Morgunblaðið - 18.02.2007, Page 26
stjórnmál
26 SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
S
teingrímur, þú og vinstri
græn getið vel við unað um
þessar mundir. Þú nýtur
næstmest trausts stjórn-
málaforingja, samkvæmt
nýjustu skoðanakönnuninni
og flokkur þinn er á rífandi
siglingu og hefur verið í
skoðanakönnunum um nokkurt skeið, með
um og yfir 20% fylgi. En er það ekki svo, að
þið hafið oft komið mjög vel út úr skoð-
anakönnunum nokkru fyrir kosningar, en
glutrað fylginu niður á lokasprettinum? Hvað
ætlið þið að gera nú, í aðdraganda kosning-
anna, sem kemur í veg fyrir að sagan end-
urtaki sig?
Steingrímur brosir nokkuð föðurlegu brosi,
segir svo kíminn í bragði: „Já, það er nú
skemmtilegt að fá svona spurningu frá jafn-
reyndum stjórnmálaskýranda og þér, sem
byggir á þessum útbreidda misskilningi. Þeg-
ar kannanir eru skoðaðar, sem þú ert að vísa
til, þá eru engar innistæður fyrir þessari goð-
sögn. Við höfum fengið í kosningum nokkurn
veginn það sem skoðanakannanir hafa mælt
okkur marga, marga mánuði í aðdraganda
þeirra. Þessi lífsseiga saga byggir, að því er
virðist, á þeirri einu innistæðu, að á miðju
síðasta kjörtímabili fórum við mjög hátt í
skoðanakönnunum, þ.e. á árinu 2001 og fram
eftir ári 2002. Fyrir sveitarstjórnarkosning-
arnar þá hafði fylgi okkar dalað aftur og all-
an tímann frá því síðsumars 2002 og fram að
kosningum 2003 vorum við að mælast á svip-
uðu róli og við svo fengum upp úr kjörköss-
unum. Sveitarstjórnarkosningarnar sl. vor
skiluðu okkur mjög nálægt því eða heldur
meiru en kannanir spáðu, sem sagt glæsi-
legum sigri.
Mælingar að undanförnu hafa verið mjög
stöðugar, þar sem við höfum komið út með
þetta 18 til 23, 24%. Langflestar þeirra hafa
verið á bilinu 19 til 21%. Það er athgylisvert
hversu einmitt stöðug Vinstrihreyfingin -
grænt framboð er í þessum mælingum, mun
stöðugri en aðrir flokkar. Útlitið hjá okkur er
því allt annað og álitlegra, en það var á svip-
uðum tíma fyrir fjórum árum.
Auðvitað vitum við að þetta eru skoð-
anakannanir, ekki niðurstöður kosninga. Það
er ekkert í hendi í þessum efnum, fyrr en
upp úr kjörkössunum hefur verið talið.“
Sögulegur stórsigur
- Steingrímur segir, að hann meti stöðuna
þannig, að hún sé vænleg fyrir vinstri græna.
Það sé hún vegna þess að skoðanakannanir
gefi sterkar vísbendingar um að svo sé;
vinstri græn finni meðbyrinn úti í samfélag-
inu og þeir málaflokkar sem vinstri græn
hafi lagt mikla áherslu á, brenni nú á fólki.
Þar eigi hann við velferðarmál, umhverf-
ismál, jafnréttis- og kvenfrelsismálin. Stein-
grímur segir að í þessum efnum sé ekki hvað
síst mikilvægt, að Vinstrihreyfingin - grænt
framboð sé margfalt sterkari, fjölmennari,
betur skipulögð og öflugri á allan hátt, til
þess að taka þann slag sem framundan er,
heldur en flokkurinn hafi nokkurn tíma verið.
