Morgunblaðið - 24.02.2007, Page 45

Morgunblaðið - 24.02.2007, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2007 45 við umönnun hennar þar. Þrátt fyrir veikindi hennar vantaði aldrei blíð- una og brosið. Elsku amma mín takk fyrir allt það góða sem þú kenndir mér og innrætt- ir og ég vona að Guð gefi að mér tak- ist að koma því áfram til minna barna og afkomenda. Guð geymi þig. Þín Bjarnfríður Laufey. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Er ég var smástelpa var alltaf gaman að fá að gista í Hafsteini hjá ömmu og afa og þó svo það væru ekki alltaf skipulagðar gistinætur, þá átti amma alltaf sokka og naríur uppi í skáp til að lána, svo maður gæti gist. Ein af mínum fyrstu minningum um ömmu er þegar hún var að gera morgunleikfimi með útvarpinu. Auð- vitað tók ég þátt í leikfiminni og þótti nokkuð merkilegt þegar amma braut sig saman og lagði lófana flata niður í gólf – ótrúlega liðug miðað við mann- eskju á sjötugsaldri. Einnig var mik- ið sport þegar við Áslaug frænka klæddum okkur í bleiku náttsloppana frá ömmu og hlupum eftir ganginum í Hafsteini í einhverjum prinsessuleik. Á daginn voru svo hornsíla- og krabbaveiðar stundaðar af kappi og þá var amma búin að gata niðursuðu- dósir sem hægt var að nota sem gildrur við veiðarnar. Svo fylgdist hún með okkur krökkunum úr eld- húsglugganum, án þess þó að við yrð- um þess mikið vör. Amma kenndi mér á þessum árum að hekla og prjóna og leyfði okkur barnabörnun- um að hjálpa sér við kleinugerð. Við fengum að snúa við kleinunum og yf- irleitt fékk maður smá deigbút til að leika sér að og búa til eitthvað frum- legt úr og steikti amma listaverkið í lokin. Ég bjó í Hafsteini í sex sumur, er ég stundaði vinnu á Stokkseyri, og kynntist ég ömmu þá á nýjan hátt. Það var alltaf gott að spjalla við hana um heima og geima, og fylgdist hún vel með hvað ég og mínir vinir voru að bralla. Amma var listakokkur og lærði ég að meta það betur þessi sumur. Alltaf var fiskur í hádeginu, matreiddur á ýmsan máta, og oftar en ekki kom fyrir að hún sagði manni að kíkja heim í kaffinu því hún ætlaði að snúa saman nokkrum kleinum, helst steiktum upp úr hrossatólg. Einhverju sinni settist ég með ömmu og fór yfir uppskriftabókina hennar og á ég því margar góðar kökuupp- skriftir frá henni sem ég nota gjarn- an. Hún bjó einnig til bestu fiskiboll- ur í heimi en því miður er engin uppskrift til að þeim, hún skáldaði þær bara af fingrum fram og leikur það enginn eftir. Elsku amma, þó svo þú vildir ekki láta mæra þig finnst mér gott að hafa átt ömmu eins og þig. Þakka þér fyrir allt sem þú kenndir mér og vonandi get ég kennt mínum afkomendum eitthvað af því. Gott er að eiga góðs að minnast. Þín Margrét Harpa. Þegar ég kveð þig elsku amma mín streyma fram minningarnar og sökn- uðurinn. Minningarnar um glaðværð þína og hlýju sem allir sem kynntust þér urðu aðnjótandi. Tímarnir sem við systkinin eydd- um í Hafsteini hjá ömmu, afa og lang- ömmu Viktoríu eru ógleymanlegir. Næturnar sem við fengum að kúra upp í hjá þér þegar afi var á sjó, þá var mikið spjallað og margir brand- arar fuku, og alltaf gast þú hlegið að barnslegum húmornum. Frelsið sem við systkinin nutum við að leika í garðinum og í fjörunni við að tína skeljar og veiða hornsíli, þótt sumir væru fullákafir yfirferðar, svo það þurfti að binda við þá netastein til þeir færu hægar yfir. Ferðirnar í kirkju á sunnudögum þar sem ég fékk mína barnatrú sem ég hef í dag. Fyrsta bænin sem þú kenndir mér og ég leita í þegar eitthvað bjátar á og hef kennt mínum börnum. Gleði- stundirnar sem við áttum í Hólm- steinsskúrnum þar sem mikið var spjallað og hlegið. Tíminn sem við áttum saman þegar ég var hjá ykkur afa og langömmu í nokkur sumur sem unglingur. Þið langamma kennduð ófáum