Morgunblaðið - 24.02.2007, Side 33

Morgunblaðið - 24.02.2007, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2007 33 „Við höfum búið í þessari íbúð alla okkar tíð, meira að segja mamma líka en hún var fimm ára þegar þau fluttu í blokkina, sem þá var ný- byggð,“ segir Anna Guðjónsdóttir. „Herbergið sem ég er í núna var herbergi mömmu á sínum tíma og þegar elsta systir mín flutti að heiman fékk ég það.“ Frá því hún tók við herberginu, hefur hún svo sannarlega sett sinn svip á það. Hún vildi mála vegg og fataskáp grænan og fékk stjúpföður sinn til að hjálpa sér með litavalið. Útkom- an er mjög flottur grasgrænn litur sem kannski fáir hefði lagt í að nota en Anna segist ekkert hafa verið hrædd við græna litinn, enda hann í miklu uppáhaldi hjá henni. Hún kann mjög vel við sig í hverf- inu og er örskotsstund að labba, eða jafnvel hlaupa, í Mennta- skólann við Sund þar sem hún er á öðru ári. „Það er kannski vegna þess hve stutt er í skólann, að ég hef ekki enn komið mér í að taka bílpróf.“ segir hún og virðist alls ekki liggja lífið á að geta keyrt bíl. Kannski það sé græni liturinn í herberginu hennar… er ekki talað um að grænn sé róandi? Uppáhalds lögin á gítar En það er fleira í herberginu sem lýsir hennar persónu. Tónlist, og þá helst rokk og metal, er eitt af áhugamálunum og einn veggurinn er þakinn úrklippum úr blöðum af tónlistarfólki. Uppáhalds hljóm- sveitir hennar eru Pantera og My Chemical Romance en sjálf er Anna að byrja að spila á gítar. Fyr- ir átti hún kassagítar en í sautján ára afmælisgjöf fékk hún raf- magnsgítar frá foreldrum og stjúp- foreldrum. Þegar hún er ekki í skólanum eða að læra er hún dug- leg að rifja upp nótnalesturinn og ná upp færni í gítarspilun. Aðspurð hvort hún sé ekki farin að æfa lög með uppáhalds hljómsveitunum hlær hún og segist þurfa að taka grunninn fyrst. „Það verður nú samt örugglega fljótlega sem ég fer að fikta við uppáhalds lögin mín.“ segir hún hógvær. Morgunblaðið/Kristinn Skemmtilega óvenjulegt Tveir veggir í herberginu eru fagurgrænir og það kemur ótrúlega vel út. Græni liturinn í uppáhaldi Tónlistarmyndir Áhugi Önnu á hljómsveitum leynir sér ekki því hún hefur þakið einn vegginn með blaðaúrklippum af tónlistarfólki. Skartgripir Anna notar skartgrip- ina sína sem skrautmuni þegar hún er ekki að nota þá. Anna Guðjónsdóttir Tónlist og þá helst rokk og metal er eitt af áhugamál- unum og einn veggurinn er þakinn myndum af tónlist- arfólki. GRÆJUDAGARÍ HÁTÆKNI Ármúli 26 / Sími 522 3000 / www.hataekni.isTilboðum skolað niður með Coca-Cola Opnunartími þessa helgi 11 - 18 • Flatsjónvörp með allt að 30% afslætti• Magnarar með allt að 50% afslætti• Nokia farsímar með allt að 40% afslætti Tilboð á öllum vörumAðeins um helginaPIPAR• S ÍA • 7 0 3 5 0 Skógarhlíð 18 · 105 Reykjavík · Sími: 591 9000 www.terranova.is · Akureyri sími: 461 1099 Hafnarfjörður sími: 510 9500 Tallinn í Eistlandi Frá aðeins kr. 19.990 Beint flug 19. apríl - 4 nætur 23. apríl - 3 nætur 26. apríl - 3 nætur Frá kr. 19.990 Flugsæti með sköttum. Netverð á mann. 23. - 26. apríl. Takmarkaður sætafjöldi á þessu tilboði. Frá kr. 39.990 – flug & gisting í 3 nætur Flug, skattar og 3 nætur á Hotel Meriton Old Town **+ m/morgunverði. 23. - 26. apríl. Netverð á mann Frá kr. 49.990 – flug & gisting í 3 nátta helgarferð Flug, skattar og 3 nætur á Hotel Meriton Old Town **+ m/morgunverði. 26. - 29. apríl. Netverð á mann. E N N E M M / S IA / N M 26 0 87 Síðustu sætin – ótrúleg kjör Gamli bærinn í Tallinn er einn sá fallegasti í Evrópu enda á heimsminjaskrá UNESCO. Stemning miðalda og nútíminn blandast saman og skapa einstakt andrúmsloft. Við steinilagðar göturnar eru ótal kaffihús, veit- ingastaðir og sérverslanir en Tallinn er líka þekkt fyrir fjörugt og skemmtilegt næturlíf. Vor í

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.