Morgunblaðið - 18.02.2007, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 18.02.2007, Qupperneq 40
40 SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ 20. febrúar 1977: „Svo hafa skipast mál samvinnuhreyf- ingarinnar hér á landi, að hún hefur starfað í nánum tengslum við einn stjórn- málaflokk, þ.e. Framsókn- arflokkinn. Forsvarsmenn beggja aðila, hreyfingar og flokks, hafa jafnan haldið því fram, að hér sé einungis um að ræða hugsjónaleg tengsl. Þannig segir Erlendur Ein- arsson, forstjóri SÍS, í viðtali við Morgunblaðið í gær í til- efni 75 ára afmæli Sam- bandsins, um þetta efni: „Það eru engin tengsl milli Sambands og Framsókn- arflokksins, önnur en þá hugsjónatengsl. Framsókn- arflokkurinn hefur haft sam- vinnustefnu á stefnuskrá sinni frá því hann var stofn- aður og margir framsókn- armenn eru samvinnumenn. Önnur tengsl eru ekki.“ Þetta hljómar vel en stað- reyndin er auðvitað sú, að samvinnuhreyfingin í heild sinni hefur alla tíð verið bak- hjarl Framsóknarflokksins og veitt honum stuðning í ýmsu formi. Þannig þurfa menn ekki annað en að fletta Tímanum í gegnum árin til þess að sjá þar merki um fjárhagslegan stuðning sam- vinnuhreyfingarinnar við málgagn Framsóknarflokks- ins og sem á ekkert skylt við eðlilega auglýsinga- starfsemi.“ . . . . . . . . . . 15. febrúar 1987: „Nú er staðgreiðsla skatta að verða að veruleika. Kveikjan að því nú er samstaða verkalýðs- hreyfingar og vinnuveitenda um áskorun á ríkisstjórn og Alþingi að taka þetta kerfi upp í tengslum við kjara- samningana, sem gerðir voru í desember. Fyrirsjáanlegt er, að frumvörpin um stað- greiðslu skatta ná fram að ganga á þessu þingi, þótt vafalaust verði einhver ágreiningur í þingsölum um einstök atriði. Staðgreiðsla skatta mun valda meiriháttar breytingu í þjóðlífi okkar. Vandamál af margvíslegu tagi, sem hafa markað daglegt líf fólks, hverfa. Sveiflur, sem verða í skattgreiðslum milli ára og fyrri hluta árs og seinni hluta árs heyra sögunni til.“ . . . . . . . . . . 16. febrúar 1997: „Óheftar veiðar á Flæmingjagrunni og í Barentshafi hafa veikt víg- stöðu okkar á alþjóðavett- vangi í viðræðum um fisk- veiðimálefni. Nú hefur verið tekið á því vandamáli varð- andi rækjuveiðarnar og áreiðanlega rétt mat hjá Þor- steini Pálssyni, að ef ekkert miðar í samkomulagsátt við Norðmenn á næstunni í Smugudeilunni er tímabært að við stígum nýtt skref. Einhliða kvóti í Barentshafi mundi styrkja stöðu okkar mjög í samningaviðræðum við aðrar þjóðir um fiskveiði- réttindi.“ Úr gömlum l e iðurum Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SJÓNHVERFINGAR UTANRÍKISRÁÐHERRA Valgerður Sverrisdóttir utan-ríkisráðherra ræddi um frí-verzlunarmál í ræðustól á fundi Félags íslenzkra stórkaup- manna í fyrradag. Hún talaði í því samhengi um viðleitni til að lækka vöruverð á Íslandi og sagði: „Þar vegur þungt hið víðtæka net frí- verslunarsamninga sem við Íslend- ingar höfum tryggt okkur á undan- förnum árum.