barnabörnum að lesa, skrifa og reikna. Ég vildi að börnin mín hefðu fengið tækifæri til að kynnast þér eins og ég gerði, en veikindi þín tóku þig frá okkur langt fyrir aldur fram. Tækifæri til að kynnast glaðværð þinni, hlýju og einstakri þolinmæði sem ég vildi oft að ég hefði. Elsku afi, ást ykkar ömmu var ein- stök og ástin gneistaði af ykkur þeg- ar þið lituð á hvort annað svo það sást langar leiðir. Þú stóðst við hlið henn- ar eins og klettur í veikindum hennar og alltaf ljómaði andlit hennar þegar þú birtist, eins veik og hún var orðin, og hún þekkti engan annan. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Eygló Fríða. Í dag kveðjum við okkar elskulegu frænku, hana Bennu frá Kaðlastöð- um. Allt frá því að við fórum að muna eftir okkur var Benna frænka ein- hvern veginn ómissandi hlekkur í til- verunni. Samband þeirra systkin- anna frá Kaðlastöðum var sérstakt. Þau voru alla tíð mjög góðir vinir og mikil samskipti meðan bræður henn- ar voru á lífi. Í bernskuminningunni voru þær fáar helgarnar sem ekki var farið í heimsókn til Bennu og Tóm- asar í Hafstein. Og það var alltaf gott veður, himinninn heiðblár og sjórinn hvergi fallegri á litinn en í Stokkseyr- arfjöru. Ekki var nú leiðinlegt að koma í eldhúsið í Hafsteini, það var sannarlega sálarbætandi og okkur leið einhvern veginn miklu betur þeg- ar við kvöddum, að ekki sé minnst á kræsingarnar. Allt dafnaði og óx vel hjá Bennu, samanber jólarósin í aust- urglugganum hennar ömmu sem lifði og blómstraði ár eftir ár. Árum sam- an annaðist Benna móður sína og ömmu okkar fjörgamla, sjúka og blinda, af aðdáunarverðri umhyggju og hlýju. Þegar pabbi dó 1998 fórum við systkinin til Bennu að leita ráða með sálmaval, því að hún var mjög kirkju- rækin. Þá sagði Benna frænka: „Mig dreymdi hann Kalla pabba ykkar í nótt, hann sagði í draumnum: „Ég á mér marga öfundarmenn, að fá að fara svona snöggt, en þurfa ekki að vera ósjálfbjarga árum saman.““ Vertu alltaf hress í huga hvað sem kann að mæta þér. Lát ei sorg né böl þig buga. Baggi margra þungur er. Treystu því, að þér á herðar þyngri byrði’ ei varpað er en þú hefir afl að bera. Orka blundar næg í þér. Þerraðu kinnar þess er grætur þvoðu kaun hins særða manns. Sendu inn í sérhvert hjarta, sólargeisla kærleikans. Vertu sanngjarn, vertu mildur, vægðu þeim sem mót þér braut. Bið þinn Guð um hreinna hjarta hjálp í lífsins vanda’ og þraut. (Erla/Guðfinna Þ. frá Hömrum) Við systkinin viljum þakka Bennu fyrir góðmennsku sína og hlýju í okk- ar garð, og sendum Tómasi og öllum afkomendunum samúðarkveðjur. Viktoría, Hildur og Baldur. Ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi að búa á heimili Einars og Unnu um nokkurra ára skeið á menntaskólaárum mín- um. Það hefur örugglega ekki verið auðveldara að ala upp unglinga á þeim tíma en núna og því hef ég met- ið það meira og meira eftir því sem árin líða að þau skyldu leyfa mér að búa inni á heimili sínu þessi ár sem í mínum huga mótuðu mig mest sem einstakling. Allt frá fyrsta degi leið mér eins og ég ætti heima þarna því á allan hátt upplifði ég að mér væri tekið sem einum af fjölskyldunni af öllu heimilisfólkinu. Einar sat sjaldan auðum höndum. Sennilega hefur það oftast verið enski boltinn sem fékk hann til að sitja kyrran meira en klukkutíma í senn. Ef hann var ekki að dytta að einhverju heima við þá var hann iðu- lega að hjálpa einhverjum vinum eða kunningjum með raflagnir í íbúðum eða sumarbústöðum. Ekki minnist ég þess að nokkurn tíma hafi borið skugga á samskipti okkar Einars. Við vorum langt í frá alltaf sammála um hin ýmsu málefni og það var oft mikið fjör að rökræða hlutina við hann. Það tók reyndar oft dágóðan tíma að reikna hann út í svona sam- ræðum þar sem hann var stríðinn með afbrigðum og gerði í því að reyna að ná manni upp ef hann átti þess nokkurn kost. Einar var á sjónum í mörg ár og eflaust hefur það mótað hans per- sónu ásamt fleiru. Vandamál virtist til dæmis ekki vera til í hans orðabók og hann fór í öll verkefni með það að markmiði að leysa þau, stór sem smá. Bæði meðan ég bjó í Efstahjall- anum og eftir það þá var hann ávallt boðinn og búinn að aðstoða mann ef hann átti þess nokkurn kost. Hann Einar Ólafsson ✝ Einar IngiTheódór Ólafs- son fæddist í Reykjavík 23. októ- ber 1936. Hann lést á Kanaríeyjum að morgni 11. febrúar síðastliðins og var útför hans gerð frá Digraneskirkju 23. febrúar. var óhræddur við að tileinka sér nýja hluti og lét það ekki stoppa sig þótt fullorðinn væri að fá sér tölvu og læra á hana. Nokkrum sinnum fór ég og að- stoðaði hann við að nota hana og þá fann maður glögglega hversu ákveðinn hann var í að framkvæma hluti sem mörgum á hans aldri hefði örugg- lega fundist óyfirstíg- anlegt. Það hefur frá því ég man eftir mér ríkt mikil og hlý vinátta milli for- eldra minna og Einars og Unnu. Ég veit því að ég tjái mig ekki síður fyr- ir þeirra hönd en minnar eigin þegar ég þakka honum fyrir öll þau góðu kynni og allar þær skemmtilegu samverustundir sem við áttum. Kannski var það ekki tilviljun að mamma og pabbi skyldu líka vera stödd á Kanarí þagar lát hans bar að. Ég kveð Einar með miklum söknuði. Elsku Unna. Ég færi þér og allri ykkar fjölskyldu mínar innilegustu samúðarkveðjur. Megi góður Guð vera með ykkur á þessum erfiðu tím- um. Guðmundur Pálmason. Það var okkur hjónunum mikil harmafregn er okkur var tilkynnt að vinur okkar Einar Ólafsson væri lát- inn. Hann varð bráðkvaddur á Kan- aríeyjum hinn 11. þessa mánaðar, aðeins sjötugur að aldri. Fundum okkar Einars bar fyrst saman fyrir u.þ.b. 20 árum þegar Félag harmonikuunnenda í Reykja- vík var á hvað mestri uppleið, en fé- lagið var stofnað 1977. Einar og hans góða eiginkona Unna, eins og hún er kölluð, hafa alla tíð verið dyggir stuðningsmenn félagsins, hafa fylgt starfi þess allt frá því að þau gengu til liðs við það. Innan slíks félags eru ekki einungis harmonikuleikarar. Þar er ekki síður þörf á góðum döns- urum sem og öðrum unnendum. Ein- ar og Unna voru góðir dansarar og miklir unnendur gömludansanna og sóttu því dansleiki og skemmtifundi félagsins svo fremi slíkt væri mögu- legt. Einar hafði ákveðnar skoðanir á félagsstarfinu og lá ekkert á þeim ef því var að skipta. Við vorum oft sammála í þeim efnum sem og á mörgum öðrum sviðum. Hann var formaður skemmtinefndar í ein fjög- ur ár. Innan fyrrnefnds félagsskap- ar hefur myndast mjög sterkur vina- hópur sem komið hefur betur og betur í ljós er harmonikumótin upp- hófust hér á landi. Mótin, sem hófust fyrst í Galtalækjarskógi og síðar Þrastaskógi en eru nú dreifð vítt um landið, komu af stað nýjum áfanga í þessari menningarstarfsemi, það er útilegunum. Við erum búin að eiga margar góðar stundirnar saman með Einari og Unnu í léttu spjalli eða hlæjandi við fjölmennt hlaðborð milli tjaldanna á einhverju mótinu, stundum kannski örlítið glingrandi við stút. Þar flugu gamansögurnar eða ýmis mál voru leyst á örskots- stundu, við undirnið léttra harmon- ikutóna. Combi Camp-tjaldvagn þeirra hjóna var ekki langt undan, þar var gott að koma og eiga spjall inni í þessum gamla snyrtilega vagni sem búinn var að endast þeim í ára- tugi, það segir sitt um alúð og virð- ingu fyrir slíkum þarfahlut. Inni í vagninum mátti lesa sögu harmonik- umótanna sem þau höfðu sótt, móts- merkin voru þar hengd upp á skipu- lagðan hátt. Þá má einnig bæta því við að fleiri og fleiri úr þessum hópi sameinuðust um að hittast á Kan- aríeyjum að vetrinum og voru þau heiðurshjón í þeim flokki. Í fyrra- sumar fengu þau sér svo annan vagn