Flokksmenn slagi nú hátt í þrjú þúsund og
flokkurinn hafi fengið geysilega endurnýjun í
formi mjög öflugra frambjóðenda og for-
ystufólks, þar sem sérstaklega mikið beri á
ungum og öflugum konum. „Við vinstri græn
erum vel stödd hvað varðar mannauð; við er-
um vel stödd hvað varðar málstað og við er-
um vel stödd hvað varðar samstöðu. Það
traust sem við finnum að við njótum er upp-
skera þessa, trúverðugleiki verður ekki til úr
engu“ segir Steingrímur. - Ef þið eigið
tveggja kosta völ eftir kosningar, að fara í
samstarf við Samfylkingu eða Sjálfstæð-
isflokk, hvert verður valið? „Við byrjum á
viðræðum við Samfylkinguna, í samræmi við
það sem við höfum sagt. Ef þau miklu tíðindi
yrðu í íslenskum stjórnmálum, að þessir tveir
flokkar gætu myndað meirihlutastjórn eins
og vísbendingar úr skoðanakönnunum benda
til að geti gerst, þá er nú kannski ástæða til
þess að byrja á því að spyrja hvað væri þá að
gera það mögulegt? Það myndi gerast vegna
þess að Vinstrihreyfingin - grænt framboð
væri að vinna sögulegan stórsigur í íslensk-
um stjórnmálum. Má ég minna á, að þessi
könnun í Fréttablaðinu, sýndi að Samfylk-
ingin var með u.þ.b. kjörfylgi sitt frá 1999, að
vísu ennþá 4 prósentustigum undir kjörfylgi
frá því í síðustu kosningum, en við með tæp
24%, sem vorum með 9% fylgi í síðustu al-
þingiskosningum. Ef leikar fara svona, þá
væru það auðvitað þannig tímamót í íslensk-
um stjórnmálum og skilaboð frá þjóðinni, að
það væri ákaflega hæpið að túlka þau á
nokkurn annan veg en einmitt þann, að slíka
ríkisstjórn vildi þjóðin.“ - Er Frjálslyndi
flokkurinn samstarfshæfur í ríkisstjórn, eftir
allt sem á undan er gengið í þeim flokki og
þá umræðu sem flokksmenn þar hafa haft
forystu um, hvað varðar málefni innflytj-
enda? „Ég tel það sé í þeirra höndum á
næstu vikum og mánuðum, hvernig þeir ætla
að halda á þessari umræðu inn í kosninga-
baráttuna. Þeir hafa ekki breytt sinni stefnu-
skrá svo ég viti. Á meðan hún er grundvall-
arplaggið, þá sé ég ekkert sem beinlínis eða
fyrirfram gerir þá ósamstarfshæfa. Ég hef
hins vegar auðvitað verið býsna hugsi yfir því
hvernig þeir hafa rætt um málefni innflytj-
enda, einstakir talsmenn Frjálslynda flokks-
ins á undanförnum mánuðum og ég hef ekk-
ert farið leynt með þá skoðun mína. Við
vinstri græn höfum sagt það skýrt og skor-
inort, að við komum ekki til með að veita
neinn afslátt í þessum efnum - alls engan af-
slátt. Þannig að ef Frjálslyndi flokkurinn fer
yfir tiltekna línu og fer með beinum hætti út
í málflutning af því tagi sem einkennir fram-
göngu Danska þjóðarflokksins eða Norska
framfaraflokksins, þá fara þeir einfaldlega yf-
ir mörk sem ráða úrslitum, við myndum ekki
vilja starfa með slíkum flokki. Ég held
reyndar að sama eigi við um aðra flokka á
Alþingi. Þetta held ég að frjálslyndum sé
mjög vel ljóst og ég trúi því og treysti að
þeir muni ekki leggja upp í slíkan leiðangur.“
Hrein umskipti
- Kalda stríðinu er löngu lokið og herinn
fór af landi brott í haust. Þar með ætti
ágreiningur um varnar- og öryggismál ekki
lengur að standa í vegi fyrir því að vinstri
græn geti starfað í ríkisstjórn með hvaða
flokki sem er, þar með talið Sjálfstæðisflokki.
Er ekki bilið á milli ykkar og Sjálfstæð-
isflokksins ótrúlega lítið á mörgum frontum?
Ég nefni afstöðu í velferðarmálum; afstöðu í
Evrópumálum og til aðildar að Evrópusam-
bandinu; afstöðu til ótímabærrar, óábyrgrar
og gagnslítillar umræðu um upptöku evr-
unnar. Er það endilega sjálfgefið að Vinstri
hreyfingin - grænt framboð verði að líta á
það sem fyrsta valkost að mynda hér vinstri
stjórn? „Við erum náttúrlega flokkur til
vinstri og það er eðlileg hugsun af okkar
hálfu, að tala við þá flokka sem standa nær
okkur í hinu pólitíska litrófi en aðrir. Auk
þess erum við í stjórnarandstöðu. Út frá
grundvallarleikreglum lýðræðisins er eðlilegt
að stjórnarandstaða á hverjum tíma, reyni að
bjóða upp á sjálfa sig, sem trúverðugan val-
kost. Það er í þágu þess að kjósendur eigi
skýra kosti um að velja og það er líka í þágu
þess að kjósendur geti kosið hrein umskipti.
