Morgunblaðið - 18.02.2007, Side 52

Morgunblaðið - 18.02.2007, Side 52
52 SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN UNDANFARIÐ hefur mikið ver- ið rætt um að innflytjendur á Íslandi skuli læra íslensku og er það vel. Flestir eru sammála um að einhver íslenskukunnátta sé nauðsynleg fyr- ir virkni hinna nýju þegna í sam- félaginu. Það sem mér hefur þó fundist skorta í umræðunni er hvers konar íslensku innflytjendur eigi að læra. Um það er ekk- ert getið t.d. í ný- kynntri stefnu rík- isstjórnarinnar um aðlögun innflytjenda. Það getur ef til vill verið erfitt fyrir Ís- lendinga að skilja við hvað er átt, en tungu- málið, íslenskan, sem fólk notar í daglegu lífi er fjölbreytt og fer eft- ir kringumstæðum. Áherslur eru líka ólík- ar í talmáli og ritmáli og þar getur líka verið nokkur blæbrigða- munur á málnotkun. Það sama á við um þá sem sjá um íslensku- kennsluna. Mig langar til að nefna nokkur dæmi til þess að skýra hvað ég á við. Hjá Há- skóla Íslands er námið ,,Íslenska fyrir erlenda nemendur“ mjög akademískt og tek- ur þrjú ár. Nemendur læra mikla málfræði, öðlast víðtæka þekkingu á sögu og bókmenntum en jafnframt er lögð áhersla á málnotkun og orða- forðinn (eins og t.d. vask, lak, vigt, rúskinn, röndóttur) er oftast mjög mikill eftir námið. Á hinum endanum er stutt námskeið, yfirleitt nokkurra vikna, eins og kennd hafa verið hjá Námsflokkum Reykjavíkur. Þar byggist kennslan fremur á að kenna einfalt, íslenskt mál og einfaldar setningar á borð við ,,Góðan dag- inn,“ ,,Ég heiti …,“ og svo framvegis þar sem fólk getur bjargað sér eins og ferðamaður með frasabók (e. phrasebook). Síðustu ár hefur líka verið að þróast svokölluð ,,starfs- tengd íslenska“ en þar er lögð áhersla á orða- og málnotkun sem útlendingar þurfa lík- lega helst að nota á vinnustöðum sínum. Það er eðlilegt að bjóða upp á marga möguleika og allir hafa þeir kosti og galla. En um leið tel ég að það sé eftirsóknarvert að móta einhvers konar sameig- inlega ,,grunnnámskrá í íslensku“ fyrir innflytj- endur. Slík grunnnámskrá myndi að mínu mati einnig hjálpa Íslend- ingum í samskiptum við innflytjendur, sem eru þá að læra grunn- íslensku, þar sem þeir hefðu þá betri yfirsýn yfir það sem innflytj- endur hugsanlega skilja á íslensku. Þetta segi ég vegna þess að af eigin reynslu og fjölda annarra þá eru Íslendingar óvanir því að tala tungumálið við fólk sem hefur íslensku að öðru tungumáli eða er að læra það. Þeir sem hafa ís- lenskuna að móðurmáli nota oft erfið orð, setningaskipan og orða- sambönd, sem engin leið er fyrir út- lendinga að skilja. Það getur verið erfitt að byggja upp samskipti þegar málum er svo komið. Það væri mikil hjálp í því ef Íslendingar lærðu að vera aðeins sveigjanlegri þegar þeir tjá sig á íslensku við innflytjendur og nota orð sem líklegt er að þeir skilji. Mig langar að taka eitt lítið dæmi. Þegar Íslendingur spyr inn- flytjanda: ,,Liggur á þessu?“ þá get- ur orðasambandið ,,að liggja á“ verið erfitt fyrir viðmælandann nema að hann sé búinn að læra þetta orða- samband og það gerir hann senni- lega ekki fyrr en eftir nokkurt nám. Það er því þýðingarlaust að end- urtaka sömu spurninguna ,,Liggur á þessu?“ mörgum sinnum. Það væri betra að reyna aðrar setningar, orð sem hafa sömu merkingu en gætu verið einfaldari fyrir innflytjandann að skilja eins og: ,,Er þetta ár- íðandi?“ eða ,,Ertu að flýta þér?“ eða ,,Þarftu þetta strax?“ Þetta er lítið atriði en þau eru svo ótrúlega mörg á þessu sviði sem geta liðkað fyrir samskiptum og auðveldað. Í framhaldi af þessu langar mig að skora á Íslendinga að bregðast vel við viðleitni innflytjenda til þess að læra íslensku. Mig langar að hvetja sjónvarps- og útvarpsstöðvar til þess að ráða innflytjendur svo að rödd þeirra fái að heyrast og til þess að almenningur heyri hversu fjöl- breytt íslenska er töluð á þessu landi. Ég skil að slíkt tilraun gæti verið í mótsögn við það sem kölluð hefur verið hreintungustefna en margir Íslendingar hafa áhyggjur af fram- tíð íslensku tungunnar. Ég tel hins vegar að endurskoðun og end- urskipulagning þeirrar stefnu varði ekkert síður kynslóð ungra Íslend- inga en innflytjendur. Mér finnst þess vegna ósanngjarnt að halda hreintungustefnunni aðeins á lofti þegar málefni innflytjenda ber á góma. Tungumál eru dýrmæt, þau eru grundvöllur samskipta og skoð- anaskipta, hlustum öll eftir því sem sagt er, ekki aðeins hvernig það er sagt og lærum hvert af öðru. Þessi farlama orð eru fjötruð við tungu mína, sálu og spor mín á jörðu Þessi fjörugu orð opna mér heim þúsund skálda og laða mig að paradís Orð mín, farlama og fjörug eru himnagjöf. Hvers konar íslensku eigum við að læra? Toshiki Toma fjallar um mál- efni innflytjenda Toshiki Toma » Það værimikil hjálp í því ef Íslend- ingar lærðu að vera aðeins sveigjanlegri þegar þeir tjá sig á íslensku við innflytjend- ur … Höfundur er prestur innflytjenda. 25.700.000 Einstaklega falleg 95,6 fm. 3ja herbergja íbúð á 2. hæð með sérinngang í litlu fjölbýli. Íbúðin er með afar glæsilegum eikarinnréttingum og Mustang flísum á gólfi. Lóð er fallega frágenginn með leiktækjum. Kristinn og Tinna taka á móti gestum. Fr u m Rjúpnasalir 2, 2. hæð - 201 Kóp Opið hús í dag kl. 14:00 - 15:00 * Glæsilegar 4ra, 5 og 6 herb. íbúðir með sérinngangi, 140 fm-158 fm. Séreignarlóð fylgir jarðhæð. * Afhendast fullbúnar án gólfefna (flísar á anddyri, gestasnyrtingu og forstofu) í apríl/mai 2007. * Vandaðar innréttingar frá Design á Íslandi. Tæki frá Electrolux og flísar frá Vídd. (Valmöguleikar á innréttingum og flísum). * Frábær staðsetning, skóli og leikskóli í göngufæri. * Traustir verktakar, Múrfag ehf. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Engjavellir 1 - Hf. Opið hús í dag milli kl. 14.30 - 16.00 Opið hús í dag kl. 14-16 Efstasund 22 - Einbýli á einni hæð Skrifstofur okkar í Reykjavík og Hafnarfirði eru opnar alla virka daga frá kl. 9-17 Runólfur Gunnlaugsson viðskiptafr., lögg. fast.- og skipasali Kristín Pétursdóttir, lögg. fasteignasali Sími: 533 6050 www.hofdi.is Sýnum í dag þetta vinalega einbýlishús á einni hæð, ásamt áföstum bílskúr, alls 132,5 fm. Skiptist m.a. í tvö svefnherbergi og tvær samliggjandi stofur. Eign sem býður upp á ýmsa möguleika. Verð kr. 33,9 millj. Allir velkomnir að skoða húsið í dag kl. 14-16. Sölumaður Höfða á staðnum. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Opið hús í dag milli kl. 14.00-16.00. Hraunhamar kynnir: Glæsilegt vandað, pallbyggt einbýli í Setberginu. Lýsing eignar: Forstofa, skápur, innangegnt í rúmgóðan bílskúr (milliloft þar). Hol, glæsilegt eldhús með vönduðum (Búform) innréttingum og tækjum, granít borðplötu. Innaf eldhúsi er rúmgóður sjónvarpsskáli (herbergi) gengið nokkrar tröppur niður í óvenju glæsilegar rúmgóðar stofur (borðstofu), góður arinn í stofu. Vinnuherbergi innaf stofu. Útgengi út á óvenju stórar flísalagðar svalir. Niðri er stórt íbúðarherbergi (stofa) með eldhúsi og svefnaðstöðu innaf. Skápur, sérinngangur, snyrting og geymsla innaf gangi. Stór geymsla og þvottahús innaf gangi, gert ráð fyrir heitum potti í geymslurými. Hol, stórt svefnherbergi með fataherbergi og baðherbergi innaf. Gengið út á rúmgóða verönd með skjólgirðingu. Ágætt barnaherbergi og annað rúmgott barnaherbergi (eru tvö á teikn). Baðherbergi á gangi með sturtu og innréttingu. Frá gangi eru tveir útgangar út í garðinn. Vandað parket á öllum gólfum. Hiti í stéttum og plani. Mjög fallegur garður. Glæsileg fullbúin eign í sérflokki. V. 85 millj. Ragnar og Valgerður taka á móti ykkur. Lækjarberg 19 - Hf. Einbýli,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.