Morgunblaðið - 18.02.2007, Síða 57

Morgunblaðið - 18.02.2007, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2007 57 HUGVEKJA S agt er, að hin lengsta ferð byrji á einu litlu skrefi og það er eins núna. En enginn veit hvenær það var ná- kvæmlega stigið. Að líkindum þó á 3. öld e. Kr. Hitt er öllu verra, að um ein- hvern þriggja einstaklinga kann að vera að ræða, sem allir hétu Val- entínus. Sá fyrsti var prestur og læknir í Róm, annar biskup í Int- eramna á Ítalíu, sem nú heitir Terni, og hinn þriðji bjó í skatt- landi Rómverja í Afríku. Allir eiga að hafa dáið fyrir trú sína, ein- hvern tíma á árunum 260–280. Þó eru fræðimenn nú að hallast að því, að líklega hafi maðurinn verið einn og hinn sami í öllum tilvika. Ekkert er vitað um fæðingardag hans eða -ár. Og nafn hans kemur ekki fyrir í elsta dýrlingatali róm- versk-kaþólsku kirkjunnar, frá 354. En árið 496 lýsti Gelasius I. páfi því yfir, að eftirleiðis skyldi heilags Valentínusar minnst 14. febrúar ár hvert, þ.e.a.s. daginn sem hann var líflátinn. Sumir vilja meina, að þarna hafi kirkjan verið að reyna að útrýma ákveðinni frjósemishátíð úr heiðni, tengdri gyðjunni Juno Februata. Hafi svo verið, en nokkuð ljóst að ekki dugði að nota bitlaust vopn; eitthvað sérstakt hefur orðið til þess, að umræddur prestur eða biskup valdist til starfans. Og víst er, að ýmsar helgisagnir taka á þessu. Ein er sú, að keis- arinn hafi séð að einhleypir karlar væru betri dátar en giftir og því bannað hjónavígslur ungra manna. Valentínusi fannst þetta mikið óréttlæti og ákvað að gefa fólk saman á laun. Þegar upp komst fékk hann dauðadóm. Önnur saga hermir, að Valentínus hafi orðið ástfanginn af dóttur fangelsisstjór- ans Asteriusar á meðan hann beið aftökunnar og hafi skrifað henni ástarbréf rétt áður. Og margar fleiri eru til. Það er samt ekki fyrr en á mið- öldum, að heimildir fara að verða skýrari hvað þetta allt varðar, einkum á Englandi og í Frakk- landi. Er þá farið að tengja daginn við að fuglar byrja um það leyti að para sig. E.t.v. er það bara hrein og klár viðbót, til enn frekari styrkingar. Fyrsta ritaða kveðja sem vitað er um á Valentínusardegi (ef litið er fram hjá áðurnefndri sögn úr dýflissunni) var skrifuð í öðru fangelsi, Tower of London, árið 1415. Það var svo um miðbik 17. aldar að siðurinn komst á í Evrópu meðal almennings. Um 100 árum síðar er það orðin venja að skiptast á gjöfum og fyrstu prentuðu Val- entínusarkortin koma svo á mark- að í lok 18. aldar. Á okkar tímum eru send um 1 milljarður árlega um heim allan; til samanburðar er fjöldi jólakorta um 2,6 milljarðar ár hvert. Valentínus á að hafa verið lagð- ur til hvíldar meðfram Via Flam- inia, skammt frá Róm, og tvær kirkjur byggðar þar síðar til minn- ingar um hann, önnur á miðri 4. öld (Sancti Valentini extra Portam) en hin á 10. öld (Sancti Valentini de Balneo Miccine eða de Piscina). Árið 1835 eða 1836 voru helgir dómar sem fundust í katakombum hjá Via Tiburtina greindar sem til- heyrandi Valentínusi, og fluttir til Dublin á Írlandi, með leyfi Greg- oríusar páfa XVI. Ferðamenn sækja mikið þangað til guðsþjón- ustu á Valentínusardag, sem helg- uð er ungmennum og öllum þeim öðrum sem ástin hefur gripið. Einnig eru líkamsleifar téðs dýr- lings sagðar vera í Roquemaure í Frakklandi, í Stephansdom í Vín í Austurríki, í Balzan á Möltu og í kirkju heilags og blessaðs John Duns Scotus í Glasgow í Skotlandi. Og víðar. Við endurnýjun dagatals róm- versku kirkjunnar árið 1969 var messudagur heilags Valentínusar lagður af, en er þó haldinn enn meðal þeirra sem fylgja hinu eldra. Rétttrúnaðarkirkjan minnist hans 6. júlí. Breskir landnemar munu hafa flutt þessa hefð yfir til Bandaríkj- anna, þar sem dagurinn er senni- legast hvað vinsælastur um þessar mundir, en einnig þykir hann ómissandi á Bretlandseyjum, í Kanada og Ástralíu, sem og í Frakklandi og Mexíkó. Í upphafi 21. aldar eru hefðbundnar gjafir fólks í millum sælgæti og blóm, einkum dreyrrauðar rósir. Einkennileg tilviljun er það að einungis um viku eða svo á undan Valentínusardegi skyldi finnast gröf á Ítalíu með tveimur ein- staklingum – pilti og stúlku – í faðmlögum. Slíkt er víst einsdæmi, segja fornleifafræðingar. Talið er að svona hafi þau legið í 5.000 til 6.000 ár. Þetta var einstaklega fal- leg sjón, af ljósmyndinni að dæma, rómantísk og áhrifamikil. Og ekki skemmir fyrir, að borgin Mantova, þar sem beinagrindurnar fundust, er aðeins um 40 kílómetra suður af Verona, þar sem frægustu elsk- endur allra tíma, Rómeó og Júlía, áttu upphaf sitt. Svona getur prédikun lífsins verið stórkostleg. Heilagur Valentínus sigurdur.aegisson@kirkjan.is Valentínusardag- urinn, 14. febrúar, er tekinn að festa rætur á Íslandi og er það hið besta mál. Fæstir lands- menn vita þó, að á bak við nafnið er kaþólskur dýr- lingur, a.m.k. einn og e.t.v. fleiri. Sig- urður Ægisson rekur hér þá sögu í nokkrum orðum. MINNINGAR ✝ Kristjana Jóns-dóttir fæddist í Reykjavík 17. jan- úar 1933. Hún lést á Hjúkrunarheimili Hrafnistu í Reykja- vík 28. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Sig- urlaug Friðjóns- dóttir, f. á Hólum í Dalasýslu 14. apríl 1905, d. 1988, og Jón Magnússon, f. á Flankastöðum á Miðnesi, 1894, d. 1979. Kristjana var elst dætra þeirra, síðan Erla, f. 1935, og yngst Sigurbjörg, f. 1938, d. 2006. Kristjana ólst upp í foreldra- húsum á Bald- ursgötunni en flutt- ist síðar að Langholtsvegi 99. Þar bjó hún lengst af ásamt foreldrum, systrum og systra- börnum. Hún flutt- ist að Boðagranda 5 1981, þar bjó hún í 20 ár en fluttist síð- an aftur á Lang- holtsveginn 2002. Þar bjó hún með systur sinni áður en hún fluttist á hjúkr- unarheimilið Hrafnistu í Reykja- vík árið 2005. Útför Kristjönu var gerð frá Langholtskirkju 6. febrúar. Mig langar að minnast frænku minnar Kristjönu Jónsdóttur, Gógóar, sem lést á Hrafnistu í Reykjavík 28. janúar sl., nýorðin sjötíu og fjögurra ára gömul. Við Gógó vorum systradætur og lék- um okkur mikið saman á yngri árum í glöðum hópi ættingja. Það var mikill samgangur á milli heimila okkar, fjöl- skylduböndin voru sterk enda mæður okkar samrýndar systur. Það má segja að leikskólar okkar tíma hafi verið heimilin og okkar nánasta umhverfi, Baldursgatan, Nönnugatan og göturn- ar þar í kring. Seinna fluttist fjölskylda Gógóar á Langholtsveg í nýtt hús sem fjölskyldan reisti sér. Í Austurbæ bernsku okkar mátti heyra óminn af leikjum okkar barnanna, feluleikur og fallin spýta og þar sem voru stéttar við húsin var hoppað í Karla-parís af mik- illi leikni. Í þá daga kom stórfjölskyld- an ávallt saman í afmælum og jólaboð- um og þá var öllu tjaldað til, ungir sem gamlir skemmtu sér við spil við söng. Æskuheimili Gógóar var æði gesti- kvæmt enda var Sigurlaug móðursyst- ir mín bæði félagslynd og skemmtilegt kona. Þangað var gott að koma. Gógó var elst