Morgunblaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is BRETAR hafa nú alls um 5.000 her- menn í Afganistan en hyggjast fjölga um allt að 1.000 manns í liðinu á næstunni, að sögn fréttavefjar breska ríkisútvarpsins, BBC. Des Browne varnarmálaráðherra stað- festi þessi tíðindi í gær en gaf þó ekki upp hve margir hermenn yrðu send- ir á vettvang. Tony Blair forsætis- ráðherra skýrði frá því í vikunni að fækkað yrði í liðinu í Írak um 1.600 manns á næstu mánuðum og enn meira síðar á árinu. Írakar hafa nú þegar sjálfir tekið yfir öryggisgæslu á hluta svæðisins sem Bretar önn- uðust. Talsmenn stjórnarandstæðinga í Bretlandi fullyrða að breytingarnar sýni að breski herinn sé nú svo fá- mennur og aðþrengdur að Browne hafi ekki átt annars úrkosti en fækka í liðinu í og við Basra í Írak til að geta staðið við fyrri loforð í janúar um að auka framlagið til herliðs Atlants- hafsbandalagsins, NATO, í Afganist- an. Bretar hafi ekki burði til að gegna hlutverki sínu á báðum stöð- unum samtímis. „Upprunalega var okkur sagt að það væru engar ráðagerðir um að fækka hermönnum í Írak til þess eins að fjölga í Afganistan,“ sagði talsmaður Íhaldsflokksins í varnar- málum, Liam Fox. „Við vitum núna að ríkisstjórnin er ekki eingöngu vanhæf heldur er hún líka í grund- vallaratriðum óheiðarleg.“ Fox sagði ennfremur að fjölgunin í Afganistan sýndi að Blair hefði mistekist að fá bandamenn Breta í NATO til að axla sinn hlut af byrðunum í Afganistan. Þjóðverjar og Frakkar gagnrýndir „Of margir af evrópskum banda- mönnum okkar nýta sér öryggis- skuldbindingar NATO en láta breska skattgreiðendur um að borga kostnaðinn,“ sagði Fox. Þjóðverjar, Frakkar, Ítalir og Spánverjar hafa oft verið gagnrýnd- ir fyrir að leggja ekki fram eðlilegan skerf til baráttunnar gegn talibönum sem hafa sums staðar gert harða hríð að hermönnum NATO og sveit- um stjórnvalda í Kabúl. Einkum hef- ur verið fundið að því að þessar að- ildarþjóðir hafi verið tregar til að senda hermenn sína á helstu átaka- svæðin í suðri þar sem talibanar eru sterkastir. Bandaríkjamenn, Bretar, Hol- lendingar, Kanadamenn og Danir hafa borið hitann og þungann af að- gerðunum á þeim slóðum og Bretar hafa að undanförnu endurskipulagt liðsaflann í Afganistan til að hann geti í enn meira mæli barist í hér- aðinu Helmand þar sem mjög hörð átök hafa geisað. Yfirmenn breska hersins eru sagðir hafa mælt með fjölgun í Afg- anistan á kostnað liðsins í Írak. Hafi röksemdirnar m.a. verið að auðveld- ara væri að öðlast stuðning almenn- ings í fyrrnefnda landinu en þá þyrfti að vera nægilegur herafli til staðar til að tryggja öryggi borgaranna. Fjölgað verður í breska herliðinu í Afganistan Reuters Reiðubúnir Hermenn úr liði Atl- antshafsbandalagsins í Afganistan. Bretar sagðir axla of þungar byrðar vegna sérhlífni evrópskra bandamanna Í HNOTSKURN »Tölur breska varn-armálaráðuneytisins í jan- úar sýndu að herafla landsins skorti um 5.000 liðsmenn upp á þá 183.950 þjálfuðu hermenn sem markmiðið var að væru í öllu liðinu. »NATO er nú með alls um35.000 manna herlið í Afg- anistan, þar af um 5.000 Breta sem hafa bækistöðvar í Helm- and-héraði, í sunnanverðu landinu. Þar eru um 60% af ópíumframleiðslu Afgana. BÖRN í Harare, höfuðborg Simbabve, safna saman því, sem eftir er í brotnum eggjum á öskuhaug. Robert Mugabe, frelsishetjan fyrrverandi og forseti landsins, ætlar að fara að halda upp á 83 ára afmælið með pomp og prakt en ríkið sjálft er í dauðateygjunum. Þriðj- ungur landsmanna er flúinn og hundruð