Morgunblaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2007 25
SUÐURNES
LANDIÐ
Eftir Gunnlaug Árnason
Stykkishólmur | Nýr leikskóli var
formlega tekinn í notkun í Stykk-
ishólmi á dögunum. Með tilkomu
hans breytist mikið aðstaða nem-
enda til náms og leiks og eins að-
staða starfsfólks.
St. Franciskussystur stofnuðu
leikskóla í Stykkishólmi 7. nóvem-
ber 1957 og ráku til ársins að sveit-
arfélagið tók við rekstrinum. Allan
tímann hefur leikskólinn haft að-
stöðu á spítalanum. Húsnæðið
þjónaði ekki lengur þeim kröfum
sem gerðar eru og því var ráðist í
það mikla verk að byggja nýjan
skóla.
Leikskólinn er 470 fermetrar að
gólfflatarmáli og gert er ráð fyrir
að hægt verði að stækka hann um
80 fermetra við vesturgaflinn ef
bæta þarf við fjórðu deildinni.
Byrjað var á byggingunni í maí-
mánuði 2005 og var Skipavík að-
alverktaki. Bygging leikskólans
tók um 16 mánuði. Kostnaður við
nýja skólann og lóðina er áætlaður
um 180 milljónir króna.
Fjölbreytni í starfi
Nýi leikskólinn skiptist í þrjár
deildir sem hafa fengið sín nöfn,
Vík, Ás og Nes, allt gömul og gild
örnefni af svæðinu. Hver deild
skiptist nú í 3 rými sem auðveldar
skiptingu í hópa og fjölbreytni í
starfi. Að auki eru listasmiðja,
vinnuherbergi og salurinn sem er
sameiginlegt rými.
Sigrún Þórsteinsdóttir er skóla-
stjóri leikskólans og Elísabet
Björgvinsdóttir aðstoðarskóla-
stjóri. Þær voru að vonum ánægð-
ar með að vera fluttar með starfið í
nýjan leikskóla. Strax í upphafi
voru gerðar miklar kröfur til hús-
næðisins. Allt starf á að vera á for-
sendum barnanna, þannig að hús-
næðið sé góð umgjörð fyrir öflugt
og þroskandi starf.
„Við vorum mjög heppnar að
starfsfólkið fékk tækifæri til að
vinna mjög náið með hönnuði húss-
ins hjá Teiknistofunni Arkís. Við
funduðum með honum á öllum stig-
um á byggingartíma. Við sjáum
hugmyndir okkar út um allt hús og
við erum ánægðar. Deildirnar eru
vel skipulagaðar og vel nýttar og
sama má segja um sameiginlega
rýmið,“ segja þær Sigrún og El-
ísabet.
Þær segja að allt aðrar og meiri
kröfur séu gerðar til starfsins sem
fer fram á leikskóla en áður fyrr.
Foreldrar telja leikskóla góða við-
bót við uppeldi barna sinna og
verði að standa undir þeim vænt-
ingum.
Í dag er það svo að næstum öll
börn koma í leikskólann, hvort sem
báðir foreldrar eru útivinnandi eða
ekki. Inngöngu í leikskólann fá
börn sem eru orðin eins og hálfs
árs og að skólaskyldualdri. „Við er-
um með breiðan aldurshóp sem
hefur misjafnar þarfir. Fyrir þessu
öllu var hugsað í hönnun skólans.
Við erum hvað ánægðastar með
hve vel hefur tekist til með hönnun
skólalóðarinnar. Útisvæðið er
stórt. Það er skjólgott og fjölbreytt
með hólum og hæðum og ýmsum
krefjandi verkefnum fyrir alla ald-
urshópa. Einn af kostum er að leik-
skólinn er í útjaðri bæjarins. Það
er stutt í sveitina og þann stóra
heim sem er fyrir utan skólalóðina
eins og hesthúsin, nýræktina og
fjárhúsin,“ segja skólastjórarnir.
Alls eru skráð 78 börn í leikskól-
ann og um þau hugsa 21 starfsmað-
ur í þrettán og hálfu stöðugildi.
Leikskólinn í Stykkishólmi er nú fluttur inn í nýtt og glæsilegt húsnæði
„Við sjáum hugmyndir
okkar út um allt húsið“
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Í nýjum leikskóla Börnin kunnu vel að meta það þegar nýi leikskólinn í
Stykkishólmi var tekinn í notkun enda er aðstaðan til fyrirmyndar.
Í HNOTSKURN
»Leikskóli tók til starfa íStykkishólmi 7. nóvember
1957 að frumkvæði St. Franc-
iskussystra og sáu þær alfarið
um rekstur hans.
»Árið 1980 var skólinngerður að heilsársskóla
með fjárframlagi frá Stykk-
ishólmsbæ.
»Sveitarfélagið tók viðrekstrinum árið 1997.
»Leikskólinn hefur nú feng-ið til afnota nýtt og glæsi-
legt húsnæði.
»Nú eru 78 börn í skól-anum.
Þorlákshöfn | Efnt verður til minning-
artónleika um Svandísi Þulu Ásgeirs-
dóttur í Versölum, Ráðhúsi Ölfuss, næst-
komandi mánudag klukkan 18. Svandís
Þula lést í bílslysi á Suðurlandsvegi í
desember síðastliðnum en hún hefði orð-
ið sex ára næstkomandi mánudag.
Fjöldi listamanna kemur fram á tón-
leikunum. Nefna má söngvarana Leone
Tinganelli og Guðrúnu Árnýju Karls-
dóttur sem ásamt hljómsveit flytja lagið
Þulu sem Leone samdi í kjölfar bílslyss-
ins. Þá mun leikskólakór Bergheima
syngja nokkur lög. Í kórnum eru elstu
börn leikskólans sem voru leikfélagar
Svandísar Þulu þegar hún bjó í Þorláks-
höfn.
Minnast Svandísar
Þulu með tónlist
Skeiða- og Gnúpverjahreppur | „Við lýsum
yfir þungum áhyggjum vegna fyrirhugaðra
virkjunarframkvæmda í neðrihluta Þjórs-
ár, og bendum á eftirfarandi: Þessi virkjun-
aráform hafa gríðarlega neikvæð umhverf-
isáhrif í sveitarfélaginu, ræktað land og
gróið fer undir lónin ásamt ýmsum nátt-
úruperlum í og við ána,“ segir í ályktun
sem samþykkt var á fundi í Félagi eldri
borgara í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Fram kemur að í Þjórsárhrauninu eru
hriplekar jarðskjálftasprungur sem liggja
út í ána. Við hækkað vatnsborð í fyrirhug-
uðum lónum óttist margir að jarðvatns-
staða hækki í neðri hluta sveitarinnar. Þá
bendir fundurinn á að fyrirhugaðir varn-
argarðar við uppistöðulónin yrðu reistir á
helsta jarðskjálftasvæði landsins.
„Við teljum að öflun raforku til aukins ál-
iðnaðar á suðvesturhorni landsins réttlæti
ekki þessi virkjunaráform. Við lýsum yfir
fullum stuðningi við baráttu landeigenda á
bökkum Þjórsár við að halda jörðum sínum
óskertum til búrekstrar,“ segir einnig.
Eldri borgarar
áhyggjufullir
vegna virkjana
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
Reykjanesbær | Verkefnisstjóri for-
varna hjá Reykjanesbæ vonast til að
samvinna takist um að bjóða skiln-
aðarbörnum upp á ákveðin úrræði, í
kjölfar málþings og vinnustofu sem
efnt var til um áhrif skilnaðar á börn
og leiðir til úrbóta.
„Áfram ábyrg“ var yfirskrift mál-
þingsins sem haldið var í Kirkjulundi,
Safnaðarheimili Keflavíkurkirkju í
gær. Málþingið er samvinnuverkefni
Keflavíkursóknar, fjölskyldu- og fé-
lagsþjónustu Reykjanesbæjar og
Kjalarnessprófastsdæmis. Þessi
samvinna var Hjördísi Árnadóttur fé-
lagsmálastjóra ofarlega í huga þegar
hún ávarpaði málþingið. Hún kvaðst
vona að ráðstefnan skilaði meiri sam-
vinnu, „samvinnu foreldra sem eru að
slíta eða hafa þegar slitið samvistum,
bæði kyn- og fósturforeldra. Sam-
vinna er líklegust til að hjálpa þeim
sem eru að takast á við skilnað og
samvinna foreldra hjálpar ekki síður
börnum þeirra að komast í gegnum
erfiða tíma. Við vonum líka að þessi
ráðstefna skili okkur betri og mark-
vissari samvinnu faghópa og stofnana
sem koma að málefnum fjölskyldna
þegar skilnaður hjóna á sér stað,“
sagði Hjördís.
Kynntar rannsóknir
Fjölmörg erindi voru flutt á mál-
þinginu og nálguðust frummælendur
efnið frá ýmsum hliðum. Undir lok
þingsins í gær voru síðan pallborðs-
umræður sem séra Skúli Sigurður
Ólafsson stjórnaði.
Á þinginu voru meðal annars
kynntar nýjar niðurstöður rannsókna
sem tengjast málefninu. Sigrún Júl-
íusdóttir, prófessor í félagsráðgjöf
við Háskóla Íslands, og Álfgeir Logi
Kristjánsson, aðjúnkt við kennslu-
fræði- og lýðheilsudeild Háskólans í
Reykjavík, sögðu frá niðurstöðum
rannsókna sem þau hafa stjórnað.
Fram kom meðal annars að marktæk
fylgni væri á milli skilnaðar foreldra
og þess hvernig börnum þeirra líður.
Hera Ósk Einarsdóttir, verkefnis-
stjóri forvarna hjá Reykjanesbæ,
kvaðst ánægð með málþingið og þær
upplýsingar sem fram komu.
Tveir fyrirlesarar komu frá fjöl-
skylduþjónustu lúthersku kirkjunnar
í Marburg í Þýskalandi. Fram kom
hjá Eriku Beckmann að tilfinninga-
tengslin skiptu miklu máli um það
hvernig börnin upplifðu skilnað for-
eldra sinna. Þau stæðu utan við allar
ákvarðanir og gætu ekki haft bein
áhrif á það hvernig sambandinu við
foreldrana væri háttað eftir skilnað
sem og breytingar á þeirra nánasta
umhverfi.
Í dag verður vinnustofa um efnið
þar sem gestirnir frá Marburg miðla
enn frekar af reynslu sinni en þeir
standa meðal annars standa fyrir
þjónustu við skilnaðarbörn á aldrin-
um 10 til 12 ára. Hera Ósk vonast til
og gerir í raun ráð fyrir að þessi
vinna leiði til þess að Reykjanesbær
og Keflavíkursókn hafi samstarf um
að koma á skipulegri þjónustu við
þessi börn.
Vonast eftir þjónustu
við börn eftir skilnað
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Í HNOTSKURN
»Áfram ábyrg er yfirskriftráðstefnu um áhrif skiln-
aðar á börn sem haldin er í
Keflavík.
»„Allt of mörg börn eru þol-endur vegna ákvarðana
fullorðinna sem varða þó ekki
síður þeirra líf, en þau hafa
sjaldnast nokkuð um þær að
segja,“ sagði félagsmálastjóri
Reykjanesbæjar.
»Á málþingi um sama efni ídag er hugað að úrræðum
á þessu sviði.
Áfram ábyrg Þátttakendur í ráðstefnu um skilnaði og börn komu víða að
en flestir voru þó af Suðurnesjum. Í dag verður vinnustofa um málefnið.
Reykjanesbær | Þemaviku hjá Tón-
listarskóla Reykjanesbæjar lýkur
með stórtónleikum í Íþróttahúsi
Njarðvíkur í dag, á Degi tónlistar-
skólanna, kl. 14.
Þemað í ár er „skapandi tónlist-
armiðlun“ og þátttakendur eru
nemendur Tónlistarskólans sem
stunda nám í 3. til 10. bekk grunn-
skólanna í bænum. Tengist þetta
þátttöku Tónlistarskóla Reykjanes-
bæjar í samnefndu Evrópuverkefni.
Nemendurnir hafa æft saman á
hverjum degi alla vikuna. Aðal-
kennari í þemavikunni er Sigrún
Sævarsdóttir Griffiths, kennari við
Guildhall School of Music and
Drama í London, auk nokkurra
nemenda sem nema stjórnun skap-
andi tónlistarmiðlunar við Guild-
hall-skólann og nemenda við
Listaháskóla Íslands.
Tónlist Æft fyrir tónleikana miklu í
Ljónagryfjunni í Njarðvík.
Tónleikar í
lok þemaviku
Reykjanesbær | Skátar úr Heiðarbúum munu kynna skátastarfið á Bókasafni
Reykjanesbæjar í dag, laugardag. Farið verður vítt og breitt yfir starfsemina
og krökkum meðal annars kennt að binda hnúta. Einnig verða myndir og
munir frá Byggðasafni Reykjanesbæjar sem tengjast skátastarfinu til sýnis.
Bókasafnið hefur áform um að bjóða hinum ýmsu félögum í heimsókn í
safnið til að kynna sig fyrir gestum safnsins og gagnkvæmt. Þegar hafa nýtt
sér þetta konur úr Galleríi Björgu og Kvenfélagi Keflavíkur og nú Skátafé-
lagið Heiðarbúar.
Um þessar mundir eru hátíðisdagar skátanna, sem jafnan halda upp á fæð-
ingardag stofnanda skátahreyfingarinnar, Baden Powells, 22. febrúar. Bóka-
safn Reykjanesbæjar er opið á laugardögum frá klukkan 10 til 16.
Skátar kynna starfsemi sína
Grindavík | Menningar- og sögu-
tengt fræðslukvöld verður haldið í
Saltfisksetrinu í Grindavík fimmtu-
daginn 1. mars næstkomandi,
klukkan 20 til 22.
Björn Hróarsson flytur erindi og
sýnir myndir af hellum í Grindavík-
urlandi og kynnir nýju bókina sína,
Íslenskir hellar.
Ómar Smári Ármannsson flytur
erindi og sýnir myndir af flug-
vélaflökum frá hernámsárunum.
Sigrún Franklín kynnir verkefnið
„Af stað á Reykjanesið“ sem er
kynning á gömlum þjóðleiðum,
göngukorti, væntanlegum þjóðleið-
arlýsingum og skipulögðum göngu-
ferðum.
Jafnframt verður kynning á fyr-
irhugaðri tveggja til þriggja daga
göngu- og hellaferð í Brennisteins-
fjöll um verslunarmannahelgina.
Menningarlegt fræðslukvöld