Morgunblaðið - 18.02.2007, Page 18
18 SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Erlent | Valdagleði og metnaður Kirchner-hjónanna verður seint í efa dregin og hugsanlega geta þau tryggt sér
16 ára valdaskeið í Argentínu. Þjóðmenning | Í framtíðinni verður hægt að ganga að öllum íslenskum safnkosti
landsbókasafnsins í stafrænu formi á netinu. Kynhneigð | Séra Ted Haggard greiddi vændiskarli fyrir kynmök en kveðst nú læknað-
ur af samkynhneigð. | Tíska | Anna Wintour, ritstjóri bandaríska Vogue, er ofarlega á lista yfir áhrifamesta fólkið í tískuheiminum.
VIKUSPEGILL»
Eftir Ásgeir Sverrisson
asv@mbl.is
Hvað alþýðuhylli varðarkemst sennilega aðeinseinn stjórnmálamaður ílandinu með tærnar þar
sem hann hefur hælana – og þar
ræðir um eiginkonu hans. Enda
kvarta þau hjónin ekki; þau eru
„vinsæl og vita af því“ líkt og
skáldið kvað um íslenska stjórn-
málahetju á síðustu öld. Í Argent-
ínu velta menn nú vöngum yfir því
hvort hjónin hyggist nýta sér
sterka stöðu sína á heldur nýstár-
legan hátt; getur verið að Nestor
forseti íhugi alvarlega að víkja fyr-
ir Cristina Fernandez de Kirchner,
eiginkonu sinni, í haust?
Forsetakosningar fara fram í
Argentínu 28. október. Víst hefur
verið talið að Nestor Kirchner
sækist eftir endurkjöri. Að und-
anförnu hefur hann á hinn bóginn
unnið skipulega að því að skapa
óvissu um framboð sitt. Á dög-
unum sagði forsetinn „ekki tíma-
bært“ að ræða hvort hann hyggist
leita eftir endurkjöri. Þótti ýmsum
það mat hans undarlegt í ljósi þess
að gengið verður til kosninga eftir
einungis tíu mánuði.
Kirchner er maður sérlega vel
nefjaður og er af þeim sökum iðu-
lega kallaður „mörgæsin“ (sp. „el
pingüino“) í heimalandi sínu. For-
setinn er fyrrum héraðsstjóri
Santa Cruz í hinni vindasömu Pa-
tagóníu í suðurhluta Argentínu og
draga skopteiknarar iðulega upp
mynd af honum í mörgæsarlíki þar
sem fyrirferðarmikið nefið um-
breytist í gogg þeirrar undursam-
legu skepnu. Kirchner virðist
kunna þessu vel og líkt og öflugra
stjórnmálamanna er háttur hefur
honum tekist að nýta sér grínið í
pólitískum tilgangi.
„Mörgæs“ verður í framboði
Á dögunum lét forsetinn þau
ummæli falla að ljóst mætti vera
að „mörgæs“ yrði í framboði í
haust en spurningin væri hvers
kyns hún yrði. Augljóslega myndi
karldýr, „un pingüino“, eða kven-
dýr, „una pingüina“, sækjast eftir
umboði alþýðu manna til að stýra
ríkinu. Með þessum frumlegu um-
mælum vísaði Kirchner augljóslega
til að þess að eiginkona hans kynni
að bjóða sig fram til forseta í
haust. Menn tóku enda við sér þar
syðra og velta„álitsgjafar“ og
mannvitsbrekkur aðrar nú ákaft
þessum möguleika fyrir sér.
Kirchner sór embættiseið for-
seta 25. maí árið 2003. Stjórnar-
skrá Argentínu mælir fyrir um að
sitjandi forseti geti aðeins leitað
eftir endurkjöri einu sinni. Þetta
fyrirkomulag sem víða þekkist
þykir hafa þann galla að völd og
áhrif forsetans eru iðulega mjög
skert þegar líða tekur að því að
síðara kjörtímabili hans ljúki. Það
ástand er t.a.m. alþekkt í banda-
rískum stjórnmálum.
Í Argentínu mælir á hinn bóginn
ekkert gegn því að tiltekinn ein-
staklingur sinni embætti forseta í
fjögur ár, hverfi frá völdum en taki
síðan við embættinu á ný að fjórum
árum liðnum. Ýmsa grunar að Kirc-
hner–hjónin stefni að þessu. Áætl-
unin kveði á um að Cristina Fern-
andez de Kirchner taki við
embættinu í haust, Nestor taki við
því að fjórum árum liðnum og þeg-
ar því kjörtímabili lýkur setjist frú-
in aftur í forsetastólinn. Þannig
myndu hjónin tryggja sér 16 ára
valdaskeið.
Hér ræðir að sönnu um vanga-
veltur. Áætlun í þessa veru gæti á
hinn bóginn talist birtingarmynd
prýðilegrar valdagleði og metnaður
Kirchner-hjónanna verður seint í
efa dreginn. En jafnframt ber að
hafa í huga að spurn eftir kröftum
þeirra á vettvangi stjórnmálanna
sýnist mikil og viðvarandi; skoð-
anakannanir leiða í ljós að Kirc-
hner myndi nú sigra sérhvern and-
stæðing sinn í fyrstu umferð
forsetakosninga. Fylgi við hann
mælist nú jafnan yfir 50%. Um og
yfir 60% þátttakenda lýsa yfir
ánægju með störf hans. Eiginkona
hans myndi ef marka má nýlega
könnun hljóta 37% atkvæða sem að
vísu myndu ekki nægja til sigurs
strax í fyrstu umferð forsetakosn-
inganna en ættu að tryggja kjör
hennar í þeirri síðari. Þrír menn
hafa nú kunngjört að þeir hyggist
bjóða sig fram í kosningunum í
haust. Fylgi þeirra mælist innan
við 10%.
