Morgunblaðið - 18.02.2007, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2007 59
✝ Guðrún Sig-urvaldadóttir
fæddist á Gafli í
Svínadal í Austur-
Húnavatnssýslu 6.
nóvember 1925.
Hún lést á Hjúkr-
unarheimilinu Víð-
inesi mánudaginn
29. janúar síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Sig-
urvaldi Jósefsson
bóndi á Gafli og
Guðlaug Hall-
grímsdóttir. Guð-
rún ólst upp á Gafli í Svínadal
en foreldrar hennar fluttust síð-
ar á Eldjárnstaði í Blöndudal í
A-Hún. Guðrún ólst upp með
systkinum sínum á Eldjárn-
stöðum. Systkinin
voru 10 talsins,
fimm drengir; Jós-
ep, Hallgrímur,
Þorsteinn, Georg,
Ingimar og fimm
stúlkur; Aðalbjörg,
Sigurlaug, Jórunn,
Rannveig og Guð-
rún. Jórunn er eina
eftirlifandi úr þess-
um systkinahópi.
Guðrún á átta
börn, þau eru í ald-
ursröð: Sigurvaldi
Rafn, Óskar Vikar,
Birgitta Hrönn, Ásgeir, Sig-
urjón, Þorbjörn, Hallgrímur og
Þórhalli.
Útför Guðrúnar var gerð í
kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Þakklæti og gleði er mér efst í
huga þegar ég hugsa til þín. Það að
hafa átt svo styrka stoð í gegnum líf-
ið er ómetanlegt. Það er ljóst að
maður lærir það sem fyrir manni er
haft og því er ég svo ánægður með
hvað þú gast verið bjartsýn þrátt
fyrir að ekki bæri ávallt byr í seglin.
Útsjónarsemi þín og alúð var þitt að-
alsmerki. Ekkert hálfkák, til að
mynda þegar ég vildi hjálpa þér við
að skúra gólfið þá var það þannig að
ekki var búið að skúra fyrr en farið
hafði verið í allar kverkar og þurrkað
af öllum gólflistum „ ekkert hálf-
kák“. Þú gafst þér ávallt tíma til að
leyfa okkur að vera með til að mynda
við bakstur og fleira. Það voru langir
dagar hjá þér með okkur sjö strák-
ana og ekki vorum við alltaf prúðir.
Ég velti því fyrir mér í dag „hvernig
er þetta hægt?“ Jú, með trú á lífið og
framtíðina og með því að leggja mik-
ið á sig. Elsku mamma, það skiptir
mig og bræður mína miklu máli
hversu vel þú stóðst við bakið á okk-
ur í öllum þeim raunum sem mættu
okkur. Þetta sterka einfalda viðmót
„þetta reddast“ sýndi að þrátt fyrir
mótlæti þá væri ekki himinn og jörð
að farast.
Þegar hugur þjakar mig
þerrast tár á mínum hvarmi,
Guð á himnum geymi þig,
góða sál í sínum armi.
Elsku mamma, það er söknuður í
huga og hjarta en einnig mikið þakk-
læti fyrir það sem þú gafst af þér til
mín, minnar konu og barna.
Guð geymi þig.
Þinn sonur
Þorbjörn.
Sálin trygga og tæra
tiplar veginn sinn.
Þitt ljósið skíra og skæra
skín í himininn.
Mig langar með nokkrum orðum
að kveðja Guðrúnu Sigurvaldadóttur
og þakka fyrir mig. Þessi trausta og
heiðarlega kona sem fæddi mig í
heiminn, var einn af mestu áhrifa-
völdum í mínu lífi. Hún gaf mér afar
stórar gjafir. Bæði með því að bera
mig undir belti og eins með því að
gefa mig góðu fólki sem hún treysti
fyrir litlu stelpunni sinni og var ein-
mitt sú fjölskylda sem ég óskaði heit-
ast.
Gunna var afar sterkur persónu-
leiki með mjög ákveðnar og heil-
steyptar skoðanir. Hún átti aldrei
auðvelt líf en var alltaf kát og glöð
þrátt fyrir að brauðstritið væri
stundum erfitt. Hún lifði fyrir strák-
ana sína sem hún var svo stolt af.
Hún var höfðingi heim að sækja, ein
af þessum konum sem hafði alltaf
tíma enda af öllu hjarta vinur vina
sinna.
Ég kynntist Gunnu þegar ég var
ung vegna þess að mikil vinátta var
milli hennar og foreldra minna. Sá
vinskapur hefur alltaf haldist og
aldrei fór pabbi svo í höfuðborgina
að hann kæmi ekki á Bragagötuna til
Gunnu og dveldi hjá henni dag eða
tvo. Við feðginin eigum margar
minningar um hana Gunnu okkar og
flestar eru þannig að við tilhugs-
unina kemur bros á vör.
Um leið og ég kveð Gunnu og
þakka fyrir mig vil ég votta bræðr-
um mínum og fjölskyldum þeirra
mína dýpstu samúð. Munið kæru
vinir að minningin lifir og nú er
Gunna komin til ástvina sinna í betri
heim og við vitum að hún er sátt.
