Morgunblaðið - 18.02.2007, Page 46

Morgunblaðið - 18.02.2007, Page 46
46 SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN OPIÐ HÚS STÓRAHJALLA 19 - KÓP. Bjart og vel umgengið 228,1 fm endaraðhús með fjórum herbergjum á tveimur hæðum, innbyggðum bílskúr, útsýni til Esjunnar og góðum suðurgarði. Verð 41,9 m. Sveinn og Aðalheiður taka á móti gestum í dag, sunnudag, milli kl. 13 og 15. OPIÐ HÚS Í DAG KL. 14 - 16 NORÐURTÚN 16 - ÁLFTANESI Magnús og Guðbjörg taka á móti áhugasömum og sýna hús sitt, sem er mjög fallegt um 195,6 fm einbýlishús á frábærum stað á Álftanesi. Vandaðar innréttingar og gólf- efni. Stór bílskúr með gryfju. Glæsileg lóð, góð verönd með heitum potti. Örstutt í leikskóla, grunnskóla og íþróttamiðstöð. Skipti möguleg á 4ra herb. eða litlu raðhúsi. Verð kr. 49,9 millj. Sölumaður Sigurður s. 8983708 Laugavegur 182 • 4. hæð • 105 Rvík Fax 533 4811 • midborg@midborg.is Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. Sími 533 4800 70,2 fm 2ja herbergja íbúð á 2. hæð í húsi byggðu 1987. Eignin skiptist í anddyri, stofu, svefnherbergi, eldhús, baðherbergi, þvotta- hús og sérgeymslu í sameign. Stutt er í alla þjónustu, skóla og versl- anir. V. 18,5 millj. Opið hús í dag milli kl. 13.00 og 14.00. Álfaheiði 8e – Opið hús 46,6 fm glæsileg 2ja herbergja íbúð í nýlegu (byggt 2004) húsi við Frakkastíg með sérinngangi og verönd til suðurs. Íbúðin skiptist í for- stofu, stofu, svefnherbergi, eldhús, baðherbergi, geymslu í íbúð, sameiginlegt þvottahús í sameign. Vel staðsett íbúð sem vert er að skoða. Áhvíl. hagstætt lán. Getur verið laus fljótlega. V. 17,9 millj. Opið hús í dag milli kl. 15.00 og 16.00 (Sunna Dögg á dyrabjöllu). Frakkastígur 14b – Opið hús Glæsilegar 139,9 fm 4ra herb. efri sérhæðir auk 33,2 fm bílskúrs í fal- lega hönnuðum tvíbýlishúsum við Lindarvað í Reykjavík. Alls er hver hæð því 173,1 fm með bílskúr. 50 fm svalir fylgja hverri íbúð í suður. Eignunum er skilað fullbúnum án gólfefna. Hægt er að fá eignirnar 5 herbergja. V. 40,9 millj. Lindarvað – Nýbygging 284,2 fm einbýli á tveimur hæðum, þar af 32 fm bílskúr. Sér 2ja herb. íbúð á jarðhæð. Glæsileg ca 100 fm verönd með skjólvegg og heit- um potti til suðurs. Á efri hæð er forstofa, tvö svefnherbergi, baðher- bergi, stofur og eldhús. Á neðri hæð er sjónvarpshol, tvö svefnher- bergi, baðherbergi, saunaklefi og þvottahús. V. 68,0 millj. Skógarhjalli - Með aukaíbúð 112,7 fm glæsileg og mjög mikið endurnýjuð 5 herbergja íbúð á 2. hæð auk stæðis í lokaðri bílageymslu. Íbúðin skiptist í hol, stofu með suðursvölum, glæsilegt eldhús með borðkrók, þvottahús, fjögur góð svefnherbergi og baðherbergi. Eign sem vert er að skoða. V. 28,5 millj. Flétturimi - 5 herbergja íbúð – Ö r u g g f a s t e i g n a v i ð s k i p t i ! – Í HAUST var tekin upp ný náms- leið í sjúkraliðanámi, svokölluð sjúkraliðabrú, við Fjölbrautaskól- ann við Ármúla. Þeir sem geta sótt um námið eru ófaglært starfsfólk sem vinnur umönnunarstörf, að upp- fylltum ákveðnum skilyrðum. Þessi skilyrði eru: Að um- sækjandi hafi minnst 5 ára samfelldan starfs- aldur við umönn- unarstörf, hafi með- mæli frá vinnuveitanda og hafi lokið a.m.k. 230 stunda námskeiðum eða ígildi þeirra. Sjúkraliðabrú- in er skipulögð skv. námskrá sem Starfs- greinaráð um heil- brigðis- og félagslega þjónustu fól faghópi sérfróðra að skrifa. Markmið náms á sjúkraliðabrú eru m.a. að fjölga starfandi sjúkraliðum í umönnunarstörfum og auka fag- mennsku í þessum störfum. Samkvæmt námskrá sjúkrali- ðabrúar eru almennir áfangar á sjúkraliðabraut metnir, að und- anskildum áfanga í upplýs- ingatækni. Jafnframt er 16 vikna launuð starfsþjálfun metin til stytt- ingar á hefðbundnu sjúkraliðanámi. Nemar þurfa hins vegar að taka all- ar sérgreinar sjúkraliðabrautar, þ.m.t. ólaunað verknám með leið- beinanda, alls 40 vaktir eða 320 stundir á námstímanum. Í hefðbundnu sjúkraliðanámi er ólaunað verknám með leiðbeinanda 45 vaktir eða 360 stundir. Til skýr- ingar er rétt að taka fram að vinnu- staðanám í sjúkraliðanámi er tví- þætt; annarsvegar ólaunað verknám undir handleiðslu leiðbeinanda á vinnustað og hjúkrunarkennara, og hins vegar 16 vikna launuð starfs- þjálfun. Sérgreinar brautar eru t.d. hjúkrunargreinar, líf- færa- og lífeðlisfræði o.fl. greinar. Rökin fyrir sjúkraliðabrú Það hefur varla farið fram hjá neinum að mikill skortur er á sjúkraliðum á vinnu- markaði. Í könnun Landlæknisembætt- isins frá 1999 kemur fram að 800 sjúkraliða vanti á vinnumarkaðinn og skv. spá Hag- fræðistofnunar HÍ, frá des. 2006 um þörf á starfsfólki í heilbrigðiskerf- inu, þarf að brautskrá 140 sjúkraliða árlega á næstu árum til þess að mæta þörfinni. Vandinn mun vaxa ef ekkert verður að gert vegna vaxandi fjölda aldraðra í samfélaginu og auk- ins fjölda sjúkraliða sem hverfur af vinnumarkaði á næstu árum. Það er alkunna að á heilbrigð- isstofnunum starfar fólk í umönn- unarstörfum án formlegrar starfs- menntunar, sem engu að síður hefur sýnt færni í þessum störfum. Staða ófaglærðra innan flestra heilbrigð- isstofnana er veik og þess vegna leita reyndir starfsmenn oft í önnur störf. Heilbrigðisstofnanir, sem búa við stöðugan og vaxandi skort á starfsfólki mega ekki við því að missa þessa reyndu starfsmenn. Í Danmörku og Noregi var gripið til þeirra ráða fyrir mörgum árum að bjóða fólki með langa starfsreynslu í umönnunarstörfum upp á nám í lík- ingu við sjúkraliðabrúna með góðum árangri. Það er í anda þeirrar mann- auðsstefnu, sem nýtur vaxandi vin- sælda á vinnumarkaði að virkja þekkingu og reynslu starfsfólks og hvetja það til þess að fara í nám. Launþegasamtökin og stjórnvöld eru samstiga í þessari stefnu. Laun- þegasamtökin með því að semja um aukin framlög í starfsmennt- unarsjóði stéttarfélaga og viðsemj- endur með auknu framlagi í sjóðina og sveigjanleika. Vert er að geta þess að stjórn- endur Landspítala og fjölda hjúkr- unarheimila hafa sýnt gott fordæmi með því að auðvelda starfsfólki að komast í nám á sjúkraliðabrú. Við Fjölbrautaskólann við Ármúla stunda 70 nemendur nám á sjúkrali- ðabrú, meðalaldur þeirra er 48 ár, yngsti nemandinn er 23 ára og elsti 64 ára. Meirihluti nemenda hefur lokið lengra undirbúningsnámi en 230 stunda námskeiðum. Öllum bóklegum áföngum á haust- misseri lauk með prófum. Það er skemmst frá því að segja að þessir nemendur stóðu sig með prýði. Gagnrýni svarað Í skrifum sjúkraliða gegn sjúkraliðabrú ber mest á ótta við að verið sé að minnka kröfur, sem muni leiða til þess að laun lækki. Með sjúkraliðabrú er reynt að meta raun- færni fólks á vinnumarkaði til þess að stytta námið. Skólameistarar hafa fulla heimild skv. lögum til þess að meta óformlegt nám og slíkt mat er engin nýlunda á starfsmennta- brautum. Um laun er það að segja að menntun er ekki eina breytan sem hefur áhrif á laun, sbr. nýleg um- ræða um samanburð á launum fé- lagsliða og sjúkraliða. Lokaorð Gífurlegar breytingar hafa orðið á möguleikum fólks til þess að afla sér menntunar. Fólki með mikla reynslu en litla formlega menntun í starfs- grein býðst nú tækifæri til þess að sækja sér menntun, sem mun koma samstarfsmönnum í greininni og skjólstæðingum þeirra til góða. Fjölbrautaskólinn við Ármúla er þróunarskóli í námi heilbrigð- isstétta, þar er stöðugt unnið að því að þróa starfsnám og laga það að nýrri þekkingu og breytingum á vinnumarkaði. Sjúkraliðabraut skól- ans í samvinnu við Sjúkraliðafélag Íslands hefur lagt sitt að mörkum til þess þróa sjúkraliðanám og bregð- ast við áhuga sjúkraliða á frekara námi. Við skólann geta sjúkraliðar stundað viðbótarnám í hjúkrun aldr- aðra og fyrirhugað er að bjóða upp á meiri fjölbreytni í viðbótarnámi á næstu árum. Nám á sjúkraliðabrú er enn einn valkostur sem skólinn býð- ur upp á í þeim tilgangi að efla fag- mennsku í umönnunarstörfum og án efa munu verðandi sjúkraliðar af sjúkraliðabrú efla sjúkraliðastéttina. Um sjúkraliðabrú Guðrún Hildur Ragnarsdóttir fjallar um málefni sjúkraliða Guðrún Hildur Ragnarsdóttir »Nám á sjúkraliðabrúer enn einn val- kostur sem skólinn býð- ur upp á í þeim tilgangi að efla fagmennsku í umönnunarstörfum og án efa munu verðandi sjúkraliðar af sjúkrali- ðabrú efla sjúkraliða- stéttina. Höfundur er kennslustjóri sjúkraliða- brautar Fjölbrautskólans við Ármúla og sat í faghópi um sjúkraliðabrú. Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.