Morgunblaðið - 18.02.2007, Side 35

Morgunblaðið - 18.02.2007, Side 35
einu af mörgum, sælkeraveitinga- húsum sem erfitt er að gera upp á milli. Það stendur rétt við Red Rock Crossing, þaðan sem útsýnið er engu líkt á jarðríki. Sedona er á svipuðum stalli hjá mörgum Bandaríkjamönnum og Snæfellsjökull hjá okkur Íslendingum. Staðurinn er sagður búa yfir ójarðneskum kyngikrafti og Nýaldarfólk hefur tekið þennan fyrrum helgistað frumbyggjanna, í tölu þeirra útvöldu svæða þar sem landslagið hættir að vera jarðneskt. Það er ekki verið að gera lítið úr Sedona, en hann kemst, þrátt fyrir allt, hvergi nærri Jöklinum. Ég er reyndar ekki alveg hlutlaus. Sedona á litríka sögu sem tökustaður hátt í hundrað vestra af öllum stærðum og gerðum. Hér filmaði meistari Robert Aldrich Apache (’54), með Burt Lancaster sem indjánavígamaðurinn Massai, og heillaði gesti í Austurbæjarbíó á öldinni sem leið. Þar kom og við sögu heldur svipljótur náungi sem átti eftir komast langt á stórskornu útlitinu, og hét Charles Bronson. Ef þið hafið ekki séð Johnny Guitar (‘54), eftir meistara Nicholas Ray, með Joan Crawford, Mercedes McCambridge, Sterling Hayden, o.fl. þá bætið úr því sem fyrst. Þessi klassíski og framúrstefnulegi kvenvestri er engum öðrum líkur og allur tekinn í dalnum. Líkt og Breakdown (’98), með Kurt Russell og J.T. Walsh. Hér var einnig tekinn Riders of the Purple Sage (’31), sem er byggður á samnefndri sögu gamla Gray, og kom út hjá því merka forlagi, Sögusafni heimilanna. Segjum þetta gott, en Sedona er mikilfenglegt baksvið urmuls þekktra mynda, meira að segja sleit Elvis hér barnsskónum á kvikmyndabrautinni. Það á vel við að geta að endingu enn eins úrvals vestrans af þessum slóðum, sem er 3:10 to Yuma, sem Delver Dames gerði eftir sögu Elmores Leonard með Glenn Ford og Van Heflin. Ástæðan er einfaldlega sú að Hollywood er að endurgera söguna og leggur mikið undir. Leikstjórnin verður í höndum James Manigold (Walk the Line) og aðalhlutverkin manna stjörnurnar Russell Crowe, Christian Bale og Peter Fonda. Myndin skyldi þó aldrei verða sú sem kemur vestranum aftur á kortið? DAGUR 6 Sögulok á 66 Í morgunroðann var lagt af stað á Grána, sem stóð tandurhreinn, snurfusaður með fullan tank af fóðri. Undir vélarhlífinni kumraði hestastóðið, tilbúið í næsta áfanga, Los Angeles, vegalengdin sem svarar hálfum hringveginum. Við beygðum fyrir hornið og vorum þar með lagðir á þjóðveg 66. Á þessum kafla er honum haldið við eins og hann var á sínum blómatímum. Við fengum okkur árbít á ósviknum „diner“ í anda sjötta áratugarins – allt frá auglýsingaskiltinu, innréttingunum, leturgerðinni á matseðlinum til túberaðrar hárgreiðslu gengilbeinunnar. Nú var komið að leiðarlokum á tökuslóðunum fögru. Route 66 hefur vissulega oft sett svip sinn á kvikmyndir og þar kemur meistari Ford enn við sögu og þar að auki ein hans besta mynd, Þrúgur reiðinnar, The Grapes of Wrath (’40). En perlan sú verður seint talin ósvikinn vestri, þeir gerast ekki á malbiki. Eftir þrjá tíma á vegum úti vorum við komnir að næsta kapítula. Við kvöddum okkar kæra vin, Colorado fljótið, á brúnni við Needles. Arizona að baki, Kalifornía og grillsteikt Mojave eyðimörkin blasti við framundan og boðaði ókomin ævintýri. Ég vil að lokum biðja lesendur velvirðingar á ofnotkun hástemmdra lýsingarorða, en hvað getur maður sagt, þessi ferð var stórkostlegri en orð fá lýst. Og rann hjá eins og úrvals vestri. saebjorn@heimsnet.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2007 35 SELHELLA – FJÁRFESTAR Erum með í einkasölu glæsilegt verslunar- og þjónustuhúsnæði á góðum stað. Húsnæðið er alls um 2000 fm og selst í heilu lagi. Skilast algerlega fullbúið að utan og innan haustið 2007. Verð 120.000,- pr. fm. Allar nánari uppl. gefur Jón Örn á Ás fasteignasölu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.