“ Þetta er rétt, svo langt sem það nær. Fríverzlunarsamningar, þar sem samið hefur verið um lækkun á tollum, hafa stuðlað að lægra vöru- verði. En ráðherrann gleymir að nefna að það mætti auðveldlega lækka vöruverð án þess að gera neina fríverzlunarsamninga. Það mætti einfaldlega lækka tollana ein- hliða. Það er alfarið mál íslenzkra stjórnvalda og enginn sem bannar þeim það nema kannski hagsmuna- samtök með skrifstofur í Reykjavík. Utanríkisráðherra sagði á fundi stórkaupmanna: „Viðskipti okkar við Egyptaland hafa til dæmis verið hverfandi en nýgerður fríverslunar- samningur gæti orðið Íslendingum hvatning til þess að sækja þangað beint, til dæmis eftir grænmeti og ávöxtum sem hingað til hafa mögu- lega fengist dýrari annars staðar frá.“ Er ekki eitthvað bogið við þessa röksemdafærslu? Hafa ekki íslenzk stjórnvöld alla tíð haft það í hendi sér að tryggja Íslendingum ódýrustu ávextina og grænmetið, með því að hafa ekki tolla á þessum vörum? Stjórnmálamenn, ekki bara á Ís- landi heldur víðast hvar, stilla gerð fríverzlunarsamninga iðulega þannig upp fyrir kjósendur sína að það hafi tekizt að ná frábærum árangri í lækkun tolla á erlendum mörkuðum, t.d. fyrir sjávarafurðir. Á móti hafi orðið að færa þá „fórn“ að lækka tolla á innflutningi. Samt er stað- reyndin sú að það er ódýrari inn- flutningur sem er stærsta hagsmuna- málið fyrir almenning. Valgerður Sverrisdóttir sagði í ræðu sinni: „Það kann að koma ýms- um á óvart en staðreyndin er sú að tollar á landbúnaðarvörur eru hér al- mennt lágir. Það kann að koma mörg- um ykkar á óvart en raunin er sú að í þeim fríverslunarviðræðum sem EFTA-ríkin hafa átt við ríki utan EES hefur íslenska landbúnaðarkerf- ið aldrei reynst verulegur ásteyting- arsteinn. Með öðrum orðum, sú stað- reynd að við höfum viljað styðja við íslenskan landbúnað hefur ekki reynst okkur fótakefli þegar við höf- um samið um aukna fríverslun við aðrar þjóðir.“ Ætli íslenzkir neytendur, sem hafa horft á verðmiðann á innfluttum kjöt- eða mjólkurvörum og kynnt sér hvernig verðið á þeim verður til séu sammála því að tollar á landbúnaðar- vörum séu „almennt lágir“? Stað- reyndin í þessu máli er sú að það eru lágir eða engir tollar á landbúnaðar- vörum sem eru ekki framleiddar á Ís- landi og/eða eru ekki í beinni sam- keppni við íslenzka framleiðslu. Þetta á t.d. við um korn, sykur, ávexti, kaffi o.s.frv. En verndartollar á t.d. kjöti, mjólkurvörum og eggjum eru fárán- lega háir eins og neytendur þekkja. Verndarstefnan í þágu landbúnað- arins hefur ekki verið ásteytingar- steinn í fríverzlunarviðræðum við ríki utan EES vegna þess að ekkert þeirra ríkja er í hópi helztu útflytj- enda á sams konar vörum og fram- leiddar eru á Íslandi. Kína, Indland og Egyptaland hafa engan áhuga á að selja hingað ferskt kjöt eða mjólk- urvörur. Það er ekki skynsamlegt að reyna að útmála einhvern annan raunveru- leika en þann sem blasir við þegar ut- anríkisviðskiptastefna Íslands er skoðuð. Utanríkisráðherra ætti að láta atvinnutöframönnum eftir að vera með sjónhverfingar uppi á sviði. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Í gærkvöldi, föstudagskvöld, ók ungur maður um tvítugt bifreið á allt að 190 km hraða um götur Reykjavíkur. Hon- um var veitt eftirför frá Ártúnsbrekku, um Kópavog og Breiðholt en að lokum tókst að stöðva hann á Sæbraut. Í Morgunblaðinu í dag, laugardag, er eftirför- inni lýst með svofelldum hætti: „Eftirförin hófst efst í Ártúnsbrekkunni á móts við Höfðabakka á ellefta tímanum í gærkvöldi. Þaðan lá leiðin vestur Miklubraut, um Skeiðarvog, austur Suðurlandsbraut, yfir grasflöt við enda hennar, þar sem leikskólinn Steinahlíð er, út á að- rein og á móti umferð niður á Reykjanesbraut, upp Smiðjuveg í Kópavogi, hring í iðnaðarhverf- inu um græna og rauða götu til baka og út á Stekkjarbakka, um Höfðabakka, Fálkabakka, Arnarbakka og Álfabakka, aftur út á Reykjanes- braut og að Sæbraut við Súðarvog, þar sem lög- reglumönnum á þremur bílum tókst að króa öku- manninn af.“ Í bíl þessum voru þrír ungir menn um tvítugt, sem stofnuðu eigin lífi, lögreglumannanna og ann- arra vegfarenda í stórkostlega hættu. Í frásögn Morgunblaðsins í dag, laugardag, seg- ir ennfremur: „Ríkharður Steingrímsson útivarðstjóri kom inn í eftirförina í Breiðholtinu. Hann segir að öku- maður bifreiðarinnar hafi reynt allt sem hann hafi getað til að komast í burtu og hraðinn hafi verið allt að 190 km. Hann hafi farið yfir á rauðu ljósi, ekið á móti umferð, ekki virt hindranir og stöðv- unarmerki lögreglu og í raun brotið allar umferð- arreglur sem hægt hafi verið að brjóta, „Hann ætlaði sér aldrei að stöðva, það var augljóst á akst- urslaginu,“ segir Ríkharður.“ Atburðir af þessu tagi gerast aftur og aftur í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu. Það eru nánast alltaf ungir ökumenn sem eru á ferð. Það er ekkert álitamál að framferði sem þetta í umferðinni getur leitt til dauða einhvers. Í raun og veru má líkja svona háttsemi í umferðinni sem til- raun til þess að valda dauða. Það er ekki mikill munur á vísvitandi tilraun til þess að myrða mann og að aka með þessum hætti í þéttbýli. Leiði akst- urslagið ekki til dauða getur það leitt til varan- legrar líkamlegrar fötlunar einhverra eins og dæmin sanna. Þetta háttalag er í raun ekki bara spurning um brot á umferðarlögum, um brot á lögum og reglum um hámarkshraða. Piltarnir, sem voru í bílnum, voru þátttakendur í miklu alvarlegra broti. Hlössin S l. fimmtudag gerðist það enn einu sinni og nú á hringtorgi á Vestur- landsvegi að hlass féll af flutningabíl í miðri umferðinni og reyndar pall- urinn með. Í þessu tilviki var um að ræða níðþungan gröfufleyg en slík tæki eru notuð til þess að kljúfa grjót eða sprengja grjót. Fyrir nokkrum mánuðum urðu miklar umræð- ur um farm flutningabíla og mikilvægi þess að farmurinn væri vandlega festur á pall flutninga- bíls. Tilefnið var að hlössin voru aftur og aftur að falla af flutningabílunum og skapa þar með stór- fellda hættu í umferðinni. Í ljós kom að oft var settum reglum ekki fylgt um festingar. Í Morgunblaðinu í gær, föstudag, birtist mynd af flutningabíl sem merktur var tilteknu fyrirtæki, þar sem farmur bílsins var ekki bundinn niður nema að hluta. Aðrir hlutar hans voru lausir ef marka má myndina. Þegar flutningabílar fara um götur með slík hlöss sem ekki eru vandlega fest er augljós lífs- hætta á ferð fyrir þá sem eru í bílum í námunda við flutningabílana. Það er ekki minni lífshætta en að verða fyrir óðum ökumanni sem keyrir um á 190 km hraða. Enginn veit hver er í mestri hættu. Þetta