Morgunblaðið - 18.02.2007, Page 4

Morgunblaðið - 18.02.2007, Page 4
4 SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is HALLDÓR Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að sveitarfélögin hafi í haust lagt til að sveitarfélögin og kenn- arar hæfu viðræður um framtíðar- sýn í málefnum grunnskólans sem gæti orðið grundvöllur að nýjum kjarasamningi við kennara. Kenn- arar voru hins vegar ekki tilbúnir að fara í þessa vinnu fyrr en búið væri að leysa ágreining um endur- skoðunarákvæði gildandi samnings. „Síðastliðið haust, eftir að ég tók við sem formaður, lagði ég fram til- boð til kennara um að sveitarfélögin og kennarar myndu vinna sameig- inlega að framtíðarsýn fyrir grunn- skólann, starf kennarans o.s.frv. Við höfum lagt fram tillögur hvað þetta varðar, en við teljum mikil- vægt að ræða þessi mál strax í stað þess að gera það á sama tíma og verið er að ræða um gerð kjarasamninga. Þessi framtíðar- sýn hefur hins vegar að sjálfsögðu áhrif á kjarasamninga.“ Halldór sagði að þessi vinna væri ekki enn farin af stað vegna þess að grunnskólakennarar hefðu ekki vilj- að hefja vinnuna fyrr en niðurstaða væri komin í ágreining um endur- skoðun gildandi kjarasamnings. Halldór sagðist geta tekið undir að það þyrfti að fást niðurstaða varð- andi þessa endurskoðun. „En ég hefði viljað að við byrjuðum þessa vinnu strax vegna þess að hún skiptir öllu máli fyrir framtíðar- launaþróunina.“ Buðu 2% hækkun á einu ári Halldór sagði að varðandi endur- skoðunarákvæðið hljóðaði tilboð launanefndar sveitarfélaganna upp á 2% hækkun ofan á samninga, en ekki 0,65–0,75% eins og stundum heyrðist í umræðunni. Sveitarfélög- in hefðu boðið 0,75% hækkun 1. jan- úar 2007 og 1,25% hækkun 1. janúar 2008 ofan á samningsbundna hækk- un. Forsenda þessa tilboðs hefði verið að kennarar segðu ekki upp kjarasamningnum, sem þýddi að hann gilti út maí 2008. Halldór sagði að endurskoðunarákvæðið kvæði á um að taka ætti mið af launaþróun á markaði. Sveitarfélög- in teldu sig vera að mæta þessu með tilboði um 2% hækkun á einu ári. Varðandi þá röksemd kennara að laun viðmiðunarstétta væru orð- in hærri en laun grunnskólakennara sagði Halldór að þetta væri atriði sem hann hefði vonast eftir að kennarar vildu ræða í viðræðum um framtíðarsýn í grunnskólamálum. Þar hlyti m.a. að koma til umræðu viðmiðun við aðrar stéttir. „Við vilj- um að þessi samanburður sé í lagi og fólk í kennarastétt þurfi ekki að vera verr launað en aðrir viðmið- unarhópar sem rétt er að bera sig saman við.“ Fram hafa komið áhyggjur um að kjaramál kennara séu að lenda í gamalkunnu fari, þ.e. að viðræður skili ekki árangri og óánægja grafi um sig sem leiði til harðra átaka næsta vetur. Halldór sagðist vona að þetta gerðist ekki. Hann sagðist hafa von- ast eftir að frumkvæði sveitarfélag- anna um viðræður um framtíðarsýn myndi einmitt stuðla að því að aðilar næðu saman. Núna væri ágreiningur um endurskoðunarákvæði samninga hjá ríkissáttasemjara og Halldór kvaðst binda vonir við að sáttasemj- ari fyndi leið með launanefnd og kennurum til að ljúka deilunni. „Mér finnst ekki ástæða til að það hefjist einhver hörð deila núna þegar liggur fyrir skýr vilji af hálfu sveitarfélag- anna til að skoða þetta út frá öllum hliðum og marka sameiginlega stefnu.“ Vill ræða framtíðarsýn í skólamálum Sveitarfélögin hafa lagt fram tillögur um framtíðarsýn í málefnum grunnskólans, en kennarar vilja ekki ræða þær fyrr en búið er að leysa ágreining um endurskoðun gildandi kjarasamninga Halldór Halldórsson FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur sett reglugerð um veitingu heimildar til færslu bókhalds og samningar árs- reiknings í erlendum gjaldmiðli. Í reglugerðinni er kveðið á um að ef lánastofnun sækir um heimild til uppgjörs í erlendum gjaldmiðli skuli ársreikningaskrá leita um- sagnar Seðlabanka Íslands um um- sóknina. Frá þessu er greint í vefriti fjár- málaráðuneytisins en þar segir að reglugerðin sé sett á grundvelli laga um ársreikninga þar sem kveðið sé á um veitingu slíkrar heimildar. Samkvæmt lögunum getur ráð- herra sett reglugerð um nánari skilyrði fyrir veitingu heimildar en í lögunum greinir. Markmiðið með reglugerðinni er að skýra nánar nokkur skilyrði laganna fyrir veit- ingu heimildar til uppgjörs í er- lendum gjaldmiðli. Bókhald í erlendri mynt STJÓRN KSÍ hefur samþykkt að veita formanni heimild til að ráða Þóri Hákonarson í stöðu fram- kvæmdastjóra sambandsins. Hann er með BA-próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og MSc-próf í alþjóðasamskiptum. Þórir var skrifstofustjóri Siglufjarðarkaup- staðar 1997–2006 og um leið stað- gengill bæjarstjóra. Hann hefur gegnt margvíslegum trún- aðarstörfum fyrir Knattspyrnu- félag Siglufjarðar og hefur verið formaður frá 2001. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að staðan hafi ekki verið auglýst þar sem hann hafi talið Þóri mjög hæfan í starfið auk þess sem margir hafi mælt með honum. Í flestum tilfellum hefðu starfsmenn KSÍ komið úr hreyfingunni og það hefði gefist vel. Nýr framkvæmda- stjóri hjá KSÍ HVAÐ er svona mikilvægt við það að sofa vel? Getum við stjórnað því hvað við þurfum mikinn svefn eða fæðumst við með mismikla svefn- þörf? Svefninn er umfjöllunarefni á málþingi á vegum fræðslunefndar Náttúrulækningafélags Íslands sem haldið verður miðvikudaginn 21. febrúar kl. 20 í Norræna húsinu. Fagfólk, bæði frá hefðbundna og óhefðbundna heilbrigðisgeiranum, munu ræða málið á þinginu. Verður leitast við að svara spurn- ingum og fá innsýn ýmsa þætti sem snúa að svefni og svefnvenjum. Svefn og svefn- venjur ræddar VESTURLANDSVEGUR, rétt norðan við Þingvallaafleggjarann, þar sem banaslys varð í umferð- inni síðdegis 10. desember sl., er vettvangur fréttamyndar ársins í árlegri samkeppni blaðaljósmynd- ara. Júlíus Sigurjónsson, ljósmynd- ari á Morgunblaðinu, er höfundur myndarinnar. Úrslit í samkeppni Blaða- ljósmyndarafélags Íslands fyrir ár- ið 2006 voru kynnt við athöfn í Gerðarsafni í Kópavogi í gær. Jafnframt opnaði Geir H. Haarde forsætisráðherra ljósmyndasýn- ingu félagsmanna á sama stað. Á sýningunni eru yfir 200 myndir eftir 40 ljósmyndara, meðal annars allar verðlaunamyndirnar. Árni Torfason á Mynd ársins Ljósmyndarar sem tengjast Morgunblaðinu unnu til sjö af þeim tíu verðlaunum sem veitt voru í gær. Árni Torfason, sjálfstætt starf- andi ljósmyndari sem einnig mynd- ar fyrir Morgunblaðið, var höf- undur Myndar ársins í keppninni. Hann átti einnig Landslagsmynd ársins sem er frá Skeiðarársandi. Ragnar Axelsson, ljósmyndari á Morgunblaðinu, fékk verðlaun dómnefndar fyrir myndröð