun
heima sjá hér, heldur eru allir skólar
hverfisins innan þessa áhrifasvæðis
og fimm af sjö leikskólum.“
Hilmar bætir því við að hann telji
mjög brýnt að greiða fyrir umferð
hjólreiðafólks um borgina, líta þurfi
á hjólið sem samgöngutæki en ekki
sem afþreyingartæki.
Efna til borgarafundar
vegna loftmengunar
ÞESSA dagana stendur yfir í Listasafni Reykjavíkur
sýning á 100 vatnslitamyndum eftir Erró. Myndirnar
eru flestar í eigu listamannsins og hafa þær ekki verið
sýndar hér á landi áður, enda margar hverjar frá síð-
ustu árum. Myndefnið er fjölbreytt og byggist á klippi-
myndum sem listamaðurinn vinnur upp úr hinum ýmsu
prentmiðlum samtímans, þó aðallega myndasögum.
Stúlka úr sjötta bekk Álftanesskóla skoðar sýn-
inguna af áhuga og af svipbrigðunum að dæma líkar
henni vel það sem fyrir augu ber.
Morgunblaðið/G.Rúnar
Erró og ungdómurinn
ALLS voru átta ökumenn kærðir
fyrir of hraðan akstur af lögreglunni
á Suðurnesjum á föstudagskvöldið
og aðfaranótt laugardags. Skv. upp-
lýsingum lögreglu mældist sá er
hraðast ók á 135 km/klst. á Reykja-
nesbrautinni þar sem hámarkshraði
er 90 km/klst. Annar ökumaður var
stöðvaður á Reykjanesbrautinni á
131 km hraða á klst.
Einn ökumaður var handtekinn
grunaður um ölvun við akstur. Þá
var ökumaður kærður fyrir að aka
gegn rauðu ljósi á Hringbraut í
Reykjanesbæ.
Töluvert hefur verið um ólöglegan
hraðakstur að undanförnu í lög-
regluumdæminu. Síðastliðinn föstu-
dag var ökumaður á Reykjanes-
brautinni mældur á 171 km hraða
þar sem hámarkshraði er 90 km. Var
maðurinn færður á lögreglustöð og
var hann sviptur ökuleyfi til bráða-
birgða.
Á ofsahraða
á Reykja-
nesbraut