þúsunda hafa veslast upp úr hungri í þessu landi, sem einu sinni var eitt helsta kornforðabúrið í sunnanverðri Afríku. AP Simbabve á síðasta snúningi LÆKNAR í Bretlandi segja að ekki ætti að leyfa börnum að leika sér við hunda án þess að einhver fullorðinn sé nærstaddur, að sögn fréttavefjar BBC í gær. Barnalæknirinn Rachel Besser vill að hundaeigendur verði skyldaðir til að sækja námskeið þar sem þeir læri að stjórna dýrunum. Læknar segja að fjöldi bitmála hafi tvöfaldast síðustu 10 árin. Lið- lega fimmti hver sem bitinn er af hundi er barn innan við níu ára aldur en alls var um 4.133 manns að ræða í fyrra sem þurftu aðstoð vegna bits. „Flest bit af hálfu hunda í heima- húsum eiga sér stað þegar barn leik- ur sér við hundinn án þess að einhver fullorðinn fylgist með,“ sagði Besser. „Við verðum að hætta að kenna hundinum um og beina þess í stað at- hyglinni að því hver heldur í ólina – eða hver heldur ekki í ólina, sem gæti verið tilfellið.“ Leiki sér ekki ein við hund Fjöldi barna bitinn ár hvert í Bretlandi Sydney. AFP, AP. | Dick Cheney, vara- forseti Bandaríkjanna, lýsti í gær yf- ir áhyggjum af hernaðaruppbygg- ingu Kínverja sem hann sagði vera í mótsögn við yfirlýsingar þeirra um að þeir vilji eiga friðsam- leg samskipti við önnur ríki heims. Cheney, sem staddur er í opin- berri heimsókn í Ástralíu, lofaði þátt Kínverja í samningum við N- Kóreu. „Kínverjar gera sér grein fyrir því að kjarnorkuvædd Norður-Kórea er ógn við þeirra eigið öryggi,“ sagði Cheney en bætti því við að fram- koma Kínverja í öðrum málum sendi misvísandi skilaboð, m.a. tilraunir með vopn í geimnum. Þá tók hann undir það að rétt væri að hafa ákveðnar efasemdir um að N-Kór- eumenn myndu standa við hinn ný- gerða samning. En Bandaríkja- stjórn væri meðvituð um hættuna á því og vissi hvað hún væri að gera. Cheney gagnrýnir Kínverja Segir þá tala um frið en samt hervæðast Dick Cheney RÚSSLAND er ekki bein ógnun við öryggi Noregs og nýtt, kalt stríð er ekki að skella á en Norðmenn ætla að efla varnir sínar í norðri, segir varnarmálaráðherra Noregs, Anne- Grete Strøm-Erichsen. Haft var eft- ir henni á vefsíðu Aftenposten í gær að vissulega væru Rússar orðnir hvassyrtari en áður og Vladímír Pútín Rússlandforseti væri ekkert að skafa utan af hlutunum. En fólk ætti ekki að flýta sér að draga álykt- anir af þeim breytingum. „Við sjáum ekki nýtt kalt stríð í spilunum,“ sagði ráðherrann og vís- aði til þess að aðstoðarforsætisráð- herra Rússlands, Sergei Ívanov, væri sömu skoðunar. „Hann hefur sagt að í kalda stríðinu hafi fólk ekki getað talað opinskátt hvert við ann- að en það geti það núna.“ Strøm-Erichsen lagði áherslu á mikilvægi Atlantshafsbandalagsins í varðveislu stöðugleika í norðri. En hún minnti einnig á að í sumum til- fellum myndu Norðmenn þurfa að standa einir í baráttu fyrir hags- munum sínum, t.d. í deilum um Svalbarða og miðlínuna á Barents- hafi. Rússar ógna ekki en … ♦♦♦ Ú T S A L A Innrömmun með 25% afslætti Tilboð Rammar 100 kr. 200 kr. 24x30 tré 350 kr. Innrömmuð plaggöt 50% afsláttur Íslensk myndlist Komdu og prúttaðu Íslensk grafik Allt að 50% afsl. Tilboð á smellu- römmum 13x18 = 100,- 18x24 = 150,- 24x30 = 200,- 50x60 = 500,- 40x60 = 500,- 20x25 = 200,- Tilboð Álrammar Síðumúla 34 • Sími 533 3331 Opið kl. 10-18 • laugard. kl. 11-15 GILDIR TIL 5. MARS Hvítt 18x24 = 500,- Svart 20x25 = 400,- Svart 24x30 = 600,- Svart 41x61 = 1.200,- Silfur 59x66 = 1.600,- Silfur 40x50 = 900,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.