Morgunblaðið - 18.02.2007, Page 80
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 49. DAGUR ÁRSINS 2007 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK.
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: auglysingar@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Suðaustan 10–
15 m/s og rigning
með köflum sunn-
an- og vest-
anlands, annars hæg-
ari og skýjað. » 8
Heitast Kaldast
7°C 0°C
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
NÝ stjórn Knattspyrnusambands Íslands
samþykkti á fundi sínum í gær að skipa
þriggja manna starfshóp til að koma með
tillögur um jafnréttisstefnu KSÍ. Gylfi
Dalmann Aðalsteinsson, lektor í mann-
auðsstjórnun við Háskóla Íslands og for-
maður Jafnréttissjóðs, er formaður starfs-
hópsins en með honum í starfshópnum eru
Guðrún Inga Sívertsen, nýr gjaldkeri KSÍ,
og Ingibjörg Hinriksdóttir, sem er í lands-
liðsnefnd kvenna.
Geir Þorsteinsson, sem kjörinn var nýr
formaður KSÍ fyrir viku, segir að mikil
umræða hafi verið um jafnréttismál innan
knattspyrnuhreyfingarinnar og í nýjum
lögum, sem hafi verið samþykkt á árs-
þingi KSÍ í liðinni viku, komi meðal ann-
ars fram að KSÍ skuli gæta jafnræðis og
jafnréttis. „Þetta er eitthvað sem við sem
frjáls félagsskapur viljum standa fyrir,“
segir Geir. Hann bendir jafnframt á að í
aðdraganda formannskosninganna hafi
komið fram ásakanir um að jafnræðis og
jafnréttis væri ekki gætt innan hreyfing-
arinnar en þó að stjórnin teldi að þessar
ásakanir ættu ekki við rök að styðjast,
hefði hún talið rétt að setja sér jafnrétt-
isáætlun, því knattspyrnuhreyfingin væri
landssamtök opin öllum. | 4
Morgunblaðið/RAX
KSÍ er
landssamtök
opin öllum
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
STÓRFELLT eignatjón varð en
enginn slasaðist í tveimur umferð-
aróhöppum í Reykjavík í gærmorg-
un sem urðu meðal annars vegna
ofsaaksturs ökumanna. Bætast
þessi tilvik við eftirför sem lögregl-
an á höfuðborgarsvæðinu þurfti að
veita ökumanni í ofsaakstri seint á
föstudagskvöld.
Lögreglan sat fyrir ökumanni bif-
reiðar sem var að koma frá Selfossi
rétt ofan við bæinn laust fyrir
klukkan fimm í fyrrinótt. Hann
sinnti ekki stöðvunarskyldu lög-
reglu og ók á ofsahraða eftir Breið-
holtsbraut um Víðidal. Þegar öku-
maður hægði ferðina við hringtorg á
Stekkjarbakka tókst lögreglumönn-
um að stöðva för hans með því að
aka utan í bifreið hans og snúa
henni. Ökumaðurinn er grunaður
um ölvun, eins og ökumaður bílsins
sem stöðvaður var eftir mikla eft-
irför seint í fyrrakvöld.
Á níunda tímanum í gærmorgun
lenti svo bíll sem ekið var austur
Hringbraut á girðingu á umferðar-
eyju til móts við Rauðarárstíg og
felldi hana á löngum kafla. Endaði
bíllinn á akreininni á móti og varð að
loka götunni fyrir umferð um tíma.
Talið er að bíllinn hafi verið á ofsa-
hraða en hann rakst utan í annan
bíl, rétt áður en hann lenti á girðing-
unni. Þrír menn voru í bílnum og
voru þeir í haldi lögreglu í gær-
morgun. Málið var rannsakað með
það í huga hvort um hefði verið að
ræða akstur undir áhrifum fíkni-
efna eða áfengis.
Almannahætta
Ljóst er að mikil hætta steðjaði
að öðrum vegfarendum í öllum
þessum tilvikum. Ásgeir Ásgeirsson
aðalvarðstjóri sagði að magn alkó-
hóls í blóði ökumanna réði ökuleyf-
issviptingu og sektum. Erfiðara
væri að meta almannahættu sem af
háttalagi þeirra stafaði. Sagði hann
þó hraða og aksturslag betur skráð
en áður með eftirlitsmyndavélum
sem komnar væru í lögreglubílana.
Tveir ökumenn um tvítugt og
einn 25 ára áttu hlut að þessum mál-
um. Einar Magnús Magnússon hjá
Umferðarstofu segir þessi tilfelli al-
varleg, sérstaklega í ljósi þess að ár-
ið hafi farið frekar vel af stað í um-
ferðinni.
Grunur um ölvunar- og
ofsaakstur í 3 tilvikum
Lögreglan þurfti að stöðva för bíls með því að aka á hann – ökumaður missti
stjórn á bíl sínum á miklum hraða og reif niður girðingu á umferðareyju
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Flæktur í girðingu Bíllinn sem lenti á girðingu á umferðareyju á Miklubraut til móts við Rauðarárstíg og reif
hana niður á löngum kafla hafnaði á öfugum vegarhelmingi og varð að loka götunni fyrir umferð.
Í HNOTSKURN
»Ekki urðu alvarlegmeiðsl á fólki í þremur
tilvikum þar sem bílum var
ekið á ofsahraða. Ökumenn
eru grunaðir um akstur und-
ir áhrifum.
»Tveir ökumannanna eruum tvítugt og einn um 25
ára aldur. Farþegar voru í
tveimur bílanna.
♦♦♦
HÆGT verður að ganga að öllum íslensk-
um safnkosti landsbókasafnsins á staf-
rænu formi á Netinu þegar fram líða
stundir. Þá geta Íslendingar sest við tölv-
una sína, flett í gegnum forn skinnhandrit
eða gömul dagblöð, gluggað í skáldsögu
frá síðustu öld eða lesið tímarit frá síðasta
ári. „Notandinn sæti þá heima við tölvuna
sína og gæti t.d. nálgast allt efni sem til er
hjá Árnastofnun, í Þjóðskjalasafni, á Þjóð-
minjasafni, hjá Ríkisútvarpinu eða hér í
Þjóðarbókhlöðunni,“ segir Ingibjörg
Steinunn Sverrisdóttir, verðandi lands-
bókavörður.
Nú þegar er hægt að nálgast hluta af
safnkosti landsbókasafns á Netinu, m.a.
Morgunblaðið frá upphafi til ársloka 2000,
skinnhandrit af Íslendingasögum og öll Ís-
landskort gefin út fyrir 1900. | 19
Skinnhandrit
á Netinu
LJÓSMYNDARAR Morgunblaðs-
ins sópuðu að sér verðlaunum í
árlegri keppni Blaðaljósmynd-
arafélags Íslands. Árni Torfason,
sjálfstætt starfandi ljósmyndari
sem einnig vinnur fyrir Morg-
unblaðið, átti mynd ársins í
keppninni.
Mynd Árna er af Sif Pálsdóttur
sem varð fyrst íslenskra kvenna
Norðurlandameistari í fjölþraut
fimleika á Norðurlandamótinu
sem fram fór í Versölum í apríl á
síðasta ári. Hún vann til fjöl-
margra annarra verðlauna en
hætti síðar á árinu keppni í
áhaldafimleikum. Fram kemur í
rökstuðningi dómnefndar að hún
hafi fallið fyrir fegurð mynd-
arinnar.| 4Morgunblaðið/Árni Torfason
Féllu fyrir
fegurð
myndar