Morgunblaðið - 18.02.2007, Side 34

Morgunblaðið - 18.02.2007, Side 34
þeirra en varningurinn er upp og ofan, jafnvel ættaður frá austurlöndum. Stríðsmenn hefðu ekki unnið marga sigra með þessu glingri. Ef þú hefur komið inn í eina slíka verslun hefurðu séð þær allar. Leiðangursmenn afgreiddu minjagripakapítulann í Bluff, undirritaður hélt á braut með einn sporðdreka í fórum sínum, sá var ekki til stórræðanna, löngu búið að hjúpa hann bláglæru plasti. Skammt sunnan við Bluff kvíslast vegurinn, Málfríður skipaði oss: „Haldið í vestur, ungu menn“. Á þjóðveg 163 fórum við von bráðar framhjá þorpinu Mexican Hat. Maður þarf ekki að reyna á hugmyndaflugið til að komast að ástæðunni fyrir óvenjulegri nafngiftinni er heljarmikill drangur kemur í ljós við bæjarmörkin. Nú fór óðum að styttast í einn af hápunktum ferðarinnar, Monument Valley. Skyndilega risu í fjarska, þessar margkvikmynduðu, mikilfenglegu hamraborgir og drangar. Áhrifin voru ólýsanleg, maður sat bergnuminn, síðan fór ég að mynda sem óður væri gegnum rykuga framrúðuna og þakkaði síðar almættinu fyrir einfalda útþurrkunarmöguleika stafrænu tækninnar. Hér hafa náttúruöflin mótað rauðan sandsteininn í hrífandi, ójarðnesk form sem gnæfa yfir hrjóstrugum dalnum. Hann liggur í svipaðri hæð og Snæfellsjökull, og er um 30 þúsund ekru þjóðgarður og friðland Navajo ættbálksins. Fátækleg kofaræksnin þeirra standa á tvist og bast um garðinn í himinhrópandi mótsögn við ægifegurð staðarins. Sum staðar í þyrpingum en flestir á stangli, lítt áberandi í kyrkingslegu kjarri og eyðimerkurgróðri. Reykurinn úr skorsteinunum oft það eina sem ber vott um að hér eru hýbýli manna. Frumbyggjarnir sjá um vörslu þjóðgarðanna í N.-Ameríku og er þeirra aðal tekjulind. Alls munu „monument“ skaparans, og dalurinn dregur nafn sitt af, telja á fjórða tuginn og ferðalangurinn nýtur náttúrunnar vel frá útsýnisstöðum við þjóðveg 163. Stuttur afleggjari liggur að gestasetri garðsins, látlausri byggingu sem hýsir minjasafn, sögusýningu, John Ford safn, skyndibitastað, en mestur hlutinn er lagður undir minjagripakaupmennskuna. Af veröndinni blasa við stórbrotnir rauðsteinsrisarnir, hver af öðrum; Elephant Butte, Sentinel Mesa, Camel Butte, Rain God Mesa, að ógleymdum Þremur systrum, sem eru miðsvæðis, en rétt við þær er John Ford’s Point, eftirlætistökustaður leikstjórans. Ein systranna kemur eftirminnilega við sögu í The Eiger Snction (’75), eftir Eastwood. Monument Valley var eftirlætisleiksvið Fords og er m.a. bakgrunnur The Searchers (’56), sem af mörgum er talinn besti vestri kvikmyndasögunnar. Meistaraverk Jónanna tveggja um tvíræðni siðfræðinnar og lifir að eilífu í þessum magnaða ramma utan um rismikla túlkun Waynes á hermanninum sem kemur heim úr stríðinu og þráir að endurheimta fjölskylduna. Leitar í sjö, hatursfull ár að bróðurdóttur sinni sem hefur verið rænt af indjánum, til þess eins að komast að því að hún vill ekki snúa til baka. Let’s go home, Debbie, segir The Duke, hörkutólið horfir biðjandi í augum á frænku sinni, augnablikið er blítt sem blágresi í þessu bergstáli kvikmyndanna. Þess má geta að í tilefni hálfrar aldar afmælis The Searchers var hátíðarútgáfan markaðssett (DVD) hérlendis í janúar. Alls hafa um 70 kvikmyndir verið teknar í dalnum, svo við höldum okkur við meistara Ford, þá filmaði hann á þessum slóðum, að einhverju eða öllu leyti, m.a. stórvirkin Cheyenne Autumn (’64), Fort Apache (’48), How the West Was Won (’62), My Darling Clementine (’46), She Wore a Yellow Ribbon (’49) (með hrikalega góðum Wayne), og Stagecoach (’38), fyrsta stórvirki þeirra Jónanna í sameiningu og eitt af lykilverkum vestrasögunnar. Fjöldi nafntogaðra og ólíkra leikstjóra hafa nýtt sér töfra dalsins, m.a. John Woo, (Mission: Impossible II. (’00); Dalurinn kom við sögu 2001: A Space Odyssey (’68), eftir meistara Kubrick; Honum brá fyrir á ferðalagi Forrest Gump (’94), eftir Robert Zemeckis, og svo mætti lengi telja. Við ókum um 20 km hringveg um svæðið, á milli djásna þessa