þriggja systra. Yngst var Sigurbjörg Friðmey sem lést á síð- asta vori og í miðið Erla er lifir systur sínar. Þær Gógó og Erla voru alla tíð mjög samrýndar og voru oft nefndar í einu nafni, svo náið var samband þeirra. Það má til gamans geta þess að til marks um samheldni systranna átti yngra fólkið í stórfjölskyldunni oft erf- itt með að átta sig á því hvor þeirra var Gógó og hvor Erla. Þær systur unnu á sama stað, bjuggu saman lengst af, ferðuðust saman og hugsuðu saman af natni um systurbörnin þrjú, börn Sig- urbjargar. Gógó var myndarleg kona sem hafði gaman af því að klæðast fallegum föt- um, hún var ávallt vel til fara og átti fallegt og smekklegt heimili. Hún hafi yndi af ferðalögum til annarra landa, þar sem sólin og hlýjan lék við vanga. Gógó var hæggerð að eðlisfari en stóð föst á sínu. Hún var börnum mínum góð frænka og þau minnast hennar með hlýju. Gógó vann nær allan sinn starfsald- ur hjá Happdrætti DAS við afgreiðslu- og skrifstofustörf. Stuttu eftir að hún hætti að vinna fór að bera á heilsu- bresti sem lagðist þungt á hana og ágerðist með árunum. Þá flutti hún í skjól systur sinnar Erlu á Langholts- veginn sem annaðist hana af stakri nærgætni og óeigingirni allt þar til Gógó þurfti meiri umönnun. Erla hélt áfram að sinna henni af umhyggju þar til yfir lauk. Að leiðarlokum minnist ég allra þeirra góðu stunda sem ég átti með Gógó frænku minni og hennar fólki, þær geymi ég vel í huga mér. Megi hin eilífa hvíld verða henni góð. Erlu, Laugu, Jóni Þóri, Maju og hennar fjöl- skyldu sendi ég innilegar samúðar- kveðjur. Guðrún S. Jóhannesdóttir. Elsku Gógó, á þessari stundu rifjast upp fyrir mér margar minningar. Ég var svo oft hjá þér þegar ég var lítil, þegar ég var eina prinsessan. Við brölluðum ýmislegt saman enda vor- um við á margan hátt svolítið líkar. Sumir myndu segja pjattrófur, en alla- vega mikið fyrir það að vera fínar og sætar. Við sátum oft löngum stundum að „lakka lakka“, eins og ég kallaði það, á okkur hendurnar og tærnar með klósettpappír á milli tánna. Mér þótti sko ekki leiðinlegt að punta mig með þér. Ég get ekki annað en brosað þeg- ar ég hugsa til allra stundanna sem við áttum saman í eldhúsinu hjá þér á Grandanum, þegar þú tókst viðtöl við mig upp á kassettu og oft söng ég líka. Þú lést allt eftir mér og leyfðir mér meira að segja að leika mér með allar fínu stytturnar þínar í barbie-leik á stofugólfinu, en auðvitað passaði ég vel upp á þær. Elsku Gógó, ég vildi að við hefðum átt lengri tíma saman og fleiri stundir, sérstaklega nú á seinni árum. Ég sakna þessara tíma þegar þú varst fullfrísk, en ég get yljað mér við minn- ingarnar sem ég á. Takk fyrir allar góðu stundirnar elsku Gógó. Guð varð- veiti þig, þín Elísabet Sveinsdóttir. Elsku Gógó, nú þegar þú hefur kvatt okkur sitja allar góðu minning- arnar eftir. Þið systurnar hafið alla tíð verið svo- lítið eins og ömmur okkar. Svo blíðar, góðar og alltaf til staðar. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn til þín út á Granda þar sem við systkinin áttum margar góðar stundir. Þú áttir svo mikið af spennandi dóti, Matadorið var spilað í hvert sinn sem við komum og stundum vorum við svo heppin að hafa þig með í leiknum. Elsku besta Gógó, við þökkum þér fyrir allar þær stundir sem við höfum átt saman, þú munt alltaf vera í hjört- um okkar. Guð geymi þig. Bjarki Hrafn Sveinsson, Erla Margrét Sveinsdóttir. Kristjana Jónsdóttir Vorið 1939 fluttu foreldrar mínir, Sig- hvatur Andrésson og Kristín Árnadóttir, ásamt börnunum sínum átta, frá Rangárvöllum að Ragnheiðarstöðum í Flóa. Á næsta bæ, Fljótshólum, var þríbýli. Þar voru börnin álíka mörg og á Ragn- heiðarstöðum og tókst fljótt með okkur góð vinátta. Stutt var á milli bæja og við lékum okkur saman hve- nær sem færi gafst. Á þessum tíma var ekki búið að byggja barnaskóla í Gaulverjabæj- arhreppi og var kennt til skiptis í Gaulverjabæ, Meðalholtum og á Fljótshólum, venjulega viku í senn á hverjum stað. Á Fljótshólum var kennt í gestastofunni í austurbæn- um. Settir voru inn langir bekkir fyr- ir nemendur og kennarinn sat við stofuborðið. Við systkinin á Ragn- heiðarstöðum tilheyrðum Fljótshól- um og vorum auðvitað mjög ánægð með að fá að vera í skóla með vinum okkar þar. Það var gott að vera barn í Flóan- um. Farkennarinn okkar hét Guð- mundur Frímannsson og var frá Ak- ureyri. Kennsla hans var fjölbreytt Guðrún Jóna Sturludóttir ✝ Guðrún JónaSturludóttir fæddist á Fljóts- hólum í Gaulverja- bæjarhreppi í Flóa 23. mars 1932. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 28. des- ember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Laugarnes- kirkju 10. janúar. og skemmtileg. Hann fór með okkur út á engjar og lét okkur teikna og mála fjöllin og náttúruna og við sungum líka mikið. Við vorum þarna margar telpur, og urðum við góðar vinkonur syst- urnar Guðrún og Kristín Sturludætur, Jóna Sigríður Tómas- dóttir (Sísí) og við systurnar Bjarney, Ester og Margrét Sig- hvatsdætur, allar söngelskar og urðum enn nánari fyr- ir það. Þegar barnastúka var stofnuð í Gaulverjabæjarhreppi vorum við beðnar að koma og syngja á skemmtunum á vegum hennar. Í kjölfarið fylgdu svo fleiri skemmtan- ir hér og þar. Þá spilaði Guðmundur undir á fiðluna og við rödduðum lög- in sjálfar. Þegar hann fór aftur á heimaslóðir norður á Akureyri tók ég við undirleiknum og spilaði þá oft- ast á gítar en stundum á píanó. Við vinkonurnar héldum áfram að syngja á útiskemmtunum í sveitinni og kölluðum okkur Engjarósir. Árið 1951 komum við fram í Rík- isútvarpinu, fyrir hönd Ungmenna- félagsins Samhygðar, og sungum lög sem voru vinsæl á þeim tíma. Söng- urinn hefur varðveist í Segulbanda- safni Ríkisútvarpsins og nú hljómar fallega röddin hennar Gunnu á Fljótshólum stundum í óskalaga- þáttum í útvarpinu og nýtur sín sér- staklega vel í laginu „Alla æsku mína ég unni þér“. Seinna, árið 1968, þegar við vorum allar komnar með fjölskyldur, vorum við beðnar að koma og syngja í Fé- lagslundi, á árshátíð Kvenfélagsins í Gaulverjabæjarhreppi. Við komum saman nokkrum sinnum til æfinga og nutum þess að fá tækifæri til að syngja saman á ný. Æfingarnar voru hljóðritaðar og þar sungum við með- al annars lagið „Upp undir Eiríks- jökli“. En auðvitað vorum við með eigin texta og sungum „Austur að Félagslundi“. Mér finnst við hæfi að minnast Guðrúnar með orðum okkar Engjarósa úr því lagi: „Við áttum hér allar heima og hlupum um tún og skörð. Engu viljum við gleyma, við elskuðum þessa jörð. Allar við kom- um hér saman og syngjum okkar lag. Nú verður glaumur og gaman og gott hér að vera í dag.“ Ég bið Guð að blessa minningu Guðrúnar Jónu Sturludóttur og sendi fjölskyldu hennar innilegar samúðarkveðjur. Margrét Sighvatsdóttir. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upp- lýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.