Birgitta H. Halldórsdóttir.
Guðrún
Sigurvaldadóttir
Þó í okkar feðra fold
falli allt sem lifir.
Enginn getur mokað mold
minningarnar yfir.
(B. Jónsson)
Elsku Gunna mín, ég mun
geyma þig í hjarta mínu.
Guð geymi þig.
Þín tengdadóttir,
Helga Hafsteinsdóttir.
HINSTA KVEÐJA
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
HILDUR KJARTANSDÓTTIR,
Dunhaga 13,
Reykjavík,
lést á Landspítala við Hringbraut þriðjudaginn
13. febrúar.
Jarðarförin fer fram í kyrrþey.
Kjartan Ólason,
Helga Óladóttir, Konráð Eyjólfsson,
Oddný Þóra Óladóttir, Pétur H. Jónsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
15% afsláttur af öllum
legsteinum og
fylgihlutum
Englasteinar
Helluhrauni 10
Sími 565 2566
www.englasteinar.is
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og
hlýju við andlát móður okkar, tengdamóður, ömmu
og systur
HJÖRDÍSAR STURLAUGSDÓTTUR
(Lollu) ,
Stífluseli 11.
Sigrún Reynisdóttir, Tryggvi Guðmundsson,
Anna Soffía Reynisdóttir, Jónas Freyr Harðarson,
Thelma Lind, Ómar og Orri Freyr,
Unnsteinn Freyr, Hjördís María og Dagbjört Ásta,
Sigríður L. Sturlaugsdóttir Kester,
Ása G. Sturlaugsdóttir,
Anna Soffía Sturlaugsdóttir Donsbach,
Edda Sturlaugsdóttir.
Elsku amma mín,
mér finnst undarlegt
að skrifa þetta stílað á þig. Í raun-
inni finnst mér að ég ætti frekar að
segja: „Hæ, þið sem lesið þetta,“ því
að ég veit að ég þarf ekkert að segja
þér hvað við áttum sérstakt sam-
band, því það vissum við báðar mjög
vel. Ég var alltaf ömmustelpan þín.
Og frá því að ég man eftir mér, þá
hefurðu verið mín amma, já mest
mín amma, þó þú ættir fjöldann all-
an af barnabörnum. Þegar ég var
lítil og heimsótti þig í Hamraborg-
ina var það algjört ævintýri. Þú átt-
ir fullt af gamalli mynt sem ég lék
mér með, taldi og raðaði og svo
varstu náttúrulega algjör pæja og
áttir fullt af pæjufötum sem ég
klæddi mig í og lék hefðarfrú. Við
fórum mikið í strætó niður í miðbæ
Reykjavíkur og spásseruðum um og
mér þótti alltaf svo indælt að vera
nálægt þér. Mér fannst svo frábært
að eiga svona hressa ömmu sem gat
hlaupið um eins og lítil stelpa, alltaf
svo létt á sér. Stundum fékk ég að
taka frænku mína með í heimsókn
til þín. Hana langaði líka til að kalla
þig ömmu og eiga þig sem ömmu.
Þú varst besta amma í heimi og ég
sagði þér það oft. Og svo kenndir þú
mér að leggja kapal, ég held bara
alla kaplana sem ég kann og við
Sigríður
Kristjánsdóttir
✝ Sigríður Krist-jánsdóttir fædd-
ist í Efstadal í Ög-
urhreppi 23.
febrúar 1919. Hún
lést á Hjúkr-
unarheimilinu
Sunnuhlíð að kvöldi
29. desember síðast-
liðins og var útför
hennar gerð frá
Fossvogskirkju 5.
janúar.
spiluðum. Þú sagðir
mér oft sögur af syst-
ur þinni, henni Heiðu,
og pabba þínum, og
hvað þér hefði þótt
einstaklega vænt um
þau, þú átt alltaf eftir
að lifa í hjarta mínu
eins og þau gerðu í
þínu. Þú sagðir mér
sögur af sérvisku
pabba míns þegar
hann var barn og að
hann hefði verið ljósið
í lífi þínu. Þú sagðir
mér líka sögur af því
þegar þú kynntist Jóni afa og alla
þá skrautlegu sögu og hvað þið
höfðuð verið ástfangin. Þú varst
ófeimin að deila með mér bæði því
sorglega og því gleðilega.
Það er ekki hægt að neita því að
þú hafir átt skrautlega ævi og glímt
við ýmis áföll og veikindi en ég hef
alltaf dáðst að því hvað þú varst líf-
seig. Þú byrjaðir að segja mér það
þegar ég var 9 ára að þú myndir
ekki lifa til að sjá mig fermast og
svo voru það börn og gifting en þú
náðir að lifa það allt. Þú hittir börn-
in mín tvö, Ísfold Söru og Ófeig
Nóa, og manninn minn Viðar Örn.
Ef ég ætti að lýsa þér í einni
setningu þá myndi hún vera: Amma
mín var aðdáunarverð kona, sterk
og kærleiksrík og besta amma í
heimi.
