Morgunblaðið - 18.02.2007, Síða 67

Morgunblaðið - 18.02.2007, Síða 67
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2007 67 tónlist á sunnudegi Ekki er gott að gera sérgrein fyrir hve marg-ir muna eftir Rickie Lee Jones, enda tæpir þrír áratugir síðan hún sló í gegn með Chuck E’s in Love, djassskotnu grípandi lagi með skemmtilega snúnum texta. Málið er nefnilega að Jones hefur ekki bundið bagga sína sömu hnútum og samferðamennirnir, ekki far- ið sömu leið og flestir hefðu vænst, heldur leyfir andanum að ráða sem er seint ávísun á vinsældir. Þegar við bætist að hún glímdi við áfengisfíkn ár- um saman kemur ekki á óvart að aðdáendum hennar hafi fækkað smám saman með ár- unum. Þrátt fyrir alla þá smád- jöfla sem lagst hafa á Rickie Lee Jones um ævina hefur hún sent frá sér margar framúrskarandi plötur þar sem hún hefur sungið ólíkleg- ustu gerðir tónlistar. Engin plata hennar hefur þó komið eins á óvart og sú síðasta, The Sermon on Exposition Bou- levard. Rótlaus í æsku Rickie Lee Jones var rót- laus í æsku, byrjaði snemma að drekka og stakk af að heiman oftar en tölu verður á komið. Átján ára gömul sett- ist hún að í Kaliforníu og hafði í sig og á sem geng- ilbeina og tróð líka upp með gítarinn. Undir lok áttunda áratugarins var hún farin að vekja athygli fyrir lagasmíðar og svo fór að Lowell George, Little Feat-foringi, flutti lag eftir hana á fyrstu (og síð- ustu) sólóskífu sinni 1978. Í kjölfarið fór snælda með fjór- um kynningarupptökum á flakk á milli útgáfufyrirtækja og á endanum ákvað Warner Bros að gera útgáfusamning við Jones. Fyrsta plata Rickie Lee Jones, samnefnd henni, kom út snemma árs 1979 og fékk gríðargóðar viðtökur, að- allega fyrir lagið Chuck E’s in Love, sem fór hátt á vin- sældalistum. Platan fór ekki síður hátt á sölulistum og var tilnefnd til fjölda Grammy– verðlauna. Í kjölfarið fór Jon- es í tónleikaferð um heiminn, en fluttist síðan til New York til að vinna að næstu plötu. Viðskilnaður við Waits Innblásturinn að þeirri plötu, sem fék heitið Pirates, var að skömmu áður en upp- tökur hófust, hafði slitnað uppúr ástarsambandi Jones og Tom Waits eins og heyra má á skífunni, aðallega í lag- inu A Lucky Guy. Upptökur tóku lungann úr árinu 1980 og skífan kom ekki út fyrr en sumarið 1981. Á Pirates breytir Jones um tónlistarstefnu frá met- söluskífunni sem á undan kom, leggur meira í útsetn- ingar. Það bar góðan ávöxt fyrir Jones að fara nýjar leið- ir og platan fór í fimmta sæti bandaríska breiðskífulistans og lagið um viðskilnað hennar og Waits varð vinsælt. Enn vildi hún þó breyta til og eftir viðamikla tónleikaferð fluttist hún aftur til Kaliforníu 1982 og síðar til Parísar, þar sem hún hljóðritaði stóran hluta af næstu breiðskífu, The Magaz- ine, sem kom út í september 1984. Nú bar svo við að Rickie Lee Jones–plötu var illa tek- ið, jafnt af gagnrýnendum sem plötukaupendum. Poppdjasskeimur er af plöt- unni líkt og forðum en nú komu til sögunnar hljóð- gervlar og tilheyrandi sem féll ekki í kramið. Í kjölfarið heyrðist lítið frá Jones, enda hermir sagan að hún hafi háð harða baráttu við drykkju- sýki, en hún gifti sig líka og eignaðist dóttur á þessum ár- um. 1988 sneri Jones aftur til Bandaríkjanna og tók upp nýja plötu, Flying Cowboys, sem hún vann með Steely Dan–liðanum Walter Becker. Platan er bráðvel heppnuð og var líka vel tekið. Það