kunnuglega höggmyndasafns skaparans. Gráni sigldi notalega með okkur eftir meinfýsnum troðningunum; Jafnfær í móbergsurð sem malbiki. Það var erfitt að slíta sig frá þessum langþráða áfanga en tíminn leið, óhjákvæmilega brunaði Gráni aftur út á 163 og Málfríður minnti á að okkar beið rúmlega tveggja stunda akstur til Grand Canyon. Nokkrir metrar af Miklagljúfri Landslagið við veginn, milli tveggja af stórbrotnustu náttúruperlum Ameríku, bliknar nokkuð í samanburðinum. Við ókum lengi í undirhlíðum Black Mesa, sólin skein í heiði og hellti brennandi júnígeislum yfir gróðursnauða, daufgula mela en í fjarlægð fögur fjallasýn. Af og til birtust óspennandi smáþorp við veginn og enn færri, blómleg býli þar sem naut vatns, og skjöldóttur búpeningur stiklaði sílspikaður og júgurmikill um íðilgræna haga. Síðan tók við lífvana mörkin að nýju. Við vorum enn á yfirráðasvæði Navajoa, sem er stærsti ættbálkur frumbyggja álfunnar. Það er eins gott að vera vel birgur af vatni í hitanum, að maður tali ekki um ef eitthvað bilar á fáförnum slóðum líkt og þeim sem við þræddum, en var stysta leiðin til Miklagljúfurs. Hún minnti dulítið á landslagið í hryllingsmyndum á borð við The Hills Have Eyes og Jeepers Creepers, og ekki frítt við að maður gjóaði út undan sér augunum eftir undarlegum pallbílum. Við brenndum fram hjá Tuba City, stjórnaraðsetri Navajoa, og komum síðan að Cameron, annarri indjánabyggð, þar sem vegurinn greinist í höfuðáttirnar og einn liggur til gljúfursins. Það var orðið áliðið dags þegar mörkinni sleppti og við okkur blasti þekkt kennileiti, fornfrægur, hlaðinn turn, Desert View Watchtower, sem er við suðaustur mörk gljúfursins, skammt innan þjóðgarðsins.Við héldum upp á þriðju hæð turnsins, þaðan er útsýnið engu líkt, hvert sem litið er. Gljúfrið er ægifagurt ógnarflæmi, óraunverulega margbrotið og fegurðin yfirþyrmandi – þó við teldum okkur vel undirbúna. Höfðum skoðað myndir, kort og ferðahandbækur, auk þes sem Gljúfrið er með víðkunnustu náttúruperlum jarðar. Samt sem áður eru viðbrögðin hjá flestum á sama veg: Maður fyllist virðingu og hrifningu og starir í þögn, orðum er ofaukið. Hlíðarnar, gilin, fjöllin, eru ólýsanlega stór og sterk. Í botni gljúfursins byltist vinur okkar, móðan mikla, Colorado, eins og bæjarlækur að sjá ofan af brún þessa veðraða veraldarundurs. Viðdvölin var ekki eins löng og við hefðum kosið því degi var tekið að halla og markmiðið að ná til Flagstaff fyrir myrkur. Þar vorum við vegalausir og vissara að hafa tímann fyrir sér ef erfiðlega reyndist að finna gistingu. Ákváðum að heimsækja suðurbarm gljúfursins daginn eftir. Engu að síður höfðum við notið reyskins af réttunum, upplifað ólýsanlega fegurð sem er greypt í miniskubbinn í toppstykkinu. Ekki má gleyma kvikmyndatengingunni, gljúfrið kemur við sögu í ómældum fjölda bíómynda og um 50 hafa verið teknar í þjóðgarðinum að einhverju leyti. Mikilfenglegust er hún vafalaust, The Big Trail (’30), einn fyrsti stórvestrinn, tekinn í svokölluð Grandeur-formati, sem var undanfari Todd-AO, og fyrsta myndin sem tekin er á 70 mm filmu. Leikstjóri Raoul Walsh og með aðalhlutverkið fer að sjálfsögðiu John Wayne. Af öðrum myndum teknum á svæðinu, má nefna einar fjórar sem bera nafn þess (Grand Canyon Kasdans undanskilin, nafnið höfðar til gljúfursins milli ríkra og fátækra, hvítra og litaðra í Los Angeles), Maverick og hina seiðmögnuðu Koyaanisqatsi. DAGUR 5 Flagstaff og furðuveröld Sedona Í ljósaskiptunum renndi Gráni inn í Flagstaff, þennan sögufræga bæ sem þvarr máttur í nokkra áratugi eftir að nýjar hraðbrautir leystu af hólmi Route 66, þá fyrstu sem þveraði meginlandið. Þjóðvegur 66 er einnig sá frægasta í sögunni, eftir að Nat King Cole söng um hann bráðfjörugt lag fyrir sléttum 60 árum og margir hafa glímt við síðan: …You see Amarillo, Gallup, New Mexico, Flagstaff, Arizona. Don’t forget Winona… Söguþráður teiknimyndarinnar Cars (’06), er saga Flagstaff, sem er loksins farin að rétta úr kútnum á ný og er mikilvægur áningastaður