Kirchner–hjónin njóta algjörrar
sérstöðu í argentínskum stjórnmál-
um nú um stundir. Þar syðra eru
þau iðulega borin saman við Bill og
Hillary Clinton og víst er að sá
samjöfnuður er nærtækur. Líkt og
alkunna er hyggst frú Clinton nú
sækjast eftir embættinu háa sem
eiginmaður hennar gegndi í átta
ár.
Þær Cristina Fernanderz de
Kirchner og Hillary Clinton eiga
ýmislegt fleira sameiginlegt. Báðar
eru þær menntaðar á sviði lögspeki
og eiginmenn beggja voru ríkis-
stjórar áður en þeir hrepptu for-
setaembættið. Og báðar eru þær
öldungadeildarþingmenn. Argent-
ínska forsetafrúin hefur borið lof á
Hillary Clinton og sagt hana „afar
hugrakka og greinda konu“.
Cristina Fernandez de Kirchner
verður 54 ára á morgun, 19. febr-
úar. Hún fæddist í borginni La
Plata í Buenos Aires–héraði og hóf
ung afskipti af stjórnmálum á vett-
vangi Flokks lýðræðis og sósíal-
isma (sp. „Partido Justicialista“)
sem er stærsti flokkurinn innan
Peronista–hreyfingarinnar. Hún
var kjörin til setu á héraðsþinginu
í Santa Cruz í Patagóníu árið 1989.
Árið 1995 vann Fernandez de Kirc-
hner sæti í öldungadeild þingsins
sem fulltrúi Santa Cruz og var
endurkjörin sex árum síðar. Árið
2005 fór hún fram sem fulltrúi
„Sigurfylkingarinnar “(sp. „Frente
para la Victoria“) gegn Hilda
Gonzalez de Dulhalde, eiginkonu
Eduardo Duhalde, sem var forseti
Argentínu 2002–2003. Listi
Cristina Kirchner sigraði en báðar
voru þær kjörnar öldungadeildar-
þingmenn fyrir Buenos Aires–hér-
að.
Cristina Fernandez de Kirchner
hafði því náð pólitískum frama
löngu áður en eiginmaður hennar
afrekaði að lesa sig alla leið upp
slímugu stöngina og hreppa for-
setaembættið. Líkt og eiginmað-
urinn telst hún til vinstri innan Pe-
ronistahreyfingarinnar. Raunar er
því haldið fram að Nestor Kirchner
kunni að áforma að taka sér fjög-
urra ára frí frá störfum forseta til
að honum gefist tími til að auka
skriðþunga vinstri hreyfinga innan
Peronistaflokksins.
Athygli vakti þegar Cristina
Fernandez de Kirchner hélt fyrr í
mánuðinum til Frakklands þar sem
hún átti m.a. fund með Segolene
Royal, frambjóðanda Sósíalista-
flokksins í forsetakosningunum
sem þar fara fram í aprílmánuði.
Líkt og Cristina Kirchner hafði
Royal lengi staðið í skugga sam-
búðings síns, flokksformannsins
Francois Hollande, þar til hún
skaut honum ref fyrir rass í nóv-
embermánuði er hún var útnefnd
frambjóðandi flokksins.
Ósvífið herbragð?
Vera kann að með því að ýta
undir vangaveltur um framboð eig-
inkonu sinnar leitist Nestor Kirc-
hner einkum við að skapa óvissu ef
ekki ringulreið í herbúðum and-
stæðinga sinna. Með því að draga
tilkynningu um framboð á langinn
neyðir hann í raun fjendur sína til
að undirbúa sókn á tvennum víg-
stöðvum gegn frambjóðanda
stjórnarflokksins.
Mikil umskipti hafa orðið í efna-
hagsmálum landsmanna á undan-
liðnum árum og hagvöxturinn hef-
ur mælst um 8% að jafnaði.
Kirchner hefur eignað sér þennan
góða árangur og þar er fundin
helsta skýringin á miklum vinsæld-
um forsetans. Hann hefur að sönnu
sætt gagnrýni, þykir í meira lagi
valdaglaður og er iðulega vændur
um stjórnarhætti sem vart sæmi
forseta lýðræðisríkis. Forsetinn
hefur hins vegar munninn fyrir
neðan nefið stæðilega og þau hjón-
in líta sýnilega ekki á það sem
hlutverk sitt að stuðla að sáttum í
argentínskum stjórnmálum.
Hald manna er að forsetinn
hyggist ekki greina frá ákvörðun
sinni fyrr en í aprílmánuði. Þar til
munu vangaveltur vísast magnast
um hvort „mörgæsin“ hyggist eft-
irláta elskulegri eiginkonu sinni
embættisskrifstofuna í Bleika hús-
inu, Casa Rosada, í Buenos Aires.
Frúin í stað forsetans?
Forseta Argentínu og eiginkonu hans er iðulega líkt við Hillary og Bill Clinton og ekki að ástæðu-
lausu Cristina de Kirchner verður ekki sökuð um metnaðarleysi fremur en eiginmaðurinn
AP
Valdagleði Nestor Argentínuforseti og Cristina Fernadez de Kirchner.
ERLENT» » Báðar eru lögfræð-ingar og eiginmennbeggja voru ríkisstjórar
áður en þeir hrepptu
forsetaembættið.