Morgunblaðið - 24.02.2007, Síða 32

Morgunblaðið - 24.02.2007, Síða 32
Agnarsmátt málverk Þessa mynd málaði afi Tinnu. Myndin fær heið- ursstað í herberginu. „Já, veistu ég held að það sé bara allt hérna inni úr IKEA!“ segir Tinna Sigurðardóttir og hlær. Í desember síðastliðnum tók hún allt herbergið í gegn, fór í gegnum gamalt dót sem ekki hentaði lengur, endurskipulagði og hannaði upp á nýtt. Hún vildi hafa allt ljóst í herberginu og segir það henta sér betur en dökkt. Auk þess sem herbergið er frekar lítið, þá virðist allt vera rýmra með ljósum litum. Í sama tilgangi voru settar speglahurðir á fataskápana og Tinna segir herbergið nú mjög vinsælt fyr- ir böll. Þangað hópist vinkonur hennar, taki sig til og nýti speglana til hins ýtrasta. Bróðir Tinnu segir þetta vera til mestu vandræða þegar stelpnahóparnir standi í röð út úr herberginu! Stærð herbergisins skiptir litlu máli Hún segir að sér líði mjög vel í herberginu og þar eyði hún drjúgum tíma, bæði við lærdóminn og með vinkonum sínum þar sem þær geta talað endalaust, oft langt fram á nætur. Stærð herbergisins hafi ekk- ert að gera með hvort þar sé gott að vera eða ekki, langt í frá. Tinna er al- sæl með breytingarnar, setti meðal annars nýtt áklæði yfir sófann sem áður var dökk fjólublár, málaði allt hvítt og ljósgrátt og setti upp hillur. Hún hefur hins vegar gert mikla leit að hvítum vængjum sem hana langar að hengja á vegginn fyrir ofan sóf- ann. „Það væri punkturinn yfir i-ið.“ segir hún og brosir. Morgunblaðið/Kristinn Góður sófi Það er frábært ef hægt er að koma sófa inn í herbergi unglingsins. Speglarnir vinsælir fyrir böll Ljóst og létt Tinna lagði mikla áherslu á að hafa herbergið ljóst. Vel hefur tekist til við að koma öllu haganlega fyrir. Sniðugt Hér hefur Tinna nýtt tíma- ritahirslu undir eyrnalokkana sína. Frábær hugmynd. Tinna Sigurðardóttir Hvítir vængir yfir sófanum væru punkturinn yfir i-ið. Listaverk Hér hefur vinkona Ósk- ars skreytt eina hurð fataskápsins með myndverki. „Ég er nú meira bara svona að glamra.“ segir Óskar Kjartansson og er greinilega hógværðin upp- máluð. Hann er í þremur hljóm- sveitum og sú sem mestur metn- aður liggur í heitir Djasssveitin Dúi. Þar lemur hann húðir og spil- ar ásamt félögum sínum fönkaða djasstónlist. „Ég hef ekki verið í tónlistarskóla en ég virðist drag- ast að öllum hljóðfærum og fer að fikta í þeim. Svo hef ég lært mikið af félögum mínum í hljómsveit- unum og þannig kemur færnin smátt og smátt. Það virðist líka vera þannig, að þegar maður hef- ur náð tökum á einu hljóðfæri, þá er nokkuð auðvelt að læra á ann- að.“ segir Óskar og herbergið hans ber þess greinileg merki að þar býr einstaklingur með mikinn áhuga á tónlist. Í herberginu eru hvorki meira né minna en fjórir gítarar, magnari fyrir rafmagns- gítarinn og skemmtari sem áður var í eigu afa hans og nafna heitn- um. „Þegar amma flutti til Reykjavíkur frá Neskaupstað hlotnaðist mér sá heiður að fá skemmtarann. Ég held að henni hafi fundist eðlilegt að ég fengi hann, því ég var síglamrandi á pí- anó og auðvitað líka á skemmt- arann góða.“ Hann segir hljóð- færið bera nafn með rentu því hann skemmti sér konunglega við að spila á það. Óskar er á öðru ári í Mennta- skólanum í Hamrahlíð og við- urkennir fúslega að stundum sitji námið örlítið á hakanum vegna tónlistariðkunarinnar. „En þetta gengur samt alveg, allavega fyrir rest.“ segir hann og brosir. Í skól- ann fer hann með strætó eða gangandi og segir það ekkert mál, þrátt fyrir að búa á Snorrabraut- inni. „Maður hefur bara mjög gott af þessu labbi, það tekur ekki nema svona fimmtán mínútur. Að Menntaskólanum loknum stefnir Óskar á Tónlistarskóla FÍH þar sem hann vonast til að verða fulln- uma trymbill. Herbergið stútfullt af hljóðfærum Morgunblaðið/ÞÖK Við skemmtarann Hér situr Óskar, sem dregst að öllum hljóðfærum, við skemmtarann sem hann fékk eftir afa sinn og nafna. Rúmgott Herbergið er mjög rúmgott sem kemur sér vel fyrir öll hljóð- færin. Á veggnum má sjá listaverk eftir Óskar. Óskar Kjartansson Í herberginu eru hvorki meira né minna en fjórir gítarar, magnari og skemmtari. lifun 32 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Djasssveitin Dúi, grísir og pjatt Herbergi unglingsins verður oft hans athvarf frá umheiminum og þá er gott að geta lagað umhverfi sitt að áhugamálum og persónulegum smekk. Katrín Brynja Hermannsdóttir fékk að kíkja í heimsókn til þriggja ólíkra krakka.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.