ferðamanna þar sem fjölsóttar náttúrparadísir eru skammt undan til allra átta. Rétt ofan við þennan 50 þúsund manna bæ er Humphrey’s Peak, hæsti tindur Arizona og hátt uppi í fjallinu er The Arizona Snowbowl, þangað flykkist fólk yfir vetrarmánuðina til að stunda skíðaíþróttina við bestu aðstæður í fylkinu. Flagstaff er einnig mikilvægur háskólabær og iðar af mannlífi. Gráni skilaði okkur af sér á Route 66, hvert annað? Á horni gamla þjóðvegarins og aðalgötunnar logaði ljós yfir móteldyrum sem sýndi að þar var páss fyrir okkur í gistihúsinu. Við ákváðum að eyða ekki meiri tíma í leit, langþreyttir eftir minnisstæðan, langan og strangan dag. Við skoluðum af okkur ferðarykið og héldum inn í miðbæinn, sem kom skemmtilega á óvart. Andi villta vestursins svífur yfir vötnunum því miðbæjarkjarninn er byggður um og eftir aldamótin 1900, og það af auðsæu ríkidæmi og var friðaður í tæka tíð. Gamalt og virðulegt hótel auglýsti íbúðina hans Zane Gray og að matseðillinn væri sá sami og á meðan þessi víðfrægi vestrahöfundur undi þar langdvölum á öndverðri öldinni sem leið. Við stóðumst ekki Zane Gray Restaurant, svalirnar á efstu hæðinni magnaðar fyrir mojito og að virða fyrir sér miðbæjarmannlífið. Staðurinn var troðfullur og lofaði góðu. Dómurinn um matsöluna í stuttu máli: Við þyrftum að vera langsoltnir til að setjast þar aftur að snæðingi, ZGR nýtur þess vafasama heiðurs að vera eina kokkhúsið sem olli okkur vonbrigðum í Vesturheimi. Fær 1 fyrir umhverfið og andrúmsloftið, sem var reyndar orðið banvænna en maturinn undir það síðasta, eftir að við höfðum gefist upp við að nálgast flösku með pinot noir og spurt yfirþjóninn hvort við sætum að leyfum hádegisverðar Herra Grays. Það var ágætur, mexíkóskur veitingastaður hinu megin götunnar. Auk Zane Gray, kemur Flagstaff oft við vestrasöguna og er einn af aðaltökustöðum frægrar myndar um ódáminn Billy the Kid (’41), með Robert Taylor í titilhlutverkinu. Mun þekktari og betri er klassíkin Broken Arrow, sem Delmer Daves tók hér árið 1950, með James Stewart og Jeff Chandler. Af nýrri myndum má nefna gæðavestrann Comes a Horseman (’78), eftir Alan J. Pakula, og hin alvonda The Quick and the Dead (’88). Morguninn eftir breyttum við áætluninni, vorum sammála um að annaðhvort eyddi maður þrem tímum eða þrem dögum, a.m.k., við Miklagljúfur. Við höfðum hugmynd um tilvist Sedona, rómaðs smábæjar og að sjálfsögðu vel þekkts tökustaðar stórvestra, og átti að lúra í nágrenninu, Við urðum ekki fyrir vonbrigðum, eftir að hafa slegið staðarnafninu inn á litlu fröken Málfríði, þeysti Gráni með okkur rétt út fyrir bæinn og æddi síðan suður og niður. Sedona stendur u.þ.b. 1000 metrum lægra en hásléttan. Við ókum því lengst af niður Oak Creek Canyon, stórbrotið gljúfur sem endar á ægifögrum dalbotni. Klettaveggirnir eru stórkarlalegir og þegar komið er niður í þennan hömrum girta dal, blasir við heillandi sjón. Drangar, tindar, mesur, hamraborgir sem líkjast hvað helst skúlptúrunum í Monument Valley. Hér er hin víðfræga Cathedral Rock, klettaborg sem minnir sannarlega á fegurstu dómkirkju; Submarine Rock og Courthouse Butte, svo getið sé örfárra víðfrægra kennileita. Eyddum hugfangnir deginum í dalnum og lukum heimsókninni á Gljúfrið kemur við sögu John Wayne og Marguerite Churfhill í The Big Trail, frægum stór- vestra og fyrstu kvikmyndinni sem tekin var á 70 mm filmu. Tökuslóðir í Grand Canyon. Frægur Fisher Towers, frægur hamar úr fjölda vestra, sem blasir víða við í N.A. Utah, nálægt Moab. Jónarnir tveir Wayne og Ford og Ben Johnsoon við tökur á She Wore a Yellow Ribbon, í Monument Valley árið 1948. Tveir góðir Kúrekar norðursins eru fágæt sjón í Monument Valley, þessir náðust á mynd í sumar sem leið. »Umhverfið og andrúmsloftið var orðið banvænna en maturinn eftir að við höfðum gefist upp við að nálgast flösku með góðu pinot noir og spurt yfirþjóninn hvort við sætum að leifum hádegisverðar herra Grays. ferðalag 34 SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.