Ef við lítum yfir íslensk stjórnmál í heild
sinni, þá býst ég við að það megi segja að á
margan hátt, hafi dregið úr andstæðunum.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur auðvitað lengi
verið breiður flokkur og í honum ákveðin ele-
ment sem frekar má flokka sem miðju-
áherslur en hægri áherslur. Hann hefur
vissulega líka innan sinna vébanda ákveðin
últra hægri sjónarmið og sjónarmið nýfrjáls-
hyggju.
En með svipuðum hætti má líka auðvitað
segja að við höfum breikkað mikið sem
hreyfing. Með nýjum liðsmönnum og með
meiri fjölda þátttöku breikkar auðvitað okkar
ásýnd. Ég held að við dekkum kannski
stærra bil frá vinstri kantinum og inn að
miðju, en menn ímynduðu sér að við mynd-
um gera. Það gerum við vegna þess að svo
margt fólk hefur verið að koma til liðs við
okkur á mismunandi forsendum, eins og
vegna umhverfismála, kvenfrelsismála eða al-
þjóðamála svo dæmi séu nefnd. Með þessum
nýju liðsmönnum hefur grunnur okkar
styrkst og breikkað og er orðinn fjölbreyttari
en hann áður var. Þetta gæti að hluta til
þýtt, að andstæðurnar væru orðnar minni og
það sé styttra á milli og þess vegna séu nú
fleiri snertifletir en áður.
Það er alveg ljóst að í Evrópumálunum
gengi okkur alveg prýðilega að semja við
sjálfstæðismenn, vegna þess að hvorugur
flokkurinn telur það raunhæft, eða þjóna
okkar hagsmunum, að ganga í Evrópusam-
bandið eða gera gælur við það á næstu árum.
Hið sama á auðvitað við um ótímabæra um-
ræðu um evruna.
Það er líka rétt hjá þér að nú er enginn
her til að rífast um. Hann er blessunarlega
farinn. Ég hef miklu frekar efasemdir um
heilbrigðis- og velferðarmál og að hægt yrði
að ná málefnalegri samstöðu með Sjálfstæð-
isflokknum í þeim málaflokkum. Svo mikið er
víst, að við vinstri græn færum ekki inn í rík-
isstjórn sem væri með einhver einkavæðing-
aráform á sviði heilbrigðismála á teikniborð-
inu.
Við erum auðvitað eindregnir talsmenn
fyrir öflugu, samábyrgu, norrænu velferð-
arkerfi og vissulega hefur Sjálfstæðisflokk-
urinn stutt ýmsa þætti þess gegnum tíðina
eða a.m.k. látið þá í friði og skorið sig úr að
því leyti, frá norrænum hægri flokkum. Hann
hefur haft meiri víðsýni til að bera gagnvart
velferðarmálum, en systurflokkar hans á
Norðurlöndum, ég geri ekkert lítið úr því, þó
ég sé nú ekki sammála þeim, sem reyna að
eigna Sjálfstæðisflokknum allan heiðurinn af
uppbyggingu velferðarkerfis okkar. Það er
stuldur á höfundarrétti, því auðvitað voru
það róttæk stjórnmálaöfl og verkalýðshreyf-
ingin sem lögðu fram hinn hugmyndalega
grundvöll velferðarkerfisins á tuttugustu öld-
inni og börðust fyrir því að innleiða það.
Við höfum ekki útilokað samstarf við neinn
flokk, þar með talið Sjálfstæðisflokkinn, en
menn eiga að temja sér að vera hreinir og
beinir og heiðarlegir og það stendur sem við
höfum sagt: Að óbreyttu myndum við telja
okkur skylt að ræða fyrst við félaga okkar í
stjórnarandstöðunni, takist okkur það ætl-
unarverk að fella ríkisstjórnina og við stönd-
um við orð okkar.“
Engin arfleifð
- Steingrímur hafnar staðhæfingum í þá
veru að vinstri græn séu tvískipt hreyfing,
annars vegar gömlu allaballarnir og hins veg-
ar umhverfis- og náttúruverndarsinnar.