Þín sonardóttir
Sara Kristjánsdóttir
Þegar birta og ylur jóla umvafði
okkur mannanna börn kvaddi Sig-
ríður Kristjánsdóttir þennan heim
og hélt á fund þeirra er á undan eru
gegnir, sem vafalítið hafa tekið
henni opnum örmum í birtu himna-
ríkis.
Sigríði kynntist ég á Sambýlinu
Gullsmára sem er sambýli fyrir
aldraða Kópavogsbúa.
Sigríður hafði búið við langvar-
andi heilsuleysi, fannst mér þá er ég
hóf störf fyrir fáeinum árum að hún
væri nú orðin nokkuð brothætt og
veikburða.
Þar sem Sigga var Vestfirðingur
að uppruna lét hún sér ekki allt fyr-
ir brjósti brenna og kom okkur
starfsstúlkum alltaf á óvart. Þó svo
að hún bæri við að hún væri hætt að
sjá og heyra og gæti ekki með góðu
móti matað sig því hún bara kæmi
ekki auga á það sem á diskinum
væri, þá, ef svo bar við og hún
þurfti að fylgjast með, stóð ekki á
svörum og athygli þessarar annars
vel gerðu, greindu konu sem kallaði
ekki allt ömmu sína.
Hún var bæði létt í lund, stál-
minnug og þegar sá gállinn var á
henni tók hún lagið, mundi allar vís-
ur og ljóð.
Eitt sinn þegar við áttum tal sam-
an þegar komið var að háttatíma og
Sigga í stuði til að spjalla þá sagði
hún mér af ferðum sínum um heim-
inn, þar á meðal er hún ung stúlka
fór til Noregs að sýna sig og sjá
aðra og fór í vinnu á barnaheimili.
Það hafi verið skemmtilegt ár og
hún kunni því vel vinna á barna-
heimilinu þar sem hún lærði málið
af börnunum og ekki síst vísur sem
sungnar voru með börnunum. Fór
þá með ljóð fyrir mig sem hafði ver-
ið þýtt á íslensku sem hún hafi alla
tíð síðan haldið mikið upp á, erindin
voru sennilega tíu ef ekki þrettán
og heyrði ég að hún fór ekki út af
með neina línu og sagði í lokin að
viðkomandi skáld hefði verið alveg
stórkostlegt. Hún hafði haft mikla
ánægju af ferðalögum sínum um höf
og lönd, ekki síst varð henni tíðrætt
um dvöl sína og drengjanna sinna í
Kerlingarfjöllum hjá Valdimari sem
alltaf hefði tekið svo vel á móti
þeim.
Sigríður var mikill fagurkeri sem
var með það á hreinu hvernig hún
vildi hafa klæðnaðinn og samsetn-
ingu, liti og efni. Það var henni í
mun að líta vel út, halda sér til þótt
heilsunni hefði hrakað og rúmið ver-
ið hennar dvalarstaður stóran part
af sólarhringnum.
Henni varð mikið og oft hugsað
til barna sinna og barnabarna hún
hefði verið lánsöm í lífinu og eignast
góð börn.
Hugurinn var líka oft heima á
æskustöðvunum í Ögursveit. Án
þess að ég vissi að hún hefði kvatt
þennan heim hinn 29. desember var
Sigga mjög sterklega í huga mér er
ég var að ljúka við að lesa eina af
jólabókunum aðfaranótt 30. desem-
ber þar sem sveitungi Siggu, Ragna
Aðalsteinsdóttir, bóndi á Laugabóli
í Ögursveit, deilir lífshlaupi sínu og
mikilli harmsögu með okkur löndum
sínum en hún hefur með hjálp Al-
mættisins náð að sjá ljósið.
Líkt og Ragna var Sigríður Krist-
jánsdóttir ein af þessum vestfirsku
hversdagshetjum sem buðu lífinu
birginn hvergi bangnar. Að lokum
sendi ég afkomendum og vinum Sig-
ríðar hlýjar kveðjur.
Þú ert laus frá lífsins þrautum
og liðin jarðarganga.
En áfram lifir á andans brautum
ævidaga langa.
Drottinn verndar dag og nótt
á dularvegi nýjum.
Aftur færðu aukinn þrótt
í eilífð ofar skýjum.
Þú alltaf verður einstök rós
elsku vinan góða.
Í krafti trúar kveiki ljós
og kveðju sendi hljóða.
(Jóna Rúna Kvaran.)
Blessuð sé minning Sigríðar
Kristjánsdóttur
Jóhanna B. Magnúsdóttir.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
Aðalsteinn M. Richter
arkitekt,
lést föstudaginn 16. febrúar.
Jarðaför auglýst síðar.
Elisabeth Richter,
Kristján Richter, Kristbjörg Ólafsdóttir,
Svend Richter, Björg Yrsa Bjarnadóttir,
Anna Gerður Richter, Örn Ármann Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is – smella á reitinn Senda efni
til Morgunblaðsins – þá birtist val-
kosturinn Minningargreinar ásamt
frekari upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún
að berast fyrir hádegi tveimur
virkum dögum fyrr (á föstudegi ef
útför er á mánudegi eða þriðju-
degi). Ef útför hefur farið fram eða
grein berst ekki innan hins tiltekna
skilafrests er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi.
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Minningargreinar