er bara eins og rússnesk rúlletta. Hlass flutningsbílsins getur fallið á hvern sem er. Gröfu- fleygurinn á hringtorginu hefði getað fallið á lög- reglubíl sem af tilviljun var á eftir flutningabílnum sem missti bæði fleyginn og pallinn. Hvers vegna missir hann bæði fleyg og pall? Dag hvern aka fjölmargir flutningabílar með stóra farma um götur Reykjavíkur og nágranna- byggða. Að fenginni reynslu virðist engin trygg- ing fyrir því að þessir farmar séu tryggilega festir. Sennilega hefur ástandið lagazt eitthvað í kjölfar þeirra miklu umræðna sem urðu um málið sl. haust en svo hefur bersýnilega slaknað á aðgæzlu bílstjóranna síðan. Hvað eru þeir að hugsa? Varla getur verið að þarna séu á ferðinni tvítug ung- menni sem hugsa ekkert út í það hvað þau eru að gera. Bílstjórar flutningabílanna vita mæta vel hvaða hætta er á ferðum þegar þeir aka um götur borgarinnar. Af hverju haga þeir sér svona? Af hverju stofna þeir vísvitandi lífi samborgara sinna í hættu. Þetta er ekki of mikið sagt. Það er einfald- lega staðreynd að sá flutningabílstjóri sem leggur af stað án þess að hafa gengið tryggilega frá farmi á bíl sínum er að stofna lífi samborgaranna í hættu. Hvað eru forráðamenn fyrirtækjanna að hugsa sem eiga þessa bíla? Yfirleitt eru flutningabílarnir í eigu fyrirtækja, þjóðkunnra fyrirtækja. Hvað veldur því að þau gera ekki nauðsynlegar ráðstaf- anir til að tryggja að bíll í þeirra eigu fari ekki af stað fyrr en búið er að ganga tryggilega frá farmi? Forstjórar þessara fyrirtækja vita hvað er í húfi. Þeir vita að líf þeirra sjálfra og fjölskyldna þeirra er í hættu ef þessir bílar leggja af stað án þess að tryggilega sé gengið frá farmi bílanna. Þeir vita að líf starfsmanna fyrirtækjanna er í hættu auk allra annarra vegfarenda. Hvers vegna skera þeir ekki upp herör innan eigin fyrirtækja til þess að koma þessum málum í lag? Við getum öll verið sammála um að framferði ungu strákanna, sem keyra um á 190 kílómetra hraða sé óafsakanlegt. En framferði bílstjóranna á flutningabílunum og fyrirtækjanna sem eiga bíl- ana er líka óafsakanlegt ef lagt er af stað án þess að gengið sé tryggilega frá farmi. Nú er svo komið að hinn almenni borgari er byrjaður að taka ljósmyndir af flutningabílum sem aka um með farm, sem illa er gengið frá og senda þær til rannsóknarnefndar umferðarslysa. Það þarf mikið til að Íslendingar taki sig til með þeim hætti. En það sýnir líka að fólk er orðið sér meðvitandi um hættuna sem af þessu stafar. Það er athyglisvert í þessu sambandi, að lög- reglan telur, að reglugerð um frágang farms á flutningabílum sé of almennt orðuð. Það getur auðvitað að hluta til skýrt þau ítrekuðu vandamál, sem upp hafa komið af þessum sökum. Raunar má velta því fyrir sér af þessu tilefni og öðrum, hvort lög og reglugerðir á Íslandi byggi ekki á nægilega vönduðum texta. Aftur og aftur benda úrlausnir dómstóla til þess að markmiðum löggjafans sé ekki náð vegna óvandaðs texta. Í þessu tilviki ætti að vera hægt að gefa skýr fyrirmæli um frágang farms í reglugerð. Laugardagur 17. febrúar Reykjavíkur Glæfraakstur Í fyrrakvöld þurfti lögregla að elta
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.