Morgunblaðið - 18.02.2007, Síða 79
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2007 79
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
2
19
9
9
túkall
Saltkjöt og baunir,
Saltkjöt og baunir eru skemmtilegasta matarhef›in sem Íslendingar eiga.
Sprengidagurinn nálgast, tökum hann me› trompi.
Franski leikarinn Samy Naceri,sem helst er þekktur fyrir að
leika hlutverk Daniels, leigubíl-
stjórans í Taxi-myndunum, var á
föstudaginn dæmdur í þriggja
mánaða fangelsi fyrir að ógna
dyraverði á næturklúbbi með hnífi
eftir að dyravörðurinn hafði neitað
Naceri um inngöngu í næturklúbb-
inn sem er í bænum Aix í Pro-
vence-héraði. Atvikið átti sér stað í
janúar.
Honum var jafnframt gert að
greiða fimm þúsund evrur í sekt
fyrir að hafa móðgað lögregluþjón
sem gætti hans á sjúkrahúsi, en
leikarinn var fluttur á sjúkrahús
eftir að hafa tekið of stóran
skammt af lyfjum í fangaklefa sem
hann gisti vegna árásarinnar á
dyravörðinn.
Naceri hefur oft komist í kast við
lögin og var síðast dæmdur í fang-
elsi í desember á síðasta ári.
Naceri, sem er 45 ára gamall,
var samkvæmt upplýsingum frá
lögreglu drukkinn er hann kom að
næturklúbbnum með tvær ungar
stúlkur upp á arminn. Honum lenti
saman við dyravörðinn eftir að hafa
verið synjað um inngöngu og dró
leikarinn þá upp hníf og beindi
honum að dyraverðinum.
Dyravörðurinn slapp ómeiddur
en Naceri þurfti hins vegar að leita
til bráðamóttökunnar þar sem hann
datt fyrir bíl og slasaðist á kjálka
auk þess sem nokkrar tennur fuku.
Eins og áður sagði hefur Naceri
oft komist í kast við lögin og í des-
ember var hann dæmdur í sex
mánaða fangelsi fyrir að hafa
móðgað svartan lögreglumann með
óviðeigandi kynþáttaummælum.
Frá árinu 2000 hefur hann hlotið
fjóra dóma, fyrir líkamsárás, ölv-
unarakstur og hraðakstur.
Naceri á franska móður en föður
frá Alsír og er múslimi. Í október
2005 vann hann sér það til frægðar
að hóta Salman Rushdie lífláti í
frönskum spjallþætti, að sögn
heimildarmanna, en ummæli hans
voru klippt út. Á Naceri að hafa
sagst vera tilbúinn að myrða Rus-
hdie fyrir 50 dali, „Pour 50 balles,
moi, je te fume.“ Eftir þetta hefur
Salman Rushdie aldrei komið fram
í frönskum sjónvarpsþætti og segir
að það muni hann aldrei gera aftur.
Bandaríski sveitasöngvarinnKenny Chesney hefur vísað því
á bug að rekja megi það hversu
skammvinnt hjónaband hans og
kvikmyndaleikkonunnar Renée
Zellweger varð, til þess að hann sé
samkynhneigður. Í umsókn sinni um
ógildingu hjónabandsins bar Zellwe-
ger við „svikum“ án þess að gera
nánari grein fyrir því og túlkuðu
margir það svo að Chesney væri
samkynhneigður.
„Það er ekki satt. Punktur. Ég
hefði kannski átt að koma strax fram
og segja „nei ég er ekki hommi“, en
ég vildi ekki draga enn meiri athygli
að þessu,“ sagði Chesney í nýlegu
sjónvarpsviðtali. „Ég þurfti ekki að
sanna fyrir neinum að ég væri ekki
hommi. Mér fannst ég ekki þurfa að
gera það. Einu svikin sem framin
voru, voru þau að ég hélt að ég vissi
hvað fælist í því að vera giftur, að ég
gæti ímyndað mér hvernig það væri,
en ég gerði það í raun ekki,“ sagði
hann.
Þá segir hann þau Zellweger hafa
komið sér saman um að bera við
svikum þar sem það geti haft mjög
víða merkingu. Það hafi hins vegar
verið misráðið hjá þeim. „Ég sé alls
ekki eftir hjónabandi okkar. Ekki
minnstu vitund, segir hann. „Ég segi
hins vegar við sjálfan mig: „Ég vildi
að við hefðum bara skilið í stað þess
að ganga í gegn um þessa ógilding-
arvitleysu.“ Það hefði sparað mér
mikla auðmýkingu. Ég iðrast þó
einskis. Ég elskaði hana og það var
raunverulegt.“
Zellweger og Chesney gengu í
hjónaband á Jómfrúreyjum í maí ár-
ið 2005 og fjórum mánuðum síðar
sótti Zellweger um ógildingu hjóna-
bandsins. Hún sendi síðar frá sér yf-
irlýsingu þar sem hún sagði að orðið
„svik“ ætti ekki við um persónuleika
Chesneys.
Fólk folk@mbl.is