gaf Jones sjálfstraust til að tak- ast á við næsta verkefni, plötu með lögum eftir aðra í djass- búningi. Djassgeggjarar tóku því vel en aðrir ekki og platan seldist afskaplega illa. Næsta skífa seldist álíka, Traffic from Paradise, kom út 1993, og Naked Songs, kom út 1995, sem hefur að geyma kassagítarútgáfur hennar á eigin lögum. Þegar hér var komið sögu var ljóst að Rickie Lee Jones fór jafnan eigin leiðir og gaf lítið fyrir vinsældir og plötu- sölu. Hafi einhver efast sann- aðist það rækilega á Ghosty- head, þar sem raftónlist var í hávegum höfð, eiginlega hálf- gert triphop, en sú skífa kom út 1997. Önnur plata með lögum annarra, It’s Like This, kom út í september 2000, en í kjöl- farið lýsti Jones því yfir að hún hygðist draga sig í hlé um tíma, hún væri eiginlega búin að týna innblæstrinum og treysti sér ekki til að semja fleiri lög að sinni. Ekki sat hún þó lengi í helgum stein, því kosningasigur George W. Bush var henni hvatning til að taka upp gít- arinn aftur og 2003 kom út platan The Evening of My Best Day sem fékk fína dóma, þó ekki hafi hún selst mikið meira en skífurnar á undan. Jesú og Orðin Fyrir nokkur árum tók ljósmyndarinn, rithöfund- urinn og listamaðurinn, Lee Cantelon, einnig þekktur sem Pennyhead, sér fyrir hendur að endurskrifa það sem haft er eftir Jesú í nýja testament- inu, en hann safnaði saman öllu því sem haft er orðrétt eftir Jesú og sneri á nútíma- legra mál. Úr þessu gerði hann bók sem hann kallaði einfaldlega Orð, Words, en tilgangurinn með öllu saman var að losa Krist frá kirkj- unni, eins og hann orðaði það, færa orðið frá prestunum til fólksins. Síðar fékk Cantelon þá hugmynd að fá ýmsa lista- menn til að lesa þessi orð yfir frumræða rokkmúsík og gefa út á plötu. Einn af þeim lista- mönnum sem hann leitaði til var Rickie Lee Jones. Sumarið 2005 kom Jones á heimili Cantelons til að lesa sinn part. Þegar til átti að taka sagðist hún þó ekki geta lesið orðin, hún þyrfti að syngja þau, eða réttara sagt að syngja um þau, þær hugs- anir sem þau vektu með henni. Hún fór því inn í hlið- arherbergi, settist niður með bókina og hrátt gítarspil í heyrnartólum og söng það sem síðar varð lagið Nobody Knew My Name; sungið frá hjartanu, flétta af trúarsann- færingu hennar upplifun og lífsreynslu. Stíflan brostin Tvö lög, réttara sagt grunnur að tveimur lögum, varð til í þessari lotu og síðan lágu upptökurnar niðri um hríð, enda hafði hún ekki ætl- að sér að gera plötu. Eftir smáhlé tók hún þó upp þráð- inn þar sem frá var horfið, tók upp lög sem voru að mestu leyti texta- og tónlistarspuni og hvert lag ein taka til að varðveita stemninguna frá upphafslaginu. Í fróðlegu viðtali á AllMu- sic Guide segir Jones frá því að hún hafi verið uppiskroppa með hugmyndir, heimurinn hafi minnkað smám saman og svo hafi verið komið að hún sá bara út fyrir túngarðinn. Þeg- ar stíflan svo brast áttaði hún sig á því að þó líkaminn eldist þýðir það ekki að afstaðan til heimsins breytist að sama skapi; „mér líður eins og ég eigi eftir að verða þróttmeiri eftir því sem ég eldist“, segir hún og The Sermon on Ex- position Boulevard sannar það eftirminnilega. Prédikun Orðanna Fáar plötur hafa vak- ið aðra eins athygli vestanhafs undanfarin ár og skífa þar sem Rickie Lee Jones syngur um Jesú á sinn hátt. Árni Matthíassson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.