ársins, frá sinueldum. Valgarður Gíslason, ljósmyndari hjá Fréttablaðinu, átti Íþróttamynd ársins en hún er úr knattspyrnuleik. Þorvaldur Örn Kristmundsson, ljósmyndari á Morgunblaðinu, fékk verðlaun fyrir Portrettmynd árs- ins en hún er af Sigurbergi og Þorgeiri Sigurðssonum í Seyð- isfirði. Hörður Sveinsson, sjálf- stætt starfandi ljósmyndari, átti skoplegustu mynd ársins en hún tengist hugmynd um golfvöll í Við- ey. Kjartan Þorbjörnsson, ljósmynd- ari á Morgunblaðinu, fékk tvenn verðlaun. Hann á Tímaritamynd ársins þar sem Eyjólfur Pálsson er myndefnið og Þjóðlegustu mynd ársins en hún er tekin af sundlaug- argesti í Laugardal. Bragi Þór Jós- efsson, sjálfstætt starfandi ljós- myndari, átti bestu myndina úr daglegu lífi en hún er tekin í Breiðholti. Sjö af tíu verðlaunum til ljósmyndara hjá Morgunblaðinu Morgunblaðið/Júlíus Fréttir Erfiðar aðstæður voru á slysavettvangi á Vesturlandsvegi þar sem Fréttamynd ársins 2006 var tekin. Eigendur Samherja völdu fyrir nokkru að taka félagið af hlutabréfa- markaði. „Staðreyndin er einfald- lega sú að þeir sem versla með hluta- bréf fjárfesta í framtíðarsýn félaganna. Eins og allir vita er starfsumhverfi okkar þannig að stjórnendur geta ekki sett fram þessa sýn ásamt framtíðaráætlun- um,“ sagði hann á föstudagskvöldið við formlega vígslu nýs og endur- bætts skrifstofuhúsnæðis félagsins. Forstjóri Samherja segir helming af veltu fyrirtækisins nú verða til er- lendis. „Ég þekki evrópskan sjávar- útveg vel. Sjávarútvegur í öðrum Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is BRÁTT verður hafist handa við að reisa fullkomnasta fiskvinnsluhús heims á Dalvík. Þetta segir Þor- steinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf. á Akureyri, sem stend- ur fyrir framkvæmdinni. Hann segir stjórnendur fyrirtækisins reyndar hafa velt því fyrir sér hvort þeir eigi að taka fyrstu skóflustunguna ein- hvern næstu daga eða eftir næstu kosningar; hér á landi sé greinin sett í uppnám – og þar með allar áætlanir – að lágmarki á fjögurra ára fresti. löndum Evrópu býr við meiri stöð- ugleika en við hér á Íslandi.“ Í Nor- egi deili menn t.d. um það nú hvort fyrirtæki geti treyst á veiðiheimildir sínar til tuttugu ára eða lengur. Þorsteinn Már segir áræðni skorta í íslenskum sjávarútvegi og meginástæða þess sé neikvæð um- ræða um þennan undirstöðuatvinnu- veg Íslendinga. „Þessi skortur á áræðni endurspeglast meðal annars í gömlum fiskiskipaflota, hálftómum skólum sjómanna og horfinni far- mannastétt,“ segir hann. Þorsteinn Már segist þeirrar skoðunar að Íslendingar eigi ekki að horfa á eftir fiskvinnslunni til Kína eins og svo margar Evrópuþjóðir hafa gert á síðustu misserum. „Við eigum, að hætti forfeðra okkar, að safni liði og hefna!“ segir hann. Fyrir rúmu ári tók stjórn Sam- herja ákvörðun sem Þorsteinn Már segir að mörgum hafi þótt djörf. „Hún fólst í því að blása til sóknar.“ Ákveðið var að endurnýja skipa- flota félagsins með markvissum hætti og síðsumars fékk félagið Mar- gréti EA og annað skip, Oddeyrina EA, um síðustu helgi. Félagið mun halda áfram á sömu braut, að sögn forstjórans. Fiskvinnsla Samherja á Dalvík verður sú fullkomnasta í heimi Áræðni skortir í íslenskan sjávarútveg vegna neikvæðrar umræðu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.