„Vinstri hreyfingin - grænt framboð er nýr
flokkur frá grunni. Við tókum enga arfleifð
yfir frá einum eða neinum. Sumpart var það
erfitt að byrja með tvær hendur tómar og
hreint borð 1998-99, en um leið var það mikill
kostur. Ég er í reynd mjög þakklátur fyrir
að þetta var þannig. Auðvitað bjuggum við
yfir ákveðinni reynslu sem komum úr rót-
tækari armi Alþýðubandalagsins og sömu-
leiðis þeir róttæku femínistar sem komu úr
Kvennalistanum. En sömuleiðis komu mjög
margir nýir liðsmenn úr félagshyggju-, gras-
rótarbaklandinu og að sjálfsögðu umhverfis-
og náttúruverndarsinnar. Úr þessari blöndu
var búinn til flokkur, sem síðan hefur byggst
upp, breikkað og stækkað, eins og ég hef
lýst. Okkar stefna frá upphafi hefur verið,
eins og nafn flokksins gefur jú til kynna, að
samþætta róttæku gildin og grænu gildin,
svo hefur kvenfrelsi, félagsleg alþjóðahyggja
og allt það sem bylgjur nýrra liðsmanna bera
með sér bæst við. Þess vegna er það grund-
vallar misskilningur, þegar því er haldið fram
að við séum tvískiptur flokkur. Því fer svo
víðsfjarri.“ - Þú munt ekki kætast sér-
staklega yfir þessari spurningu minni. Það
fer það orð af þér Steingrímur, að þú sért
óttaleg karlremba. Segðu mér í einlægni,
burtséð frá nafni Ingibjargar Sólrúnar Gísla-
dóttur, gætir þú yfir höfuð hugsað þér að
setjast í ríkisstjórn undir forsæti konu? „Hef
ég það orð á mér?!" spyr Steingrímur og er
einlæglega undrandi og jafnframt sár á svip.
Heldur svo áfram: „Ég fullyrði, hvað sem
öðru líður, að það orð fer ekki af mér í mín-
um eigin flokki. Ég held að einhverjir til-
teknir, örfáir andstæðingar mínir og rógs-
berar á bloggsíðum séu léleg heimild um
svona staðhæfingar. Ég get að sjálfsögðu
hugsað mér að eiga sæti í ríkisstjórn undir
forsæti Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Ég
hef aldrei nokkurn tímann útilokað það.“
Titlar og stólar
- Þú varst nú ekki ýkja spenntur fyrir
þeim möguleika í Kryddsíldinni á gaml-
ársdag.
„Það er bara rangt. Ég var hins vegar ekki
tilbúinn til þess að skrifa upp á það, þar og
þá. Átti að fara að semja um það í beinni út-
sendingu í Kryddsíld? Mér finnst þessi um-
ræða beinlínis fáránleg. Þetta mál hefur aldr-
ei verið rætt milli flokkanna og það er ekki í
okkar anda að persónugera stjórnmál með
þessum hætti og semja um einhverja leið-
togastóla fyrirfram. Við leggjum áherslu á
málefnin og okkur þykir það hégómaleg nálg-
un í pólitík að menn byrji á öfugum enda,
þ.e. að kanna hvort þeir geti orðið sammála
um einhverja titla og stóla.
Það eru auðvitað fleiri hlutir sem geta
skipt máli, þegar verið er að semja, heldur
en stærðarhlutföll flokka ein og sér. Auk
þess sem það er nú ekki víst, að þar verði all-
ur sá munurinn á.
Auðvitað væri gaman, ef maður vildi vera
svolítið kerskinn, að segja núna við Samfylk-
inguna: Já, við skulum bara láta þetta ráða,
hvor flokkurinn verður stærri, því það hefur
nú verið á víxl í skoðanakönnunum að und-
anförnu,“ segir Steingrímur og það er ekki
laust við að glott hans sé stríðni hlaðið. „En
ég geri þetta ekki, því þetta er auðvitað hluti
af heildarsamningum. Fyrst semja menn um
málefnin og láta þau ráða. Síðan semja menn
um stóla. Annað er ómerkileg nálgun í póli-
tík.“
Óverðskuldaður stimpill
- Steingrímur er áfram um að hrekja þann
áburð minn að hann sé karlremba: „Mér
sárnar þetta, ég viðurkenni það og ég tel
þennan stimpil óverðskuldaðan. Ég ætla ekki
að halda því fram að ég geti ekki tekið mig á
og vandað mig meir, bæði hvað varðar orð-
færi og frammistöðu á þessu sviði, en ég er
nú einu sinni formaður stjórnmálaflokks sem
tók þá djörfu ákvörðun að gerast feminískur
Er ekki karlremba, held
Vinstri græn hafa verið á mikilli siglingu að undanförnu og skoðanakannanir sýna mikla fylgisaukningu
frá síðustu alþingiskosningum. Agnes Bragadóttir ræddi við Steingrím J. Sigfússon, formann Vinstri-
hreyfingarinnar - græns framboðs um það sem framundan er, hugsanlega ríkisstjórnarþátttöku vinstri
grænna og hvað flokkur hans treystir sér til að semja um og hvað ekki.