Morgunblaðið - 18.02.2007, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2007 55
Mjög gott skrifstofu- og verslunarhúsnæði á
tveimur hæðum. Húsið er samtals 1.077 fm
með byggingarétti ofan á ca 800 fm til viðbót-
ar. Húsnæðið er í afar góðu ástandi að utan
sem innan. Í dag eru heildarleigutekjur af
eigninni 1.050.000 án vsk. Langtíma leigu-
samningar. Húsnæðið hentar vel undir ýmis-
konar starfsemi og er staðsett í hinum nýja
miðbæ Akraness.
ÓSKAÐ ER EFTIR TILBOÐUM Í EIGNINA
Þórarinn, s. 824 6704.
FRÁBÆRT TÆKIFÆRI FYRIR FJÁRFESTA
STILLHOLT - 300 AKRANESI
Árni Stefánsson viðskiptafræðingur
og lögg. fasteignasali
FASTEIGNASALAN
GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810
Traust þjónusta í 30 ár
OPIÐ HÚS
ÁLFKONUHVARF 27 - M/BÍLAGEYMSLU
OPIÐ HÚS
EIÐISTORG 17
www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli
MJÖG VÖNDUÐ 3JA HERB.
ÍBÚÐ Á JARÐHÆÐ Í FJÖL-
BÝLISHÚSI ÁSAMT STÆÐI Í
LOKAÐRI BÍLAGEYMSLU.
Eldhús með fallegri eikarinnr. úr
HTH, granít borðplata, stáltæki,
háfur yfir eldavél. 2 góð svefnh.
með skápum í báðum. Parket og
flísar á gólfum. Útgengt á hellulagða suðurverönd úr stofu.
OPIÐ HÚS VERÐUR Í DAG SUNNUDAG MILLI KL. 14-15,
ÁSTA Á BJÖLLU. VERÐ 23,9 MILLJ.
Mjög rúmgóð og falleg 3ja herbergja íbúð á tveimur hæðum í
fjölbýlishúsi. Neðri hæð: Forstofa, þvottahús, eldhús með fallegri
innréttingu, rúmgóð stofa og borðstofa, útgengt á sólstofu og
þaðan á suðursvalir. Efri hæð: Fallegur stigi upp á efri hæð, 2
svefnherbergi með skáp í öðru, baðherbergi með baðkari og
sturtuklefa.
OPIÐ HÚS VERÐUR Í DAG SUNNUDAG MILLI KL. 15-16,
ELLERT SÖLUMAÐUR SÝNIR S. 661-1121,
KRISTÍN OG JÓNA Á BJÖLLU. V. 24,5 M.
inu ábendingar um samkeppn-
islagabrot sem þeir telja að við-
komandi fyrirtæki stundi.
Starfsmaður í þessari stöðu á fáa
góða valkosti. Á hann að horfa upp
á og taka þátt í hinni brotlegu
starfsemi án aðgerða? Hefur hann
tök á að koma vitinu fyrir vinnu-
veitanda sinn? Á hann að hætta
hjá fyrirtækinu og láta brotið við-
gangast áfram? Þegar horft er til
þess hversu samkeppnislagabrot
eru skaðleg á starfsmaðurinn ekki
annan valkost en að hlutast til um
að brotið verði upplýst, og snúa
sér í því skyni til Samkeppniseft-
irlitsins. Mikilvægt er að trún-
aðarskyldur starfsmanna séu fyr-
irtækjum ekki skjól til þess að
komast upp með ólögmæta starf-
semi samfélaginu til tjóns.
Rétt er að taka fram að í hvatn-
ingu Samkeppniseftirlitsins til fyr-
irtækja og einstaklinga að senda
inn ábendingar felst ekki nein fyr-
ir fram mótuð ætlun um að brot
hafi verið framin. Fyrst og fremst
er markmiðið að virkja betur að-
hald af hálfu markaðarins.
