Morgunblaðið - 24.02.2007, Page 6

Morgunblaðið - 24.02.2007, Page 6
6 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Kristinn ERLENDU kokkarnir tólf sem taka þátt í mat- reiðslukeppni Food & fun fengu í gær klukkustund til að kaupa það hráefni sem þeir töldu sig þurfa fyrir átökin í dag. Matreiðslumennirnir mega aðeins notast við íslenskt hráefni en í keppninni eiga þeir að útbúa einn fiskrétt, einn kjötrétt og eftirrétt. Íslenskt hráefni valið fyrir keppnina SÉRHANNAÐUR rykbindibíll frá Reykjavíkurborg hefur verið tekinn í notkun til að hefta hið hættulega svifryk sem lengi sett hefur svip sinn á borgina, öllum til mikils ama. Rykbindibíllinn var sendur af stað nú í vikunni og dældi átta þús- und lítrum af sérstakri magn- esíumklóríðblöndu á götur og er ekki vanþörf á þegar mengunin rýkur upp í margföld heilsuvernd- armörk eins og raunin var á fimmtudag. Klukkan eitt eftir mið- nætti mældist rykmengun nær 2.200 míkrógrömm á rúmmetra á færanlegri mælistöð. Heilsuvernd- armörk eru 50 míkrógrömm á rúm- metra. Auk magnesíumbílsins voru not- aðir sópbílar, ruslsugur og vatns- bílar. Haldið var út á göturnar með þennan tækjabúnað þegar loks viðraði til gatnahreinsunar í vik- unni en þess má geta að magn- esíumbíllinn verður í notkun næstu dægrin og sendur út eldsnemma á morgnana á meðan veður helst þurrt og hætta er á svifryksmeng- un. Vegfarendur sem sáu til hans á götunum í gær ráku sumir hverjir upp stór augu og furðuðu sig á því að verið væri að úða vökva á göt- urnar í frostinu með tilheyrandi hálkumyndun að því er þeir töldu. Þess ber þó að geta að rykbindiefn- ið er frostþolið og má úða því á götur í allt að 20 stiga frosti. Magnesíumlögurinn er blandaður í nýrri saltpækilsstöð sem sett var upp á vegum framkvæmdasviðs í upphafi þessa árs. Að sögn Guðbjarts Sigfússonar, verkfræðings og deildarstjóra á gatna- og eignaumsýslu Reykjavík- urborgar, hafa staðið yfir tilraunir með magnesíumbílinn undanfarin misseri og loks hefur hann verið tekinn í notkun, þótt strangt til tekið sé enn um tilraun að ræða. „Það er viss áfangasigur að vera byrjaður á þessu,“ segir hann og bætir við að árangurinn eigi eftir að meta með því að mæla ryk- mengunina og átta sig á áhrifunum af þessum aðgerðum. „Þetta er á byrjunarstigi, en ef vel tekst til, þá verður vonandi framhald á þessu. Jafnframt vonumst við til þess að ökumenn hætti að nota nagladekk.“ Fram hefur komið að svif- ryksmengun í Reykjavík og í sveit- arfélögunum í kring nái hámarki þegar ryk sem safnast hefur saman í vætutíð þornar og þyrlast upp frá umferðinni. Þessu má líkja við fín- efni á yfirborði malbiksins, sem er 95 prósent náttúrulegt berg og fimm prósent tjara, sem þornar, þyrlast upp og breytist í svifryk. Magnesíumbíllinn ákveðinn áfangasigur í svifryksstríðinu Morgunblaðið/Júlíus Vörpulegir Hinrik Pálmason á magnesíumbílnum eftir vaktina í gær. Hald- ið verður áfram í dag að úða á stofngötum borgarinnar. Vænta má að margir fagni nýjum rykbindibíl sem á að nota til að herja á svifryk sem ógnar heilsu fólks á þurrum vetrardögum. orsi@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Mengun Næg verkefni eru handa öllum hreinsitækjum borgarinnar. INGVAR Ásmunds- son, skákmeistari og fyrrverandi skóla- meistari, er látinn, 72 ára að aldri. Ingvar fæddist 10. júlí 1934. Foreldrar hans voru Hanna Ingvarsdóttir og Ásmundur Ólason. Ingvar lauk stúd- entsprófi frá MR 1953. Hann stundaði nám í stærðfræði við Há- skóla Íslands, við Kaupmannahafnarhá- skóla og Stokk- hólmsháskóla. Hann lauk BA-námi í stærðfræði 1968, en stundaði einnig nám í forritun og kerfisfræði. Ingvar kenndi stærðfræði við ML og MR, en lengst kenndi hann við MH. Hann var skipaður konrektor MH 1977 og starfaði sem áfanga- stjóri hjá FB 1978. Ingvar starfaði hjá Rafmagnsveitum Reykjavíkur 1968–1970 og aftur sem fjármála- stjóri 1978–1980. Árið 1980 var hann skipaður skólameistari Iðnskólans í Reykjavík og því starfi gegndi hann til ársins 2000. Ingvar var einn af fremstu skákmönnum landsins. Hann var í landsliði Íslands og keppti á ólympíuskák- mótum 1968, 1974 og 1978. Hann varð skák- meistari Íslands árið 1979. Árið 1987 hlaut hann meistaratitil Al- þjóðaskáksambands- ins (FIDE). Hann sat um tíma í stjórn Tafl- félags Reykjavíkur og í stjórn Skákksam- bands Íslands. Hann gaf út kennslu- bók í skák og ritstýrði blaðinu Heimsmeistaraeinvígið í skák 1972. Hann sá einnig um skákþætti í Al- þýðublaðinu og RÚV um árabil. Ingvar tók þátt í