mjög glæsilegan, búinn þægindum sem öllum þykja sjálfsögð í dag, nú voru þau því vel útbúin fyrir kom- andi sumar til að eiga enn þægilegri vist meðal vinanna. Hefur nú borið skugga á þar sem Einar er ekki lengur meðal okkar. Við komum til með að sakna góðs vinar sem var glaðsinna og glettinn, og hafði yndi af mannlegum samskiptum og ekki síst að taka dansspor svo í steinum og stígvélum small. Margar góðar minningar sitja eftir í huganum sem við munum geyma, en draga fram er við hugsum til baka um góðan og traustan félaga sem fylgdi hugsjóna- starfi samferðamannanna af heilum hug. Við vottum eiginkonu, börnum og öðrum aðstandendum dýpstu sam- úð. Hilmar og Sigríður (Sirrý). Kær vinkona mín hún Hrefna er dáin. Svo margar minn- ingar brjótast fram. Vinskapur okkar nær frá árinu 1981 þegar hún Hrefna flutti í Smárahlíðina þar sem Hildur vinkona bjó og kynntumst við í gegnum hana. Á þessum árum unnum við allar á Sólborg og er sá tími fullur af gleði og hlátri því við skemmtum okkur alltaf vel saman, bæði í vinnunni og utan hennar. Þá notuðum við hvert tækifæri sem gafst til að hittast og eru gömlu og góðu, „Sólborgarpartýin“ orðin að hálfgerðri goðsögn, tími sem kemur ekki aftur en lifir í minningunni. Hrefnu var margt til lista lagt, var mikil saumakona en einnig var hún afbragðs kokkur og fengum við vin- konurnar nú að njóta góðs af því í matarklúbbnum sem við stofnuðum fyrir nokkrum árum. Við erum nokkrar vinkonurnar sem hittumst reglulega í mat til skiptis hver hjá annarri, borðum og skemmtum okk- ur saman. Stórt skarð hefur verið höggvið í þann hóp nú þegar Hrefna er farin því oft var hún aðal drif- krafturinn í hópnum. Svo hress og skemmtileg hún Hrefna, alltaf og Hrefna Helgadóttir ✝ Hrefna Helga-dóttir fæddist í Hafnarfirði 23. des- ember 1948. Hún lést á heimili sínu 12. febrúar síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Ak- ureyrarkirkju 20. febrúar. hrókur alls fagnaðar. Alltaf var svo mikið um að vera í kringum Hrefnu. Hún var mikil félagsvera sem átti nóg af áhugamálum og var golfið henni mikil ástríða síðustu árin. Hún naut þess að rölta um hæðir og hóla golfvallanna með kylfurnar sínar og ekki dugðu þeir ís- lensku eingöngu því farnar voru ferðir til útlanda til að stunda þessa iðju og var hún meira að segja búin að panta sér ferð núna í apríl. Já, það var svo sannarlega baráttu- hugur í Hrefnu og er hún ein sterk- asta og jákvæðasta manneskja sem ég hef þekkt. Manneskja sem vert er að líta upp til og taka sér til fyr- irmyndar. Hún lét krabbameinið aldrei buga sig andlega og barðist við það eins og hetja fram á síðustu stundu. Við vorum duglegar að fara í sund á morgnana, ætluðum að verða rosa pæjur og í góðu formi. Eftir sundið vorum við svo vanar að fara heim til mín að fá okkur Sviss mokka og helst með rjóma og súkkulaði líka. Gerðum síðan mikið grín að því, sund og súkkulaði pass- aði kannski ekki endilega vel saman. En okkur var alveg sama. Mig langar til að þakka þér fyrir öll þau ár sem ég fékk að vera vin- kona þín og um leið og ég kveð þig elsku besta Hrefna mín minni ég þig á samninginn sem ég, þú og Alla gerðum um árið. Eitt leyniorð sem enginn þekkir nema við þrjár. Ég vitna í síðasta sms-ið frá þér: „komin heim, sjáumst.“ Já, sjáumst. Elsku Steini, Þuríður, Stefán, Hugrún, Elva og fjölskyldur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Þín Þorbjörg (Dolla). ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við fráfall elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JENNÝJAR JÓNSDÓTTUR, Hlíf 1, Ísafirði. Hrafnhildur Kristinsdóttir, Sigurður Ágústsson, Sólveig Kristinsdóttir, Grétar S. Pétursson, Guðmundur Kristinsson, Elín Bjarnadóttir, barnabörn og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.