Um langa hríð hafa samkeppn-
isyfirvöld gætt nafnleyndar þeirra
sem koma ábendingum á framfæri
og gætu skaðast af því að nafn
þeirra yrði kunnugt þeim sem
ábending lýtur að. Vert er einnig
að vekja athygli á því að sam-
keppnisyfirvöld hér á landi, líkt og
víða annars staðar, geta lækkað
eða fellt niður sektir gagnvart fyr-
irtækjum sem ákveða að snúa við
blaðinu og upplýsa eftirlitið um
brotastarfsemi sem þau eru þátt-
takendur að og vinna með sam-
keppnisyfirvöldum við rannsókn á
henni.
Eins og hér er komið fram legg-
ur Samkeppniseftirlitið áherslu á
að gera þeim sem brjóta sam-
keppnislög eins örðugt og kostur
er að stunda hina ólögmætu iðju
sína. Jafnframt er eftirlitið með-
vitað um að vanda þarf alla með-
ferð mála, enda lúta aðgerðir þess
prófun fyrir áfrýjunarnefnd og eft-
ir atvikum dómstólum. Þannig þarf
t.d. að ganga úr skugga um áreið-
anleika ábendinga áður en ráðist
er í athuganir á grundvelli þeirra.
Frumvarp um breytingar á sam-
keppnislögum, sem nú er til með-
ferðar á Alþingi, hefur einnig orðið
Samtökum atvinnulífsins tilefni til
þess að gagnrýna stjórnvöld. Í
leiðara nýjasta fréttabréfs samtak-
anna eru breytingartillögur taldar
fara gegn málfrelsi og skoð-
anafrelsi, en þær varða fyr-
irkomulag sektarákvarðana þegar
samtök fyrirtækja standa að ólög-
mætu samráði.
Mikilvægt er að samtök fyr-
irtækja séu ekki skjól eða vett-
vangur samkeppnislagabrota. Jafn-
framt er mikilvægt að unnt sé að
beita fullnægjandi viðurlögum við
brotum sem framin eru á vettvangi
samtaka. Þeir sem eru í forsvari
fyrir samtökum í atvinnulífinu
ættu að fagna því að ábyrgð þeirra
sem vilja misnota slíkan samstarfs-
vettvang sé skýr og afdráttarlaus.
Það er einmitt tilgangurinn með
breytingum á ákvæðum samkeppn-
islaga sem nú eru til umfjöllunar.
Hér á hið sama við og áður:
Gæti samtök fyrirtækja þess að
verða ekki vettvangur ólögmæts
samráðs þurfa þau ekki að óttast
aðgerðir Samkeppniseftirlitsins.
Það getur ekki talist vera íþyngj-
andi fyrir samtök fyrirtækja að
þau stundi hagsmunagæslu sína án
þess að brjóta samkeppnislög.
Lokaorð
Oft er kvartað yfir því að bann-
reglur samkeppnislaga séu flóknar
og matskenndar. Víst er að aukin
þekking atvinnulífsins á sam-
keppnislögunum og framkvæmd
þeirra væri til bóta. Samkeppn-
iseftirlitið leggur sitt lóð á vog-
arskálarnar í þeim efnum. Þannig
heldur eftirlitið úti heimasíðu þar
sem nálgast má víðtækar upplýs-
ingar um samkeppnismál. Sam-
keppniseftirlitið stendur einnig
fyrir umræðu um samkeppnismál,
með fréttatilkynningum um við-
fangsefni sín og með kynning-
arstarfsemi af ýmsu tagi.
En fyrirtæki á samkeppnismörk-
uðum og samtök þeirra bera einn-
ig mikla ábyrgð. Þeim ber að
skapa það andrúmsloft í við-
skiptum og samskiptum fyrirtækja
að samkeppnislagabrot séu ekki
liðin þeirra á meðal. Jafn-
ingjaþrýstingur af því tagi myndi
gera íslensku atvinnulífi miklu
meira gagn en að ala á tortryggni í
garð samkeppnislaganna og Sam-
keppniseftirlitsins.
Höfundur er forstjóri
Samkeppniseftirlitsins.
OPIÐ HÚS Í DAG
ARNARSMÁRI 10 - KÓPAVOGI
Opið hús í þessari fallegu 3.
herbergja íbúð kl. 15-17. Heitt
á könnunni. Bjalla merkt Árni
& Drífa. Upplýsingar í síma
694 3401
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn