Morgunblaðið - 24.02.2007, Síða 68

Morgunblaðið - 24.02.2007, Síða 68
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 55. DAGUR ÁRSINS 2007 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  Norðan- og norðaustanátt, víða 8–13 m/s. Dálítil él norðan til, léttskýjað syðra. Kaldast í innsveitum. » 8 Heitast Kaldast 0°C -7°C KVIKMYNDAKLÚBBURINN Fjalakött- urinn verður endurvakinn á morgun en þá hefjast reglulegar kvikmyndasýningar á hans vegum í Tjarnarbíói. Starfsemi Fjala- kattarins lagðist af í byrjun níunda áratug- arins en síðan hafa ekki verið reglulegar kvikmyndasýningar í Tjarnarbíói. Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík stendur að klúbbnum í samstarfi við fag- félög kvikmyndagerðarmanna og leikara. Markmið hans er að stórauka kvikmynda- úrval hér á landi með því að bjóða upp á sýningar á annars konar myndum en hefur tíðkast í bíóhúsum bæjarins síðastliðin ár. Fram á vor verða sýndar 25 myndir og verður byrjað á þeim þremur myndum sem gerðu James Dean að stórstjörnu í Holly- wood; East of Eden, Rebel Without a Cause og Giant, auk nýrrar heimild- armyndar um leikarann. | Lesbók Fjalakött- urinn end- urvakinn Risi James Dean og Elizabeth Taylor í myndinni „Giant“ frá árinu 1956. LEIKSKÓLABÖRN frá leikskólum í miðborg Reykjavíkur og Hlíða- hverfi fóru ásamt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í skrúðgöngu eft- ir hádegið í gær í tilefni Vetrarhátíðar. Gengið var frá Hlemmi og að Miklatúni. Börnin tóku lagið með Lögreglukórnum og skemmtu allir viðstaddir sér hið besta. Meðal göngumanna voru Stefán Eiríksson lögreglustjóri, Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn og síðast en ekki síst Lúlli löggub- angsi sem ef til vill vakti mesta athygli leikskólabarnanna. Morgunblaðið/Júlíus Leikskólabörn í lögreglufylgd Eftir Ómar Garðarsson í Vestmannaeyjum UM 200 manns sóttu fund í Vestmannaeyj- um í gær þar sem fulltrúar Siglingastofnunar og Landgræðslunnar kynntu niðurstöður rannsókna á möguleikum þess að gera ferju- höfn í Bakkafjöru. Þær eru, að ekkert er því til fyrirstöðu að byggja höfnina og verði ákvörðun tekin um framkvæmdina verður hægt að sigla milli lands og Eyja á um 30 mínútum í stað tæplega þriggja klukkustunda nú. Heildar- kostnaður er áætlaður rétt tæpir fimm millj- arðar og gert ráð fyrir þeim í nýrri samgöngu- áætlun sem nú er til afgreiðslu á Alþingi. Frummælendur voru Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri og Gísli Viggósson, for- stöðumaður hjá Siglingastofnun. Gísli sagði að vinna við rannsóknir hefði staðið með hléum frá árinu 2000 og samfellt hefði verið unnið frá því í september 2005. Í fyrra lá fyrir að Sigl- ingastofnun taldi mögulegt að gera höfn í Bakkafjöru en síðustu mánuði hefur verið gert áhættumat og rannsóknir á efnisflutningi. Gísli kynnti niðurstöður þeirra á fundinum og á næstu dögum liggur fyrir niðurstaða nefndar sem mun skila ráðherra skýrslu um skipulags- mál og fleiri þætti sem huga þarf að. Rannsóknir leiddu í ljós að sandburður verð- ur ekki vandamál í höfninni og áhættan sem fylgir því að sigla með ferju í Bakkafjöru er allt að því helmingi minni en að fara með Herjólfi til Þorlákshafnar. Margir, ekki síst sjómenn, hafa áhyggjur af því að dögum saman verði ófært við Bakka- fjöru en Gísli sagði að reiknilíkön og rannsókn- ir sýndu að frátafir yrðu hverfandi. Miðað við athuganir á árunum 2004, 2005 og 2006 hefðu fallið niður 2,3% ferða af 1.707. Gert er ráð fyrir 62 metra löngu, 15 metra breiðu skipi sem ristir 3,3 metra. Minnsta dýpi á rif sem siglt er yfir er um 5 metrar. „Með þeim upplýsingum sem við höfum er tæknilega hægt að byggja höfn í Bakkafjöru og verði ákvörðun um framkvæmdir tekin í vor verður hún tilbúin 2010,“ sagði Gísli að lokum. Eitt vandamálið er sandfok á Landeyjasandi og var Landgræðslunni falið að finna leiðir til að koma í veg fyrir það. Sveinn sagði þetta spennandi verkefni en alls ekki óyfirstígan- legt. Ekkert því til fyrirstöðu að gera höfn í Bakkafjöru Niðurstöður rannsókna kynntar í Vestmannaeyjum  Heildarkostnaður áætlaður rétt tæpir fimm milljarðar króna  Sandburður ekki vandi SLÖKKVILIÐIÐ á höfuðborg- arsvæðinu er þegar tekið að sinna sinueldum á þessu ári og voru fjög- ur útköll einvörðungu á fimmtudag. Allir voru sinueldarnir minni háttar enda er enn raki í sinunni. Það kemur þó ekki í veg fyrir að reynt sé að kveikja í sinu og eins og mörg undanfarin ár má búast við að íkveikjum fjölgi þegar líður fram á vorið. Slökkviliðið hefur um árabil reynt að höfða til fólks með áróður gegn sinueldum en hyggst nú hætta frumkvæði í þeim efnum, í ljósi þess að slíkur áróður hefur harla litlu skilað, heldur þvert á móti virðist umtal og umvandanir frekar hafa æst fólk upp í óvitaskapnum. Að sögn Jóns Viðars Matthías- sonar slökkviliðsstjóra hafa slökkviliðsmenn þá tilfinningu að fjölmiðlaumfjallanir og myndir af sinueldum æsi fólk upp í því að kveikja í. Hugsanlega endurspegli þetta einhverja þörf til að vekja á sér athygli. Hann tekur þó fram að SHS muni eiga samstarf við fjölmiðla eftir sem áður og svara spurningum greiðlega, þótt á hinn bóginn muni SHS ekki eiga frum- kvæðið að umfjölluninni. Yfirstjórn SHS hefur aðhafst nokkuð til að draga úr hættunni á sinueldum með því t.d. að hvetja sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu til að slá sinu meðfram göngustíg- um. „Síðan er samstarf í gangi milli Brunamálastofnunar og Landhelg- isgæslunnar til að reyna að fjár- festa í stórum þyrluvatnspoka eins og notaður var í eldunum á Mýr- um,“ segir hann. „Þetta gerir slökkviliðinu kleift að komast að svæðum sem eru erfið yfirferðar.“ Umfjöllun um sinuelda æsir upp brennuvarga Ljósmynd/Haraldur Guðjónsson Snarræði Sinueldur slökktur í Kópavogskirkjugarði í vikunni. Umtal og umvandanir skila litlu og þeim verður nú hætt SAMBÍÓIN hyggjast reglulega sýna kvik- myndir í þrívídd í aðalsal Kringlubíós frá og með 30. mars nk. Til að slíkt sé mögulegt verður ráðist í tilheyrandi umbætur á saln- um um miðbik næsta mánaðar. Að sögn framkvæmdastjóra Sambíóanna, Björns Árnasonar, er um nýja þrívíddartækni að ræða og spáir hann því að hægt verði að bjóða upp á sífellt fleiri myndir af slíkum meiði í náinni framtíð. Nýlega birtist grein í fagtímaritinu Var- iety þar sem því er spáð að fjöldi þrívídd- arsala í heiminum muni fjórfaldast fyrir næstu áramót. Segir þar einnig að fram- leiðsla þrívíddarmynda muni líklega aukast jafnt og þétt á næstu árum. | 22 Þrívíddarsalur í Kringlubíói ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.