Morgunblaðið - 18.02.2007, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2007 19
Eftir Ragnhildi Sverrisdóttur
rsv@mbl.is
Íframtíðinni verður hægt aðganga að öllum íslenskumsafnkosti landsbókasafnsinsá stafrænu formi á Netinu.
Þá geta Íslendingar sest við tölv-
una sína, flett í gegnum forn
skinnhandrit eða gömul dagblöð,
gluggað í skáldsögu frá síðustu öld
eða lesið tímarit frá síðasta ári.
Þeir sem hafa áhuga á að kynna
sér þróun Netsins hér á landi geta
kynnt sér þann aragrúa af vefsíð-
um, sem Landsbókasafn hefur
vistað. Aðrir geta stytt sér stundir
við að skoða gömul veggspjöld. Og
er þá fátt eitt talið.
Í vikunni var frá því skýrt að
Landsbókasafn - Háskólabókasafn
hefði samið við Akureyrarbæ um
að þrír starfsmenn yrðu ráðnir að
Amtsbókasafninu þar í bæ til að
mynda dagblöðin Tímann, Þjóðvilj-
ann og Alþýðublaðið frá upphafi til
enda, og Dag að auki. Dagur, sem
gefinn var út á Akureyri, var
lengst af vikublað en dagblað síð-
ustu árin sem það kom út. Amts-
bókasafnið útvegar myndefnið og
húsnæði en Landsbókasafn Íslands
– Háskólabókasafn greiðir launin
með styrk frá Alþingi.
Stefnt er að því að öll nefnd blöð
verði aðgengileg á stafrænu formi
á Netinu innan þriggja ára.
Bókakostur á stafrænu formi
Ingibjörg Steinunn Sverr-
isdóttir, sviðsstjóri hjá Lands-
bókasafni Íslands - Háskóla-
bókasafni og verðandi
landsbókavörður, segir að safnið
hafi um nokkurra ára skeið unnið
að því að koma safnkosti sínum á
stafrænt form. Sumt efni er raun-
ar þegar aðgengilegt á Netinu. Á
timarit.is, sem er samstarfsverk-
efni við Færeyjar og Grænland, er
t.d. að finna íslensk tímarit og
dagblöð fyrir 1920 ásamt Morg-
unblaðinu frá upphafi til ársloka
2000, á sagnanet.is er hægt að
skoða skinnhandrit af Íslend-
ingasögum og -þáttum, ásamt bók-
um og tímaritum sem þeim tengj-
ast og á kort.bok.hi.is eru öll
Íslandskort gefin út fyrir 1900.
Á Landsbókasafni er stefnt að
því að auka aðgengi að öllum ís-
lenskum gögnum safnsins með því
að setja þau kerfisbundið á staf-
rænt form. Sumt hefur þegar verið
fært á slíkt form, þótt ekki sé það
enn aðgengilegt almenningi, til
dæmis stakar bækur frá 1530 til
1844 og stök handrit, sem eru við-
kvæm eða mikið notuð.
Færri vita líklega að Lands-
bókasafn hefur safnað upplýs-
ingum af íslenska vefnum frá árinu
2005. „Þrisvar sinnum á ári tökum
við allt sem er að finna á vefsíðum
sem enda á .is,“ segir Ingibjörg.
„Þetta verður feiknalegt safn. Við
erum líka farin að huga að því að
margar íslenskar vefsíður eru vist-
aðar á öðrum lénum, svo sem .net
og .com og við reynum að hafa
uppi á því efni. Við fylgjum þar
sömu stefnu og með prentað efni,
að reyna að hafa uppi á öllu ís-
lensku efni. Fyrir utan heild-
arsafnanir af Netinu þrisvar á ári,
þá tökum við út ákveðna þætti. Í
fyrra leituðum við uppi sérstakar
síður sem tengdust sveitarstjórn-
arkosningunum og í ár gerum við
slíkt hið sama vegna alþingiskosn-
inganna. Þessi atburðasöfnun, eins
og við köllum það, verður vistuð
sérstaklega, svo efnið verði af-
markað og aðgengilegt.“
Þótt vefupplýsingar verði án efa
mikið safn, þá segir Ingibjörg að
það verði samt sem áður takmark-
að, því t.d. sé ekki safnað upplýs-
ingum af innri vefjum. „Hingað til
höfum við bara safnað þessu efni,
en erum í erlendu samstarfi um
þróun á leitarvél, svo þetta efni
nýtist sem best. Vonandi verður
hægt að veita aðgang að safninu
innan fárra ára.“
Skönnun hlífir frumgögnum
Áform um að skanna inn prent-
að efni ná til gífurlegs fjölda bóka,
tímarita og dagblaða. „Við höfum
lokið við að skanna inn Morg-
unblaðið frá upphafi árið 1913.
Næstu verkefni verða Fréttablað-
ið, DV, Vísir og Dagblaðið.“
Landsbókasafn Íslands - Há-
skólabókasafn á mikið og ítarlegt
handritasafn, þar sem bæði er að
finna efni frá einstaklingum og fé-
lagasamtökum. „Þetta safn er eft-
irsótt og við getum hlíft frumgögn-
unum með því að koma þeim á
stafrænt form. Gæði myndatök-
unnar eru það mikil, að þeir sem
vilja kynna sér efnið eru ekki verr
settir en þótt þeir hefðu frum-
gögnin í höndunum.“
Ingibjörg segir að áform um að
koma sem allra mestu efni í staf-
rænt form og gera það aðgengilegt
á Netinu, kalli á sérstakar reglur
um höfundarrétt. „Þessi vandi
blasir alls staðar við. Í Evrópu og
Bandaríkjunum er rætt um að
leysa þetta í eitt skipti fyrir öll,
svo hvert og eitt safn þurfi ekki að
standa í flóknum höfundarrétt-
arsamningum. Þess í stað yrðu
gerðir samningar við heildar-
samtök rithöfunda og útgefenda og
annarra þeirra sem eiga fjárhags-
legra hagmuna að
gæta. Þá er ekki víst
að allt efni, sem við
söfnum á stafrænu
formi, verði aðgengi-
legt utan safnsins.