ýmsum fé- lagsstörfum. Hann var formaður Fé- lags menntaskólakennara, skóla- nefndar Vélskólans og Skólameistarafélags Íslands. Eftirlifandi eiginkona Ingvars er Guðrún Jóhanna Þórðardóttir og eignuðust þau þrjú börn. Andlát Ingvar Ásmundsson „MÍN skoðun er sú að svona tillaga kæmi aldrei til alvarlegrar umræðu né afgreiðslu hjá skipulagsráði,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður skipulagsráðs Reykjavík- urborgar, um mynd sem birt var í Morgunblaðinu á fimmtudag og í gær af teiknaðri tillögu formanns Torfusamtakanna um hvernig Laugavegur 41–45, svonefndur Frakkastígsreitur, gæti litið út. Hanna Birna segir umræðu um skipulag á reitnum á síðum Morg- unblaðsins ekki sanngjarna, hvorki gagnvart þeirri uppbyggingu sem hafi verið á Laugavegi né þeim að- ilum sem þar framkvæmi, og vísar til bókunar skipulagsráðs. „Þetta er eitthvað sem er hvorki til umræðu né afgreiðslu, og kæmi aldrei til greina á Laugaveginum,“ segir Hanna Birna. Í bókun skipulagsráðs segir m.a. að ráðið leggi mikla áherslu á að lóð- arhafar athugi sérstaklega útlit húsa við Laugaveg 41 og 45 og skoði möguleika á því að leyfa uppruna- legri götumynd að halda sér. „Ráðið leggur áherslu á að um er að ræða tillögu um breytingu á deiliskipulagi og tekur á þessu stigi enga afstöðu til mögulegs útlits nýbygginga,“ seg- ir einnig í bókuninni, sem gerð var seint á síðasta ári. „Hvorki til umræðu né afgreiðslu“ Rík áhersla lögð á að halda götumyndinni VÍKINGUR Arnórs- son, prófessor og yfir- læknir, er látinn, 82 ára að aldri. Víkingur fæddist 2. maí 1924. Foreldrar hans voru Þóra Sigurðardóttir og Arnór Björnsson. Víkingur lauk stúd- entsprófi frá MA árið 1944 og embættisprófi í læknisfræði frá HÍ 1952. Hann sótti sér framhaldsmenntun í Danmörku, Svíþjóð og Bretlandi. Víkingur var hér- aðslæknir á Hólmavík að loknu námi, en hóf störf á Landspítala 1955. Hann var yfirlæknir Blóðbankans um tíma, en 1958 kom hann til starfa á barnadeild. Hann varð yfirlæknir á barnadeild 1974 og prófessor í barnasjúk- dómafræði við HÍ sama ár. Víkingur gegndi trúnaðarstörfum fyrir lækna og var m.a. um tíma formaður Læknafélags Reykja- víkur. Hann sat í stjórn læknaráðs Landspítalans, í stjórn Reykjavíkur- deildar Rauða kross Íslands, var um tíma forseti læknadeildar HÍ og vararektor HÍ 1979–1982. Víkingur var kvæntur Stefaníu Gísladóttur sem lést 2005. Þau eign- uðust sex börn, en Víkingur eignað- ist einnig tvö börn fyrir hjónaband. Víkingur Arnórsson Eftir Andra Karl andri@mbl.is „ÞETTA er svona hápunktur mat- arhátíðarinnar,“ segir matreiðslu- maðurinn Sigurður L. Hall um mat- reiðslukeppni sem fram fer í dag í Listasafni Reykjavíkur – Hafnar- húsi. Keppnin er haldin í tengslum við matarhátíðina Food & fun og munu tólf erlendir kokkar elda þrjá rétti úr íslensku hráefni. Keppnin hefur verið haldin undanfarin ár en sú nýjung er í ár að áhorfendur fá að smakka á keppnisréttunum. Kokkarnir eru staddir hér vegna hátíðarinnar og eins og undanfarin ár eru sex þeirra frá Bandaríkjunum og sex frá Evrópu. Þeir munu elda einn fiskrétt, einn kjötrétt og einn eftirrétt og hafa til þess fjórar klukkustundir. „Svo bera þeir rétt- ina fram fyrir níu dómara, sem eru hver örðum merkilegri. Það eru frægir erlendir matreiðslumenn,“ segir Sigurður. Verðlaun verða veitt fyrir bestu einstöku rétti og svo fyrir alla réttina saman. Þrátt fyrir að matreiðslumennirn- ir taki keppnina mjög alvarlega verður léttleikinn í fyrirrúmi og seg- ir Sigurður að dagskráin í Hafnar- húsinu verði afar áhorfendavæn. „Þetta er sirkus og mjög gaman að fylgjast með þessu og spennandi. Það verður einnig mikið kynnt af mat og þekktur ostagerðarmeistari frá Whole Foods mun sýna listir sín- ar. Einnig er nýjung í ár að áhorf- endur fá að smakka á réttunum frá hverjum kokki.“ Verðlaunaafhend- ing fer svo fram um klukkan hálf- fimm. Pantað skömmu eftir áramót Food & fun hefur fest sig í sessi sem ein vinsælasta hátíðin sem hald- in er í Reykjavík og ekki er það til að draga úr vinsældum hennar að Vetr- arhátíð í Reykjavík er á sama tíma. Sigurður segir að þrátt fyrir að að- sókn á veitingastaðina hafi verið „í toppi“ undanfarin ár sé áhuginn enn að breiðast út. Þá hefur það heyrst frá veitingamönnum að fólk panti sér borð fljótlega eftir að nýtt ár gengur í garð. Er þetta því mikil lyftistöng fyrir veitingahúsin en tví- og þrísetið er á stöðunum meðan á hátíðinni stendur. Fá að smakka réttina

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.