Það fer t.d. eftir því
hvernig samningar
takast.“
Ritmál og tónlist
Allar íslenskar
bækur verða geymdar
á stafrænu formi í
framtíðinni, gangi
áætlanir eftir. „Allar
bækur, fleiri hand-
ritasöfn, öll lands-
málablöð ættu að vera
varðveitt með þessum
hætti, sem og kort,
myndir og vegg-
spjöld. Lands-
bókasafnið á líka, lög-
um samkvæmt, að
geyma allar íslenskar hljómplötur,
geisladiska og snældur. Nýrri út-
gáfur eru allar á stafrænu formi,
en við þurfum t.d. að varðveita
eldra efni útgefið á snældum, þvi
þær skemmast. Mér þætti til
dæmis áhugavert að vinna að slíkri
varðveislu með Ríkisútvarpinu,“
segir Ingibjörg.
Framtíðarsýnin er þjóðmenning-
argátt á Netinu í samstarfi við
aðra. „Notandinn situr þá heima
við tölvuna sína og gæti t.d. nálg-
ast allt efni sem til er hjá Árna-
stofnun, í Þjóðskjalasafni, hjá Rík-
isútvarpinu eða hér í
Þjóðarbókhlöðunni.“
Ingibjörg segir að vissulega
fylgi því allnokkur kostnaður að
færa handrit, bækur, tímarit og
dagblöð í stafrænt form. „Með
þessu móti getum við hins vegar
tryggt vörslu þessa efnis og um
leið sparað umtalsverðar fjárhæðir
þegar til lengri tíma er litið. Núna
þurfa bókasöfnin til dæmis að eiga
dagblöðin, a.m.k. einhverja ár-
ganga aftur í tímann, en ef þau
verða öll aðgengileg á Netinu er
hægt að hætta slíkri vörslu. Þar
sparast mikið húsnæði, fyrir utan
tímasparnaðinn sem næst þegar
leitað er á Netinu, í stað þess að
fletta blöðum. Kostirnir eru ótal
margir. En við munum alltaf
geyma upprunalega formið, bók-
ina, hljóðritið, tímaritið eða blaðið,
enda ber okkur lagaskylda til
þess.“
Nýtt útgáfuform auðveldar söfn-
un á efni. „Núna verða til .pdf-
skjöl þegar bækur og tímarit eru
send í prentun. Þessi skjöl vil ég
að safnið fái. Þar með fáum við
þetta efni á aðgengilegu formi frá
upphafi og getum sleppt því að
skanna bækurnar inn.“
Gagnasöfn
Rafrænn aðgangur landsmanna
að alls konar fróðleik og gögnum
er ekki bundinn við íslenskt efni.
Á vefsíðunni hvar.is er aðgangur
að alls konar stafrænum tímaritum
og gagnasöfnum. „Bókasöfnin
vildu sameinast um að kaupa er-
lend vísindatímarit í stafrænu
formi, enda dýrt fyrir hvert safn
að standa í slíku. Mennta-
málaráðuneytið tók þetta upp á
sína arma og niðurstaðan var sú
að Íslendingar fengu landsaðgang,
í stað þess að samið væri við ein-
staka háskóla eða afmarkaðan hóp
landsmanna. Allir, sem eru með ís-
lenskar ip-tölur, hafa aðgang að
þessu efni á hvar.is og slíkur
landsaðgangur er einstakur í heim-
inum. Hann mun kosta rúmlega
100 milljónir á þessu ári. Lands-
bókasafnið er umsjónaraðili verk-
efnisins, en bókasöfnin í landinu
greiða stærstan hluta kostnaðar-
ins.“
Auk þessa efnis, sem allir hafa
aðgang að, kaupir Landsbókasafn -
Háskólabókasafn, mikið af öðru
stafrænu efni, fyrir deildir Há-
skóla Íslands. Aðgangur að því er í
gegnum vef safnsins, lands-
bokasafn.is, en er takmarkaður við
hús háskólans og nemendur og
kennara.
Enn fást svo auknar upplýsingar
ef eitt gagnasafn er keyrt með
öðru. Ingibjörg nefnir þar, að í
burðarliðnum sé Íslensk útgáfu-
skrá, þar sem allt er tíundað sem
gefið er út hér á landi. Skráin er
nú aðgengileg á utgafuskra.is, svo
auðvelt er að leita í henni að
ákveðnu efni. Að þeim upplýs-
ingum fengnum er hægt að kanna
í Gegni, samskrá íslenskra bóka-
safna, hvar viðkomandi bók, tíma-
rit eða hljóðrit er að finna.
Morgunblaðið/G.Rúnar
Verðandi landsbókavörður Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir.
» Framtíðarsýn verð-andi landsbókavarð-
ar er þjóðmenning-
argátt á Netinu í
samstarfi við aðra.
ÞJÓÐMENNING»
Menningararf-
urinn á staf-
rænu formi
Allt frá fornum skinnhandritum
til nýjustu dagblaða í heimatölvunni
Framtíðarsýn Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir
segir að í framtíðinni verði hægt að ganga að öll-
um íslenskum safnkosti landsbókasafnsins á staf-
rænu formi á Netinu.